Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 57
10.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Geim er glæpasaga eftir And- ers de la Motte, en hann er yfirmaður öryggismála hjá al- þjóðlegu tölvufyrirtæki og starfaði áður hjá lögreglunni í Stokkhólmi. Þetta er fyrsta bók hans en fyrir hana hlaut hann nýliðaverðlaun Sænsku glæpa- sagnaakademíunnar 2010. Bók- in hefur fengið góða dóma þar sem hún hefur komið út. Sagan, sem hefur verið seld til 27 landa, fjallar um smá- krimmann Hendrik Pettersson sem tekur þátt í leik sem hefur hættulegri áhrif en hann hafði órað fyrir. Lögreglufulltrúinn Rebecca Normén kemst svo að því að einhver veit meira en henni þykir æskilegt um fortíð hennar. Hættulegur leikur Hver á Sherlock Holmes? Tekist er á um þessa spurningu í Bandaríkjunum. Annars veg- ar eru þeir sem vilja geta skrifað nýjar sögur um spæjarann djúphugla og hins vegar fulltrú- ar dánarbús sir Arthurs Conans Doyles, rithöfundarins sem skapaði Holmes fyrir 126 árum. Dánarbúið vill halda áfram að rukka fyr- ir réttinn á nafninu en höfundarnir segja Hol- mes nú almenningseign. Samkvæmt The New York Times eru ein- ungis tíu þeirra sextíu sagna um Holmes sem tóku að koma út vestanhafs árið 1923 enn bundar höfundarrétti og hefur einn meðlimur félags áhugamanna um Holmes og sögur um hann nú höfðað mál gegn dánarbúinu til að fá það til að hætta að gera fjárkröfu skrifi rithöf- undar samtímans um þessar frægu sögu- persónur. Dánarbúið stendur hins vegar fast á rétti sínum. „Sögupersónan Sherlock Holmes er vernduð af höfundarréttarlögum,“ segir lögfræðingur þeirra og bætir við að persónan hafi ekki verið fullmótuð fyrr en Doyle lagði frá sér pennann í síðasta sinn. Sir Arthur Conan Doyle, höfundur sagnanna um spæjarann. Fleiri skrifa sögur um Holmes. HVER Á SHERLOCK HOLMES? Ríkissjónvarpið sýnir á sunnudags- kvöld fyrsta þátt Ferðaloka, nýrrar heimildaþáttaraðar í sex þáttum um Íslendingasögurnar og sannleiks- gildi þeirra frá sjónarhóli forn- leifafræða og bókmennta. Vala Garðarsdóttir fornleifa- fræðingur skrifaði handritið og átti hugmyndina að þáttunum, sem fram- leiddir eru undir hatti Vesturports en framleiðendur eru þær Rakel Garðarsdóttir og Ágústa Ólafs- dóttir. Leikstjóri er Ragnar Hans- son. Í þáttunum er farið yfir valda at- burði úr Íslendingasögunum og þeir tengdir við fornminjar og gripi sem enn eru til, annaðhvort í náttúrunni eða á söfnum. Rýnt er í sögurnar og munu minjarnar, ásamt náttúrunni og munnmælasögum, veita innsýn í fortíðina. Sögumaðurinn fer með áhorfandann á söguslóðir, greinir frá viðfangsefni þáttarins, stiklar á sögunni sem er til umfjöllunar og ræðir við fræðimenn, sagnamenn, heimamenn og fleiri – þar á meðal munu einhverjar erlendar stórstjörnur leggja orð í belg um sagnaarfinn. Markmið þessara forvitnilegu þátta er að gera fornsögurnar, þennan ómetanlega sagnaarf okkar, sýnilegri almenningi á fræðilegan og skemmtilegan hátt í senn, auk þess sem reynt verður að kanna sannleiksgildi ýmissa sagna. SJÓNVARPSÞÆTTIR UM SAGNAARFINN Njálusöngvarar túlkuðu Njálu í Sögusetrinu fyrir nokkr- um árum. Í Ferðalokum er fjallað um Íslendingasögurnar. Líf annarra en mín er þriðja bók franska rithöfundarins Emmanuels Carrére sem kem- ur út í íslenskri þýðingu Sig- urðar Pálssonar, hinar eru Óvinurinn og Skíðaferðin. Bókin fjallar um dauða, hug- rekki og heilun. Dauði lítils barns í flóðbylgju og dauða- stríð ungrar konu sem þjáðist af krabbameini varð til þess að Carrére skrifaði bókina. Þetta er áhrifamikið og vel skrifað verk. Áhrifamikil bók frá Emm- anuel Carrére Skáldverk og lærdómur fyrir börn NÝJAR BÆKUR NÝ SKÁLDVERK STREYMA Á MARKAÐ Í KILJU- FORMI. FRANSKI RITHÖFUNDURINN CARRÉRE NÝTUR VIRÐINGAR VÍÐA UM HEIM OG FYRSTA BÓKIN Í ÞRÍLEIK DANANS EJERSBO HEFUR VERIÐ ÞÝDD AF PÁLI BALDVINI BALDVINSSYNI. SÆNSK GLÆPASAGA LÍTUR SVO DAGSINS LJÓS. BÖRNUM ER SVO KENNT AÐ LESA Í STJÖRNUBÓKUM. Útlagi er fyrsta verkið í þríleik danska höfundarins Jakobs Ejersbo sem lést árið 2008, fertugur að aldri. Aðalpersónan í Útlaga er hin fimmtán ára Samantha sem býr í Tansaníu og finnur hvergi væntum- þykju og kærleika. Hún verður ást- fangin af eldri manni og leiðist út í fíkniefnaneyslu. Þetta er myrk ör- lagasaga ungrar stúlku í miskunn- arlausum heimi. Örlagasaga unglingsstúlku Stjörnubókunum er ætlað að hjálpa börn- um á aldrinum 3-5 ára að læra að lesa. Bækurnar eru eftir Árna Árnason og Önnu C. Leplar. Í bókinni Stafirnir er að finna alls kyns leiki og þrautir sem hjálpa börnunum að þekkja stafina. Í bókinni Litlir og stórir stafir er börnum kennt að þekkja muninn á litlum og stórum stöfum. Bækurnar eru sneisafullar af skemmtilegum myndum og í þeim sameinast leikir og lærdómur. Leikir og lærdómur * Bjartsýnin vefst nú fyrir mér og þéreins og bögglað roð. Sigfús Daðason BÓKSALA 27. 2.-5. 3. 2013 Allar bækur 1 Brynhjarta - kiljaJo Nesbø 2 Iðrun - kiljaHanne-Vibeke Holst 3 Sumar án karlmanna - kiljaSiri Hustvedt 4 Illska - kiljaEiríkur Örn Norðdahl 5 Iceland Small World - small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 6 Lilli klifurmús og hin dýrin íHálsaskógi Thorbjörn Egner 7 Líf annarra en mín - kiljaEmmanuell Carrér 8 SálmabókÝmsir 9 Fimmtíu skuggar frelsis - kiljaE.L. James 10 Kuldi - kiljaYrsa Sigurðardóttir Kiljur 1 BrynhjartaJo Nesbø 2 IðrunHanne-Vibeke Holst 3 Sumar án karlmannaSiri Hustvedt 4 IllskaEiríkur Örn Norðdahl 5 Líf annarra en mínEmmanuell Carrér 6 Fimmtíu skuggar frelsisE.L. James 7 KuldiYrsa Sigurðardóttir 8 [geim]Anders De La Motte 9 SjóræninginnJón Gnarr 10 ÚtlagiJakob Ejersbo Listinn er byggður á upplýsingum frá Eymundsson MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.