Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 22
Kryddið túrmerik skal alltaf binda í olíu svo virkni þess sé bólgueyð- andi og þar með krabbameinshaml- andi fyrir líkamann. Þegar túrmerik er notað í súpu er best að láta lauk krauma í smá olíu og bæta svo túrmerikinu út í. En þeir sem þekkja til indversk- rar matargerðar vita að margir ind- verskir réttir byrja einmitt á þess- ari aðferð og það sýnir að virkni fæðunnar skiptir ekki síður miklu máli í þessum samfélögum en bragðið. Að auki er mjög mikilvægt að muna að nota alltaf svartan pipar með túrmeriki, en við það marg- faldast upptaka túrmeriksins. Engifer er, líkt og túrmerik, talið hafa bólgueyðandi áhrif og því krabba- meins- hamlandi. Bólgueyð- andi áhrif engifers virðast gegna veiga- miklu hlutverki við að fyrirbyggja ákveðnar tegund- ir krabbameins, sérstaklega ristil- krabbameins, og hafa rannsóknir sýnt að hægt var að hindra þróun ristilkrabbameins sem komið var af stað í tilraunadýrum með krabba- meinsvaldandi efnum, með því að gefa þeim engifer og túrmerik. Engifer og túrmerik eru því fjöl- hæf forvarnarefni sem geta haft áhrif á vöxt krabbameinsfrumna, til dæmis með því að draga úr bólg- um. Dagleg notkun engifers er að sama skapi talin vera sérstaklega áhrifarík á bólgur sjúklinga með liðagigt. Krydd sem forvörn 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013 Heilsa og hreyfing Við þurfum mismunandi nálganir til árangurs, en mark- miðið er alltaf það sama. Að auka lífsgæði okkar og reyna að koma í veg fyrir óþarfa veikindi og erfiða lífsbaráttu. Þó enginn vilji greinast með lífshættulegan sjúkdóm, er ekkert að óttast ef greining á sér stað nógu snemma. Þessar her- ferðir eru okkur ekki aðeins lífs- nauðsynlegar og setja okkur í fremstu röð hvað varðar forvarnir, held- ur skapa þær einstaka stemningu í sam- félaginu, þar sem húmor og gleði ná völdum. Krabbameinsfélagið á því sann- arlega hrós skilið fyrir skemmti- legar nálganir sem ná til fjöldans og gefa samfélagi okkar skemmti- legan blæ, hvort sem það er með bleikupplýstum húsum eða misflottum mottum. Með Mottumars nær Krabbameinsfélagið að gera for- varnir svolítið „töff“. Motta er málið í mars og skapar bæði mikilvæga umræðu og samstöðu. Þessar velheppnuðu herferðir vekja mig til umhugsunar um hvort ekki sé hægt að vinna að forvörnum gegn offitu með sambæri- legum hætti. Forvarnir gegn offitu og lífsstíltengdum sjúkdómum þurfa að snúast meira um að skapa jákvæða orku út í samfélagið með sam- stilltu átaki, í stað þess að velta sér upp úr neikvæðum hliðum vandans. Við þurfum að vinna meira í gleðinni og frelsinu sem fylgir því að bera ábyrgð á eigin heilsu og vera heilbrigð heldur en að velta okkur endalaust upp úr því hvað við erum feit. Ef við tölum meira um það jákvæða, smitar það út frá sér og við hugs- um frekar um heilbrigði en sjúkdóma. Offita og lífs- stílstengdir sjúkdómar er eitt stærsta heilbrigðis- vandamál þjóðarinnar og þolir litla bið. Átaksverk- efnin „Lífshlaupið“ og „Ísland á iði“ eru hvetjandi og við sjáum ýmsa jákvæða forvarnavinnu og hug- arfarsbreytingu í samfélaginu, en hún er hægfara. Þurfum við ekki bara að standa fyrir árlegri söfnun til for- varna gegn offitu og hreyfingarleysi? Hvernig væri að nýta sambærilega gleði og húmor frá Mottumars og Bleiku slauf- unni, til að skapa umræðu og samstöðu um heilbrigði í víðasta skilningi, þar sem virkni til eigin ábyrgðar og hugarfarsbreyt- inga er markmiðið? Við höfum allavega ærna ástæðu til. Borghildur er BA í sálfræði og menntuð sem einkaþjálfari. FORVARNIR SEM BREYTA SAMFÉLAGI BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR Heilbrigt líf MARS OG OKTÓBER ERU MÁNUÐIR KRABBAMEINSFORVARNA. MOTTUMARS OG BLEIKA SLAUFAN VEKJA OKKUR, Á ÓLÍKAN HÁTT, TIL VITUNDAR UM EINFALDAR LEIÐIR TIL AÐ LIFA LENGUR OG BETUR OG JAFNVEL BJARGA EIGIN LÍFI. * Grænt te er mjög mik-ilvægt fyrir alla sem vilja huga að krabbameinsforvörnum. Grænt te inniheldur einna hæst hlutfall af krabbameins- hamlandi sameindum, af öll- um fæðutegundum sem til eru. * Allt kálmeti, s.s. sperg-ilkál, blómkál, hvítkál og grænkál, hefur krabbameins- hamlandi sameindir sem finn- ast ekki annars staðar. Reglu- leg neysla þessara káltegunda dregur verulega úr þróun margra tegunda krabba- meins. * Margar rannsóknir hafasýnt fram á að kakómassi býr yfir miklu magni af fjölkarból- sýrum sem innihalda heilsu- bætandi eiginleika, þar af krabbameinshamlandi eig- inleika líkan þeim sem er í berjum, græni tei og lauk. Svokallað 70% súkkulaði er gert úr 70% kakómassa. Þ að kemur mörgum á óvart hvað margar fæðutegundir geta haft þessi jákvæðu áhrif á líkama okkar. Talað er um krabbameinshamlandi og bólgueyðandi fæðu, en bólgumyndun gegnir stóru hlutverki í þróun krabbameins. Því er gott að gera sér grein fyrir hvaða fæðutegundir innihalda sam- eindir með bólgueyðandi virkni, hvernig við matreiðum fæðuna og notum réttu kryddin til að virkni hennar nýtist sem forvörn. Hér eru nokkur dæmi um sameindir eða efni sem við getum neytt, sem hafa krabbameinshamlandi og bólgueyðandi áhrif á vöxt krabbameinsfrumna. Krydd og kryddjurtir Það er ekki að ástæðulausu að krydd og krydd- jurtir eru fyrst nefnd þegar fjallað er um krabbameinshamlandi áhrif fæðu. Helst er að nefna engifer og túrmerik sem hvort tveggja á uppruna sinn í Suðaustur-Asíu, aðallega Ind- landi og Kína. Engifer og túrmerik innihalda mikið magn af sameindum með sterka bólgu- eyðandi virkni og eru algeng í umræðunni um krabbameinshamlandi matvæli. Rannsóknir hafa einnig sýnt að chilipipar, negull, fennel, mynta, timjan og basilíka hafa eiginleika sem koma í veg fyrir bólgur og geta átt þátt í að koma í veg fyrir að krabbamein þróist. Vefsíðan www.matturmatarins.is, sem fjallar um krabba- meinshamlandi fæðutegundir og birtir fjölda af uppskrifum, segir frá því að þrátt fyrir að magn krabbameinsvaldandi efna í andrúmslofti Ind- lands sé í mörgum tilfellum mun meira en á Vesturlöndum, er tíðni lungnakrabbameins á Indlandi 8 sinnum lægri en á Vesturlöndum, tíðni ristilkrabbameins er 9 sinnum lægri og tíðni brjóstakrabbameins er 5 sinnum lægri. Hörfræ Flest vitum við að omega 3 fitusýrur eru okkur lífsnauðsynlegar, en þær eru einnig sérstaklega mikilvægar sem forvörn gegn krabbameini. Hörfræ innihalda mjög mikið af omega 3, en tvær matskeiðar af hörfræjum fullnægja meira en 100% af dagsþörf okkar fyrir omega 3. Til að upptaka fitusýranna sé sem mest, er best að mylja hörfræin í mortéli eða í blandara með ör- litlu vatni. Tómatar Miðjarðarhafsbúar eru þekktir fyrir neyslu á tómötum, en rannsóknir hafa sýnt að blöðru- hálskrabbamein er ekki eins útbreitt í þeim löndum þar sem neysla tómata er mikil. Efnið í tómötum sem talið er að tengist þessari vörn gegn krabbameini heitir lýkópen og er litarefnið sem gefur tómötum rauðan lit. Til að lýkópenið hafi neikvæð áhrif á vöxt forstigskrabbameins- frumna í blöðruhálskirtli þarf magnið að vera tiltölulega mikið en eldaðir tómatar innihalda meira lykopen en óeldaðir. Því er best er að borða þá eldaða, til dæmis með því að búa til pastasósu eða tómatsúpu. Með því að elda tóm- ata í ólífuolíu gerir maður lýkópenið auðveldara upptöku fyrir frumur líkamans. Þá inniheldur tómatpurré líka mikið magn af lýkópeni. Rauðvín Það gleður líklega marga að rauðvín getur haft krabbameinshamlandi áhrif, en rauðvín inniheld- ur sameind sem nefnist reservatrol sem finnst eingöngu í rauðvíni og virðist vera góð forvörn gegn krabbameini. Hér er þó að sjálfsögðu átt við hóflega drykkju, en óhófleg neysla hefur skaðleg áhrif og eykur líkur á krabbameini. Að lokum skal taka fram að hvorki krydd, kryddjurtir, önnur matvæli eða drykkir geta læknað krabbamein.  Heimildir: Bragð í baráttunni, R. Béliveau & D. Gingras. Ísl. þýð. úr ensku: Þórunn Hjartardóttir, 2009 www.biobu.is www.heilsa.is www.wikipedia.org www.matturmatarins.com FORVÖRN Í FÆÐUNNI Matur sem getur hamlað myndun krabbameinsfrumna NIÐURSTÖÐUR FJÖLDA RANNSÓKNA HAFA SÝNT AÐ HÆGT ER AÐ DRAGA ÚR LÍKUM Á KRABBAMEINI MEÐ ÞVÍ AÐ NEYTA REGLULEGA RÉTTRAR FÆÐU OG AÐ SAMA SKAPI AUKA LÍKURNAR Á KRABBAMEINI MEÐ RÖNGU FÆÐUVALI. FORVÖRNIN BYGGIST Á ÞVÍ AÐ AUKA NEYSLU Á FÆÐU SEM GERIR GAGN; EFLIR OG VER, EN SÚ FÆÐA ÞARF ALLS EKKI AÐ VERA EINHVER SÉRFÆÐA. Borghildur Sverrisdóttir borghildur@mataskur.is Blöðruhálskrabbamein er ekki eins útbreitt í þeim löndum þar sem neysla tómata er hvað mest. Morgunblaðið/Ásdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.