Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 45
leitast við að ýta undir brölt Björns Vals. Hálmstráið,
sem reynt er að hanga á, til að réttlæta áróðurs-
herferðina, er að Seðlabankinn hefur, með vísan í lög
sem um bankann gilda, hafnað því að birta samtal
talsmanns bankans við forsætisráðherrann á þeim
tíma. Sú synjun hefur aldrei verið borin undir þá tvo,
enda telur bankinn að þeir eigi ekki aðild að málinu.
Hið „dularfulla“ samtal hafði aðeins eina þýðingu.
Það staðfesti að lánið var veitt með samþykki oddvita
ríkisstjórnarinnar, efnahagsráðherrans, þess sem
bankinn féll stjórnarfarslega undir. Um það hefur
enginn efast. Synjun bankans er lögformleg ákvörðun
sem Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur stað-
fest. Hún myndi engu skipta nema vegna þess að einn
af ómerkilegri stjórnmálamönnum landsins hefur
reynt að nota sér þá synjun til að fara í pólitískan
skollaleik. Bankinn liggur ekki einn á þessu samtali.
Rannsóknarnefnd Alþingis hafði afrit af því og hefur
vísast sent það Sérstökum saksóknara með öðrum
gögnum. Ríkissaksóknari hefur vafalítið haft það líka
þegar unnið var að ákæru á hendur Geir H. Haarde
fyrir Landsdómi, sem Björn Valur tók sem þingmað-
ur virkan þátt í.
Þótti ekkert merkilegt þar
Rannsóknarnefnd Alþingis gerði eins og kunnugt er
aðeins athugasemd við tvö atriði sem þóttu duga til
málamyndaáfellis gagnvart bankastjórn SÍ. Annað
var um að bankastjórnin hefði svarað munnlegri fyr-
irspurn munnlega en ekki skriflega og er þó hvergi
deilt um svarið!
Hitt var fyrir að hafa ekki, þvert á lögmætisregluna,
látið sig hafa að ganga inn í lögboðið hlutverk Fjár-
málaeftirlitsins varðandi tiltekið atriði í starfsemi LÍ.
Ljóst má vera að þessi tvö furðuatriði voru hugsuð
sem einhvers konar dúsa upp í æsingarlið. Og ekki
vantaði að „RÚV“ gerði sér mat úr því er plagg nefnd-
arinnar var birt. Þegar á það er horft var það stofnun-
inni til háðungar.
En lánið til Kaupþings náði ekki þvílíkri alvöru, að
mati Rannsóknarnefndarinnar, eins og þeirri að hafa
ekki svarað munnlegri fyrirspurn skriflega. Og hvern-
ig skyldi standa á því? Það kann að hafa m.a. verið
vegna þess að SÍ lánaði úr gjaldeyrisforða sínum,
samkvæmt vilja og samþykki ríkisins, fjárhæð sem
var tryggð með veði sem endurskoðaðir reikningar
sýndu að nálgaðist að vera þrefalt virði lánsins sem
veitt var. Ef reyna myndi á veðið myndi fjárhæðin
skila sér í gjaldeyri, svo ákvörðunin hafði engin áhrif á
forðann. Þessu til viðbótar, sem auðvitað var gætt að
sleppa í hinni broguðu umfjöllum „spegilsins“, hafði
verið leitað til Seðlabanka Danmerkur, sem staðfesti,
eftir að hafa ráðgast við fjármálaeftirlit sama lands,
að um mjög traustan banka væri að ræða og ekki væri
nein sjáanleg ástæða til að efast um mat á stöðu hans.
Bankinn væri að auki, eins og aðrir danskir bankar
um þær mundir, með sérstakri tímasettri ríkisábyrgð
Danmerkur. Þótt mánuðir eða ár hefðu verið fyrir
hendi hefði ekki verið kostur á að sannreyna gæði
veðsins betur en þarna var gert. Að auki var tækifær-
ið notað til að taka allsherjarveð í FIH-bankanum og
gat hann því staðið gagnvart öðrum skuldbindingum
Kaupþings gagnvart SÍ en fólust í umræddu láni.
Þegar þeir, sem Jóhanna og Steingrímur komu í
Seðlabankann, með aðferðum sem eru kunnar, ákváðu
eftir dúk og disk að snúa sér að sölu á FIH-bankanum
er sagt, að staða hans hafi verið orðin önnur en þegar
veð var veitt. Ef marka má fréttir var veðið, sem talið
hafði verið yfirgnæfandi gagnvart láninu, af öllum sem
áttu eða máttu vita, jafnvel ekki talið þá nægja fyrir
því einu! Með hálfsannleik og spuna er svo reynt að
láta málið líta svo út að bankastjórarnir þrír, sem
hraktir höfðu verið frá bankanum, með einstakri póli-
tískri ofsóknargerð, hafi einnig borið ábyrgð á síðbún-
um sölutilburðum núverandi bankastjórnar SÍ og því,
að síðari tíma atburðir í Danmörku kunni að hafa
breytt gæðum veðsins.
Björn Valur Gíslason hefur verið með þetta mál „til
meðferðar“ í nokkur ár í fjárlaganefnd og lítt sparað
dylgjurnar allan þann tíma. Framkoma hans er þó
auðvitað fjarri því að vera í neinu fyrir neðan virðingu
hans. En um taglhnýtinginn, fréttastofu „RÚV“, ætti
auðvitað að gegna öðru máli, en það virðist ekki gera
það.
Allan þann tíma, sem þessi „fréttastofa“ hefur tekið
þátt í ófrægingarherferð Björns Vals Gíslasonar, hlýt-
ur hún að hafa hugleitt að spyrja hann, hverju fyrrver-
andi bankastjórn hafi svarað á fundum sínum með fjár-
laganefnd, þegar aftur og aftur hafi verið farið yfir
málið á undanförnum árum. Varla dettur „fréttastof-
unni“ í hug að bankastjórnin gamla hafi aldrei verið
spurð um eitt né neitt allan þann tíma sem dylgjurnar
og spuninn hafa staðið? Það getur varla verið.
Morgunblaðið/Ómar
10.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45