Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 37
10.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Boltagáttin er nýtt íslenskt smá- forrit fyrir Windows-síma fyrir þá sem vilja fylgjast með fréttum af ís- lenska og enska boltanum sem birtar eru á íslenskum miðlum. Forritið veitir notendum nýjustu fréttirnar úr boltanum af vefsíðum á borð við www.mbl.is, www.vis- ir.is, www.fotbolti.net, www.433.is og www.ruv.is. ÍÞRÓTTAFRÉTTAFORRIT Sportið í símann Sunrise-smáforritið er enn ein dag- bókin fyrir iPhone. Það sem þessi dagbók hefur hins vegar fram yfir aðrar dagbækur er að með henni er hægt að taka inn efni frá Face- book. Líf margra fer þar fram og er í þeirri dagbók. Með Sunrise er til dæmis hægt að óska fólki til ham- ingju með afmælið og fleira skemmtilegt. DAGBÓKIN Forrit fyrir gleymna CamMe er nýtt smáforrit fyrir iPhone og iPad og fæst í App store. Það er fyrir þá sem vilja taka mynd- ir af sjálfum sér með símanum. Nú er það hægt með því að hafa fjar- lægðina meiri og án þess að snerta símann. Með einfaldri handarhreyf- ingu nemur síminn höndina og þú getur smellt af með því að kreppa fingurna – langt í burtu. Stjórnað án snertingar SJÁLFSMYNDAVÉL NOTAÐU VERKEFNA- STJÓRNUNARTÆKI Ef þú vinnur við verkefnadrifin störf, sérstaklega í samstarfi við aðra, þá er mikið framboð af stórum og smáum verkefnastjórnunarkerfum í boði sem hjálpa þér að brjóta verkefni niður í smærri einingar, deila verkefnum á samstarfsfélaga og halda utan um sam- skipti og skjöl. Tölvupóstur er trúlega eitt gagnslausasta verkfæri sem til er til að halda utan um verkefni, og í mörg- um tilfellum óheppilegur sam- skiptamáti fyrir verkefni líka. Það verk- efnastjórnunarkerfi sem nýtur hvað mestra vinsælda í dag er Basecamp, en það hefur þann ókost að það er nokk- uð kostnaðarsamt þegar verkefnum og notendum fer að fjölga. Önnur kerfi sem eru þess virði að skoða eru Action Method, Asana og Team Box. Allar þessar lausnir er hægt að fá fyrir bæði vafra og sem símaforrit og hægt að samræma aðgerðir þvert á mörg tæki. Hér eins og oft áður gildir að finna það sem manni sjálfum líkar best við og halda sig við það. basecamp.com actionmethod.com asana.com, teambox.com LÆRÐU AÐ SLAKA Á Það er fátt sem er jafn gott fyrir starfsandann og afkastagetuna og að slaka vel á þegar mikið leitar á hugann. Á calm.com er hægt að nálgast friðsæla skjámynd með náttúru- hljóðum (öldugjálfur, rennandi vatn) og hægt að velja sér 2, 10 eða 30 mínútna slökun með leið- sögn. Þú einfaldlega velur þér hve langan tíma þú vilt taka þér í slökun, set- ur á þig heyrnartól og ljúf rödd leiðir þig í gegnum slökunaraðferðir sem hjálpa þér að hreinsa hug- ann. Einnig fáanlegt sem símaforrit fyrir iPhone, www.calm.com NOTAÐU SKÝIÐ Allir hafa lent í því að vista skjal á tölvu og hafa það svo ekki með þegar á reynir. Vistun í skýinu er óð- um að ryðja sér rúm í vinnuumhverfi samtímans, og ef þú nýtir þér ekki ótvíræða kosti þess nú þegar, þá er mál til komið að byrja. Vinsælasta lausnin er Dropbox, sem er ótrúlega þægilegt til að geyma gögn sem þarf að vera hægt að nálgast án mikils fyr- irvara. En það er ýmislegt fleira í boði. Google Drive er svipuð þjónusta sem fylgir þeim sem nota Gmail hvert sem þeir fara. Þá er Skydrive frá Micro- soft vinsælt hjá þeim sem nota Microsoft-lausnir í sínum störfum. Box.com er önnur meðfærileg þjón- usta sem býður upp á mikið pláss. Það sem gildir er að finna þá þjónustu sem hentar best þeim tólum sem þú notar fyrir, og temja sér að vista öll skjöl í skýinu. Þar með þarftu heldur aldrei að hafa áhyggj- ur af mikilvægum gögnum þótt tölvan hrynji. www.dropbox.comwww.drive.google- .comwww.skydrive.comwww.box.com Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300 iPad mini Haltu á hinum stafræna heimi í einu undratæki sem smellpassar í lófann. Verð frá:59.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.