Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 38
Farmers Market sýnir nýjustu afurðir sínar á RFF. REYKJAVÍK FASHION FESTIVAL Uppskeruhátíð fatahönnuða *Föt og fylgihlutir Handtöskur úr flaueli og ull frá Elínu Hrund Þorgeirsdóttur verða sýndar á Hönnunarmars »40 Hátískan hefur alltaf kostað mikið. Fræga og ríka fólkið borgar mikið, stundum mjög mikið, fyrir fötin sem það klæðist. Á lista Forbes yfir ríkasta fólk ver- aldar má finna þó nokkra sem standa að baki vörumerkjunum sem allir þekkja, ekki aðeins hátísku- merkjum heldur ekki síður ódýrari vörumerkjum sem rata oftar í inn- kaupapokana. Þannig er Spánverjinn Amancio Ortega sem á Zöru í þriðja sæti yfir ríkustu menn veraldar. Góðvinur Íslendinga, Stefan Pers- son hjá H&M, er í 12. sæti listans en eignir hans eru metnar á 28 milljarða dala. Tískan kemur sterk inn á listann sem inniheldur 1.426 milljarðamær- inga, en þekkt nöfn á borð við Renzo Rossi hjá Diesel og félagana Domenico Dolce og Stefano Gabb- ana koma ný inn á listann í ár. benedik@mbl.is TÍSKUFRÖMUÐIR Á LISTA FORBES Milljarða mæringarnir í tískunni Á LISTA FORBES YFIR RÍKASTA FÓLK VERALDAR MÁ FINNA MARGA TÍSKUFRÖMUÐI HEIMSINS. Tískutopparnir Þau auðugustu í heimi tískunnar samkvæmt Forbes 3. Amancio Ortega, Zara, 57 milljarðar dala 10. Bernard Arnault, LVMH, 29 milljarðar dala 12. Stefan Persson, H&M, 28 milljarðar dala 56. Phil Knight, Nike, 14,4 milljarðar dala 66. Tadashi Yanai, Fast Retailing, 13,3 milljarðar dala 78. Miuccia Prada, Prada, 12,4 milljarðar dala 131. Giorgio Armani, Armani, 8,5 milljarðar dala 145. Alain & Gerard Wertheimer, Chanel, 8 milljarðar dala 166. Ralph Lauren, Ralph Lauren, 7 milljarðar dala 248. Isak Andic, Mango, metin á 5 milljarða dala 248. Philip & Christina Green, Topshop, metin á 5 milljarða dala 276. Jin Sook & Do Won Chang, Forever 21, 4,5 milljarðar dala 458. Renzo Rosso, Diesel, 3 milljarðar dala 490. Chip Wilson, Lululemon, 2,9 milljarðar dala 503. Doris Fisher, Gap, 2,8 milljarðar dala 704. Nicolas Puech, Hermes, 2,1 milljarður dala 736. Carlo Benetton, Gilberto Benetton, Giuliana Benetton, Lu- ciano Benetton, Benetton, 2 milljarðar dala 736. Domenico Dolce and Stefano Gabbana, Dolce & Gabbana, 2 milljarðar dala 1031. Paolo Bulgari, Bulgari, 1,4 milljarðar dala 1342. Christopher Burch and Tory Burch, Tory Burch LLC, 1 milljarður dala 1342. Sara Blakely, Spanx, 1 milljarður dala Amancio Ortega, Zara, metin á 57 milljarða dala. Stefan Persson, H&M, metin á 28 milljarða dala. Ralph Lauren, metin á 7 milljarðar dala. Giorgio Armani, metin á 8,5 milljarðar dala. REYKJAVÍK VERÐUR TÍSKUBORG Í FÁEINA DAGA ÞEGAR REYKAVÍK FASHION FESTIVAL FER FRAM 14.-16. MARS. HARPA VERÐUR MIÐDEPILLINN ÞAR SEM ALLT ÞAÐ FLOTTASTA VERÐUR SÝNT Á PALLINUM. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is V ið erum að fara að sýna nýja línu hjá Ellu og verðum von- andi með skemmtilega sýningu,“ segir Elínrós Líndal, list- rænn stjórnandi hjá tískumerkinu Ellu sem tekur þátt í Reykjavík Fashion festival eða RFF. Ella er tiltölulega nýtt fyrirtæki sem hefur verið að þróast í nokkur ár, var stofnað í miðju hruni en blómstrar nú sem aldrei fyrr. „Við erum svo hepp- in hjá Ellu að hafa frábæran viðskiptavinahóp sem eru konur á öllum aldri. Það þykir okkur vænt um. Þetta eru konur sem vilja góð efni og skemmtileg snið. Við höldum í það auk þess að bjóða upp á nýtt. Við erum mikið að vinna með bambus núna og líka með ný snið,“ segir Elínrós. Fyrir rúmu ári fór undirbúningur á fullt fyrir nýju línuna og segir Elínrós að „þýska aðferðin“ hafi verið tekin upp hjá fyrirtækinu; ekkert er gert á síðustu stundu. „Við vitum að það er bara eitt prósent sem slær í gegn í tískunni og þá beit- um við öllum ráðum til að ná því. Meðal annars með skipulagi,“ segir hún róleg. RFF mikilvæg fyrir fatahönnuði Elínrós segir að þessi hátíð sé fatahönnuðum mikilvæg. Þetta sé eins og að láta skíra barnið sitt eða jafnvel ferma. Gleðin sé mikil enda komið að því að uppskera. „Þetta er líka frábær stökkpallur. Nú sjáum við meiri viðskiptahlið á þessu. Skapandi greinar eins og tíska skapa verðmæti í þjóðfélaginu og það væri gaman að sjá tölur á bak við tískuna. Tískan endurspeglar tíðarandann og ef tískufyrirtæki er á undan speglar það líka framtíðina. Línan okkar núna táknar pínu gleði. Ella fæddist í hruninu og nú erum við að fagna og við viljum vera til staðar þegar konur fagna,“ segir Elínrós. Guðmundur Jörundsson sýnir það nýjasta frá JÖR á hátíðinni. Lj ós m yn d/ Fr ið ri k Ö rn H ja lte st ed Föt frá Ellu eru bæði þægileg og flott. Morgunblaðið/Árni Sæberg Huginn Muninn tekur þátt í RFF, en nánari upplýsingar um þátttakendur má finna á vefnum www.rff.is. Morgunblaðið/Ómar Mundi vondi sýndi í fyrra. Hann er nú í samstarfi við 66°Norður. Elínrós Líndal, listrænn stjórnandi hjá tískumerkinu Ellu. Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.