Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013 Heimili og hönnun A rkitektastofan Úti og inni er til húsa á rúmgóðri og bjartri hæð í Þingholtsstræti. Þar ráða ríkjum arki- tektarnir Baldur Ó. Svavarsson og Jón Þór Þorvalds- son. Þeir hafa rekið stofuna saman frá 1991 og verið allan tímann í þessu húsi, þar af næstum tuttugu ár á þessari hæð. „Við höfum reynt að fjölga ekki mikið hérna og reynt að hafa þetta temmilega stærð,“ segir Baldur. „Mest vorum við sex til átta,“ segir hann, með tveimur nemum. „Við höfum alltaf reynt að hleypa skólafólkinu til okkar,“ segir Jón Þór. „Okkur fannst við hafa siðferðilega skyldu til að vera viljugir að taka á móti þessu yngra fólki,“ segir Baldur en það gáfu sér ekki allar arkitektastofur tíma fyrir nema á uppgangsárunum. Þeir hafa líka viljað einbeita sér að hönnun en ekki festast í stjórnunar- störfum. Samstarf þeirra hefur alla tíð verið gott, þeir lýsa því sem „ágætu hjónabandi“ og að þeir „bakki hvor annan upp“. Þeim finnst gott að vinna í opnu rými því þannig sé hægt að fylgjast með öllu sem er í gangi. Gaman er að segja frá því að Steinunn, dóttir Jóns Þórs, er arkitekt eins og faðir hennar og líka afi, Þorvaldur S. Þorvalds- son. Til viðbótar er sonur Baldurs, Brynjar Darri, byrjaður í arkitektúrnámi við LHÍ þannig að þeir hafa greinilega ekki hrætt afkomendurna frá starfinu. Fróði, hundur Baldurs, er sérlegur vakthundur stofunnar og dvelur þar langdvölum, er meira að segja með eigið netfang á stofunni! Hér er hann við skemmtilegan skrifstofustól, sem er frá fyrri hluta síðustu aldar og Baldur kom með heim frá námsárunum í Noregi. Salerni stofunnar er í gömlu lyftuopi, sem reyndar hefur aldr- ei verið notað sem slíkt. Góður andi SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS HELDUR ÁFRAM AÐ KÍKJA Í HEIMSÓKN TIL SKAPANDI STÉTTA Í TILEFNI HÖNNUNARMARS. VEL VAR TEKIÐ Á MÓTI BLAÐAMANNI OG LJÓSMYNDARA Í RÚMGÓÐU HÚSNÆÐI ARKITEKTASTOFU VIÐ ÞINGHOLTSSTRÆTI. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Styrmir Kári Erwinsson styrmirkari@mbl.is Aðalrýmið, birtan er næg og skrifborðin stór. Hægt er að fylgjast með öllu sem gerist í svona opnu rými og auðvelt að eiga samskipti sín á milli. INNLIT Á ARKITEKTASTOFUNA ÚTI OG INNI HÚSGAGNAHÖLLIN • B í ld shöfða 20 • Reyk jav í k • s ím i 558 1100 OPIÐ Vi rka daga 10-18 , l augard . 11 -17 og sunnud . 13-17 SÖDAHL PÚÐAR, BAÐVÖRUR, RÚMFÖT OG DÚKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.