Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 15
ingar í kjölfar alvarlegs sjúkdóms eins og krabbameins. Þær geta verið róttækar. Ég hef svo sem sömu gildin og áður en þau hafa dýpkað og áherslur breyst. Margt af því sem mér fannst stórt hefur minna vægi í dag. Ég hef slakað á því að taka bæði sjálfa mig og fólk- ið í kringum mig of alvarlega. Hluti sem voru ofsalega stórir og skiptu rosalega miklu máli áður horfi ég á í gegnum önnur gleraugu núna,“ segir Ragnhildur og klárar úr te- bollanum sínum. „Mér finnst líka gott að hafa hugfast að það erum við sjálf sem veljum okkur viðhorf. Við getum ekki haft stjórn á öllu sem kemur fyrir okkur en við getum valið hvernig við tökumst á við hlutina. Ýmis viðmið hvað varða útlitið hafa líka breyst hjá mér. Ef mér hefði verið sagt að það ætti að taka af mér brjóstið fyrir ári hefði mér fundist það hræðilegt en nú finnst mér það ekki málið í stóra sam- henginu. Ég hafði líka nánast alltaf verið með sítt hár og mér fannst mjög erfið tilhugsun að verða sköll- ótt og missa augabrýrnar og allt það en það er með það eins og ann- að viðmiðið hefur svo sannarlega breyst. Eins fór ég að endurmeta margt annað í lífi mínu, eins og t.d. mataræði, ýmis framtíðarplön og bara fjölmargt í einkalífinu eins og uppeldi barnanna minna og hvað það er sem skiptir máli í lífinu. Þegar ég lít til baka yfir síðasta ár kemur mér helst í hug þakklæti fyrir það að hafa komist í gegnum erfitt tímabil með hjálp fólksins míns og með stuðningi frá stöðum eins og Ljósinu og því góða fólki sem ég hef kynnst þar. Ég hefði seint óskað mér þessarar lífs- reynslu en hún hefur að sama skapi kennt mér mikið og breytt lífi mínu á margan hátt til batn- aðar.“ Ragnhildur með börnum sínum Margréti Sól, Þór- hildi Rósu og Eiríki Erni Sveinsbörnum. Morgunblaðið/Ómar 10.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Senn kemur vorið... Túlipana sýning um helgina Blómagallerí Hagamel Fyllum lífið af túlipönum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.