Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 9
Íslensk kona búsett í Ástralíu, Olga Sturludóttir,gladdi bresk hjón líklega meira en orð fá lýst á dög-unum þegar hún kom til skila minniskorti með öll- um ljósmyndum sem teknar voru í brúðkaupi hjónanna fyrir tæpu ári. Sá sem tók myndirnar, vinur hjónanna, skrapp til Ástralíu og týndi kortinu en á því voru vistuð einu eintökin af umræddum myndum! Olga fann það í almenningsgarði í borginni Daylesford og hafði uppi á eigendunum hinum megin á hnettinum, norður á Bret- landseyjum, eftir rannsóknarvinnu á netinu. Netið kom í góðar þarfir „Það var í byrjun febrúar sem ég fann minniskort í garði í bænum Daylesford. Ég tók kortið með mér heim, ákvað að kíkja á myndirnar og hugsaði með mér að sniðugt væri að birta einhverjar þeirra á Facebook og einhver gæti þekkt fólkið,“ segir Olga við Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins. Enginn hafði samband við Olgu þrátt fyrir að mynd- irnar birtust á netinu. „Af myndunum að dæma leit út fyrir að fólkið væri frá Evrópu og hefði verið túristar í Ástralíu. Það var nefnilega hellingur af túristamyndum frá Sydney og Melbourne og svo var mikið af myndum frá brúðkaupi. Af landslaginu sem sást á myndunum eftir brúðkaupið fannst mér líklegt að myndirnar væru teknar á Bretlandi. Þetta voru alls 580 myndir.“ Olgu fannst leiðinlegt að geta ekki komið kortinu til skila og ákvað því að fara í gegnum myndirnar aftur og reyna að finna einhverjar vísbendingar um það hvaðan fólkið væri. „Á einni mynd gat ég séð skilti sem á stóð Barceló og svo Hall Hotel,“ segir Olga, sem sló inn þessi orð á Google-leitarvélina og Wedding venue að auki. Redworth Hall-hótelið nálægt borginni Darlington á Englandi kom upp við þessa leit „og myndirnar af heimasíðu þess pössuðu við myndirnar frá brúðkaupinu. Ég hafði samband við hótelið og sendi þangað myndir frá brúðkaupinu í von um að starfsfólkið myndi eftir brúðhjónunum“. Starfslið hótelsins mundi blessunarlega eftir fólkinu og sendi brúðhjónunum, Annice og Glen Grundy, net- fang Olgu. Þau höfðu samband við vinafólk sitt, Ayesha og Carl Horsman, sem voru gestir í brúðkaupinu, minn- iskortið var Carls og hann hafði tekið myndirnar. „Þau höfðu síðan samband við mig og gáfu mér heimilisfangið sitt á Bretlandi svo ég gæti sent þeim minniskortið,“ segir Olga. „Ayesha og Carl höfðu verið í heimsókn í Ástralíu í janúar og febrúar, Carl hafði notað mynd- bandsupptökuvél í Daylesford og skipt um minniskort. Hann setti minniskortið í töskuna sína en það hlýtur að hafa dottið úr töskunni í garðinum.“ Brúðhjónin voru vitaskuld himinsæl að fá loks mynd- irnar. „Það er alveg ótrúlegt að þessi vingjarnlega kona skuli hafa lagt á sig alla þessa spæjaravinnu til þess að finna okkur,“ segir Annice í samtali við breska blaðið Daily Mail. Ekki fylgir sögunni hvers vegna ljósmyndarinn var ekki búinn að hlaða myndunum inn í tölvu áður en hann fór til Ástralíu, tíu mánuðum eftir brúðkaupið … LJÓSMYNDIR ÚR BRÚÐKAUPI FÓRU KRÓKALEIÐ TIL HINNA NÝGIFTU Ein myndanna sem brúðhjónin óttuðust að sjá aldrei. Annice og Glen Grundy á stóra deginum 2012, fyrir utan Red- worth Hall Hotel nálægt Darlington á Englandi. Skiltið aftan við þau kom Olgu á sporið í leit að eigendum myndanna. Myndarleg hjón á týndu minniskorti OLGA STURLUDÓTTIR FANN MINNISKORT ÚR MYNDAVÉL Í ALMENNINGSGARÐI Í ÁSTRALÍU Á DÖGUNUM. Á ÞVÍ VORU MYNDIR ÚR BRÚÐKAUPI Á ENGLANDI TÆPU ÁRI ÁÐUR, EN BRÚÐHJÓNIN HÖFÐU ALDREI SÉÐ ÞÆR. ÞAU KÆTTUST ÞEGAR OLGA HAFÐI SAMBAND OG MÁLIÐ RATAÐI Í FJÖLMIÐLA Í BRETLANDI. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Olga Sturludóttir sem fann minniskortið, býr ásamt fjöl- skyldu sinni í bænum Ballarat í Ástralíu. 10.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 ER ÞÖRF Á MARGSKIPTUM GLERAUGUM? MARGSKIPT GLER -25% PIPA R\TBW A -SÍA -130787 Þú getur sótt um sumarstarf hjá Kópavogsbæ til 8. apríl nk. Viltu gera eitthvað uppbyggilegt í sumar? kopavogur.is Til að sækja um sumarstarf þarftu að fara inn á vef Kópavogsbæjar, kopavogur.is, og þar finnur þú líka allar nánari upplýsingar um störfin sem eru í boði. · Skilyrði fyrir ráðningu er að eiga lögheimili í Kópavogi. · Ekki verður tekið við umsóknum eftir 8. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.