Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Side 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Side 9
Íslensk kona búsett í Ástralíu, Olga Sturludóttir,gladdi bresk hjón líklega meira en orð fá lýst á dög-unum þegar hún kom til skila minniskorti með öll- um ljósmyndum sem teknar voru í brúðkaupi hjónanna fyrir tæpu ári. Sá sem tók myndirnar, vinur hjónanna, skrapp til Ástralíu og týndi kortinu en á því voru vistuð einu eintökin af umræddum myndum! Olga fann það í almenningsgarði í borginni Daylesford og hafði uppi á eigendunum hinum megin á hnettinum, norður á Bret- landseyjum, eftir rannsóknarvinnu á netinu. Netið kom í góðar þarfir „Það var í byrjun febrúar sem ég fann minniskort í garði í bænum Daylesford. Ég tók kortið með mér heim, ákvað að kíkja á myndirnar og hugsaði með mér að sniðugt væri að birta einhverjar þeirra á Facebook og einhver gæti þekkt fólkið,“ segir Olga við Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins. Enginn hafði samband við Olgu þrátt fyrir að mynd- irnar birtust á netinu. „Af myndunum að dæma leit út fyrir að fólkið væri frá Evrópu og hefði verið túristar í Ástralíu. Það var nefnilega hellingur af túristamyndum frá Sydney og Melbourne og svo var mikið af myndum frá brúðkaupi. Af landslaginu sem sást á myndunum eftir brúðkaupið fannst mér líklegt að myndirnar væru teknar á Bretlandi. Þetta voru alls 580 myndir.“ Olgu fannst leiðinlegt að geta ekki komið kortinu til skila og ákvað því að fara í gegnum myndirnar aftur og reyna að finna einhverjar vísbendingar um það hvaðan fólkið væri. „Á einni mynd gat ég séð skilti sem á stóð Barceló og svo Hall Hotel,“ segir Olga, sem sló inn þessi orð á Google-leitarvélina og Wedding venue að auki. Redworth Hall-hótelið nálægt borginni Darlington á Englandi kom upp við þessa leit „og myndirnar af heimasíðu þess pössuðu við myndirnar frá brúðkaupinu. Ég hafði samband við hótelið og sendi þangað myndir frá brúðkaupinu í von um að starfsfólkið myndi eftir brúðhjónunum“. Starfslið hótelsins mundi blessunarlega eftir fólkinu og sendi brúðhjónunum, Annice og Glen Grundy, net- fang Olgu. Þau höfðu samband við vinafólk sitt, Ayesha og Carl Horsman, sem voru gestir í brúðkaupinu, minn- iskortið var Carls og hann hafði tekið myndirnar. „Þau höfðu síðan samband við mig og gáfu mér heimilisfangið sitt á Bretlandi svo ég gæti sent þeim minniskortið,“ segir Olga. „Ayesha og Carl höfðu verið í heimsókn í Ástralíu í janúar og febrúar, Carl hafði notað mynd- bandsupptökuvél í Daylesford og skipt um minniskort. Hann setti minniskortið í töskuna sína en það hlýtur að hafa dottið úr töskunni í garðinum.“ Brúðhjónin voru vitaskuld himinsæl að fá loks mynd- irnar. „Það er alveg ótrúlegt að þessi vingjarnlega kona skuli hafa lagt á sig alla þessa spæjaravinnu til þess að finna okkur,“ segir Annice í samtali við breska blaðið Daily Mail. Ekki fylgir sögunni hvers vegna ljósmyndarinn var ekki búinn að hlaða myndunum inn í tölvu áður en hann fór til Ástralíu, tíu mánuðum eftir brúðkaupið … LJÓSMYNDIR ÚR BRÚÐKAUPI FÓRU KRÓKALEIÐ TIL HINNA NÝGIFTU Ein myndanna sem brúðhjónin óttuðust að sjá aldrei. Annice og Glen Grundy á stóra deginum 2012, fyrir utan Red- worth Hall Hotel nálægt Darlington á Englandi. Skiltið aftan við þau kom Olgu á sporið í leit að eigendum myndanna. Myndarleg hjón á týndu minniskorti OLGA STURLUDÓTTIR FANN MINNISKORT ÚR MYNDAVÉL Í ALMENNINGSGARÐI Í ÁSTRALÍU Á DÖGUNUM. Á ÞVÍ VORU MYNDIR ÚR BRÚÐKAUPI Á ENGLANDI TÆPU ÁRI ÁÐUR, EN BRÚÐHJÓNIN HÖFÐU ALDREI SÉÐ ÞÆR. ÞAU KÆTTUST ÞEGAR OLGA HAFÐI SAMBAND OG MÁLIÐ RATAÐI Í FJÖLMIÐLA Í BRETLANDI. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Olga Sturludóttir sem fann minniskortið, býr ásamt fjöl- skyldu sinni í bænum Ballarat í Ástralíu. 10.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 ER ÞÖRF Á MARGSKIPTUM GLERAUGUM? MARGSKIPT GLER -25% PIPA R\TBW A -SÍA -130787 Þú getur sótt um sumarstarf hjá Kópavogsbæ til 8. apríl nk. Viltu gera eitthvað uppbyggilegt í sumar? kopavogur.is Til að sækja um sumarstarf þarftu að fara inn á vef Kópavogsbæjar, kopavogur.is, og þar finnur þú líka allar nánari upplýsingar um störfin sem eru í boði. · Skilyrði fyrir ráðningu er að eiga lögheimili í Kópavogi. · Ekki verður tekið við umsóknum eftir 8. apríl.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.