Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Page 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Page 53
Þórir við eina myndina á sýningunni, sem hann tók á barnaheimili í Kirgistan þar sem aðstæður voru hræðilegar. Fjórðungur barnanna lét lífið á hverju ári og heimilið var ekki hitað upp á veturna. Morgunblaðið/Ómar Ljósmynd/Þórir Guðmundsson Asíulýðvelda gömlu Sovétríkjanna árið 1996. Rúmur helmingur myndanna sem ég sýni er þaðan, frá Kasakstan, Túrkmenistan, Kirg- istan, Tadsjikistan og Úsbekistan. Við bjuggum þarna fjölskyldan í tvö ár, þar sem ég vann á svæðisskriftofu Rauða krossins. Þetta var á umbyltingartímunum eftir fall Sovétríkjanna og þessi lönd urðu fyrir efnahagshruni sem var ekkert í líkingu við það sem við upplifðum; þetta var raun- verulegt hrun þar sem meðalaldur íbúanna lækkaði um átta ár á fáeinum árum, því allri félagsþjónustu var kippt úr sambandi. Starf mitt var að kynnast þessum hræðilegu að- stæðum og segja frá þeim. Ljósmyndunin varð mikilvægur hluti af þeirri miðlun. Við uppgötvuðum staði sem voru hræði- legri en orð fá lýst. Dramatískasta myndin er frá barnaheimili í Kirgistan þar sem fjórðungur barnanna lét lífið á hverju ári; fólkið kunni ekki að sjá um börnin og heim- ilið var ekki einu sinni hitað upp á veturna.“ Aðrar myndir á sýningunni eru frá Asíu, þar sem Þórir starfaði í tæp tvö ár, meðal annars af flóðum í Kína og frá Norður- Kóreu. „Ég var sendur þangað sem hamfarir voru í gangi, flóð, jarðskjálftar eða fellibyljir. Loks er um fjórðungur myndanna frá Afr- íku en þar hef ég helst verið undanfarin ár, eftir að ég flutti heim til Íslands því verkefni okkar eru mest í Afríku,“ segir hann. Erla Svava Sigurðar- dóttir, hjúkrunar- fræðingur og sendifulltrúi Rauða kross- ins, hjúkrar nýfæddu barni á Haítí. 10.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Á sunnudag klukkan 14 verður Rakel Péturs- dóttir safnafræðingur með leiðsögn um athyglisverðar sýningar sem nú standa yfir í Lista- safni Íslands. Fjallar hún um verk danskra listamanna á 19. öld og er- lenda áhrifavalda á íslenska myndlist. 2 Nemendur í níunda og tí- unda bekk Ölduselsskóla sýna þessa dagana í skól- anum nýtt, fyndið og líflegt leikverk, „Einu sinni var sem er“. Leikstjóri og höfundur er Baldvin Al- bertsson og semur Halli Reynis stóran hluta tónlistarinnar. Sýnt er laugardag og sunnudag kl. 14 og 17. 4 Aukasýningar á leikritinu Hjartaspöðum verða í Gaflaraleikhúsinu í Hafnar- firði á sunnudag klukkan 18 og 20. Taka margir því eflaust fagn- andi, því sýningin, sem er leikin með heilgrímum og án orða, hefur fengið afar góðar viðtökur. 5 Lúðrasveit verkalýðsins heldur upp á það með tón- leikum í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudag klukkan 14, að sextíu ár eru frá stofnun sveitarinnar. Efnisskráin er helguð dansi og að- gangur ókeypis. Óhætt er að mæla með tónleikunum fyrir alla áhuga- menn um dansmenntir og vel æfðan hornablástur. 3 Bíó Paradís við Hverfisgötu og klúbburinn Svartir sunnudagar standa fyrir Hitchcock-hátíð um helgina. Á laugardagskvöld er kvikmyndin Vertigo sýnd og Psycho á sunnudagskvöldið. Sýning- arnar hefjast klukkan 20. MÆLT MEÐ 1 Tvær sýningar verða opnaðar í sölum Lista- safns Árnesinga í Hveragerði í dag, laugar- dag, klukkan 15. Á sýningunni Til sjávar og sveita má sjá verk eftir Gunnlaug Scheving (1904-1972) en hin nefnist Slangur(-y) og á henni eru ljósmyndir sem sýna graffití-verk sem listakonan Sara Riel vann víða um land árið 2006 og hafa verkin aldrei verið sýnd saman áður. Í ár er því haldið á lofti að fimmtíu ár eru liðin síðan vegleg málverkagjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona hennar, Lofts og Bjarna Markúsar Jóhannessona, lagði grunn- inn að Listasafni Árnesinga. Bjarnveig lagði áherslu á fræðslu- og upplifunargildi sýninga og er það haft í huga við uppsetningu þess- ara tveggja nýju sýninga. Til sjávar og sveita er fyrsta sýningin af þremur í samstarfsverkefni safnsins, Lista- safns Íslands og Listasafns Hornafjarðar, þar sem kynnt eru ákveðin tímabil og stefn- ur í íslenskri myndlist. Þar eru verk Gunn- laugs tekin fyrir en verk eftir hann voru í stofngjöfinni fyrir hálfri öld. Í verkum Gunn- laugs var landslagið ekki lengur í miðju, eins og hjá forverum hans, heldur urðu maðurinn og vinnan hin nýju viðmið. Nokkur flennistór verk eru á sýningunni, auk annarra minni, og koma öll frá Listasafni Íslands. Á sýningu Söru Riel kveður við annan tón en verk sem hún vinnur víða utan dyra í borgum hafa vakið athygli. Hér getur að líta graffití sem Sara vann á yfirgefin hús úti um land og gerði tilraunir með leturtýpur og liti. Einnig leitaðist hún við að ná fram þeirri til- finningu sem inntak orðanna fól í sér; verkið „Lousy“ vísar þannig bæði til lélegs ástands hússins sem það er málað á og þeirrar til- finningar sem niðurníðslan vekur. efi@mbl.is MYNDVERK EFTIR ÓLÍKA EN ATHYGLISVERÐA LISTAMENN SÝND Í HVERAGERÐI Verkamenn og graffití TALA MÁ UM STEFNUMÓT TVEGGJA TÍMA Í SÝNINGUM SEM OPNA Í LISTASAFNI ÁRNESINGA, MEÐ VERKUM GUNNLAUGS SCHEVING OG SÖRU RIEL. Eitt verkanna á sýningunni sem sýnir graffití Söru Riel, Happy Go Lucky. Gunnlaugur Scheving: Hákarlinn tekinn inn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.