Morgunblaðið - 29.04.2013, Side 8

Morgunblaðið - 29.04.2013, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013 Ragnar Arnalds bendir á, aðVG ákvað að sækja um aðild að ESB, þótt það gengi gegn stefnu VG og hagsmunum þjóð- arinnar: Óumdeilt er að tvöfeldnin sem í þessu fólst varð VG dýrkeypt og rýrði mjög það traust sem VG hlaut hjá kjós- endum í kosning- unum 2009. Senni- lega er leitun að stjórnmálaflokki í Evrópu sem farið hefur eins að ráði sínu og til- einkað sér svo kostulega „kíkja-í- pakkann-stefnu“. Að sjálfsögðu sækir engin þjóð um inngöngu í ESB ef hún vill ekki ganga þar inn. Svo einfalt er það. Kannski varð það VG til lífs að gert var hlé á aðildarviðræðunum í upphafi ársins. Málinu var þar með vísað til komandi rík- isstjórnar og nýs Alþingis að kosn- ingum loknum og jafnframt hvarf það í skuggann af öðrum deilu- málum. Algengt er í kosningum að tals- menn flokka ræði um árangur flokks síns út frá tölum sem birst hafa í skoðanakönnunum. Að sjálf- sögðu er það þó hæpin viðmiðun.    Hins vegar er ljóst að nýi for-maðurinn, Katrín Jak- obsdóttir, stóð sig frábærlega vel í kosningabaráttunni. Jafnframt ber að viðurkenna að kosningarnar 2009, sem fram fóru í ringulreið- inni rétt eftir hrun, og stórsigur VG í þeim kosningum er vafasöm viðmiðun. Eðlilegast virðist að skoða útkomuna í samanburði við meðalfylgi flokksins undanfarinn áratug. Tæplega 11% fylgi VG nú er góður árangur ef haft er í huga að meðalfylgi flokksins á árunum 1999-2007 var 10,7%. En tæplega 13% fylgi Samfylkingarinnar í kosningunum er aftur á móti aug- ljóst afhroð og hrun í samanburði við meðalfylgi flokksins á árunum 1999-2007 sem var 28,2%.“ Ragnar Arnalds Munur á eðli taps VG og Samfylkingar STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.4., kl. 18.00 Reykjavík 4 skýjað Bolungarvík -1 alskýjað Akureyri 0 snjókoma Kirkjubæjarkl. 5 skýjað Vestmannaeyjar 6 léttskýjað Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló 6 skúrir Kaupmannahöfn 10 léttskýjað Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 7 heiðskírt Lúxemborg 7 skýjað Brussel 12 léttskýjað Dublin 7 skúrir Glasgow 7 skýjað London 11 léttskýjað París 11 heiðskírt Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 12 léttskýjað Berlín 13 heiðskírt Vín 20 skýjað Moskva 7 alskýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 7 skýjað Barcelona 11 skýjað Mallorca 17 skýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 26 heiðskírt Winnipeg 12 skýjað Montreal 17 skýjað New York 17 heiðskírt Chicago 12 alskýjað Orlando 24 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:06 21:46 ÍSAFJÖRÐUR 4:55 22:06 SIGLUFJÖRÐUR 4:38 21:49 DJÚPIVOGUR 4:31 21:19 Reykjavík • Skútuvogi 1 • Sími: 562 4011 Akureyri • Draupnisgata 2 • Sími: 4600 800 Reyðarfjörður • Nesbraut 9 • Sími: 470 2020 Rangt nafn undir mynd Nafn keppanda á Andrésar andar leikunum var rangt undir mynd á íþróttasíðu á laugardaginn. Á mynd- inni er Aron Máni Sverrisson, Skíða- félagi Akureyrar. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Þess má geta að Aron Máni sigraði bæði í svigi og stórsvigi í flokki 10 ára. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson LEIÐRÉTT Sveit VÍS varð Íslandsmeistari í sveitakeppni í brids í gær en mótið var haldið í Perlunni í Reykjavík um helgina. Tólf sveitir tóku þátt í mótinu og fjórar efstu sveitirnar kepptu til úrslita í gær. Í síðustu umferðinni spiluðu sveitir VÍS og Lögfræðistofu Íslands hrein- an úrslitaleik. Síðarnefnda sveitin vann þá viðureign 20:10 en VÍS end- aði samt einu stigi ofar. Sveit Spari- sjóðs Siglufjarðar varð í þriðja sæti og sveit Garðs apóteks í því fjórða Í sigursveitinni spiluðu Hlynur Garðarsson, Hrannar Erlingsson, Hlynur Angantýsson, Jón Ingþórs- son, Júlíus Sigurjónsson og Sig- urður Vilhjálmsson. Í sveit Lög- fræðistofu Íslands spiluðu Bjarni Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson og Steinar Jónsson. Sveit VÍS Íslands- meistari í brids

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.