Morgunblaðið - 29.04.2013, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Ein helsta spennan á kosninganótt
er hverjir verða jöfnunarþing-
menn. Nokkrir menn voru inni á
þingi fram eftir nóttu en duttu út
við lok talningar. Þetta átti t.d. við
um Heiðu Kristínu Helgadóttur,
annan formann Bjartrar framtíðar,
og Magnús Orra Schram, þing-
mann Samfylkingarinnar.
Um sjöleytið á sunnudags-
morgun, þegar lokatölur úr NA-
kjördæmi voru birtar, varð ljóst að
Píratar myndu ná manni á þing.
Þá datt Heiða út af þingi og ljóst
varð að Óttarr Proppé, borg-
arfulltrúi Besta flokksins, næði
inn.
Álfheiður Ingadóttir var inni á
þingi framan af nóttu, en datt út á
lokametrunum. Elín Hirst og Óli
Björn Kárason, frambjóðendur
Sjálfstæðisflokksins í SV-
kjördæmi, voru ýmist inn eða út af
þingi meðan talning stóð yfir. Nið-
urstaðan varð sú að Elín náði kjöri
en Óli Björn ekki. Þegar leið á
nóttina varð ljóst að Jóhanna
María Sigmundsdóttir, 21 árs bú-
fræðingur frá Látrum í Mjóafirði
og formaður Samtaka ungra
bænda, hefði náð kjöri sem þing-
maður. Þegar Jóhanna datt inn á
þing féll Eyrún Ingibjörg Sigþórs-
dóttir, sveitarstjóri á Tálknafirði
og þriðji maður á lista Sjálfstæð-
isflokksins í NV-kjördæmi, út af
þingi, en hún var inni samkvæmt
fyrstu tölum.
Magnús Orri Schram og Björg-
vin G. Sigurðsson voru ýmist inni
eða úti meðan talningin stóð yfir.
Niðurstaðan varð sú að hvorugur
þeirra náði kjöri.Fram eftir nóttu
benti flest til að Framsóknarflokk-
urinn fengi þrjá menn kjörna í
NA-kjördæmi. Þegar öll atkvæði
höfðu verið talin fékk flokkurinn
fjóra þingmenn og þar með náði
Þórunn Egilsdóttir, verkefnisstjóri
frá Vopnafirði, kjöri á þing.
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,
sem var í 3. sæti á lista Sjálfstæð-
isflokks í NA-kjördæmi, var um
tíma í hópi þeirra sem virtust vera
að fara á þing, en Þórunn náði
hins vegar að fella hana.
Í fyrstu tölum voru Píratar með
fjóra þingmenn, en það voru Helgi
Hrafn Gunnarsson, Jón Þór Ólafs-
son, Birgitta Jónsdóttir og Smári
McCarthy. Undir morgun varð
ljóst að flokkurinn fengi þrjá menn
kjörna. Smári náði því ekki inn á
þing.
Að endingu má nefna að Geir
Jón Þórisson lögreglumaður var
um tíma í hópi þingmanna, en nið-
urstaðan varð sú að hann náði ekki
kjöri.
Jöfnunarhringekjan
var í gangi alla nóttina
Morgunblaðið/Kristinn
Kosninganótt Árni Páll Árnason fylgist með nýjustu tölum í Útvarpshúsinu.
Fólk fór inn og út af þingi með hverjum nýjum tölum
Álfheiður
Ingadóttir
Björgvin G.
Sigurðsson
Niðurstöður
alþingiskosninga
27. apríl 2013
Listabókstafur:
Flokkur/framboð:
J
Regnboginn
I
Flokkur heimilanna
H
Húmanistaflokkurinn
G
Hægri grænir
D
Sjálfstæðisflokkurinn
B
Framsóknarflokkurinn
A
Björt framtíð
7,3%
14,8%
23,7%
9 16
6 19 19
24,4% 24,4% 24,8%
26,7%
2,8%
1,7% 1,4%
3,0%
0,8% 1,1%0,1% 0,1%
8,2%
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Sjálfstæðisflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn eru samtals með
rúm 51% atkvæða. Stjórn-
armynstur þessara flokka er eina
tveggja flokka stjórnin sem hægt
er að mynda. Önnur stjórn-
armynstur kalla á stjórn minnst
þriggja flokka.
Í síðustu tíu þingkosningum
hafa Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur sjö sinnum fengið
samtals meira en 50% atkvæða.
Þessir tveir flokkar náðu hins veg-
ar ekki meirihluta 2007 eða 2009.
Útkoma Framsóknarflokksins
er sú besta síðan í kosningunum
1979. Þá fékk flokkurinn 24,9% at-
kvæða og 17 þingmenn. Nú fékk
hann 24,4% og 19 þingmenn. Sjálf-
stæðisflokkurinn er hins vegar að
fá sína næstverstu kosningu í sögu
flokksins. Samfylkingin fær verstu
kosningu síðan flokkurinn var
stofnaður. Alþýðuflokkurinn, for-
veri Samfylkingarinnar, bauð síð-
ast fram árið 1995 og fékk þá
11,4%.
VG tapar miklu fylgi í þessum
kosningum, en flokkurinn fær
samt meira fylgi en hann fékk í
kosningunum 1999 og 2003.
Úrslitin þýða að Samfylkingin
hefur tapað 56,7% af því fylgi sem
flokkurinn fékk 2009. VG hefur
tapað 49,8% af sínu fylgi. Til sam-
anburðar má nefna að tap Sjálf-
stæðisflokksins í kosningunum
2009 var 35,2%.
Annar helsti sigurvegari kosn-
inganna er Björt framtíð, sem
fékk 8,4% fylgi. Ef horft er til
nýrra framboða sem komið hafa
fram í fyrri kosningum er þetta
góður sigur. Þetta er meira fylgi
en Bandalag jafnaðarmanna fékk í
kosningunum 1983 (7,3%), meira
en Þjóðvaki fékk í kosningunum
1995 (7,2%), meira en Kvennalist-
inn fékk þegar flokkurinn bauð
fyrst fram árið 1983 (5,5%), meira
en Frjálslyndi flokkurinn fékk
þegar hann bauð fram 1999 (4,2%)
og meira en Borgarahreyfingin
fékk þegar hún bauð fram 2009
(7,4%).
Þetta er hins vegar minna fylgi
en þegar Borgaraflokkur Alberts
Guðmundssonar kom fram árið
1987 og fékk 10,9% fylgi.
Í þessu samhengi verður árang-
ur Pírata einnig að teljast all-
góður, en flokkurinn fékk 5,1% og
náði markmiði sínu um að fá menn
kjörna á þing.
Svipuð útkoma og 1987
Úslit kosninganna þýða að fjór-
flokkurinn svokallaði (Framsókn-
arflokkur, Sjálfstæðisflokkur,
Samfylking og VG) fær samtals
74,8%. Þetta er svipuð niðurstaða
og í kosningunum 1987 þegar fjór-
flokkurinn fékk 74,6%, en þá bauð
Borgaraflokkur Alberts Guð-
mundssonar fram og Kvennalist-
inn fékk þá einnig sína bestu
kosningu.
Fjórflokkurinn fékk 90% at-
kvæða í kosningunum 2009.
Besta útkoma
Framsóknar í 34 ár
Morgunblaðið/Eggert
Fögnuður Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fagnað á kosningavöku.
Fékk 24,9% atkvæða árið 1979