Morgunblaðið - 29.04.2013, Síða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013
✝ María JónínaSigurðardóttir
hárgreiðslumeist-
ari fæddist 17. júlí
1924 í Aðalstræti
76 á Akureyri.
Hún andaðist á
hjúkrunarheim-
ilinu Lögmanns-
hlíð/Melgerði 19.
apríl 2013.
María var dóttir
hjónanna Sigurðar
Sölvasonar, f. 1895, d. 1986,
húsasmíðameistara og El-
ínborgar Jónsdóttur, f. 1889,
d. 1979, húsmóður. Bræður
Maríu eru Aðalsteinn mennta-
og rak til fjölda ára hár-
greiðslustofuna Fjólu, fyrst í
miðbæ Akureyrar og síðar
heima í Munkaþverárstræti 38
og Þórunnarstræti 91, eða allt
til ársins 2001 er hún neyddist
til að hætta vegna sjóndep-
urðar. María var mikil fé-
lagsvera og virk í ýmsum fé-
lagasamtökum, m.a.
Zontaklúbbnum og Oddfellow-
reglunni. Einnig sá hún um
hárgreiðslu og hárkollugerð
fyrir Leikfélag Akureyrar til
fjölda ára. Þá söng hún í
kirkjukór Akureyrarkirkju í
þrjá áratugi og fór ung að
fylgja móður sinni í kórinn,
fyrst í gömlu kirkjuna í Inn-
bænum á Akureyri og síðar í
Matthíasarkirkju.
Útför Maríu Jónínu verður
gerð frá Akureyrarkirkju í
dag, 29. apríl 2013, og hefst
athöfnin kl. 13.30.
skólakennari, f.
1921, Ingólfur
skipstjóri, f. 1922
og Gunnar verk-
fræðingur, f.
1925, d. 1998.
Sonur Maríu er
Gunnar Jónsson,
f. 1950, kvæntur
Svanhildi Daníels-
dóttur, f. 1958.
Synir Gunnars og
Svanhildar eru
Daníel, f. 1979 og Sigurður
Þorri, f. 1989.
Átján ára hóf María nám í
hárgreiðsluiðn. Hún hlaut
meistararéttindi sín snemma
Í dag eru 35 ár síðan ég kom
fyrst inn á heimilið í Munkaþver-
árstræti 38, tæplega tvítug stelp-
an – og nú er ég hugsa til baka til
þeirra tíma koma mér fyrst í hug
ljóðlínur Gríms Thomsen: „Norð-
urstranda stuðlaberg, stendur
enn á gömlum merg“. Það var
eitthvað alveg sérstakt við þetta
heimili sem gerði það að verkum
að manni leið svo undarlega vel,
hugarró, hlýja, traust og tryggð
fyllti loftið. Öldungurinn Sigurð-
ur sat æðrulaus með sínar hlýju
og mildu hendur í gamla rauða
stólnum og fylgdist með stofu-
klukkunni slá. Hann hafði þá
misst sjónina og var orðinn mjög
heyrnarskertur en gat þó enn
unnið part úr degi við að smíða
múrbretti í skúrnum sínum. El-
ínborg var orðin það lasburða að
hún var nýlega farin á sjúkrahús.
Svo var það Mæja. Ég man vel
þegar ég sá hana fyrst, hún var í
appelsínugulum ermalausum
skokk með blómamynstri og hvít-
um tréklossum, lítil og nett, hárið
óaðfinnanlegt og nokkrar fallegar
gleðihrukkur komnar í andlitið.
Hún var brosmild, létt á fæti og
skokkaði upp og niður kjallara-
stigann oft á dag vegna þess að
niðri rak hún hárgreiðslustofuna
sína og uppi bjó hún alla tíð með
foreldrum sínum og hugsaði um
þau í ellinni af einstakri gæsku
sinni. Það var nefnilega þannig að
Mæja fékk berkla í bakið í kring-
um 12 ára aldur og enginn trúði
því að hún myndi tóra eins og hún
orðaði það sjálf. En gæfan varð
henni hliðholl og með hjálp for-
eldra sinna náði hún góðri heilsu
og gat lært það sem hana
dreymdi um. Hún rak hár-
greiðslustofu lengi í miðbænum
en flutti síðan stofuna heim þegar
heilsunni hjá gömlu hjónunum
hrakaði. Þannig gat hún slegið
tvær flugur í einu höggi, séð sér
og sínum farborða og líka hugsað
um þau. Þegar Mæja var 26 ára
skaust hún heim úr vinnunni einn
daginn og átti hann Gunna minn
og það varð gæfa þeirra mæðgina
í lífinu að eiga þetta trausta bak-
land sem gömlu hjónin voru. Það
sem einkenndi Mæju var glað-
lyndi og umhyggja fyrir öðrum.
Hún var óþreytandi út um allan
bæ að heimsækja gamlar ein-
mana konur hvort sem hún þekkti
þær mikið eða lítið. Henni þótti
óendanlega vænt um bræður
sína, mágkonur og afkomendur
þeirra, fylgdist grannt með og
spurði fregna af öllum fram á síð-
asta dag, sama gilti um foreldra
mína og systkini. Svo voru það
gullmolarnir hennar, drengirnir
okkar Gunna sem hún unni fram-
ar öllu öðru, hún gaf þeim tíma
sinn ómældan. Endalaust að lesa
fyrir þá, spjalla og spila við þá,
göngutúrar í Lystigarðinn og bíl-
túrar í berjamó svo fátt eitt sé tal-
ið. Til ömmu var farið eftir skóla á
daginn og þó hún væri með konur
í permanenti, var það allt í lagi.
Amma var stuðlabergið sem
ávallt stóð traust á sínum stað líkt
og foreldrar hennar höfðu gert á
undan henni. Hún var iðjusöm og
lagði ekki frá sér hárgreiðuna
fyrr en sumarið 2001, þá orðin 77
ára. Það varð henni þungbær
raun að fá augnsjúkdóm sem olli
því að hún missti sjónina á örfáum
mánuðum. Skyndilega urðu dag-
arnir langir og það varð hennar
hlutskipti að sitja og bíða eftir að
heyra gömlu stofuklukkuna slá.
Uppgjöf var þó ekki á dagskrá og
hún var dugleg að bjarga sér
heima og ganga úti með hvíta
stafinn sinn. Nú er það minningin
sem eftir stendur, silfurtær og
hrein og óendanlegt þakklæti fyr-
ir gæfuna sem fylgdi því að hafa
ung komið inn í líf Mæju Sigga
Sölva eins og henni þótti gott að
láta kalla sig. Blessuð sé minning
þessarar fallegu og góðu konu.
Svanhildur Daníelsdóttir.
Nú er komið að þeirri stund að
við bræður þurfum að kveðja
ömmu okkar, ömmu Mæju.
Amma hefur alla tíð átt stóran
þátt í lífi okkar og verið okkur
meira en bara venjuleg amma.
Það eru 10 ár á milli okkar
bræðra, þannig að fyrst dekraði
hún við Danna og tók svo til við að
dekra við Sigga strax í kjölfarið.
Upplifun okkar er þó svipuð því
báðir eigum við það sameiginlegt
að hafa varið miklum tíma með
henni, en hún átti alltaf lausa
stund fyrir okkur. Þegar við vor-
um litlir fórum við heim til hennar
eftir skóla og var þá iðulega eitt-
hvað gott á borðum eins og te og
ristað brauð. Þær voru líka ófáar
næturnar sem við gistum hjá
henni, á gamla útdraganlega dív-
aninum. Hún sá líka um að spilla
okkur bræðrum og átti bágt með
að segja nei við okkur. Fræg er
sagan þegar hún keypti leik-
fangabyssu handa Danna, sem
mamma og pabbi höfðu ekki vilj-
að kaupa. Þegar þau fóru í frí til
útlanda tóku Danni og amma sig
til og fóru í Sigga Gúmm og
keyptu byssu, Danna til mikillar
gleði en foreldrum okkar var ekki
eins skemmt. Ef eitthvað mátti
ekki heima þá var alltaf hægt að
leita huggunar hjá ömmu og það
gerði meira að segja heimilis-
hundurinn Tryggur líka. Þegar
pabbi hafði skammað hann ótæpi-
lega eitt sinn hvarf hann og
fannst ekki fyrr en mörgum
klukkustundum síðar á lóðinni í
Þórunnarstræti, þar sem hann lá
í mestu makindum og beið eftir
því að fá Cheerios hjá ömmu.
Eins og komið hefur fram átti
amma alltaf lausa stund fyrir
okkur og eru ófáar ferðirnar sem
Siggi fór með henni upp í Hrísa-
lund, en þangað gekk hún á hverj-
um degi til að hitta vinkonur sínar
og spjalla, ef Siggi vildi koma með
þá var það ekkert mál. Þegar
Danni fékk bílprófið fékk bílinn
hennar, forláta Fiat Uno, heldur
betur að finna fyrir því en það var
aldrei neitt mál að fá hann lán-
aðan til þess að rúnta um með vin-
unum. Það sama átti við þegar
Siggi fékk bílprófið, en þá hafði
hún þurft að hætta að keyra
vegna sjóndepurðar og launaði
Siggi henni lánið á bílnum með
ófáum ísrúntum þar sem hún vildi
þó alltaf splæsa, annað kom ekki
til mála.
Amma spillti okkur þó ekki
bara heldur kenndi okkur margt
um lífið, enda einstaklega hjarta-
hrein manneskja. Hún talaði aldr-
ei illa um nokkurn mann og þótti
vænt um alla í stórfjölskyldunni,
vini og nágranna. Sú væntum-
þykja smitaði út frá sér til vina
okkar líka og þeir sem hafa um-
gengist okkur vita allir hver
amma Mæja var. Hún kenndi
okkur einnig faðirvorið og lagði
mikið uppúr því að maður signdi
sig þegar farið var í hreina nær-
skyrtu. Nú þegar komið er að
kveðjustund standa eftir margar
hlýjar minningar um örláta og
góða konu sem við vorum svo
heppnir að eiga sem ömmu. Sam-
band okkar var náið og sterkt og
við munum búa að því alla ævi.
Hvíldu í friði, elsku amma,
minning þín mun ætíð lifa í hjört-
um okkar.
Daníel og Sigurðar Þorri.
Þegar Maja systir fæddist,
höfðu foreldrar okkar eignazt tvo
heilbrigða drengi og ári seinna
eignuðust þau þann þriðja. Ég
vissi vel að þau fögnuðu litlu syst-
ur okkar af öllu hjarta. Hún átti
líka eftir að láta mikið að sér
kveða á heimilinu.
En það skiptast á skin og skúr-
ir. Kornung veiktist Maja með
mikilli hitasótt og fengu læknar
enga rönd við reist. Þá var það ör-
væntingaráð tekið að leita hjálpar
Margrétar Thorlacius, lækninga-
miðils í Öxnafelli. Faðir okkar
brauzt fram eftir á fund Mar-
grétar og hét hún fulltingi sínu og
góðra vætta. Er skemmst frá því
að segja, að þegar pabbi kom aft-
ur heim, hafði bráð af Maju og
veikindi hennar á hröðu undan-
haldi. Hún náði sér að fullu og
varð frískleg og glaðvær lítil
stúlka. Þetta var kraftaverk. Það
vissu allir, lærðir sem leikir, sem
komu að sjúkrabeði hennar.
En á unglingsárum Maju varð
hún og fjölskyldan öll fyrir miklu
áfalli, þegar hún greindist með
berkla í baki. Við tók 16 mánaða
lega með hjúkrun og læknishjálp
á Akureyrarspítala, þar sem hún
náði að lokum góðum bata.
Maja lærði hárgreiðslu á
Snyrtistofunni Fjólu. Síðar
keypti hún stofuna og rak í mörg
ár af miklum myndarskap með
sveinum og lærlingum að
Brekkugötu 9. Hún hélt heimili
með foreldrum okkar að Munka-
þverárstræti 38. Maja var afskap-
lega vel verki farin, allt lék í hönd-
um hennar og var henni mjög
sýnt um að koma lagi á hlutina.
Við bræðurnir nutum nærfærni
hennar líka. Hún naut þess að að-
stoða okkur og hvetja á uppvaxt-
arárunum.
Maja giftist ekki, en eignaðist
son, sem ólst upp, fjarri föður sín-
um, á heimili móður sinnar, í
skjóli ömmu og afa, sem vildu veg
hans sem mestan. Ég þykist vita
að Gunni eigi ljúfar minningar um
það ástríki, sem einkenndi æsku-
heimili hans. Drengurinn mann-
aðist líka vel. Varð mikill reglu-
maður, lauk verzlunarskólanámi í
Reykjavík og gerði bókhald og
stjórnunarstörf að ævistarfi,
eignaðist öndvegis eiginkonu og
tvo efnilega syni.
Þegar foreldrar okkar eltust
hvarf Maja frá rekstri í Brekku-
götunni, en sinnti eftir það hár-
greiðslu heima fyrir um langt
skeið. Gat þá verið mömmu og
pabba til hjálpar og innan seiling-
ar allan sólarhringinn. Það er
ekki sízt vegna þessarar traustu
og óeigingjörnu umönnunar for-
eldra okkar, sem ég burðast við
að skrifa þessi minningarorð.
Við Ingólfur, eftirlifandi bræð-
ur hennar, stöndum í ómetanlegri
þakkarskuld við systur okkar fyr-
ir það elskulega atlæti, sem hún
auðsýndi mömmu og pabba á elli-
árum þeirra.
Maja var myndarleg kona,
menningarleg og frjálsleg í fasi,
hjálpsöm og jafnvel stjórnsöm, ef
því var að skipta, en ævinlega hlý-
leg og úrræðagóð. Hún var mús-
íkölsk með góða söngrödd eins og
móðir hennar og Jón afi okkar,
forsöngvari í Hólakirkju í Eyja-
firði, enda sungu þær mæðgur
lengi í kirkjukór Akureyarkirkju.
Ég ætla ekki að hafa þessi orð
fleiri. Ég veit, að Ingólfur, bróðir
minn, muni taka undir flest það,
sem hér er sagt. Við kveðjum báð-
ir með söknuði ástkæra systur
okkar.
Blessuð sé minning Maríu Jón-
ínu Sigurðardóttur.
Aðalsteinn Sigurðsson.
Hún Mæja, mín uppáhalds-
frænka frá því ég man eftir mér,
hefur nú kvatt þessa tilveru og
flutt yfir í aðra. Ég veit að þau
umskipti leiða til þess að hún end-
urheimtir sjónina og fyrra þrek.
Veikindi verða úr sögunni. Eilífð-
armálin ræddum við oft. Þótti
henni mín staðfasta trú á þeim
sviðum, vægast sagt frekar sér-
stök. Taldi hún að það væri lík-
lega nokkuð gott að hafa þessa
vissu. Nú hefur þú, Mæja mín,
komist að því öllu saman.
Milli okkar var alltaf mjög gott
og náið samband, þrátt fyrir ald-
ursmuninn. Þú varst föðursystir
mín en ég var fyrsta barnabarnið
í fjölskyldu pabba. Ég naut nátt-
úrlega góðs af því. Minningarbrot
úr æsku minni eru mörg. Ég var
ekki há í loftinu þegar ég fékk að
„aðstoða“ á hárgreiðslustofunni
Fjólu sem þú áttir og rakst til
fjölda ára. Munkaþverárstræti 38
var fastur punktur í tilveru minni.
Þar bjóst þú með afa og ömmu í
sátt og samlyndi. Árið 1950 eign-
aðist þú soninn Gunnar. Hann var
sólargeisli ykkar allra. Afi og
amma voru í þinni umsjá þar til
yfir lauk, en þau urðu háöldruð
bæði tvö. Þrekvirki þitt var mikið.
Þú áttir son, annaðist foreldra
þína ásamt því að reka hár-
greiðslustofu. Þú varst fé-
lagslynd. Söngst í kórum og
sinntir félagsmálum. Í eina tíð
sást þú um hárgreiðsluna fyrir
Leikfélag Akureyrar, svo eitt-
hvað sé nefnt. Þú varst mikil
barnagæla, þess nutu sonarsyn-
irnir og smáfólkið í fjölskyldunni
ómælt. Ég flutti ung frá Akur-
eyri. Alltaf var ég jafn velkomin
til þín. Skipti ekki máli þótt við
bættist eiginmaður og börn. Mér
fannst eins og þú gætir verið
þriðja systir mín. Þannig var
samband okkar. Ég hefði viljað
vera nærri þér nú seinni árin þeg-
ar sjón og þrek þitt fór að þverra.
En það er ekki við öllu séð. Ég
veit að einkasonurinn, frændi
minn Gunnar og kona hans Svan-
hildur ásamt sonunum Daníel og
Sigurði Þorra létu sér mjög annt
um þig. Það var umhyggja og ást
á báða bóga. Síðustu mánuðir
voru þér og fjölskyldu þinni erf-
iðir. Ég veit að þú fékkst góða
umönnun og hjúkrun í Melgerði á
Hjúkrunarheimilinu Lögmanns-
hlíð. Minningarnar streyma fram
í hugann. Ég get sótt þær þangað,
það finnst mér gott.
Elsku frænka, þín er sárt sakn-
að. Hvíldu í friði.
Ég og fjölskylda mín sendum
Gunna og fjölskyldu innilegar
samúðarkveðjur.
Elinborg Ingólfsdóttir.
Er ég giftist Elinborgu Ing-
ólfsdóttur bróðurdóttur Maríu
var það með fyrstu ferðum okkar
út á land að heimsækja Maríu til
Akureyrar. Þær frænkur voru
mjög samrýmdar. María bjó í
Munkaþverárstræti 38 og hélt
heimili fyrir son sinn Gunnar
Jónsson og foreldra sína þau Sig-
urð Sölvason og Elinborgu Jóns-
dóttur. Eftirtektarvert var
hversu umhyggja hennar var
mikil við foreldra sína og sýndi
það hennar innri mann. Fljótlega
féll ég í kramið hjá Maríu og var
einstaklega gaman að ræða við
hana um alla skapaða hluti. Ekki
skemmdi fyrir er ég gekk í Odd-
fellow-regluna því það var fé-
lagsskapur sem var henni mjög
kær. Þetta var fyrir 43 árum og
urðum við góðir vinir og gátum
hin seinni ár talað saman sem slík
og verður ekki farið út í það hér.
Það er svo að maður gleymir aldr-
ei þeim sem vinveittir eru, en hin-
ir gleymast bara. Við heilsuðumst
og kvöddumst með orðunum
hjartað mitt og hún á móti hjartað
mitt.
Nú er göngu hennar lokið hér á
jörðu og má hún vel við una því
ekki bar þar skugga á. Ég kveð
hana að okkar hætti, vertu sæl,
hjartað mitt og takk fyrir allt.
Magnús Þórðarson.
Kveðja frá Zontaklúbbi
Akureyrar
María var félagi í Zontaklúbbi
Akureyrar um langt árabil. Hún
gekk í klúbbinn þegar hann var
ungur að árum og reyndist góður
og gegn liðsmaður. Hún var stall-
ari allmörg ár og tók virkan þátt í
allri starfsemi klúbbsins og má
þar nefna stofnun og rekstur
Nonnahúss, sem var mikið og
krefjandi starf. Hún var ávallt
hress og glöð í bragði þegar
Zontakonur hittust. Þegar okkur
vantaði upplýsingar um liðna tíð í
klúbbnum var gott að leita til
Maríu. Hún þekkti eldri klúbb-
systur á gömlum myndum þannig
að sá fróðleikur glataðist ekki.
María var hárgreiðslumeistari og
jafnframt því að reka eigin stofu
var hún stoð og stytta aldraðra
foreldra sinna. Það urðu henni
mikil vonbrigði þegar fór að
hægjast um hjá henni og hún
hefði getað notið eftirlaunaár-
anna að þá fór sjóninni að hraka.
Hún stóð sig eins og hetja í þeirri
baráttu. Það var okkur mikið
gleðiefni að María sótti kaffiboð
sem klúbburinn hélt síðastliðinn
vetur fyrir eldri klúbbfélaga. Síð-
ustu mánuðina barðist hún við ill-
vígan sjúkdóm og nú kveður hún
okkur eftir þennan langa vetur.
Það er vor í lofti, þrestirnir eru
farnir að syngja, vorlaukarnir
stinga kollinum feimnislega upp
úr snjónum og María er að leggja
af stað í ferðina, sem við förum öll
að lokum. Við þökkum henni sam-
fylgd og vináttu og samveru-
stundir með henni eru perlur í
safn minninganna. Fjölskyldu
hennar sendum við einlægar sam-
úðarkveðjur.
F.h. Zontaklúbbs Akureyrar,
Ragnheiður Gestsdóttir,
Ragnheiður Hansdóttir og
Jóhanna Valdimarsdóttir.
María Jónína
Sigurðardóttir
Okkar ástkæri
JÓN ÞÓR TRAUSTASON,
sem lést af slysförum 21. apríl sl., verður
jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju
fimmtudaginn 2. maí kl. 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
björgunarsveitirnar.
Díana S. Sveinbjörnsdóttir,
Linda Björk Jónsdóttir,
Aron Örn Jónsson, Sólveig Eva Pétursdóttir,
Egill Þór Jónsson,
Ellen Katrín Kristinsdóttir,
Þórunn Jónsdóttir, Steinn Þór Karlsson,
Sigurbjörg Jóna, Ágúst Friðgeirsson,
Pétur Kristinn,
Elín Valdís, Rögnvaldur Guðmundsson,
Gróa Guðbjörg, Óttar Már Ellingsen,
Steinþór Darri, Ingibjörg Halldórsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
SIGRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR, SYSTA,
Barðastöðum 7,
var jarðsungin hinn 24. apríl sl.
Hjartans þakkir fyrir kortin, blómin
og að koma í útför okkar ástkæru Systu.
Það veitti okkur mikinn styrk á þessum
degi.
Grímur Brandsson,
Nína Margrét Grímsdóttir, Styrkár Hendriksson,
Páll Grímsson, Melissa Ann Menendez,
Birgir Grímsson, Björg Helgadóttir,
Arney, Hrafnar, Kjartan og Freyja.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KÁRI SÖEBECK KRISTJÁNSSON,
Miklubraut 64,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 27. apríl.
Aðalheiður Ísleifsdóttir,
Kristín Káradóttir, Albert Sigtryggsson,
Sigríður Káradóttir, Guðjón Guðmundsson,
Tryggvi Kárason, Guðrún R. Rafnsdóttir,
Trausti Kárason, Selma Rut Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.