Morgunblaðið - 29.04.2013, Side 32

Morgunblaðið - 29.04.2013, Side 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú getur þurft að setja mörg per- sónuleg mál til hliðar meðan þú sinnir vanda- sömu verkefni. Ekkert er sjálfgefið í þeim efn- um frekar en öðrum. Þú ættir að láta fylgjast með heilsunni. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er erfitt að verða óvart vitni að hlutum milli annarra. Rólegar stundir með sjálfum þér gefa þér orku til að takast á við lífið í sinni margbreytilegu mynd. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert heltekin/n af hugmyndinni um að kaupa eitthvað í dag. Reyndu að setja þér reglur og fara eftir þeim. Ekki er allt gull sem glóir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt þú haldir áfram að vinna eins og hestur, ertu samt ekki viss hvað þú hefur að bjóða heiminum. Þú gætir sigrað heiminn með persónutöfrum þínum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú getur gert eitthvað til að hjálpa minni máttar. Allir eiga sér drauma um betra líf. Þú ættir að sinna þér betur en þú hefur gert síðustu mánuði. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur svo margt á þinni könnu að þú sérð ekki út úr augum. Dekraðu við sjálfan þig í kvöld. Dokaðu við og gefðu þér tíma til þess að hugsa málin. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú skiptir öllu að huga að heilsufarinu og gæta hófs í mat og drykk. Kvöldið verður skemmtilegt í góðra vina hópi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það getur verið skemmtilegt að krydda hversdagsleikann með smávægileg- um uppátækjum. Langrækni er erfiðust þeim sem er haldinn henni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að taka ákvörðun varð- andi einhvers konar eignaskiptingu í dag. Gættu þess bara að hafa báða fæturna á jörðinni þegar þú metur eigin frammistöðu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert svo kappsöm/samur að sól- arhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Þú ert hvunndags- hetja. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú neitar að taka lífið alvarlega – það er einn af þínum bestu kostum. Athug- aðu hversu mikil alvara fylgir máli og af- greiddu það svo eftir ástæðum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur unnið mikið seinustu tvær vikurnar, og nú skaltu ákveða hvernig þú vilt leika þér. Himintunglin segja að brátt muni draga til tíðinda í ástalífinu. Sigrún Magnúsdóttir, fyrrumborgarfulltrúi, er meðal ný- kjörinna þingmanna Framsókn- arflokksins. Hún er gift Páli Pét- urssyni, fyrrv. ráðherra og alþingismanni. Þegar Sigrún sagði honum, að hún væri komin í fram- boð kvað hann: Alltaf hafði ég á þér trú áratugum saman; þegar ég verð þingmannsfrú þá mun verða gaman! Ég hef áður haft orð á því, að Ólafur Thors hafi talið Eirík Ein- arsson frá Hæli mestan skálda á Al- þingi eftir daga Hannesar Haf- steins. Hér eru nokkrar vísur eftir hann. Fyrst um heybrækurnar: Man ég svona brækur best blásnar í rjáfri hanga; nú hafa þær á þingi sést, þóst vera menn og ganga. Á kosningafundum dag eftir dag hættir mönnum til að flytja sömu þuluna. Eftir framboðsfund: Ertu ei þreyttur, munnur minn? Mjög var reynt á þrekið. Nú höfum við í sjötta sinn sama rjómann skekið. Hér kemur þingvísa; Hjörðin sem er dauf og dreifð, dugir ei móts við bítinn. Okkar fagra föðurleifð, frelsið, treðst í skítinn. Þessi vísa ber yfirskriftina frum- varp um fjölgun presta: Þótt kirkjan sé vegleg og kosinn hinn lærðasti prestur, ég kem inn um dyrnar og fer þaðan aftur sem gestur, því sitthvað er orðið og útþynntur stólræðulestur. Í einrúmi er Kristur mér næstur og viðræðubestur. Eftir kosningarnar 1937. Jör- undur Brynjólfsson var þingmaður Framsóknarflokksins: Jafnan sigrar Jörundur, játum vorar nauðir. Hann er fjár- og fjörhundur en fólkið mestu sauðir. Í þingveislu: Veisla þessi og vinahót verða ei nema prettir; eftir skammvinn skálamót skyrpa þeir eins og kettir Málþurrð: Heiðri þingsins hrakar nú. Háttar dagskrá leiðri eins og væri eitt til þrjú egg í tittlingshreiðri.. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Því sitthvað er orðið og útþynntur stólræðulestur Í klípu „ÉG Á DÁLÍTIÐ ERFITT MEÐ AÐ AÐLAGAST. SÍÐASTA VERKSTÆÐI SEM ÉG VANN Á VAR MIKLU STÆRRA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA ER GLAS NÚMER TVÖ HJÁ ÞÉR, AÐALHEIÐUR. VIÐURKENNDU ÞAÐ BARA, ÞÚ ERT ALKI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar ósætti varir aldrei lengi. MARK 1. VERÐLAU 1. VERÐLAUN ÉG ER BÚINN AÐ GERA FULLKOMIÐ LÍKAN AF PARÞENON Í AÞENU. ÞAÐ TÓK MARGA DAGA ... ... OG ÉG HEFÐI SENNI- LEGA EKKI ÁTT AÐ GERA ÞAÐ ÚR SÚKKULAÐI. PABBI, HVAÐ KALLAR MAÐUR FÓLK SEM FINNST ÞAÐ EIGA RÉTT Á AÐ HAGNAST Á ERFIÐI ANNARRA? HMMM ... ÞAÐ ER AUÐVELT ... ... „VÍKINGA“! Víkverji vakti fram á miðja fyrri-nótt til að sjá hvernig úrslit kosn- inganna yrðu. Það var ekki langt liðið á kvöldið þegar meginstef atkvæða- greiðslunnar varð ljóst og í raun má segja að lítið hafi verið um stór tíð- indi, umfram það sem þegar hafði komið fram í skoðanakönnunum. x x x Kosningakvöld er dálítið eins ogEurovisionkvöld. Fólk safnast við sjónvarpið, á í kröftugum rökræð- um um hvaða lag sé best (nú, eða flokkur), veitingar eru bornar fram og etnar og rætt er um hvort kynn- arnir kunni ensku eða ekki. Eða hvort Bogi Ágústsson hafi elst síð- ustu 20 ár eða ekki. Og rétt eins og í Eurovision sýnist hverjum sitt um niðurstöður kosning- anna. Margir eru sáttir, sumir von- sviknir en þó ekki hissa og enn aðrir eru hreint út sagt hundfúlir. Víkverji ætlar ekki að leggja dóm á það hér og nú hvort niðurstaða kosn- inganna sé sú besta fyrir Ísland, en auðvitað vonar hann það. Þó að gaman hefði verið ef fleiri þingmenn frá nýju flokkunum hefðu náð kjöri, til að auka fjölbreytni í þeim skoðunum sem fá hljómgrunn á þinginu, er það þjóðin sem velur og hún hefur lokaorðið. x x x Væntingar til nýrrar ríkisstjórnareru gríðarlega miklar, og hennar bíða erfið verkefni. En þjóðin yrði líka þakklát ef þingheimur gæti sam- einast um afgreiðslu þeirra mála sem brenna helst á henni, og það fljótt. Ef þingmenn gætu lagt innbyrðis deilur til hliðar í nokkrar vikur og samein- ast um að finna leiðir til að hjálpa ís- lensku atvinnulífi, íslenskum heim- ilum og íslenskri framtíð. Það verkefni hlýtur að vera mik- ilvægara en að festast í gömlum deil- um og ósætti? Mikilvægara en að reyna að koma höggi á andstæðinga sína eða tefja mál þeirra fram úr hófi? Er það ekki? x x x Eins og Vilborg pólfari myndi orðaþað: „Það er rosalega hollt að leyfa sér að dagdreyma.“ víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður. (Jh. 14, 17.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.