Morgunblaðið - 29.04.2013, Side 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013
Karl Gauti Hjaltason
U
m það leyti sem Andr-
eas August von Kohl
var skipaður sýslu-
maður var íbúafjöldi í
Vestmannaeyjum milli
400 og 500 manns og á sama tíma var
íbúatala Reykjavíkur nýlega komin
yfir þúsund manns. Flestir hlutir á
Íslandi og í Vestmannaeyjum voru í
því horfi sem verið hafði um aldir og
fátt horfði til umskipta. Aðeins
nokkrum árum áður hafði danska
lækninum P.A. Schleisner tekist að
sigrast á ginklofanum sem hafði um
langt skeið valdið dauða nær allra
ungbarna sem fæddust í Vest-
mannaeyjum. Á þessum árum var
vöxtur og viðgangur mormóna-
trúboðsins í Eyjum með miklum
blóma og geistlegum yfirvöldum stóð
stuggur af uppgangi þess og var það
skoðun sumra þeirra að það yrði að
setja Vestmannaeyjar í nokkurs kon-
ar andlega sóttkví svo mormónskan
yrði ekki ofjarl hinnar réttu og lög-
teknu trúar.
Á þessum tíma eimdi enn af ótta
fólks í Eyjunum við sjóræningja,
jafnvel Tyrki. Útlendir duggarar fóru
stundum með ránskap og sýndu yf-
irgang og ofstopa á fiskimiðunum og
voru nærgöngulir við eggver og
fuglabjörg. Jafnvel var talið að þeir
seildust stundum eftir sauðfé í út-
eyjum. Eftir miðja 19. öld voru miklar
umkvartanir héðan af landi til stjórn-
arinnar í Kaupmannahöfn yfir yf-
irgangi erlendra sjómanna. Á fyrri tíð
höfðu erlendir sjóræningjar nokkrum
sinnum gert sig heimakomna í Eyjum
fyrir daga Tyrkjaránsins og dæmi
voru um mannvíg af völdum þessara
manna. Stórrán voru framin í Eyjum
árið 1484 og 1614. Þá höfðu aðfarir
Jörundar hundadagakonungs 1809
sýnt landsmönnum áþreifanlega
hversu vanbúin þjóðin var gegn árás-
um útlendinga fyrir vankunnáttu í
vopnaburði og samtakaleysi.
Aflabrestur og örbirgð
Um miðja 19. öldina var mikill afla-
brestur í Vestmannaeyjum sem víðar
og fylgdi því mikil örbirgð, sem gekk
svo langt að Magnús Stephensen
sýslumaður Rangæinga ritaði kollega
sínum í Vestmannaeyjum bréf 1857
sem lýsir ástandinu vel, en þar segir
m.a.: „ ... til að koma í veg fyrir
óreglu, er af flakki og betli leiðir ...
að biðja yður ... að bera umsorgun
fyrir að þessu flakki og betli úr Vest-
mannaeyjum verði framvegis afstýrt,
og formönnum úr Vestmannaeyjum
bannað að flytja þessháttar fólk til
fastalandsins ... „
Í góðu árferði rétt komust menn
sæmilega af, en í harðindum var
skammt í hungursneyðina. Í Vest-
mannaeyjum var öllu tjaldað til upp-
hitunar híbýla eins og fuglaúrgangi,
þangi og fýlabeini og af þessu stafaði
megn stybba og óloft í vistarverum.
Milli þess sem fólk stritaði myrkr-
anna á milli, var fátt til skemmtunar
nema að dreypa hraustlega á áfengi
þegar fjárráð og tími gafst til.
Slíkt var ástandið í Vest-
mannaeyjum þegar von Kohl kom
þangað sumarið 1853. Hann var jafn-
an kallaður kapteinn Kohl í Eyjum,
þar sem hann hafði kapteinsnafnbót
úr danska hernum. Hann var fæddur
í Rönne á Borgundarhólmi í Dan-
mörku 18. júlí 1814. Kohl var giftur í
Danmörku, en kona hans, Pauline
Kohl, kom aldrei til Vestmannaeyja.
Kohl átti enga afkomendur á lífi svo
vitað sé í Danmörku, en lengi hafa
verið uppi getgátur um afkomendur
hans hér á landi, án þess að um það
skuli fullyrt hér, en það er efni í aðra
grein.
Kohl tók kandídatspróf í lögfræði
við Kaupmannahafnarháskóla 1839
og varð síðar aðstoðarmaður í ís-
lensku stjórnardeildinni í Kaup-
mannahöfn. Kohl hafði áður en hann
vann í ráðuneytinu í Kaupmannahöfn
lengi lagt fyrir sig hernaðarstörf, því
hann hafði þegar á stúdentsárunum
gengið í „Kongens Livkorps“ í Kaup-
mannahöfn og var síðar gerður að
kapteini og flokksforingja 1843. Í
Slésvíkurstríðinu hafði hann getið sér
ágætan orðstír og unnið þarft verk
við þjálfun nýliða. Hann var af göml-
um hermannaættum, faðir hans var
kapteinn í danska sjóliðinu og yfirfor-
ingi á Kristiansö. Varði hann eyjuna
af mikilli hreysti í dansk-enska stríð-
inu 1807.
Ótti við sjóræningja
Kapteinninn fann að hér var enn
nokkur ótti meðal fólks við sjóræn-
ingja frá tímum Tyrkjaránsins og
voru eyjaskeggjar smeykir við erlend
skip sem sáust úr Eyjum, enda var
hér engin lögregla eða yfirvald. Kohl
varð því fljótt ljóst að hér var grund-
völlur fyrir að stofna varnarsveit.
Þótt hann hafi ekki talið að óttast
þyrfti eiginlega sjóræningja mátti
samt búast við illdeilum og yfirgangi
af hendi erlendra fiskimanna. Hann
var röggsamt yfirvald í Vest-
mannaeyjum og gat nú sinnt hugð-
arefnum sínum, heræfingum og her-
þjálfun, og samrýmt þetta störfum
lögreglustjóra.
Ætlaðist hann til að allir verkfærir
menn gengju í eina liðssveit, Herfylk-
ingu Vestmannaeyja, af fúsum og
frjálsum vilja. Væri þá fengin með
þessu varnarsveit gegn árásum út-
lendinga, ef á þyrfti að halda og lög-
reglusveit til að halda uppi aga innan-
héraðs. Átti að aðstoða og hjálpa til
að halda uppi aga og reglu á vertíð-
inni er fjöldi manna safnaðist til
eyjanna. Að ætlun Kohl skyldi sam-
felldur agi og þjálfun koma eyja-
mönnum sjálfum að gagni í atvinnu
þeirra, sjósókn og úteyjasókn, sem
var innt af hendi í samfélagi með
samvinnu bænda. Helstu formenn-
irnir í Vestmannaeyjum urðu flokks-
stjórar í Herfylkingunni.
Með stofnun Herfylkingarinnar
var sýslumaður einnig að miða að því
að stemma stigu við sívaxandi
drykkjuskap í bænum, búðarslangri
og -stöðum manna. Þá skyldi með
auknu félagslyndi efld snyrti-
mennska og háttprýði manna á með-
al. Einn þátturinn var sú þjálfun, sem
heræfingarnar veittu sem íþrótt og
líkamsiðkun. Þá átti Herfylkingin
hlutverki að gegna í skemmtunum og
uppfræðslu í hinu opinbera lífi í Eyj-
um. Kohl fékk þegar fylgi helstu
manna eyjanna til að koma fram
áformum sínum og byrjaði skömmu
eftir komu sína að kenna mönnum
vopnaburð. Sýslumaður skipaði niður
í sveitir og vann að liðsþjálfuninni af
hinu mesta kappi.
Að veita viðnám
Árið 1857 var Herfylkingin komin
fyllilega á stofn. Voru þá samdar
reglur fyrir hana og segir þar að aðal-
tilgangurinn sé að veita viðnám og
Úr forneskju til framfara
Hinn 25. apríl 1853, eða fyrir liðlega 160 árum var
skipaður nýr sýslumaður í Vestmannaeyjum,
danskur maður að nafni Andreas August von
Kohl. Að öllu óbreyttu væri fyrir löngu búið að
fenna yfir nafn hans á slóð tímans, en svo er ekki
því hann færði Eyjamönnum nýja siði og betr-
umbætti samfélagið svo að lengi eftir andlát hans
markaði fyrir áhrifum þess á mörgum sviðum.
Sýslumaður Karl Gauti Hjaltason við minnismerkið um Kohl í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjar Þessi mynd birtist í dönsku blaði um 1880 og sýnir byggðina í Vestmannaeyjum, sem þá var tekin
að þéttast, þar sem nú er Strandvegur, Miðstræti og þar suður af. Á myndinni sjást húsin Nýhöfn, Fögruvellir og
Landlyst auk þess sést í verslunarhúsin á Tanganum þar sem danski fáninn blaktir við hún.