Morgunblaðið - 29.04.2013, Side 36

Morgunblaðið - 29.04.2013, Side 36
AF LISTUM Friðjón F. Hermannsson fridjon@mbl.is Hinn 6. maí 2013 verðurEVE-online-tölvuleikurinnbúinn að vera á netinu í 10 ár. Mörg ár fóru í þróun og hönnun leiksins áður en hann varð loks að veruleika. Það voru nokkr- ir starfsmenn hugbúnaðarfyr- irtækisins OZ sem gengu með þann draum í maganum að búa til sinn eigin tölvuleik. Árið 1997 stofnuðu þeir nýtt fyrirtæki sem þeir nefndu CCP og hófu undir- búningsvinnu að draumi sínum. Mikla hugsjón og atorku þurfti til að koma svona stóru verkefni í framkvæmd og auk þess talsvert mikið fjármagn. Erfiðlega gekk í fyrstu að afla fjármagns í verkefnið, en það hafðist með því að gefa út borðspilið Hættuspilið árið 2000 sem seldist í 10.000 ein- tökum á Íslandi. Hagnaðurinn af sölu spilsins gerði það að verkum að CCP-tölvuleikjafyrirtækið gat gefið út leikinn EVE-online 6. maí 2003. Þess má til gamans geta að spilið var gefið út á ensku í tilefni afmælisins. EVE hefur vaxið og dafnað með hverju árinu. Í dag er svo komið að heildarfjöldi spilara er 500.000 og hefur fjölgað í hópi spilara ár frá ári. Stjórnendur EVE tóku saman þær tölur í tilefni 10 ára afmælisins að samtals væru hönnuðir og spilarar leiksins búnir að eyða milljón mannsárum við leik og störf í kringum leikinn.    Hátíðin í ár var haldin líkt ogí fyrra í Hörpu. Erlendir gestir voru í talsverðum meiri- hluta, rúmlega 2.000 af 3.500, og koma þeir alls staðar að úr heim- inum. Auk þess voru rúmlega 200.000 manns sem fylgdust með beinni útsendingu á netinu. Opn- unaratriði hátíðarinnar var tón- leikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem hún flutti tónlist tölvu- leiksins EVE. Þeir tónleikar voru einkar vel heppnaðir, stjórnandi Sinfóníunnar hóf tónleikana með því að leika á didgeridoo (ljóða- lurk) og svo fylgdi sinfónían í kjöl- farið. Angurværir tónar og stemn- ingsstef voru svo myndskreytt með geimskipum fljúgandi um sól- kerfi leiksins. Skemmtileg út- færsla sem ber að hrósa fyrir. Stærstu tíðindin af hátíðinni eru samt þau að hafin er und- irbúningsvinna að gerð bæði sjón- varpsþátta byggðra á tölvu- leiknum EVE sem og teiknimynda- sögublaða. Baltasar Kormákur hefur verið fenginn til að leiða sjónvarpsþáttaverkefnið og teikni- myndasögufyrirtækið Dark Horse Comics kemur til með að gefa út blöð um EVE. Það fyrirtæki gefur m.a. annars út blöð um Sin City, Hellboy, Buffy the vampire slayer og Star Wars. Auk þessara atriða var líka tilkynnt að unnið væri að því hörðum höndum að koma snjallsímaforriti á markað til að tengja spilara EVE enn betur leiknum. Næstu þrír dagar voru svo undirlagðir af umræðuþingum um málefni EVE, keppnum í tölvu- leikjum og góðgerðarsamkomum þar sem söfnuðust tvær milljónir króna sem renna til góðra mál- efna. Í enda hvers dags var sam- koma í Eldborg þar sem kynnt voru framtíðarplön EVE og nýj- asta fjölskyldumeðlimsins, DUST 514. Sá leikur kemur einmitt form- lega út 14. maí 2013. Hátíðinni var svo lokað á laugardagskvöldinu með glæsi- legum tónleikum sem CCP kallar #Party at the top of the world. Þar var boðið upp á það besta í ís- lenskri tónlist, sem er þessa dag- ana, Retro Stefson og Skálmöld. Til að bæta um betur fengu þeir þekktan erlendan plötusnúð, DJ Z- trip, til að loka þessari glæsilegu hátíð. Það má því með sanni segja að stórir landvinningar séu á dag- skránni hjá CCP og ef þeir halda áfram að rækta samband sitt við þá sem spila leikinn eins og þeir hafa gert hingað til ættu þeim að vera allir vegir færir. Því samband og samskipti stjórnenda og spilara er til fyrirmyndar hjá CCP. Sem dæmi um það má nefna að par gekk í hjónaband á Fanfest í ár og svo voru fjórir leikmenn verðlaun- aðir sérstaklega fyrir að hafa ver- ið virkir þátttakendur í allan þann tíma sem EVE hefur verið á net- inu. Morgunblaðið/Kristinn Hátíð Engin önnur en Sinfóníuhljómsveit Íslands lék tónlist úr EVE Online á opnunartónleikum Fanfest-hátíðarinnar í Eldborg í Hörpu. Einbeiting Aðdáendur leiksins nutu þess að spila hann í Hörpu. Blek Ólafía hjá Reykjavik Ink húðflúrar gest hátíðarinnar. EVE-online í áratug og milljón mannsár! 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013 14 -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is MISSIÐ EKKI AF FYNDNUSTU OG BESTU MYNDINNI Í SERÍUNNI EIN FLOTTASTA SPENNUMYND ÁRSINS! Stór og yfirdrifinn teiknimyndahasar af betri gerðinni. T.V. - Bíóvefurinn  VJV Svarthöfði KEMUR FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ROBERT DOWNEY JR. BEN KINGSLEY GWYNETH PALTROW GUY PEARCE FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR -Empire -Hollywood Reporter POWE RSÝN ING KL. 10 :40 - T.K. kvikmyndir.is H.V.A -Fréttablaðið LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L 12 12 12 IRON MAN 3 3D Sýnd kl. 5:20 -8 -10:10 -10:40 (P) LATIBÆR - BÍÓUPPLIFUN Sýnd kl. 6 OBLIVION Sýnd kl. 5:30 - 8 SCARY MOVIE 5 Sýnd kl. 10:30 G.I. JOE 2 3D Sýnd kl. 8 Stórmyndin sem tekin var upp á Íslandi -H.S., MBL G.H.J., RÚV NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK. MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF! -H.V.A., FBL “FÍNASTI FUGL” FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ HALLE BERRY Í AÐALHLUTVERKI SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS - H.S.S., MBL FALSKUR FUGL KL. 6 14 OBLIVION KL. 10 12 / THE CALL KL. 8 - 10 16 SCARYMOVIE 5 KL. 8 14 LATIBÆR KL. 6 L PASSION KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 THE CALL KL. 8 - 10.10 16 NABUCCO ÓPERA KL. 6.15 L FALSKUR FUGL KL. 6 - 8 - 10 14 OBLIVION KL. 9.30 12 / KAPRINGEN KL. 5.45 12 THE CALL KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 THE CALL LÚXUS KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 LATIBÆR KL. 4 L FALSKUR FUGL KL. 6 - 8 14 SCARYMOVIE 5 KL. 6 - 8 - 10 14 OBLIVION KL. 8 - 10.40 12 G.I JOE RETALATION 3D KL. 10 12 THE CROODS 3D ÍSL. TALKL. 3.30 - 5.45 L THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 L FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.30 L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.