Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Qupperneq 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Qupperneq 9
að þeir væru ekki þarna til að svala eigin egói heldur væri tilgangur þeirra að þjóna áhorfendum. Rauða nefið er minnsta gríma í heimi. Það gefur fólki hugrekki til að vera ein- lægt og þegar fólk setur það upp er erfitt að ljúga. Líkt og þegar feimin börn fela andlit sitt í lófa sér – það sést strax hvernig þeim líður og það er eins með fölskvalausan trúðinn. Hann er bara hann sjálfur.“ Tinna mun kynna verkefni sitt á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík 24. maí en hún segir að trúðurinn eigi fullt erindi út í íslenskt sam- félag. Hann sé dæmi um hvernig góður leiðtogi eigi að vera. „Hann hlustar svo vel á umhverfi sitt og tekur eftir öllu sem er að gerast í kringum hann. Þannig á hann auð- velt með að bregðast við aðstæðum hverju sinni og hann sér tækifæri í mistökum. Einnig má nefna lítið dæmi um það hvernig hann talar við hóp fólks. Hann skannar ekki rýmið heldur er hann í augnsambandi við einn í einu. Um leið og hann gerir það fær hann athygli hinna því þeim finnst þetta samband svo áhugavert. Trúðurinn bíður líka alltaf í þrjár sekúndur þegar hann er spurður að einhverju og ígrundar vel hverju hann ætlar að svara. Í því felst mik- ill styrkur.“ Tinna Lind Gunnarsdóttir, leikkona og mastersnemi. 7.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Þegar Þórhildur Sif Þórmundsdóttir sagði sonumsínum sögur sem hún þekkti úr norrænnigoðafræði, af sérstæðum tjáningarkrafti sínum, fann hún þær kveikja óvenjusterkt í strákunum. Eldri sonurinn var sjö ára og sá yngri tæplega sex þegar hún fann að þarna gátu þau öll saman vaxið í sameiginlegu áhugamáli. En hún furðaði sig á hve fátt væri um fína drætti. „Þegar ég fór að garfa betur og skoða hvaðeina sem fyrirfannst um þessa menningararfleifð, þá fannst mér þær skorta aðgengileika. Sérstaklega fyrir börn á fyrri stigum grunnskóla. Börn ættu að kynnast mun fyrr og betur þessum heillandi goðsögnunum og persónunum, öllum sérstæðu sögunum af upphafi heimsins og skýringum á náttúrufyrirbrigðum,“ segir Þórhildur Sif. Innblásin af áhuga sonanna tók hún þær persónur og sögur sem henni þóttu æðisgengnastar og endur- sagði með það fyrir augum að krakkar á barnaskóla- aldri gætu hrifist með í ævintýrinu. Óðinn, Loki, Freyja, Sif, Fenrisúlfur og fleiri góðar fígúrur lifn- uðu við á prenti, sitt á hvað, á íslensku og ensku. Að endingu sótti hún penslana sína. Við þrettán af þeim 25 sögum, úr 20 köflum, af goðum, gyðjum og/ eða goðsögnum, málaði hún sterka, litríka mynd. Þannig hafði hún vakið úr dvala og sameinað ein af sínum elstu áhugamálum, sem henni fannst hafa leg- ið fulllengi í láginni. Myndirnar hafa þótt það góðar að hún hefur haldið sýningar með þeim einum, í galleríinu Kingdom Within Tattoo Studio á Skóla- vörðustíg og á Kaffi Loka, Lokastíg. „Það tók um ár frá því ég byrjaði og þangað til verkefninu var lokið. Ég skrifaði bækurnar jöfnum höndum. En ég hefði ekki getað það nema með hjálp pabba míns og tengdamömmu sem lásu yfir textann aftur og aftur. Maðurinn minn var líka hjálplegur og ráðagóður,“ segir hún. Þegar hún ákvað að gefa út myndskreyttar sög- urnar komu þær samhliða út á íslensku og ensku. Þær seljast nokkuð jafnt á þessum tungumálum, en gegnum söluvefsíðuna Amazon.com hefur áhuginn á sögunum á enskri tungu vaxið nokkuð. Hún viður- kennir þó að hafa ekki verið nógu öflug í markaðs- setningunni, þar sem hún hafi einfaldlega ekki haft tíma til. Nú eigi námið hug hennar allan, en hún lýkur senn gráðu í uppeldis- og menntunarfræði. Þórhildur hefur komið víða við, enda áhugasviðið vítt. Meðal annars lærði hún myndlist frá unga aldri við Myndlistaskólann í Reykjavík. Grúskara- og dundureðlinu finnur hún víða farveg. KRAFTUR ÚR GOÐAFRÆÐI Þórhildur Sif hefur lengi heillast af goðafræði. Norrænar goðsagnir fyrir börn ÞÓRHILDUR SIF HREIFST AF ÁHUGA SONA SINNA Á NORRÆNUM GOÐSÖGNUM. HÚN ÁKVAÐ AÐ LYFTA ÞEIM ÚR STÖÐNUN OG ENDURVEKJA Í MÁLI OG MYNDUM. Katrín Mixa katrinmixa@gmail.com * „Börn ættu að kynnast munfyrr og betur þessumheillandi goðsögnunum og per- sónum,“ segir Þórhildur Sif sem gefið hefur út eigin endursagnir úr norrænni goðafræði á íslensku og ensku fyrir börn á grunn- skólaaldri. Gott hljóðfæri er kærkomin fermingargjöf sem nýtist umókomin ár Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is Skeifan 2 • Sími 530 5900 • www.poulsen.is Bílalakk Blöndum alla bílaliti og setjum á spreybrúsa Bjóðum uppá heildarlausnir í bílamálun frá DuPont og getum blandað liti fyrir allar gerðir farartækja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.