Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Page 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Page 14
T uttugu ár eru frá því Margrét J. Pálmadóttir stofnaði Kvennakór Reykjavíkur sem hún stjórnaði frá upphafi og til ársins 1997. Sunnudaginn 7. apríl verða haldnir hátíðartónleikar í Hörpu í tilefni afmælis Kvennakórs- ins. Tónleikarnir nefnast „Frá konu til konu“ og þar koma fram allir kórar sem starfað hafa undir merkjum Kvennakórs Reykjavíkur. Kórarnir eru Kvennakór Reykjavík- ur, Vox feminae, Stúlknakór Reykjavíkur, Léttsveit Reykjavíkur, Senjorítur og Cantabile sem áður hétu Gospelsystur. Margrét Pálmadóttir, sem rekur söngskólann Domus vox, er einn þekktasti kórstjóri landsins og starfandi kórar í dag undir stjórn hennar eru Cantabile, Vox feminae, Stúlknakór Reykjavíkur og Aurora. Margrét er fyrst spurð um það hvernig Kvennakór Reykjavíkur hafi orðið til. „Ég er alin upp í kór Öldutúnsskóla sem þótti einn besti barnakór landsins og við fórum á kóramót út um allan heim. Þar kynntist ég útsetningum sem ein- göngu voru ætlaðar kvensöngvur- um. Hugmyndin um Kvennakór Reykjavíkur varð svo til á sínum tíma í heitasta nafla miðbæjarins sem er Kramhúsið. Þar byrjuðum við nokkrar konur sem vorum í leikfimi að syngja saman. Upp úr þessum söng spratt hugmynd um að gera jafnvel og strákarnir sem höfðu margra áratuga forskot með Karlakór Reykjavíkur og Fóst- bræðrum. Við ákváðum að stofna kvennakór og auglýstum inntöku- próf í janúar 1993 og um hundrað konur sóttu um og komust allar í kórinn. Við héldum síðan glæsi- tónleika vorið 1993 þar sem Vigdís Finnbogadóttir sat á fremsta bekk með tár í augum yfir flutningi á Móðir mín í kví kví og Sofðu unga ástin mín. Ári síðar voru konurnar í kórnum orðnar 400. Kvennakór er allt annað hljóð- færi en karlakór. Íslendingar elska karlakóra af því þeir eru alþýðu- hljóðfæri þjóðarinnar. Kvennakórar hafa gjarnan verið tengdir við víbr- andi væl í kirkjum. Mig langaði til að breyta því viðhorfi og Kvenna- kórinn, og þeir kvennakórar sem hafa verið stofnaðir í kjölfarið, hafa glatt mjög marga. Mesta hrósið fæ ég stundum í Melabúðinni frá fólki sem hefur komið á tónleikana. Í fyrra var ég í prófi í ítölsku í Há- skólanum og þegar ég skilaði gögn- unum þá sagði kennarinn: Margrét, mig langar svo til að þakka þér fyr- ir allt sem þú hefur gefið mér með tónleikunum þínum. Ég hugsaði með mér: Þetta var fín einkunn, og gekk út með kökk í hálsi.“ Segðu mér frá sjálfri þér. Byrj- aðir þú að syngja um leið og þú fórst að tala? „Foreldrar mínir skildu þegar ég var tveggja og hálfs árs og ég fór þá til fósturforeldra á Húsavík, Sig- ríðar Pálsdóttur og föðurbróður míns Maríusar Héðinssonar, út- gerðarmanns, en þau voru barnlaus. Mér er sagt að ég hafi sest í stiga á heimilinu og gefið frá mér tóna. Ég fékk samstundis áheyrendur. Ég þótti hafa góða rödd og tónlistar- hæfileikarnir fengu að blómstra svo um munaði hjá fósturforeldrum mínum. Ég var mjög hamingjusöm því ég var einkabarn yndislegrar fóstur- móður. Sigríður fósturmóðir mín var ákaflega greind og vel gefin kona. Hún var au pair hjá Páli Ís- ólfssyni og lærði hjá honum orgel- leik og píanóleik. Ég á áritaðar nótnabækur frá Páli sem ég spila eftir og börnin mín syngja upp úr og ég lærði um tíma hjá dóttur Páls, Þuríði, sem mundi eftir fóstur- móður minni. Fósturmóðir mín dó árið 1985 þannig að ég fékk að hafa hana til 28 ára aldurs.“ Er lík mömmu en með betri akkeri í lífinu Hafðirðu samskipti við mömmu þína? „Ég vissi af mömmu af því að hún átti til að banka upp á grátandi með gjafir. Stundum veit ég til þess að henni var meinaður aðgangur og ég skil það að mörgu leyti því þetta voru flókin mál. Henni var samt alls ekki haldið frá mér og var boðið bæði í fermingarveisluna og stúd- entsveisluna. Sigríður fósturmóður mín var afskaplega meðvituð um að okkur bæri að þakka fyrir þessa blóðmóður því annars hefðum við ekki verið saman. Þegar ég eltist og fór í háskóla var mamma flutt til Ameríku og hafði samband við mig í gegnum síma. Mamma á fimm börn með fjórum mönnum. Hún hefur mjög fallega sál en er flókin persóna. Ég er lík henni um margt en munurinn á okkur er helst sá að ég hef haft betri akkeri í lífinu en hún og hlotið betri menntun. Mamma er eins og vindurinn, mjög loftkennd og stjórnast af því. Nú er mamma á Íslandi, hún greindist með Alzheimer fyrir fjórum árum og þá flutti ég hana heim. Núna er ég að verða 57 ára, rek söngskóla og er með fjölda nem- enda. Þar á meðal eru litlar stelpur sem koma til mín með alls konar flóknar sögur um tvo pabba eða tvær mömmur og hálfsystkini. Ég hlusta á þessar stúlkur og skil svo vel það umhverfi sem þær búa í. Ég þurfti ekki að fara í skóla til að læra uppeldisfræði heldur kynntist Geri ekkert andlaus MARGRÉT J. PÁLMADÓTTIR KÓRSTJÓRI RÆÐIR UM TÓN- LISTINA OG SÖNGINN, ANDANN SEM FYLLIR BRJÓST HENNAR OG ÓLÍKU MÆÐURNAR TVÆR SEM HÚN ÁTTI. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2013 Svipmynd

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.