Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Qupperneq 20
*Heilsa og hreyfingHugarþjálfun getur virkað vel fyrir þá sem vilja ná árangri líkt og margt afreksfólk veit »26 Fjallahjólreiðar eru sport fyrir fólk á öllum aldri, ef það er vel á sig komið, segir Gunnar Örn Svavarsson. „Aldursforsetinn, Baldur Þór Davíðsson, sem verður einmitt fimm- tugur síðar í þessum mánuði, gefur okkur þessum yngri ekkert eftir,“ segir Gunnar. „Menn þurfa líka að vera vel búnir og hjólatæknin þarf að vera góð, því við hjólum oft við krefjandi aðstæður.“ Gunnar segir félagsskapinn afar skemmti- legan og eftir hjóltúr setjist menn jafnan nið- ur og fái sér matarbita saman. Hann bætir við, í léttum dúr, að Spöðunum sé fátt óvið- komandi. „Bróðir minn, Leifur Örn, er að fara á Everest ásamt hópi útlendinga; hann er fyrsti Íslendingurinn sem ætlar upp norður- hlið fjallsins. Við segjum að sjálfsögðu að Leifur verði fulltrúi Spaða á Everest!“ Senda fulltrúa á Everest! Aldursforseti Spaðanna, Baldur Þór Davíðsson, sem verður fimmtugur síðar í þessum mánuði. V ið erum um það bil 20 karlar, frá tvítugu og upp að fimmtugu. Allir í hópnum hafa hjólað töluvert mikið og um það bil helmingur keppt. Í hópnum er til dæmis núver- andi Íslandsmeistari í götuhjólreiðum, Davíð Þór Sigurðsson, þannig að þetta er al- vöru!“ segir Gunnar Örn Svavarsson, einn Spaðanna, í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins Keppt er í hefðbundnum fjallahjólreiðum hér á landi, en það sem Spaðarnir stunda kalla þeir All Mountain, og snýst um að hjóla við erfiðari aðstæður en venjulega, ekki síst á fjöllum þegar færi gefst. „Við höfum til dæmis hjólað upp og niður Fimmvörðuháls.“ Hópurinn hittist að minnsta kosti einu sinni í viku, mest þrisvar. Flestir eru miklir útivistar- menn og stunda bæði fjalla- og ísklifur að auki, sem og svokallaða fjallaskíðamennsku, en Spaðahópurinn snýst eingöngu um hjólreiðarnar. Spaðarnir hjóla saman allt árið, við hvaða aðstæður sem er. „Veðrið hefur aldrei stoppað okk- ur. Yfir veturinn erum við með nagladekk og einu sinni hjólaði hluti hópsins upp á Sólheima- jökul og við vorum sjálfir á mannbroddum. Það var bara til gamans gert og eiginlega bara til að geta sagst hafa gert það! Partur af hópnum hjólaði líka Fimmvörðuháls í harðfenni.“ Hópurinn er með síðu á Facebook, þar sem ákveðið er hvar skuli hittast hverju sinni og hjóla hvert. „Við hittumst á föstum tíma einu sinni viku og hjólum frá tveimur og upp í fjóra klukku- tíma í einu. Yfir háveturinn oft innanbæjar en þegar veðrið er betra förum við oft út fyrir bæ- inn og á haustin förum við alltaf saman í helgarferð; höfum til dæmis hjólað bæði í Kjarnaskógi á Akureyri, í Jökulsárgljúfrum og aðrar krefjandi leiðir.“ Hluti Spaðanna tilbúinn í slag- inn á fjallahjólunum. Þarna staddir í Öskjuhlíð. Morgunblaðið/Golli FJALLAHJÓLREIÐAR Ekkert stöðvar Spaðana HÓPUR KARLA Í REYKJAVÍK HITTIST EINU SINNI Í VIKU HIÐ MINNSTA OG TEKUR VEL Á ÞVÍ Á FJALLAREIÐHJÓLUM. OFT ER HJÓLAÐ Í BORGINNI EÐA NÁGRENNI EN EINU SINNI FÓR HÓPURINN UPP Á SÓLHEIMAJÖKUL! Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.