Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Page 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Page 27
V orið er upplögð árstíð til fram- kvæmda, rétt áður en veðrið verður of gott til að réttlætan- legt sé að hanga inni. Dúklagn- ingarmeistarar eru með veggfóðrun á hreinu en svo má reyna fyrir sér upp á eigin spýtur en hafa ber í huga að þá þarf að fá góðar leiðbeiningar hjá fag- aðila, sérstaklega með blöndun límsins, hvernig á að smyrja það á renningana sem og að sníða efnið í horn og sam- skeytin. Veggfóður fæst hjá nokkrum verslunum í bænum og þá eru nokkrar góðar erlendar veggfóðursverslanir á netinu sem má panta frá og fá sent heim. Það er þó kannski ekki ástæða til því þótt verslanir eigi vegg- fóðrið kannski ekki á lager má láta sér- panta þau að utan, til dæmis hjá Litaveri á Grensásvegi og Lauru Ashley í Faxafeni. Mörg mynstur Lauru Ashley eru þannig að það er sefandi að horfa á þau. Svo sem þessar mjúku bylgjur. Lars Contzen er þýskur verðlauna- hönnuður en veggfóður frá honum fæst í Litaveri. Architect Papers hafa þróað alls kyns áferðir á veggfóðursrúllur. Þessi líkist hrárri steypu. Architect Paper er mjög smart hönnunarstofa sem Litaver við Grensásveg selur veggfóður frá. Vor á veggjum VEGGFÓÐURSRÚLLUR MEÐ FALLEGUM MYNSTRUM OG LITUM ERU KANNSKI EKKI Á HVERJU STRÁI Í BÆNUM EN FINNAST ÞÓ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is EITT OG ANNAÐ AF VEGGFÓÐRI Fíngert mynstur sem hentar á stærri fleti frá Ferm Living. 7.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 0% VEXTIR - Húsgagnahöllin býður upp á vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða SÖDAHL vörulínan 2013 komin í Höllina! – fyrir lifandi heimili –

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.