Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2013 Sýning sem nefnist „Betra en eitthvað ann- að“ stendur yfir nú um helgina í sýningarými sem kallast Öruggt rými og er staðsett á Freyjugöturóló við Freyjugötu 19. Opið er laugardag kl. 17-19 og sunnudag kl. 14-17. Öruggt rými er hugsað sem tilraunarými fyrir list og menningu þar sem samkomu- formið er haft í hávegum. Þetta er samsýning sex ólíkra myndlistar- manna en samkvæmt tilkynningu er sá yngsti „á fyrsta aldursári en sá elsti er á miðjum aldri“. Listamennirnir eru þau Völundur Steinn Pálsson, Páll Ivan frá Eiðum, Ólöf Helga Helgadóttir, Indíana Auðunsdóttir, Helena Hansdóttir og Elín Anna Þórisdóttir. SAMSÝNING Í ÖRUGGU RÝMI SÝNING Á RÓLÓ Sýning sexmenninganna er sett upp á hinum gamalkunna Freyjugöturóló í Þingholtunum. Hekla Björt og Sara Björg kalla sýninguna í Deiglunni Triangulus og vinna með þríhyrning. Tvær sýningar verða opnaðar í Listagilinu á Akureyri á laugardag klukkan 15. Í sýningar- salnum Deiglunni verður opnuð sýning á verkum listakvennanna Heklu Bjartar og Söru Bjargar. Þær gera þríhyrndar form- smíðar að yrkisefni sínu og kalla sýninguna „Triangulus“; óður til þríhyrningsins verður að eins konar sameingartákni í verkunum. Sýning Soffíu Árnadóttur í Ketilhúinu kall- ast „Í skugga táknstafanna“. Soffía er kunn- ur grafískur hönnuður og leturmeistari og gerir hún sér á sýningunni mat út skugga- spili táknmerkja tungumálsins. Hún vinnur letur í ýmis efni, svo sem vatnsliti og blað- gull. TVÆR SÝNINGAR Í LISTAGILI LETUR OG HORN Fjórðu tónleikarnir þar sem Hlíf Sigurjónsdóttur fiðluleikari minnist hálfrar annarrar aldar fiðlumenn- ingar í Suður-Þingeyjar- sýslu verða haldnir í Reykjahlíðarkirkju í Mý- vatnssveit á laugardag klukkan 15.00. Daginn eft- ir, á sunnudag, leikur Hlíf síðan á fimmtu tónleik- unum í Einarsstaðakirkju í Reykjadal og hefj- ast þeir klukkan 15.30. Hún flytur einleiks- verk eftir J.S. Bach, Merrill Clark, Alfred Felder og Niccolo Paganini. Alls verða tónleikarnir sex í þessari tón- leikaröð til að minnast hálfrar annarrar aldar fiðlumenningar í sýslunni. Saga fiðluleiksins er rakin til Jóns Jónssonar sem kenndur var við Voga í Mývatnssveit. Hann mun hafa komið með fyrsta „fíólínið“ er hann kom frá smíðanámi í Kaupmannahöfn árið 1851. TÓNLEIKAR Í MÝVATNSSVEIT FIÐLUMENNING Hlíf Sigurjónsdóttir Sýningin „Ævintýri fuglanna“ var opnuð í Safnahúsi Borg-arfjarðar í Borgarnesi á föstudag. Um er að ræða óvenju-lega uppstillingu þar sem fuglar úr náttúru Íslands eru sýndir í sérstöku umhverfi. Þema sýningarinnar er farflugið; hin miklu og óskiljanlegu afrek fuglanna sem hafa heiminn undir í ferðum sínum en rata þó alltaf til baka. Um leið er minnt á að á Íslandi eru mikilvæg búsvæði fugla. Í sýningunni er unnið með merkan safnkost Náttúrugripa- safns Borgarfjarðar. Sjá má ýmsa sjaldgæfa gripi svo sem snæuglu og albínóa, auk algengra fugla og sjaldséðra flækinga. Flugleiðir fugla eru teiknaðar upp á stór veraldarkort og hægt er að sjá hreiður, egg og æti. Umgjörð sýningarinnar er úr speglum og gleri, sem eykur upplifunina og kallar fram hugsun um töfra víðáttunnar. Flestir fuglanna eru stoppaðir upp af Kristjáni Geirmundssyni og Jóni Guðmundssyni. Hönnuður sýningarinnar er Snorri Freyr Hilmarsson, mynd- skreyting er í höndum Steingríms Þorvaldssonar, ljósmyndir tók Sigurjón Einarsson og Heiður Hörn Hjartardóttir annaðist graf- íska vinnslu. Sýningin er helguð minningu Sigfúsar Sumarliðasonar (1932- 2001), fyrrverandi sparisjóðsstjóra í Borgarnesi, sem var lengi formaður í stjórn Náttúrugripasafnsins. NÝ SÝNING Í SAFNAHÚSI BORGARFJARÐAR Fuglaheimur í Borgarnesi Teikning Snorra Freys Hilmarssonar hönnuðar af framsetningu fuglanna í sýningarrýminu. Unnið er mikið með spegla og gler. Snæugla er einn hinna uppstoppuðu sýningargripa. Sumir fuglanna eru sjald- gæfir, eins og albinóar, aðrir algengari eða flækingar. FARFLUGIÐ ER ÞEMA SÝNINGAR SEM SNORRI FREYR HILMARSSON HEFUR SETT SAMAN ÚR FUGLUM. Menning A ugnablikin eru svo stutt og maður verður að vera á staðn- um til að ná þeim,“ segir Páll Steingrímsson kvikmyndagerð- armaður. Við erum að ræða nýjustu heimildarkvikmynd hans, Eld og ösku, sem frumsýnd var á dögunum og verð- ur senn sýnd í Ríkissjónvarpinu. Hún segir sögu áhrifamikilla eldgosa á flekaskilum eins og hér við Ísland; sagan hefst með Skaftár- eldum og áhrifunum sem gosið hafði heima og erlendis, og síðan er farið nær í tíma, í gosin í Heimaey árið 1973 og í Eyja- fjallajökli árið 2010. Þá er litið á hamfarir af völdum eldgosa í Indónesíu. Páll segir gosið í Eyjafjallajökli hafa verið kveikjuna. „Ég var fljótur að átta mig á því að til að gera söguna ítarlegri þá yrði ég að bera víð- ar niður,“ segir hann. „Ég hafði strax sam- band við Magnús Tuma Guðmundsson jarð- vísindamann og hann varð minn fræðilegi ráðgjafi. Það var mikið lán. Hann sagði eld- virkni og hegðun eldfjalla allt öðruvísi þar sem flekaárekstrar eru, eins og í Indónesíu, en þar sem gliðnun er eins og hjá okkur. Í Indónesíu er keðja um 130 virkra eldfjalla og þessi svakalegi hamagangur þegar verst lætur. Fjöll hrynja eða splundrast jafnvel, eins og eyjan Krakatoa árið 1883. Spreng- ingin þá var sú háværasta sem vitað er um, hljóðbylgjan barst alla leið til Japans! Magnús Tumi hvatti mig til að ráðast í að gera myndina á þennan hátt og ég lét vaða.“ Páll er sögumaður að upplagi eins og sjá má í hverri mynd hans á fætur annarri. „Ég var kennari í Vestmannaeyjum í tutt- ugu ár og krakkarnir sem ég kenndi segja oft að ég hafi verið lifandi í frásögn og gam- an í tímunum. Þessi frásagnargleði gagnast einyrkja eins og mér, því það ræður úrslitum hvað verður úr efninu. Það er ekki hvað þú hefur næmt auga eða hvað tækin eru góð sem gerir útslagið, því maður verður að geta sagt söguna,“ segir hann. Vestmannaeyjagosið kemur við sögu í Eld- gosi og ösku; þar varð vendipunktur í ævi- starfi Páls. Nokkrum árum áður hafði Páll aðstoðað þýskan ljósmyndara, Hermann Schlenker, þegar hann kom að mynda í Eyj- um. Þegar Scklenker átti ekki fyrir fargjald- inu heim, bauð hann Páli að kaupa Leica- myndavél sína. „Ég bað bankastjórann um lán og hann spurði hvort ég hefði ekki nóg með að borga af húsinu. Ég svaraði að ef ég yrði að velja á milli, þá vildi ég frekar Leic- una!“ Hann hlær. „En hann hjálpaði mér um aura og ég keypti vélina.“ Í kvikmyndanám 42 ára Fjórum árum síðar kom Schlenker aftur og þá vopnaður vandaðri Bolex-kvikmyndatöku- vél. „Ég fór með honum til Mývatns, um Snæfellsnes og Vestfirði og aftur átti hann ekki fyrir farinu heim. Ég seldi Leicuna og keypti Bolexinn af honum. Nokkrum mán- uðum seinna var ég kominn til New York í nám, orðinn 42 ára karl. Síðan hef ég verið rosalega upptekinn af kvikmyndagerð. Ég vakna alltaf spenntur fyrir verkefnunum sem bíða. Ég er með menn í vinnu sem hjálpa mér, sérstaklega með tækni sem tefur mig.“ Fyrstu heimildarkvikmyndina, sem er um veiðar við Vestmannaeyjar, gerði Páll fljót- lega eftir að hann eignaðist tökuvélina. Að- eins þremur vikum eftir að hann kom síðan heim úr náminu í New York hófst eldgosið í Heimaey og þá byrjuðu þeir Ernst Kettler að vinna saman að kvikmyndagerð þar. Þeir gerðu kvikmynd sem nefnist Eldeyjan og fóru með hana á kvikmyndahátíð í Atlanta þar sem hún hreppti gullverðlaunin. „Síðan hef ég ekki hætt að gera myndir. Meðan maður vaknar svona á hverjum morgni og hlakkar til, þá er ekkert að! Ég er alltaf jafn spenntur,“ segir hann. Sinni þessu 360 daga á ári Páll er fæddur árið 1930 og því rúmlega átt- ræður; hann hefur greinilega mikið þrek. „Þegar ég er spurður um aldur segist ég alltaf vera jafn gamall Vigdísi Finnboga- dóttur, hún er svo brött,“ segir hann og brosir. „Ég er yfirleitt með nokkur verkefni í takinu. Ég sinni þessu 360 daga á ári og aldrei skemur en átta tíma á dag. Ef ég væri ekki með að minnsta kosti þrjú verkefni undir í einu þá myndu koma eyður og að- stoðarmenn mínir hefðu ekki nóg að gera.“ En hvað hefur Páll gert margar myndir? „Á síðustu 24 árum hef ég gert 68 heimild- arkvikmyndir. Ef ég færi að skoða þær grannt kæmi í ljós að náttúran er ráðandi sem efniviður, og maður og náttúra. Ef ég stíg önnur skef þá eru það listir og vísindi. Ég gerði skemmtilega mynd um Kristin Sig- mundsson og aðra um Kjarval. Ef ég finn söguefni tengd slíku þá er ég fljótur að hlaupa og taka upp.“ Myndlistin hefur löngum kallað á Pál; hann segist ungur hafa ætlað sér í myndlist- arnám, hafi getað komist í listaháskóla í Manitoba en hafði ekki ráð á því. „En ég var með ágæta undirstöðu. Kurt Zier, skólastjóri Myndlistaskólans, kenndi í Kennaraskólanum PÁLL STEINGRÍMSSON SLÆR EKKERT AF ÞÓTT HANN SÉ ORÐINN 82 ÁRA „Vakna alltaf spenntur fyrir verkefnunum sem bíða“ Á SÍÐUSTU 24 ÁRUM HEFUR PÁLL STEINGRÍMSSON GERT 68 HEIMILDARKVIKMYNDIR. SÚ NÝJASTA NEFNIST ELDUR OG ASKA OG FJALLAR UM ÁHRIF ELDGOSA. „MAÐUR VERÐUR AÐ GETA SAGT SÖGUNA,“ SEGIR HANN. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is * Síðastliðin þrettánár hef ég níu sinnumunnið til verðlauna á há- tíðum. Þá opnast leiðir …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.