Morgunblaðið - 22.05.2013, Side 6
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Heldur óvenjuleg auglýsing birtist
í Velvakanda Morgunblaðsins ný-
verið. Þar lýsti eigandi eftir týnd-
um fölskum efri gómi og gler-
augum, sem tapast hefðu á
sjúkrahótelinu í Ármúla.
Auglýsingin sem birtist undir
fyrirsögninni „Gómur og gler-
augu“ hljóðaði svo:
„Gleraugu og efri gómur töp-
uðust á Rauða kross hótelinu í Ár-
múla. Gómurinn er í topplagi og
gleraugun sem ný. Eigandinn er á
spítala núna og getur ekki bitið
frá sér né séð nokkurn skapaðan
hlut.“ Síðan er birt símanúmer
auk loforðs um fundarlaun. Við
nánari eftirgrennslan kom í ljós að
eigandinn er Sveinbjörn Bene-
diktsson, búsettur að Brúnavöll-
um.
„Gat hvorki bitið frá mér né
lesið Morgunblaðið“
„Þannig var að ég var sendur á
sjúkrahótelið í Ármúla. Þegar ég
kem þar inn veikist ég heiftarlega
og fer að kasta upp. Ég tek þá úr
mér falska góminn því annars
hefði hann horfið í öllum þessum
uppköstum. Hann er lagður þarna
til hliðar,“ segir Sveinbjörn.
Hann sagði starfsmann hafa
brotið góminn pent inn í bréf, en
ekki fylgst með því frekar þar
sem hann hefði verið upptekinn
við annað.
„Gleraugun lagði ég líka þarna
einhvers staðar, því ég átti að
vera þarna nokkra daga. Þegar ég
er svo sendur á Borgarspítalann
fer ég að grennslast fyrir um hvar
tennurnar mínar og gleraugu séu,
því ég get hvorki bitið frá mér
þarna á spítalanum né lesið Morg-
unblaðið,“ segir Sveinbjörn.
„Nógu andskoti ljótur fyrir“
Hann sagðist hafa hringt á
sjúkrahótelið en litlar upplýsingar
fengið um hvar gómurinn eða
gleraugun væru.
„Núna er liðin vika og ég er
hvort tveggja tannlaus og gler-
augnalaus hérna í Landeyjunum,“
segir Sveinbjörn. „Ég var nú nógu
andskoti ljótur fyrir, hvað þá núna
þegar ég er tannlaus, þannig að
ég vil gjarnan fá nýjan góm.
Kannski einhver lesandi geti sent
mér gamlan góm úr ömmu sinni,“
segir Sveinbjörn og hlær.
Sveinbjörn vonast því eftir að
einhver lesandi Morgunblaðsins
geti vísað honum á hinn týnda efri
góm.
Tennur og gleraugu
týndust á sjúkrahóteli
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Tenntur og teinóttur Sveinbjörn Benediktsson saknar tanna og gleraugna.
Segist hvorki
hafa getað bitið né
séð í heila viku
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Ingólfur Geir Gissurarson varð í
fyrrinótt fimmti Íslendingurinn til
að ná tindi Everest-fjalls. Hann
stóð á þaki veraldar um klukkan
hálftvö að íslenskum tíma, eftir um
8-9 klukkutíma fjallgöngu, eftir
þeim upplýsingum sem félagi hans,
Guðmundur Stefán Maríusson, hef-
ur fengið úr grunnbúðum leiðang-
ursins.
Ekki er útlit fyrir að Ingólfur
Geir komist í símasamband fyrr en
á morgun.
Guðmundur segir að sér hafi
komið á óvart hversu hratt hóp-
urinn fór yfir en í honum voru sjö
fjallgöngumenn ásamt þremur vest-
rænum leiðsögumönnum og sjö
sjerpum, eftir því sem Guðmundur
komst næst.
Veður hafi verið hagstætt þegar
lagt var upp um klukkan 11 að
kvöldi, að nepölskum tíma. Lítil
umferð hafi verið á tindinn þennan
dag og Hillary-þrepið, sem er erfitt
einstigi, hafi verið autt. „Þeir lentu
ekki í umferðarteppu,“ segir hann.
Á tindinum sjálfum hafi hópurinn
staldrað stutt við áður en haldið
var aftur niður í Suðurskarð en
ferðin þangað hafi tekið 3-4 tíma.
Þessar tímasetningar eru þó ekki
staðfestar en byggjast á upplýs-
ingum sem Guðmundur hefur feng-
ið hjá Adventure Consultants,
ferðafyrirtækinu sem skipulagði
fjallgönguna.
Gert var ráð fyrir að Ingólfur
færi úr Suðurskarði í nótt, snemma
morguns að staðartíma. Þaðan fer
hann í 2. búðir og kemur loks í
grunnbúðir Everest á morgun. Þá
kemst hann loks í öruggt síma-
samband.
Guðmundur er fimmtugur og er í
senn elsti Íslendingurinn og fyrsti
íslenski afinn sem hefur klifið Eve-
rest sem er hæsta fjall veraldar,
8.848 metrar að hæð.
Sér ekki eftir ákvörðuninni
Guðmundur og Ingólfur lögðu
saman upp í þennan leiðangur en
Guðmundur varð að hætta við fjall-
gönguna vegna veikinda sem hann
varð fyrir meðan á hæðaaðlögun-
inni stóð. Hann segir það svolítið
sérstaka tilfinningu að þurfa að
sitja heima og fylgjast með félaga
sínum. „Þar sem maður er í 2. búð-
um sér maður tindinn, þú sérð
Suðurskarð. Það er eins og þú getir
bara teygt þig í þetta,“ segir hann.
Hann hafi hætt við í seinni aðlög-
unarferðinni þegar hann veiktist í
annað sinn. Þá hafi hann fengið
mikinn brjóstverk og í ljósi þess að
hann hafi fyrir nokkrum árum
fengið sýkingu í hjartað, svokallað
falskt hjartaáfall, hafi hann ákveðið
að hætta við. Áður en hann lagði
upp í ferðina hafi þó ekkert komið í
ljós við læknisskoðanir. Ákvörðunin
hafi samt verið erfið. Á leiðinni nið-
ur hafi hann mikið velt henni fyrir
sér, af hverju hann hafi valið skyn-
semina fram yfir kappið.
„En maður verður aðeins vitrari
með aldrinum,“ segir hann og bæt-
ir við að hann sjái ekki eftir
ákvörðuninni. „Lífið er meira
virði.“
Fyrsti íslenski afinn á Everest-tindi
Ingólfur Geir Gissurarson náði tindi Everest-fjalls, hæsta fjalls heims Fjallgangan gekk vel
Kemst í símasamband á morgun Félagi hans sem varð að hætta við er sáttur við ákvörðun sína
Fjallamenn Félagarnir og jafnaldrarnir Guðmundur Stefán Maríusson og
Ingólfur Geir Gissurarson í 2. búðum í aðlögunarferð á Everest.
AFP
8.848 Tindurinn er óárennilegur.
Hallgrímur Magnússon, Einar
K. Magnússon og Björn Ólafs-
son voru fyrstir Íslendinga til
að klífa Everest-fjall. Þeir náðu
tindinum 21. maí 1997.
Haraldur Örn Ólafsson varð
fjórði Íslendingurinn til að klífa
tindinn 16. maí 2002. Þar með
lauk hann 7-tinda verkefninu;
að klífa sjö hæstu tinda hverr-
ar heimsálfu. Áður hafði hann
gengið bæði á suður- og norð-
urpólinn.
Allir fóru þeir svonefnda
Suðausturleið, sömu leið og
Ingólfur Geir Gissurarson.
Fjallamaðurinn Leifur Örn
Svavarsson stefnir á að verða
fyrstur til að fara um Norður-
hlíðina á tindinn en sú leið er
mun fáfarnari. Hæðaaðlögun
Leifs hefur gengið vel og hann
stefnir á að „toppa“ í birtingu
23. maí næstkomandi.
Vilborg Arna Gissurardóttir
suðurpólsfari er nú að klífa
Denali, hæsta fjall Norður-
Ameríku og í maí á næsta ári
ætlar hún að ljúka sínu 7-tinda
verkefni með því að klífa
Everest-fjall.
Fimmti Ís-
lendingurinn
FÁIR ÚTVALDIR
Griðasvæði hvala í Faxaflóa hefur
verið stækkað samkvæmt ákvörðun
atvinnuvega- og nýsköpunarráð-
herra. Það afmarkast nú frá Garð-
skagavita og beina línu norður að
Skógarnesi. Hrefnuveiðimenn gagn-
rýna ákvörðunina.
Meirihluti nefndar sem vann að
stefnumörkun í hvalveiðimálum
lagði til að griðasvæðið yrði enn
stærra og næði frá vitanum og
beina línu að Arnarstapa.
Í tilkynningu segir hins vegar að
ráðherrann hafi auk tillögu nefnd-
arinnar haft hagsmuni hvalaskoð-
unr- og hvalveiðifyrirtækja að leið-
arljósi við ákvörðun sína. Því hafi
hann ákveðið að ganga skemur en
tillaga nefndarinnar gerði ráð fyrir.
Hann ákvað jafnframt að griða-
svæði hvala í Skjálfandaflóa skuli
óbreytt. Reglugerðin tók gildi á
miðnætti.
„Okkur bregður að þetta skuli
koma svona í einu skoti. Það er ekki
verið að gera neitt annað þarna en
að loka Faxaflóa. Það er verið að
taka yfir 80% af því veiðisvæði sem
við höfum verið að vinna á. Þetta er
gríðarlegt högg,“ segir Gunnar
Bergmann Jónsson, talsmaður
hrefnuveiðimanna, sem var í minni-
hluta í nefndinni.
Breytir öllum áætlunum
Hann undrast að slík ákvörðun
hafi verið tekin án samráðs við
veiðimenn af ráðherra sem er á leið
úr embætti og hún taki gildi nánast
um leið og hún er kynnt.
Gunnar segir hrefnuveiðar þegar
hafnar en breytingin á griðasvæðinu
breyti öllum áætlunum. „Við þurf-
um að bæta við okkur mannskap um
borð því við förum þetta ekki í da-
gróðrum og þurfum að vera lengur
úti. Þetta gerir veiðarnar að öllu
leyti miklu dýrari,“ segir Gunnar
um áhrifin á reksturinn.
kjartan@mbl.is
Segja Faxafló-
anum vera lokað
Ráðherra stækkar griðasvæði hvala
Hvalveiðibann
Loftmyndir ehf.
Garðskagaviti
SkógarnesArnarstapi
Bann-
svæði
Tillaga að
bann-
svæði
Upplifun Ferðamenn og hrefna.