Morgunblaðið - 22.05.2013, Page 10

Morgunblaðið - 22.05.2013, Page 10
María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ingibjörg Helga Ágústsdóttirendurskapar íslenskar þjóð-sögur í fallegum útskurðisem nú er til sýnis í Land- námssetri Íslands í Borgarnesi. Ingibjörg lærði fatahönnun í Lond- on og Kaupmannahöfn á sínum tíma en fannst það starf síðan ekki höfða nógu vel til sín. Hún lagði því áform um slíkan feril á hilluna en hafði þó sem fyrr mikinn áhuga á bún- ingahönnun. Handverk í útrýmingarhættu „Eins og margar stúlkur fékk ég upphlutinn hennar ömmu minnar og nöfnu og þá vaknaði áhugi minn á þjóðbúningum og þá sérstaklega faldbúningum. Á þeim tíma sem ég gerði minn fyrsta faldbúning voru litlar sem engar upplýsingar um hann að hafa. Eitt leiddi þó af öðru og ég endaði í Faldafeyki, hóp hjá Heimilisiðnarfélagi Íslands sem var settur á laggirnar til að endurvekja íslenska faldbúninginn og hand- verkið sem tengist honum. Þarna kom saman fullt af hæfileikaríkum konum með ólíkan bakgrunn sem áttu sameiginlegt að hafa gert svona búning, langaði til þess eða höfðu áhuga á handverkinu. Það má segja að það hafi kannski verið síð- ast en ekki síst vinnan með þessum hóp kvenna sem varð til þess að vekja áhuga minn fyrir alvöru á öllu sem viðkemur handverki. Þessu starfi Faldafeykis má þakka að nú eru reglulega haldin námskeið hjá Heimilisiðnaðarfélaginu þar sem konum gefst færi á að sauma sér faldbúning. Námskeið þessi hafa verið mjög vinsæl enda verður hver búningur einstaklingsbundinn og passar því vel fyrir íslenskar konur sem vilja vera svolítið öðruvísi í klæðaburði,“ segir Ingibjörg. Dæmisögur fyrir börn Í heimsóknum Ingibjargar á söfn landsins skoðaði hún mikið af gömlu handverki sem varð kveikjan að útskurðinum og litunum sem hún notar í verkin. Ingibjörg ákvað að byrja á nýjum grunni en hún hafði lengi haft áhuga á útskurði og fór á námskeið í tengslum við skátastarf sem hún hélt utan um í heimabæ sínum Stykkishólmi. Fyrsta út- skurð-arverkið gerði hún fyrir sam- sýningu í Norska Húsinu. Þema sýn-ingarinnar var blái liturinn sem hverjum og einum var frjálst að túlka á sinn hátt. „Ég hafði lengi ætlað að búa til útskurðarverk fyrir börnin og ákvað því að búa til myndverk á vegg sem hægt væri að „fikta“ dálít- Fagurlega út- skornar þjóðsögur Litagleði Fallegir og bjartir litir einkenna verk Ingibjargar. Bláa ævintýrið Fyrsta verk Ingibjargar Helgu sem sýnt var í Norska Húsinu. Íslenskar þjóðsögur og gamalt handverk veittu Ingibjörgu Helgu Ágústs- dóttur innblástur við að skera út listaverk úr linditré. Hvert verk Ingi- bjargar Helgu er einstakt en öll eru þau mjög litrík. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013 Víðsfræg menntaskólahljómsveit frá Iowa í Bandaríkjunum, The Luther College Concert Band, mun standa fyrir tónleikum í Hörpunni miðviku- daginn 22. maí. Sveitin var stofnuð árið 1878 og hefur síðan þá getið sér gott orð sem ein færasta skóla- hljómsveit Bandaríkjanna. Auk þess að spila þar í landi hefur sveitin spil- að víðsvegar um Evrópu, Japan og Kína. Hljómsveitin er um þessar mundir undir stjórn Joan deAlbu- querque og mun hún meðal annars flytja verk eftir Joseph Turrin, Ola Gjeilo og J.S. Bach. Þess má til gam- ans geta að skólinn var stofnaður af norskum innflytjendum í Bandaríkj- unum en nánar má lesa um sögu sveitarinnar á heimasíðu hennar. Hljómleikarnir verða í Hörpuhorni á annarri hæð Hörpunnar, hefjast klukkan 17, verða um klukkutími að lengd og öllum velkomið að mæta. Vefsíðan www.luther.edu/music/ensembles/concertband Menntaskólasveit Það eru nemendur Luther-menntaskólans í Iowa-fylki í Bandaríkjunum sem skipa sveitina sem stendur fyrir tónleikunum. Veraldarvön sveit í Hörpunni Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Ofurhetjuárshátíðin Hluti af sögu Unu Bjarkar. Sigurvegarar Veitt voru verðlaun fyrir bestu myndasöguna í þremur aldursflokkum, 10-12 ára, 13-16 ára og 17 ára og eldri. Nýi Caracterinn Vinningssaga Filips Más Helgasonar. makes a difference F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is Vatnsdælur Neysluvatnsdælur, brunndælur, borholudælur Hentugar á heimilið, í garðinn, sumarhúsið eða bátinn GP 60 Garðdæla fyrir aukinn þrýsting BPP 4500 Dæla með þrýstikút og þrýstijafnara SPP 6D Inox Ryðfrí og öflug borholu- og brunndæla SDP 9500 Dæla - fyrir óhreint vatn SCD 12000 Dæla - fyrir ferskvatn. Stillanlegur vatnshæðarnemi S tillanlegur vatnshæ ðarnem i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.