Morgunblaðið - 22.05.2013, Side 11

Morgunblaðið - 22.05.2013, Side 11
Morgunblaðið/Rósa Braga Útskurður Áhugi Ingibjargar Helgu kviknaði í framhaldi af verkefni fyrir Heimilisiðnaðarfélag Íslands. ið í, þ.e.a.s breyta eða hreyfa til landslagið og fígúrur í verkinu. Út- koman varð Bláa Ævintýrið sem er hálfgert brúðuleikhús sem sonur minn kallaði ævintýrabox. Í fram- haldi af þessu fór ég að túlka þjóð- sögurnar okkar á þennan hátt en verkin hafa vissulega tekið breyt- ingum og ekki er hægt að neita því að umhverfi mitt við Breiðafjörðinn hefur áhrif á verkin mín og efnisval. Það skemmtilegasta við að vinna með þjóðsögurnar er að þær eru oft nokkurnskonar dæmisögur. Þótt ég hafi ekki gert mér grein fyrir því í æsku þegar amma var að segja mér þessar sögur þá fór ég að sjá boðskapinn í þeim þeg- ar ég fór að segja börnunum mínum þær,“ segir Ingibjörg. Spænir í eldhúsinu Í verkin notar Ingibjörg lindi- tré sem er harðviður en með- færilegur í útskurði og góður að því að leyti að hann er kvista- og æðalít- ill. Hún vinnur verkin sín á nokkr- um stöðum en sker að mestu út heima og er því húsið gjarnan undirlagt í spæni. Hvert verk er einstakt þó Ingibjörg noti stundum sömu söguna oftar en einu sinni. Einnig sker hún út fugla en þá gerir hún í fleiri eintökum. Ingibjörg hef- ur sýnt nokkrum sinnum í Stykkis- hólmi en einnig víðar og tók hún t.a.m. þátt í verkefni á Minjasafninu á Akureyri sem fjallað var um gjafir frá huldufólki. „Ég gerði nokkur verk sem túlkuðu sögurnar en síðan voru hin- ir eiginlegu gripir sem huldufólk er sagt hafa gefið, fengnir að láni á söfnum víða um land og sýndir með,“ segir Ingi- björg. Sýning hennar 7 börn í sjó á Landnáms- setrinu í Borgarnesi mun standa í allt sum- ar. Hún samanstendur af 7 verkum sem flest byggjast á þjóðsög- um eða þjóðtrú en verk hennar má sjá nánar á síðunni: www.bibi.is. Gæsir Út- skornir fuglar hafa einnig bæst við verk Ingi- bjargar Helgu.Íslenskt Stuðlabergið er mörgum listamönnum innblástur. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013 Tónlistarmennirnir Snorri Helgason og Hjalti Jón stilla saman strengi á Loft Hostel annað kvöld klukkan 20:30. Ef þið viljið njóta þess að hlýða á lágstemmda ljúfa tóna ætt- uð þið að taka kvöldið frá, hafa samband við einhvern sem er ykkur kær og bjóða með ykkur. Það getur verið gaman að leyfa sér að vera ferðamaður í eigin landi og skoða þá staði sem hinir erlendu gestir heimsækja eins og til dæmis Loft Hostel í Bankastrætinu. Þar getur að líta bæði fallega og frum- lega hönnun og því kannski sniðugt að koma hálftíma fyrir tónleika, skoða sig aðeins um og finna sér síðan sæti. Með gott í glasi eða kaffi í krús er svo hægt að slappa af og njóta blíðrar tónlistar þeirra Hjalta Jóns og Snorra Helgasonar. Svo væri kannski hægt að loka vel heppnaðri stund með kvöldgöngu í kringum tjörnina með þeim sem ykkur þykir vænt um. Endilega... ...lyftið ykkur upp á Loft Hostel annað kvöld Morgunblaðið/Eggert Ljúfir tónar Tónlist Snorra Helgasonar er bæði þjóðlagakennd og einlæg. Hann mun koma fram ásamt Hjalta Jóni á morgun á Loft Hostel. Borgarbókasafn og Myndlistaskólinn í Reykjavík standa árlega fyrir myndasögusamkeppni. Um síðustu helgi voru veitt verðlaun í Borgar- bókasafni fyrir bestu myndasögurnar og sýning með verkunum opnuð. Yfir- skrift keppninnar í ár var Marvel, til heiðurs ofurhetjuteymunum X-Men og The Avengers, sem fagna fimm- tugsafmæli í ár. Ríflega fimmtíu myndir og sögur bárust í keppnina. Sigurvegari í flokki 10-12 ára var Una Björk Guðmundsdóttir, í flokki 13-16 ára var Filip Már Helgason de Jesus og í flokki 17 ára og eldri voru þau Elizabeth Katrín Mason og Arnar Heiðmar Önnuson með sögunni Dear Captain America, sem fjallar um dekkri hliðar þess stríðsáróðurs sem segja má að kapteinninn standi fyrir. Sérstaka viðurkenningu hlutu þau Birkir Hallbjörnsson og Sylvía France Skúladóttir. Myndasögusýningin stendur til 16. júní á fyrstu hæð Borg- arbókasafnsins við Tryggvagötu. Marvel mynda- sögukeppnin Áhugasamir aðilar hafi samband við gunnar@kontakt.is eða í síma 414 1200. Miðbæjarradíó Eigendur Miðbæjarradíós horfa nú til þess að draga sig í hlé frá rekstri fyrirtækisins og hafa falið Kontakt að kanna með sölu á því. Reksturinn hefur gengið vel, veltan stöðug og hagnaður góður. Miðbæjarradíó (sjá www.mbr.is) flytur inn íhluti, varahluti, aukahluti, kapla, tengla, verkfæri, mælitæki og fleira á rafeindasviði og selur til endursölu og í smásölu. Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is H a u ku r 0 5 .1 3 viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Nýtt 2-lock endalæsing

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.