Morgunblaðið - 22.05.2013, Side 14
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fyrstu íbúakosningu um skipulags-
mál í Vestmannaeyjum lýkur í
kvöld. Bæjarstjórn Vestmannaeyja
leitar álits íbúa á fyrirhugaðri út-
hlutun lóðar undir hótel í svokall-
aðri Hásteinsgryfju, ofan við
íþróttavöllinn.
Atkvæðagreiðslan á aðallega að
vera rafræn en íbúum sem ekki hafa
aðgang að tölvu er gefinn kostur á
að mæta í Safnahúsið til að greiða
atkvæði á hefðbundinn hátt. Fram-
an af degi í gær greiddu mun fleiri
atkvæði í Safnahúsinu en á netinu.
Margrét Rós Ingólfsdóttir verkefn-
isstjóri sagði að þangað kæmi eldra
fólk en einnig fólk sem aðgang hefði
að tölvu en þætti þægilegra að
greiða atkvæði með gamla laginu.
Til að greiða atkvæði rafrænt
þarf að sækja um svonefndan Íslykil
sem birtist í heimabanka viðkom-
andi. Hann er notaður sem auð-
kenni þegar greidd eru atkvæði í
íbúagátt Vestmannaeyjabæjar.
Margrét sagði að þetta tæki aðeins
nokkrar mínútur.
Vestmannaeyjabær hefur gefið út
kynningarefni um málefnið sem
kosið er um. Fjörug umræða er sögð
vera um málið á kaffistofum í Eyj-
um.
Verður sýnilegt
Hásteinsgryfja er gömul náma
sem einnig var notuð til urðunar en
aldrei hefur verið gengið frá. Unnið
hefur verið að undirbúningi hót-
elbyggingar á svæðinu í tvö ár.
Útbúin var lóð fyrir hótel með
breytingum á aðal- og deiliskipu-
lagi.
Gagnrýni kom fram á málið á
meðan unnið var að skipulagsbreyt-
ingum, ekki síst vegna sjónrænna
áhrifa hótelsins. Í mati sem gert var
kemur fram að fyrirhugað bygg-
ingasvæði er hluti af verðmætri
landslagsheild Norðurkletta. Hót-
elið muni standa hátt í landinu og
vera sýnilegt.
Þegar H-Eyjar ehf. lögðu fram
umsókn um hótellóðina ákvað bæj-
arstjórn að óska álits íbúa. Guð-
bjarni Eggertsson, stjórnarformað-
ur fyrirtækisins, segir að ákvörð-
unin hafi komið á óvart. Búið sé að
fara með málið í gegnum ítarlegt
skipulagsferli og leggja mikla vinnu
og fjármuni í það. Hinsvegar telur
hann ekkert að óttast varðandi nið-
urstöðuna.
Hluti af Hring hotels
Reiknað er með að niðurstaða at-
kvæðagreiðslunnar verði birt á
fimmtudag. Hún er ekki bindandi
fyrir bæjarstjórn.
Áformað er að byggja 120 her-
bergja hótel sem gert er ráð fyrir að
verði fjögurra stjarna ásamt veit-
ingaaðstöðu og veislusal. Það verð-
ur rekið undir heitinu Hótel Heima-
ey. Áætlaður byggingarkostnaður
er 1,5 milljarðar kr.
H-Eyjar mun byggja hótelið en
áformað er að Hring hotels leigi það
og annist reksturinn. Drög að samn-
ingi liggja fyrir að sögn Guðbjarna
en ekki er unnt að skrifa undir fyrr
en lóðinni hefur verið úthlutað.
Flestir mæta á kjörstað
Fyrsta íbúakosningin um skipulagsmál í Vestmannaeyjum stendur yfir
Leitað álits íbúa á úthlutun lóðar undir hótel í Hásteinsgryfju við íþróttavöllinn
Hótel Heimaey Fyrirhugað hótel í Hásteinsgryfju verður mikil bygging og áberandi í landinu.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn
Orkuveitu Reykjavíkur, Kjartan
Magnússon, telur að meirihluti
stjórnar fyrirtækisins hafi slegið af
Hrafnabjargavirkjun í Skjálfanda-
fljóti í pólitískum tilgangi. Kjartan
greiddi einn atkvæði gegn heimild til
sölu á hlut Orkuveitunnar.
Kjartan vekur athygli á því að
Orkuveitan sé með mikil uppsett afl í
virkjunum en að uppistöðu til í jarð-
varmavirkjunum. Menn séu sammála
um að best sé að hafa blöndu af jarð-
varma- og vatnsaflsvirkjunum en þau
vatnsaflsverkefni sem Orkuveitan
hafi átt aðild að hafi dottið út eitt af
öðru og Hrafnabjargavirkjun sé það
síðasta. Í bókun sem Kjartan gerði á
fundi 19. apríl, þegar stjórnin heim-
ilaði söluna, sagði að margir sérfræð-
ingar Orkuveitunnar teldu óráðlegt
að gefa frá sér möguleika á þátttöku í
slíku verkefni og fækka þar með
orkuöflunarkostum fyrirtækisins
fyrir almennan markað til framtíðar.
Vakti hann athygli á fundi Hrafna-
bjargavirkjunar 18. júní 2012 þar
sem bókað er eftir Bjarna Bjarna-
syni, forstjóra OR, að hann hafi fullan
hug á þessum virkjanakosti, svo
framarlega að vel takist til með um-
hverfismálin. Bjarni á ekki sæti í
stjórn Hrafnabjargavirkjunar en var
á umræddum fundi ásamt fulltrúum
annarra eigenda. Kjartan segir aug-
ljóst að meirihluti stjórnar hafi slegið
virkjunina af í pólitískum tilgangi.
Bjarni segist hafa haldið þeim
sjónarmiðum fram að Orkuveitan
þyrfti að horfa langt fram á veginn í
orkuöflun. Það sé eðli fyrirtækisins.
Spurður hvort bókunin frá í fyrra
og samþykkt meirihluta stjórnar um
að draga sig út úr Hrafnabjarga-
virkjun endurspegli ágreining á milli
forstjóra og meirihluta stjórnar í
málinu segir Bjarni að það þurfi ekki
að vera. Niðurstaðan sé frekar dæmi
um mismunandi hlutverk þess sem
stýrir daglegum rekstri fyrirtækis og
stjórnar sem tekur stefnumarkandi
ákvarðanir. Hann segist leggja fram
sín rök og stjórnin horfi til fleiri sjón-
armiða.
Bjarni segir að heilmikil óvissa sé
um það hvort heimilt verði að virkja í
Skjálfandafljóti og leggja þurfi í
kostnaðarsamar rannsóknir til að fá
úr því skorið. Orkuveitan sé á þessari
stundu ekki tilbúin að leggja mikið fé
í slíkar rannsóknir.
Pólitískar ástæður að baki
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks segir sérfræðinga telja óráðlegt að hætta við Hrafnabjargavirkjun
Forstjóri Orkuveitu segir að horfa þurfi langt fram á veginn í orkuöflun Stjórnin marki stefnuna
Morgunblaðið/Kristján
Aldeyjarfoss Rennsli Skjálfandafljóts í Bárðardal mun breytast verði Hrafnabjargavirkjun byggð, einkum yfir
vetrartímann. Fulltrúar eigendanna skoðuðu aðstæður við Aldeyjarfoss þegar þeir stofnuðu virkjunarfélagið 2004.
Bjarni
Bjarnason
Kjartan
Magnússon
Orkuveitan stofnaði fyrir níu
árum félag um virkjun í Skjálf-
andafljóti, svonefnda Hrafna-
bjargavirkjum, með heima-
mönnum. Orkuveitan á 60%
félagsins á móti Þingeyjarsveit,
Orkuveitu Húsavíkur og Norð-
urorku. Ekki hefur verið ráðist í
umhverfismat og virkjunarkost-
urinn er í biðflokki samkvæmt
þingsályktun um vernd og
orkunýtingu náttúrusvæða.
Stjórn Orkuveitunnar sam-
þykkti á fundi sínum í byrjun
apríl að ganga til viðræðna um
sölu á eignarhlut Orkuveit-
unnar til meðeigenda og að
ganga þar með út úr félaginu.
Síðar í mánuðinum voru sam-
þykktir samningar um sölu
eignarinnar til meðeigendanna.
Bjarni Bjarnason, forstjóri OR,
segir að félagið sjálft hafi hafn-
að forkaupsrétti og ekki séu
komin svör frá öllum meðeig-
endum og salan því ófrágengin.
Hann segir að stjórn Orkuveit-
unnar þurfi að taka málið fyrir
að nýju ef þeir samningar
gangi ekki eftir.
Með heima-
mönnum
KOSTUR Í BIÐFLOKKI
Kröfu verjenda níu fyrrverandi stjórn-
enda og starfsmanna Kaupþings, um
að sérstökum saksóknara yrði bannað
að leggja fram ýmis gögn, var vísað
frá með úrskurði í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Málið gegn níumenningunum er eitt
það umfangsmesta sem sérstakur sak-
sóknari hefur sent frá sér.
Krafa verjenda snerist um að sak-
sóknara yrði bannað að leggja fram
ýmis gögn, bæði lögfræðiálit, skýrslur
og greinargerðir. Dómari hafnaði
þessari kröfu.
Sakborningar hafa nú þriggja sólar-
hringa kærufrest, fram til föstudags.
Fram kom fyrir dóminum að miklar
líkur væru á því að úrskurðurinn yrði
kærður til hæstaréttar. Dómari sagð-
ist raunar ganga út frá því og óskaði
eftir aðstoð saksóknara við að útbúa
málið fyrir hæstarétt þar sem um væri
að ræða mikið gagnamagn.
Má leggja
fram gögn
Nú er búið að opna Stórahring í
Dimmuborgum, en það er hringleið
sem tekur 20-30 mínútur að ganga
og liggur meðal annars að Gat-
kletti. Vonast er til að hægt verði
að opna alla göngustígana í
Dimmuborgum um næstu helgi.
Veðrið er búið að vera gott síðustu
daga í Mývatnssveit og snjó hefur
tekið hratt, segir á vef Umhverfis-
stofnunar.
Betri aðstæður
í Dimmuborgum