Morgunblaðið - 22.05.2013, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.05.2013, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013 um leitað svolítið að síðastliðin 10-12 ár, er fólginn í þeirri stefnufestu stjórnvalda að tryggja stöðugleika gengisins. Þetta gerðum við með fastgengisstefnu í tíu ár sem var far- sælt að okkar mati en með flotgeng- inu frá 2001 og talsverðri óstjórn í efnahagsmálum hefur verðbólgan og gengissveiflurnar verið með þeim hætti að þessi leið hefur ekki verið fær. Áður en menn tjá sig um vilja til að fara í aðra slíka vegferð þarf að liggja betur fyrir hvað stjórnvöld ætla sér.“ Gylfi telur breiða sátt um að bæta megi vinnulagið en það verði ekki slitið frá þeim grundvelli sem samn- ingar hvíli á, sem sé efnahagsstefn- an og hvort sameiginlegur skilning- ur er á hvað best móti getu samfélagsins til að standa undir kaupmáttarbreytingum. Ræða þurfi betur í einstökum samböndum og fé- lögum hvort menn sjái verðmæti í því að fara þessa leið. Sátt þurfi að ríkja um það. Annaðhvort fari hana allir eða enginn. Fráfarandi ríkisstjórn hafi gefið upp bolta sem einstaka hópar hafi gripið á lofti um að leiðrétta þurfi kjör þeirra gagnvart öðrum hópum. Morgunblaðið/Eggert Kjaramál Um 170 manns, fulltrúar stéttarfélaga og samtaka launþega og vinnuveitenda, komu saman á fundi í Rúg- brauðsgerðinni þar sem skýrsla vinnuhóps um kjarasamninga og vinnumarkaðinn á Norðurlöndum var kynnt. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir mjög gagn- legt að fá upplýsingar um undir- búning og verklag við gerð kjara- samninga annars staðar á Norðurlöndum. Það hafi verið já- kvætt á fundinum í gær, þar sem skýrslan Kjarasamningar og vinnu- markaður á Norðurlöndum var kynnt, að allir séu reiðubúnir að vinna áfram að þessu verkefni. „Það er augljóst af þeirri skýrslu sem þarna var kynnt að ávinningur Norðurlandanna af þessu verklagi hefur verið verulegur,“ segir hann. Þorsteinn bendir á að á níunda áratugnum glímdu önnur lönd á Norðurlöndum við svipuð vandamál og Íslendingar hafa verið að glíma við undanfarin tíu ár. „Þar var nærri 6% verðbólga að meðaltali á hverju ári, fast að 7% launabreytingar á hverju ári og gengisfellingar. Þó þeir næðu ár- angri í að auka kaupmátt var hann þó talsvert lakari en þessi lönd hafa náð á síðustu 20 ár- um,“ segir hann. Í dag búa þessi lönd við góðan árangur hvað varðar hagvöxt, mikinn verðstöðugleika, þar sem verðbólga er 1 ½% að jafn- aði á undanförnum áratug og góður árangur hefur náðst í að auka kaup- mátt. „Við teljum til mikils að vinna að komast inn í svona umhverfi og verklag í tengslum við kjarasamn- inga. Það mun líka mæða mikið á ríkinu og ríkisfjármálunum í þeim efnum.“ Það er til mikils að vinna ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI SA Þorsteinn Víglundsson Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur enn sem komið er ekki haft telj- andi áhrif á gæði á Landspítalanum, segir framkvæmdastjóri lækninga á LSH. Hann segir að verði hins vegar ekki snúið frá fjársveltistefnu í heil- brigðismálum, sé hrun í þjónustu og gæðum á spítalanum rétt handan við hornið. Morgunblaðið sagði frá því í apríl að áhyggjur væru uppi vegna þrifa á spítalanum eftir að þau voru boðin út og þá kom fram í tilkynningu frá Holl- vinum Grensásdeildar að á aðalfundi félagsins hefði yfirlæknir deildarinn- ar sagt frá því að afleiðingar niður- skurðar birtust m.a. í því að vörur væru oft lélegar og lyf væru ekki til þegar á þyrfti að halda. Allar vörur gæðavottaðar Ólafur Baldursson, framkvæmda- stjóri lækninga og yfirmaður gæða- mála á LSH, segir hins vegar að þrátt fyrir að leitast hafi verið eftir því und- anfarin ár að hagræða sem mest í inn- kaupum, hafi það ekki bitnað á gæð- um aðfanga. „Við höfum náttúrlega lagt meiri áherslu á það núna en áður að leita hagstæð- ustu tilboða en það breytir því ekki að allar vörur sem við sækjumst eftir eru gæðavottaðar á einhvern hátt,“ segir Ólafur. „Hins vegar hafa komið upp mál þar sem einstaka vörur hafa ekki reynst nógu góðar en það er eitt- hvað sem hvaða fyrirtæki sem er sem pantar einhverja vöru getur lent í; að hún reynist ekki vel. Og þá skiptir maður um vöru í samræmi við það.“ Stritað á bjargbrúninni Ólafur segir þekkt að á síðastliðn- um árum hafi spítalar á Vesturlönd- um lent í því að lyf væru ekki fáanleg hjá birgjum og það sama hafi gerst hérlendis. Hann bendir á að í vetur hafi komið upp sú staða að algengt sýklalyf fékkst ekki hjá birgja en það hafi ekki haft neitt með niðurskurð eða fjárskort að gera. Hann segir gæðamálin í stöðugri endurskoðun, þótt enn vanti fé og mannafla til að vinna að gæðamálum sérstaklega. „Það hefur auðvitað kost- að óheyrilega vinnu að reka spítalann á þessari bjargbrún sem við erum á og passa upp á það að ódýrustu og bestu tilboðunum sé alltaf tekið. Og það er alveg klárt að þjónusta spítalans, eins og oft er búið að tala um, hefur minnk- að á síðustu árum. En stóru gæða- viðmiðin sem við höfum, spítalasýk- ingarnar til dæmis; við sjáum ekki að þær versni,“ segir hann. Hættuleg stefna Ólafur segir niðurskurð undanfar- inna ára augljóslega hafa komið illa niður á spítalanum og segir blasa við að hrun verði í þjónustunni ef haldið verður áfram á sömu braut. „Fólkið okkar stendur sig gríðar- lega vel og leggur á sig aukalega til að halda spítalanum í þeim gæðum sem hann er. En það er ekki hægt að búa við þessa fjársveltistefnu lengur. Það er hættulegt og það bíður okkar hand- an við hornið, ef svona verður haldið áfram, að þjónustan hrynur og þar með gæðin líka. Tölurnar sýna að við erum innan marka í dag en stefnan er ekki góð ef það á að fjársvelta spít- alann áfram. Það er alveg klárt.“ Nauðsynlegt að víkja frá fjársveltisstefnunni  Gæði á Landspítalanum mikil þrátt fyrir niðurskurð Ólafur Baldursson Otrivin Comp, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 0,5 mg/ml og ipatrópíumbrómíð. Ábendingar: Einkenni nefstíflu (þrútinnar nefslímhúðar) og nefrennslis af völdum kvefs. Skammtar og lyfjagjöf fyrir fullorðna eldri en 18 ára: 1 úðaskammtur í hvora nös eftir þörfum, að hámarki þrisvar á sólarhring. Að minnsta kosti 6 klukkustundir skulu líða milli tveggja skammta, draga skal úr skömmtum þegar einkenni lagast. Ekki má nota Otrivin Comp lengur en 7 daga þar sem langvarandi notkun xýlómetazólínhýdróklóríðs getur leitt til bólgu í nefslímhúð og aukinnar slímmyndunar. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ofnæmi fyrir atrópíni eða svipuðum efnum (t.d. hýoscýamín eða skópólamín), ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn, ef þú ert með nefþurrk vegna slímhúðarbólgu eða ert með gláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, hjarta- eða æðasjúkdóm, skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, erfiðleika við þvaglát (stækkaðan blöðruhálskirtil), æxli í nýrnahet- tum, ef þú færð oft blóðnasir (t.d. aldraðir), ert með þarmalömun, slímseigjusjúkdóm, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Nýtt lyf sem verkar bæði gegn nefstíflu og nefrennsli Andaðu með nefinu Nýtt!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.