Morgunblaðið - 22.05.2013, Side 19

Morgunblaðið - 22.05.2013, Side 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013 Greiningardeild Arion banka spáði í Markaðspunktum sínum í gær að vísitala neysluverðs (VNV) í maí- mánuði yrði óbreytt miðað við apr- ílmánuð, sem myndi þýða að árs- verðbólga yrði áfram 3,3%. Í Markaðspunktum bankans í gær kemur fram að vísitala neysluverðs hækkaði þvert á spár greiningar- aðila í apríl. „Gengi krónunnar hefur veikst um 2% frá því Hagstofa Ís- lands mældi verðlag í apríl og hélt sú veiking aftur af lækkunum í mæl- ingu VNV í síðustu viku. Hins vegar mælist styrking krónunnar 7,5% frá hæsta gildi hennar frá því í lok jan- úar sem gefur söluaðilum svigrúm til lækkunar eins og sýndi sig á verði nýrra bíla, eldsneytis og matvöru í verðkönnun okkar fyrir maí. Hag- stofan birtir nýtt gildi VNV 29. maí næstkomandi,“ segir orðrétt í Mark- aðspunktum. Þar kemur jafnframt fram að mik- il óvissa umljúki bráðabirgðaspá greiningardeildar Arion banka fyrir næstu mánuði þar sem hún sé háð því að Seðlabankinn standi við yfir- lýsingu peningastefnunefndar frá því í síðustu viku um að jafna sveiflur í gengi krónunnar með það að mark- miði að halda verðbólguvæntingum lágum. Ef Seðlabankinn sýni fram á trúverðugar aðgerðir og haldi geng- inu stöðugu gera Markaðspunktar ráð fyrir að VNV hækki um 0,3% í júní, lækki um 0,6% í júlí og hækki um 0,3% í ágúst. Gangi bráða- birgðaspáin eftir muni ársverðbólga mælast 3,7% í ágúst sem samræmist spá Seðlabankans fyrir annan og þriðja ársfjórðung, sem greiningar- deildin gerir ráð fyrir að byggist á væntum sveiflujafnandi aðgerðum bankans. Helstu þættir í spánni fyrir maí Greiningardeild Arion banka telur að ferðir og flutningur lækki í maí. „Verðkönnun greiningardeildar fyr- ir flugfargjöld í maí gefur til kynna að þau hafi lækkað að meðaltali um tæplega 4% milli mánaða eftir að hafa hækkað um 14% frá því í des- ember í fyrra. Ástæðuna fyrir lækk- un flugfargjalda teljum við vera 14% lækkun heimsmarkaðsverðs olíu frá því í byrjun febrúar, styrkingu krón- unnar og aukna samkeppni. Nýir bílar lækka um rúmlega 1% að með- altali vegna styrkingar krónunnar og eldsneyti lækkar um 1,5% en ef gengi krónunnar hefði ekki veikst um rúmlega 4% á síðustu dögunum fyrir og á meðan mæling VNV stóð yfir hefði lækkun eldsneytisverðs numið tæplega 2,5%. Áhrif í maí: -0,23%. Húsnæði hækkar. Gríðarleg hækkun reiknaðrar húsaleigu í apríl kom flestum greiningaraðilum á óvart og þá sérstaklega að verð fast- eigna utan höfuðborgarsvæðisins hækkaði um 8,6% milli mánaða en viðlíka hækkun hefur ekki sést síðan í október árið 2009 þegar hækkunin nam 7%. Við leituðumst við að út- skýra hækkunina með opinberum vikulegum gögnum frá Þjóðskrá Ís- lands en miðað við þróunina á síðast- liðnum mánuðum skín ekki í gegn fullkomin útskýring fyrir hækkun- inni. Könnun greiningardeildar fyrir maí gefur til kynna að vextir hjá stóru bönkunum þremur og Íbúða- lánasjóði héldust óbreyttir milli mánaða. Vextirnir hafa haldist óbreyttir á síðustu þremur mánuð- um fyrir utan 15 punkta lækkun hjá einum banka. Á síðustu sex mánuð- um hefur verð fasteigna á höfuð- borgarsvæðinu hækkað um rúmt 1% og um 7% á landsbyggðinni. Áhrif í maí: +0,11%,“ segir orðrétt í Mark- aðspunktum. agnes@mbl.is Spáir óbreyttri vísi- tölu í maímánuði  Arion banki telur að verð á flugferðum lækki um 4% Verðbólguspá fyrir maí » Lækki flugferðir um 4%, er verð á þeim enn 10% hærra en í desember sl. » Ástæðuna fyrir lækkun á flugfargjöldum segir bankinn vera 14% lækkun á heims- markaðsverði olíu frá því í febrúarbyrjun. » Því er spáð að nýir bílar lækki um 1% í verði í maí. Verðbólga og væntingar til eins árs ársfjórðungsgildi (%) 18 16 14 12 10 8 6 4 2 0 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 Spá í maí Tólf mánaða verðbólga Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja Verðbólguvæntingar heimila Heimild: Seðlabanki Íslands, Hagstofa Íslands og greiningardeild Tilkynnt var í Lundúnum í gær, að Nick Buckles, forstjóri breska ör- yggisfyrirtækisins G4S, stærsta ör- yggisfyrirtækis heims, muni láta af störfum fyrir lok þessa mánaðar. Í frétt á fréttavef breska ríkisút- varpsins, BBC, í gær kemur fram að aðalástæða þess að Buckles er látinn taka pokann sé slæleg örygg- isgæsla G4S á Ólympíuleikunum í London í fyrrasumar, þar sem bresk stjórnvöld neyddust til þess að kalla út breskar hersveitir til þess að kröfum um lágmarksfjölda öryggisvarða vegna leikanna væri fullnægt. Sá sem tekur við af Buckles sem forstjóri er Ashley Almanza, sem gegnt hefur starfi fjármálastjóra fyrirtækisins. BBC hefur eftir John Connolly, stjórnarformanni G4S, að Buckles hafi lagt gríðarmikið af mörkum í þágu félagsins á undanförnum 28 árum. Einnig er rifjað upp í frétt BBC að Buckles hafi þurft að koma fyrir breska þingnefnd í fyrra og svara því hvernig staðið hafi verið að ör- yggisgæslunni af hálfu G4S. Við þær yfirheyrslur hafi hann viður- kennt að framkvæmdin hafi verið „auðmýkjandi klúður“. Við sama tækifæri kom fram að G4S hefði tapað um 70 milljónum sterlingspunda á samningnum um öryggisvarnir vegna Ólympíuleik- anna, en það er jafnvirði liðlega 13 milljarða króna. Samt sem áður rifjar BBC upp að við innri skoðun G4S í fyrra, þar sem skýrsla var gerð um fram- kvæmdina, hafi sérstaklega verið tilgreint að Buckles hafi persónu- lega ekki gert neitt rangt, í sam- bandi við framkvæmd öryggiseft- irlitsins og það „væri í þágu fyrirtækisins og allra hluthafa þess að Buckles héldi áfram að vera við stjórnvölinn“. Forstjóra G4S hef- ur verið sagt upp  Klúður vegna Ólympíuleikanna AFP Hættir Nick Buckles, forstjóri G4S, verður látinn taka pokann sinn. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 14 26 www.jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Útskriftarstjarnan er komin. Glæsileg útskriftargjöf. Okkar hönnun og smíði FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA STEIKARSAMLOKA á ciabatta brauði með nautastrimlum, sveppum, lauk og bernéssósu borin fram með frönskum kartöflum HUMARSAMLOKA með klettasalati, tómati, rauðlauk, ferskum mozzarella osti og sinnepssósu GRILLUÐ SAMLOKA með skinku og osti, borin fram með salati og frönskum kartöflum NACHOS með fjórum ídýfum, osti, guacamole, salsasósu og sýrðum rjóma SUPER NACHOS með kjúklingi, jalapeno, baunum ásamt heitri ostasósu, salsasósu og sýrðum rjóma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.