Morgunblaðið - 22.05.2013, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ný ríkis-stjórntekur
nú senn við
stjórnartaum-
um í landinu og
er það í sam-
ræmi við niður-
stöðu síðustu kosninga.
Formenn Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknar-
flokks hafa kynnt og
fengið stuðning við þá
stjórnarmyndun í sínum
flokkum.
Augljóst er að formenn-
irnir hafa báðir haldið á
málefnum síns flokks af
festu, en um leið nálgast
viðfangsefni sín með
þeim hætti sem líkleg-
astur væri til að tryggja
að samstarfið færi vel af
stað. Þótt stjórnarsátt-
máli sé vissulega um
margt almennt orðaður
má um leið fá þaðan vís-
bendingar um hvernig
standa skuli að þýðingar-
miklum málum, svo sem
eins og skuldamálum
heimila og skattamálum.
Og vissulega eru þar
einnig nefnd einstök og
mikilvægt atriði sem já-
kvæð eru og eftirtektar-
verð.
Það mikilvæga er þó
það sem hvergi stendur.
Það er sá andi hans að
hætt er við þann hernað
gegn þjóðinni sem fyrr-
verandi stjórn stóð í,
hvar sem hún fékk því við
komið og ákafast þar sem
síst skyldi. Var sú fram-
ganga öll mjög til þess
fallin að draga úr sam-
stöðu og samtakamætti
þjóðarinnar og þar með
úr mætti hennar til að
stuðla að framförum og
uppbyggingu á ný.
Þannig á bersýnilega að
nálgast málefni sjávar-
útvegs með skynsamlegri
og málefnalegri hætti en
gert hefur verið upp á
síðkastið og hætta bein-
um atlögum gegn honum.
Yfirlýsingar um aðild-
arbröltið að Evrópusam-
bandinu hefðu gjarnan
mátt vera gleggri en
þarna birtast og vera
frekar í ætt við
afgerandi og
raunar sjálf-
sagðar sam-
þykktir eins og
æðstu sam-
kundur beggja
flokka höfðu
gert ráð fyrir. En ef rétt
og af heilindum er á hald-
ið ætti niðurstaðan þó að
geta orðið nokkurn veg-
inn hin sama og sú sem
flokksfólkið hefur lýst
vilja til.
Eins og áður hefur ver-
ið bent á hér var ekki
augljóst hvor formann-
anna skyldi fara með for-
ystu í ríkisstjórninni.
Báðir komu jafnvel til
greina. Niðurstaðan sem
varð kemur þó ekki á
óvart. Sjálfstæðisflokk-
urinn má ágætlega við þá
ráðuneytaskiptingu una,
sem samkomulag varð
um, m.a. þegar haft er í
huga að flokkurinn mun
fara með embætti forseta
þingsins á kjörtíma-
bilinu. Það orðalag breyt-
ir því ekki að þingforset-
inn hlýtur að gæta í senn
hagsmuna allrar ríkis-
stjórnarinnar og eiga
nánast samstarf við for-
sætisráðherrann og um
leið tryggja að hags-
munir stjórnarandstöðu
verði hvergi fyrir borð
bornir.
Augljóst er, eins og
fyrr segir, að forystu-
menn flokkanna hafa
gætt jafnræðis á milli
þeirra sjónarmiða að
halda fast á málstað
sinna eigin flokka, en um
leið að nálgast sjónarmið
úr báðum áttum þannig,
að það komi væntanlegu
stjórnarsamstarfi til
góða, þegar til lengri
tíma er horft. Það er mik-
ilvægt, enda margt ósagt
í stjórnarsáttmála um
mikilvæg verkefni og
eins er hitt víst að marg-
vísleg mál munu koma
upp á kjörtímabilinu sem
ekki verða leyst farsæl-
lega nema traust ríki á
milli helstu forystu-
manna.
Það er helsta inntak
nýs stjórnarsátt-
mála að hætt skuli
hernaði gegn
þjóðinni, þótt það
sé hvergi skrifað}
Fyrstu skref
lofa flest góðu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Ísland er eitt af stofnríkjumNorðurskautsráðsins en áhvaða forsendum, hvaða ríkifengu aðild? Ein, alþjóðlega
viðurkennd lagaskilgreining á land-
fræðihugtakinu norðurslóðir (á ensku
Arctic) er ekki til en oft er átt við
land- og hafsvæði norðan við heim-
skautsbaug. Hann miðast nú við
breiddargráðuna 66º33 norður, hluti
Grímseyjar er norðan við hann. Eitt
sinn var grínast með að baugurinn
lægi þvert yfir hjónaherbergi oddvit-
ans, hann svæfi norðan við bauginn!
En ýmsar skilgreiningar eru til á
hugtakinu norðurslóðir og að sjálf-
sögðu á Ísland landhelgi langt norður
fyrir bauginn. Líffræðingar miða
stundum við trjálínu og í Kanada er
miðað við að norðurslóðir byrji við 60.
breiddargráðu.
„Heimskautsbaugurinn segir
okkur afskaplega lítið um vistkerfi
eða samfélag,“ segir Jónas G. All-
ansson, sendiráðunautur í utanrík-
isráðuneytinu. „Samstarfið snerist
upphaflega um verndun lífríkisins og
þá sáu menn fljótt að skilgreining
sem miðaðist við norðurheimskauts-
bauginn sagði ekki alla söguna. Nuuk
liggur t.d. á svipuðum breiddar-
gráðum og Reykjavík en aðstæður
auðvitað mjög ólíkar. Þegar horft er
til lífríkisins, bæði fánu og flóru, lýtur
það ekkert þessum heimskautsbaug
og sama er að segja um veðurfar.“
Ólíkar aðstæður
við heimskautsbaug
Þetta sé nálgunin sem ólíkar
fræðigreinar hafi haft og stór hluti Ís-
lands, það er sjálfs landsvæðisins, sé
innan svæðisins í mörgum skilgrein-
ingum innan ráðsins. Ef miðað væri
við bauginn myndu stærstu frum-
byggjabyggðir Kanada ekki falla
undir norðurslóðir og ekki heldur
Nuuk! Þröng skilgreining sem miðist
við heimskautsbauginn geti líka villt
mönnum sýn varðandi umhverfismál
og auðlindanýtingu. Þannig séu að-
stæður til að vinna olíu á hafsbotni á
NA-Atlantshafi, þar sem Golf-
straumsins nýtur, allt aðrar en milli
Grænlands og Kanada eða við norð-
anvert Alaska þar sem er hafís megn-
ið af árinu.
Stærstu viðfangsefni ráðsins
snúa að hafinu en ýmsar mikilvægar
rannsóknir hafa verið gerðar að til-
hlutan ráðsins, nefna má lífríkis- og
loftslagsrannsóknir. Formlegt sam-
starf ríkjanna átta á norðurskauts-
svæðinu um ýmis hagsmunamál varð
fyrst raunhæft að loknu kalda stríð-
inu og 1990 undirrrituðu átta ríki
samning um umhverfisvernd á svæð-
inu. En 1996 samþykktu ríkin átta
svonefnda Ottawa-yfirlýsingu um
stofnun Norðurskautsráðsins sem
skyldi ýta undir samstarf og sam-
ræmingu milli ríkjanna. Fulltrúar
frumbyggja á svæðinu hafa frá upp-
hafi verið hafðir með í ráðum.
Ríki Norðurskautsráðsins eru
tilgreind í stofnskrá, þau eru Banda-
ríkin, Danmörk (sem fer með utan-
ríkismál Grænlendinga), Finn-
land, Ísland, Kanada,
Noregur, Rússland
og Svíþjóð.
Fleiri verða
ekki tekin inn
en allmörg hafa
fengið áheyrn-
araðild.
Menn stíga varlega til jarðar
til að tryggja einingu. Allar sam-
þykktir verða að vera samhljóða
og ekkert er fjallað um öryggis-
og varnarmál, þau eru talin of við-
kvæm og bannað í stofnskránni að
ræða þau. Hins vegar má ræða önnur
öryggismál, margir hafa áhyggjur af
vaxandi siglingum skemmti-
ferðaskipa við ísinn.
Hlykkjótt lína af-
markar norðurslóðir
Morgunblaðið/Ómar
Grannar Samskipti Íslendinga við Grænlendinga fara vaxandi, hér
heilsar skákfrömuðurinn Hrafn Jökulsson upp á börn á A-Grænlandi.
Deilt er um það hvort Norður-
skautsráðinu muni takast að
vera áfram öflugustu fjölþjóða-
samtökin sem fjalla um hags-
muni á norðurslóðum. Ráðinu
var upphaflega aðeins ætlað að
vera samráðsvettvangur. Fyrsti
bindandi samningurinn var
gerður 2011, hann fjallar um leit
og björgun.
En fleiri ríki vilja komast að,
jafnvel þótt aðeins sé um
áheyrnaraðild án atkvæðis-
réttar að ræða. Inúítar í ráðinu
óttast dvínandi áhrif sín fái ný
ríki einhvern tíma
fulla aðild. Ríki sem
fyrir eru virðast tví-
stígandi. Áhrif
norðurslóða á lofts-
lag, lífríki og hugsan-
lega samgöngur á öllum
hnettinum eru þó slík að
ríkin átta munu a.m.k.
verða að hlusta á full-
trúa annarra.
Að halda
sínum hlut
NORÐURSLÓÐIR OG VÖLD
Haraldur Örn Ólafsson
á norðurpólnum.
É
g las grein eftir breska gaman-
leikarann Russell Brand fyrir
nokkru þar sem hann ræðir um
glímu sína við fíknina. Í greininni
veltir hann því fyrir sér hvort til
sé sjúkdómur sem geri sjúklingana eins
ókræsilega og fíknin: „Það er erfitt að hafa
samúð með fíklunum. Það er erfitt að sjá há-
væra fyllibyttu sem ósjálfbjarga sjúkling. Það
er erfitt að umbera síngirni fíkniefnaþrælsins
sem lýgur að þér og stelur frá þér, erfitt að
fyrirgefa honum og rétta honum hjálparhönd.“
Víst er það erfitt að líka við þann sem hefur
verið þræll fíkniefna í áraraðir, jafnvel áratugi,
erfitt að þykja vænt um hann og vilja reyna að
létta honum lífsbaráttuna. Við erum mörg,
jafnvel flest, alin upp við það að fíkn sé aum-
ingjaskapur, það séu bara aular sem ekki geti
látið sér nægja eitt rauðvínsglas með sunnudagssteikinni,
skiljum það ekki að fyrir alkóhólistann er eitt glas of mikið
og hundrað glös ekki nóg.
Eitt af því sem aðstandendur fíkla læra er að þeir geta
ekki stjórnað fíklinum, það getur enginn hjálpað honum til
að hætta nema hann vilji það sjálfur. Þrátt fyrir það bygg-
ist aðstoð við fíkla oftar en ekki á þeirri kröfu að þeir
breytist, hætti að drekka, taki trú, fari í meðferð og þar
fram eftir götunum. Þeir sem einhverja stjórn hafa á
neyslunni, eru ekki áberandi ölvaðir eða uppivöðslusamir,
fá inni í Gistiskýlinu, Konukoti, Dagsetrinu eða fleiri úr-
ræðum, sem eru eðli málsins samkvæmt tímabundnar
lausnir fyrir hvern og einn. Aftur á móti fá þeir
sem sjúkastir eru, ráða minnst við neysluna og
þurfa því mesta hjálp, oft minnstu hjálpina,
eða jafnvel enga hjálp, hafast við í skúma-
skotum, búa undir trjám á Klambratúni, í
byrgjum í Öskjuhlíð eða yfirgefnu húsnæði eða
bátum.
Í Reykjavík eru heimilislausir nærfellt 200,
voru taldir 179 í skýrslu sem Erla Björg Sig-
urðardóttir vann fyrir Velferðarsvið Reykja-
víkurborgar á síðasta ári, og helsti vandi þeirra
er fíkniefnaneysla. Í janúar 2012 gerðu þær
Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir og Tinna Björg
Sigurðardóttir aðra skýrslu fyrir Velferðarsvið
sem byggðist á samtölum við heimilislausa í
borginni. Flestir sem rætt var við nefndu hús-
næðisskort sem einn sinn helsta vanda, að þeir
hefðu ekki aðgang að neinskonar húsnæði þar
sem þeir gætu verið allan sólarhringinn.
Vestan hafs hafa menn víða komið upp því sem þeir
kalla „blauthús“, húsnæði eða skýli þar sem fíklar hafa
öruggt skjól og frið fyrir þeim sem vilja stjórna þeim. Mér
finnst löngu tímabært að Reykjavíkurborg komi upp slíkri
aðstöðu fyrir mestu fíknisjúklingana. Þetta hljómar
kannski sem kaldlyndi eða uppgjöf fyrir fíkninni, en að
baki býr ekkert nema væntumþykja, því þó að fíkillinn sé
langt leiddur í sjúkleika sínum, jafnvel illa lyktandi,
ófrýnilegur, lyginn og þjófóttur er hann mannvera eins og
við. Hann á það líka skilið að fá að deyja með reisn, en ekki
verða úti í miðborginni. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Blauthús í borgina