Morgunblaðið - 22.05.2013, Page 24

Morgunblaðið - 22.05.2013, Page 24
Svarið við spurningu dagsins FYLGIFISK Á GRILLIÐ Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is Fjölbreytt úrval fiskispjóta, gómsætu meðlæti og sósum 24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013 Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga Úrval burðarpoka og ferðarúma ÞAR SEM BARN ER BRÉF TIL BLAÐSINS Megum við vænta þess að á Al- þingi því sem nú mun koma saman verði þrjátíu og tveir þingmenn eða fleiri sem eiga í brjósti sínu þann manndóm að kalla heim frá skrifstofum Evrópu- bandalagsins þá Íslendinga sem þar eru, og hafa verið árum sam- an við „samn- inga“ og draga til baka allt það efni er skilja megi sem umsókn inn í það bandalag? Að því loknu má senda til Brussel nýja nefnd með það hlutverk að semja um lagfæringar á EES- samningnum og hverju því máli sem upp kann að koma og ekki verði skilið sem ósk um að hverfa inn í hið svokallaða Europian Union þeirra meginlandsmanna. Auðvitað má um margt semja við téð bandalag sem og önnur slík fyrirtæki í heiminum en fráleitt að Ísland láti fallast í hrufóttan faðm stórra ríkjasambanda. Atlands- hafsbandalagið er varnarsamband gegn ofbeldisþrungnum öfgahreyf- ingum sem vilja ganga af lýðræð- ishefðum Vesturlanda dauðum. Við erum ekki Evrópumenn í skilningi meginlandsins og hreint ekki af þeirri tegund sem búktalarar í fransk-þýska hluta álfunnar vilja sjá á ferli. Ef send er ný nefnd að semja við ESB kemur í ljós hvort þar á bæ er nokkurt svigrúm er geti leitt til einhverrar niðurstöðu sem feli í sér eftirgjöf hjá stærri aðilanum sem er nú þegar farinn að yggla sig á alþjóðavettvangi og slá um sig með sjóðum bandalags- ins. Smákarlabelgingur í Brussel boðar ekki betri tíð fyrir hinar hrjáðu þjóðir á Evrópuskaganum. Þær vildu binda enda á gripdeildir, yfirgang og manndráp sem þær hafa beitt hver aðra öldum saman og skilað hafa álfunni sundurtættri af hatursefnum og óuppgjörðum sökum. En ekki var fyrr lagður grunnur að hinu nýja friðarhúsi en tekið er til við að móta nýjan stríðsfák, við munum áður en langt um líður sjá vísi að hervél ESB og verða vitni að sífellt digurbarka- legri yfirlýsingum frá embætt- ismönnum í Brussel. Hinum nýju fulltrúum sem nú taka sæti á Al- þingi Íslendinga gefst tækifæri að binda sér sveig sem mun prýða höfuð þeirra líkt og sigurkrans um aldur og ævi ef þeir ganga til þess verks að forða þjóðinni frá því að týnast í einhverri skúffu hjá bók- höldurum miðstjórnarinnar í Brussel. Í júlímánuði 2009 gerðu 32 þing- menn íslensku þjóðinni þann óleik að ýta henni inn á háskabraut er liggur til ESB en gleymdu að leita samþykkis hennar í svo örlaga- þrungnu máli. Með þessu óvirtu þeir þjóð sína og sködduðu ásýnd þjóðþingsins. Það er í höndum hins nýkjörna Alþingis að endurheimta hið virðu- lega yfirbragð sem því hæfir svo að þjóðin megi líta þannig til lög- gjafarsamkomu sinnar að það veki með henni stolt og virðingu. Þeir sem eiga að veifa tónsprotanum tönnlast nú á því að þjóðin eigi að ráða og þetta verði lagt fyrir hana; ennþá ætla flokksforingjar að koma sér hjá því að standa í stafni og eggja liðið. Það skulu menn sjá að þegar Alþingi er búið að draga til baka það erindi sem nefnd- armenn í Brussel þykjast hafa í hendi mun ekki nokkur maður á Íslandi vilja þjóðaratkvæði um málið, ástæðan er augljós, nið- urstaðan liggur þegar fyrir og er öllum kunn. Íslendingar ætla ekki að verða hluti af ESB EMIL ALS, læknir. Fyrsta verk hins nýkjörna þings Frá Emil Als Emil Als Í dag, 22. maí eru liðin 200 ár frá fæðingu eins mesta tónskálds sög- unnar, Richards Wagner. Im wunderscönen Monat Mai Kroch Richard Wagner aus dem Ei Ihm Wünschen, die zumeist ihn lieben, Er wäre besser drin geblieben. Svo orti hann sjálfum sér til háð- ungar, en þessa vísu þýddi Þor- steinn Gylfason svo meistaralega: Í indælum maí, eitt árið sem leið, úr egginu Ríkharður Wagner skreið. Þeim sýnist það ýmsum, sem elska hann mest, að það egg hefði trúlega geymt hann best. Richard Wagner leit í fyrstu á sig sjálfan sem skáld, en fljótt kom í ljós að hann var enn mikilfenglegri sem tónskáld og átti hann eftir að bæði sigra heiminn og breyta sögu tón- listarinnar svo um munaði. Hann leit á sig sem arftaka Beethovens og fulltrúa hinnar ger- mönsku – norrænu menningarhefðar og þess vegna sótti hann mikið af efnivið ópera sinna til norrænna sagna. Höfuðverk hans var Niflunga- hringurinn, sem er alls fjórar óperur, stærsta og metn- aðarfyllsta tónverk sem samið hefur ver- ið, en efnivið þess sótti hann til ís- lenskra heimilda, Snorra Eddu, Eddukvæða og Völsungasögu fyrst og fremst Richard Wagner var stórbrotinn í einkalífi sínu sem og í verkum sínum og er hann enn umdeildur sem mað- ur og fyrir skoðanir sínar, hann lifði skrautlegra lífi en flestir aðrir, hann var mikill hugsjónamaður í stjórn- málum, afar vel lesinn í bók- menntum, heimspeki og fleiru og var sjálfmenntaður á mörgum svið- um. Hann bar ægishjálm yfir önnur tónskáld á síð- ari hluta 20. aldar og urðu flest þeirra fyrir miklum áhrifum af frum- legri tónlistarsköpun hans. Hann hafði einnig áhrif á lista- og menning- arheiminn almennt, en áhrifa hans gætti líka víða, t.d. í skáldskap og myndlist í áratugi. Enn í dag eru verk hans í mikl- um hávegum höfð og eiga óperur hans fullt er- indi til nútímans enda leit hann á efnivið þeirra sem væri hann tíma- laus og ætti erindi við allt fólk og á öllum tímum. Það virðist hafa geng- ið eftir. Á 200 ára afmælisári hans eru verk hans sett upp í óperuhúsum um allan heim og það er líklegt að þau muni lifa um ókominn aldur eins og grísku harmleikirnir í leiklistinni og leikverk Shakespeares, en til þeirra leit Wagner mjög upp til. Margir halda að verk Wagners séu mjög þung og tormelt, en það eru þau alls ekki fyrir þá sem leggja sig eftir þeim. Enginn maður verður samur á eftir eftir að hafa gengið verkum Wagners á hönd. Vegna tengsla Wagners við ís- lenska fornbókmenntir finnum við Íslendingar til sérstaks skyldleika við hann, ekki síst í gegnum Nifl- ungahringinn, sem settur var á svið hér á Íslandi í styttri útgáfu á Listahátíð 1994. Var það gert í sam- vinnu við sonarson tónskáldsins, Wolfgang Wagner, sem var stjórn- andi Wagnerhátíðarinnar í Bay- reuth, sem Richard Wagner sjálfur stofnaði og er hún elsta tónlistar- hátíð heims og eru verk hans sýnd þar á hverju sumri. Fjölmörg félög hafa verið stofnuð til að heiðra minningu tónskáldsins og til að halda verkum hans á lofti, m.a. á Ís- landi, en það félag hefur verið starf- andi frá árinu 1995 og fyrir tilstilli þess hefur m.a. verið gefin út bók eftir Árna Björnsson um tengsl Nifl- ungahringsins við íslenskar forn- bókmenntir. Hefur þetta verk vakið mikla athygli víða um heim og leitt athygli fjölmargra erlendra aðila að íslenskum fornbókmenntum. Við getum því fagnað því á svo margvíslegan hátt að Richard Wagner hafi skriðið úr eggi sínu fyr- ir 200 árum síðan – án hans væri heimurinn svo miklu fátækari! Eftir Árna Tómas Ragnarsson »Enginn maður verð- ur samur eftir að hafa gengið verkum Wagners á hönd. Árni Tómas Ragnarsson Höfundur er læknir. 200 ár eru liðin frá fæðingu tón- skáldsins Richard Wagners. Richards Wagner minnst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.