Morgunblaðið - 22.05.2013, Síða 25

Morgunblaðið - 22.05.2013, Síða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Aðeins 2.150 kr. á mann Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 Hárburstinn sem leysir allar flækjur Losaðu þig við byrðina - aðeins 350 grömm VELECTA HÁRBLÁSARAR NOTAÐIR AF FAGMÖNNUM Snilld fyrir hárið HÁR Dreifingaraðili I. Það var sumarið 1936, að ég kom fyrst til dvalar hjá þeim ágætishjónum Þuríði Einarsdóttur og Þór- halli Hallgrímssyni í Vogum. Dvaldi ég þar næstu fjögur sumur og er sá tími mér ógleymanlegur. Vogungar ræktuðu kartöflur í Bjarnarflagi. Þar var jarðhiti, enginn arfi og uppskera þegar í lok júlí. Vorum við strák- arnir sendir upp í Bjarnarflag í lok júlí að sækja kartöflur í soðið. Gufusuðum við nokkrar þær stærstu og snæddum á staðnum. Í september var svo aðalupp- skerutíminn og þá var vetrarforð- inn tryggður með frábærri upp- skeru. II. Nú er það árið 1939 að stofnað er hlutafélagið Brennisteinn í þeim tilgangi að vinna þar brenni- stein til útflutnings. Helstu stofnendur voru Jón E. Vestdal (1908-1979), Ragnar Jónsson bókaútgef- andi (1904-1984) og Þorvaldur Thoroddsen forstjóri í Ljóma hf. (1901-1997). Ráðinn var verksmiðjustjóri, sem ég kann ekki nafn á og verkstjóri Krist- inn Ólafsson frá Kiða- felli í Kjós (1905- 1982). Var keyptur bræðsluofn mikill og reist utan um hann hús úr timbri. Hitastigið í ofninum var mest 1200°C svo hið óhjákvæmi- lega gerðist. Þegar þeir tvímenn- ingarnir sátu að tafli í matartím- anum milli 12 og 13, þá gekk skákin illa upp, svo þeir tefldu að- eins fram yfir matartímann, sem bjargaði lífi þeirra, því ofninn sprakk og húsið alelda á svip- stundu. Slökkvistarf hófst strax og fréttist um eldsvoðann. Vatn sótt í tunnum í Langavog í Stekkjar- haga í Vogalandi og í Helguvog skammt frá Syðri-Höfða í landi Reykjahlíðar. Slökkvitilraunirnar dugðu skammt og brann allt til kaldra kola. III. Kísiliðjan var stofnuð árið 1966 og var sóttur kísilleir út í Mývatn og botngróðri vatnsins raskað svo, að silungsveiði stórminnkaði. En Landeyðingarmenn láta sér ekki segjast. Þó að kvikmyndin Hvellur ætti að sýna þeim, að Mývetn- ingum er mjög annt um lífríki vatnsins, þá skal enn reynt að virkja í Bjarnarflagi. Mikil and- staða er fyrir slíkum virkjunum og er von, að mönnum skiljist alvara þessa máls áður en Hvellur II verður að veruleika. Eyðilegging Lagarfljóts ætti að verða mönnum víti til varnaðar. Mývatn er dýrgripur, sem á hvergi sinn líka í heiminum Eftir Leif Sveinsson Leifur Sveinsson »Kísiliðjan var stofnuð árið 1966 og var sóttur kísilleir út í Mývatn. Höfundur er lögfræðingur. Ísland er í ein- stakri stöðu vegna þekkingar á erfðaefni Íslendinga. Með rannsóknum vísinda- manna Íslenskrar erfðagreiningar ligg- ur fyrir nákvæm kortlagning á þessu stafrófi lífsins í ís- lenskri þjóð, ná- kvæmari en hjá nokkurri annarri þjóð. Elín Hirst, nýkjörinn þingmaður, vekur at- hygli á að þessar upplýsingar kynnu að hafa rykfallið ef Angel- ina Jolie hefði ekki stigið fram og vakið athygli á erfðaupplýsingum og nýtingu þeirra í heilbrigð- isþjónustu. Leikkonan hefur upp- lifað hvernig það er að þekkja erf- iðar staðreyndir um eigið erfðaefni. Með haldgóðum upplýs- ingum um afleiðingar þess að gera ekkert og fyrirliggjandi rann- sóknum á þeim úrræðum sem henni stóðu til boða, gat hún tekið upplýsta ákvörðun. Í kjölfarið vakti hún athygli á þessu mik- ilvæga máli. Áður en Angelina Jolie steig fram var mikilvæg umræða þegar hafin hér á landi. Vinnufundur var m.a. haldinn í Skálholti í boði Landspítala, Íslenskrar erfða- greiningar, Læknadeildar og Sið- fræðistofnunar Háskóla Íslands 10.-11. maí síðastliðinn. Efni þess fundar var að ræða stöðu og tæki- færi íslenska heilbrigðiskerfisins vegna rannsókna á erfðamengi Ís- lendinga. Niðurstaða fundarins var meðal annars að hefja umræðu meðal almennings um þetta mik- ilvæga mál og kanna hvort og hvernig mætti nýta þessar upplýsingar í samræmi við lög og reglur sem um slíkar upplýsingar gildir. Ef Íslendingar taka það stóra skref að nýta í auknum mæli þekkingu á erfða- mengi þjóðarinnar til forvarna og markviss- ari greininga og með- ferða skiptir meg- inmáli að það sé gert af vandvirkni og metnaði og með hagsmuni hvers einstaklings í huga. Við stöndum því á tímamótum. Þekking okkar á erfðamengi þjóð- arinnar getur skapað mikil tæki- færi en um leið setur hún mikla ábyrgð á herðar heilbrigðisþjón- ustu, vísinda- og fræðasamfélags og stjórnvalda. Ég tel heilbrigð- isþjónustuna og vísinda- og fræða- samfélagið reiðubúin að axla þessa ábyrgð. Stuðningur stjórnvalda mun hins vegar skipta sköpum. Á endanum þarf þetta að vera sam- eiginleg ákvörðun þar sem hags- munir landsmanna allra verða í fyrirrúmi. Erfðamengi Íslendinga í þágu landsmanna allra Eftir Magnús Karl Magnússon Magnús Karl Magnússon » Ísland er í einstakri stöðu vegna viða- mikilla rannsókna á erfðamengi Íslendinga. Slíkri stöðu fylgir bæði ábyrgð og tækifæri fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er prófessor og varaforseti læknadeildar Háskóla Íslands. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is 14 borð í Gullsmára Spilað var á 14 borðum í Gull- smára, fimmtudaginn 16. maí. Úrslit í N/S: Birgir Ísleifsson – Jóhann Ólafsson 334 Guðrún Hinriksd. – Haukur Hannesson 298 Leifur Jóhanness. – Guðm. Magnússon 298 Guðlaugur Nielsen – Pétur Antonsson 294 Jón Bjarnar – Katarínus Jónsson 290 A/V Ásgr. Aðalsteinss. – Viðar Valdimarsson 332 Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 320 Rósmundur Jónsson – Bergur Þorleifss. 296 Sigurður Björnss. – Stefán Friðbjarnar 287 Anna Hauksd. – Hulda Jónasard. 285 Ekki verður spilað á mánudaginn 20. maí (2. í hvítasunnu), en spila- mennsku verður fram haldið næsta fimmtudag. Félag eldri borgara, Stangarhyl Fimmtudaginn 16. maí var spil- aður tvímenningur hjá Bridsdeild Félags eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykjavík. Keppt var á 11 borðum. Meðalskor var 216 stig. Efstir urðu í N/S Ægir Ferdinandss. – Helgi Hallgrímss. 268 Guðm. Sigursteinss. – Unnar A. Guðmss. 245 Jón Þ. Karlsson – Jón Hákon Jónss. 233 Örn Isebarn – Örn Ingólfsson 230 A/V Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 289 Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 257 Bergur Ingimundars. – Axel Lárusson 255 Oddur Halldórss. – Ragnar Björnsson 254

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.