Morgunblaðið - 22.05.2013, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013
✝ BrynjólfurKarlsson fædd-
ist í Reykjavík 27.
desember 1925.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 6. maí 2013.
Foreldrar Brynj-
ólfs voru Steinunn
Unnur Guðmunds-
dóttir, f. 8.4. 1886,
d. 3.1. 1967, og Karl
N. Jónsson, f. 31.7.
1902, d. 12.1. 1962. Systkini
Brynjólfs voru Guðbjartur Karls-
son, f. 16.10. 1927, d. 15.9. 1977,
Helga Karlsdóttir, f. 29.1. 1929,
d. 21.6. 1987, og Guðmundur R.
Bjarney, f. 19.9. 1946, d. 29.2.
2004. Eiginmaður hennar var
Hjörtur Benediktsson, f. 14.12.
1944, d. 29.6. 2005. Synir þeirra
eru: 1) Brynjólfur, f. 17.8. 1968,
kvæntur Eddu Björk Viðars-
dóttur, f. 24.2. 1971, börn þeirra
eru Birkir Freyr, f. 6.9. 2006 og
Elín Bjarney, f. 21.10. 2008; 2)
Benedikt, f. 8.5. 1972, kvæntur
Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur,
f. 9.4. 1973, börn þeirra eru Ás-
gerður Hörn, f. 29.10. 1996,
Hjörtur Jarl, f. 8.5. 2000, og Em-
ilía Rán, f. 11.5. 2002.
Brynjólfur lagði stund á ýmis
verslunarstörf á yngri árum en
réðist ungur til starfa hjá
Slökkviliði Reykjavíkur. Þar
starfaði hann í rúm 40 ár, þar til
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir.
Útför Brynjólfs fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 22. maí
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
Karlsson, f. 2.2.
1930, d. 7.9. 2009.
Hálfbræður Brynj-
ólfs, samfeðra, eru
Sigurjón Nielsen, f.
6.7. 1928 og Rafnar
Karl Karlsson, f.
12.11. 1937.
Hinn 18. maí
1946 kvæntist
Brynjólfur Pálínu
Bjarnadóttur, f. 7.2.
1925, d. 2.10. 1997.
Foreldrar hennar voru Elín Guð-
mundsdóttir, f. 1.10. 1897, d.
17.10. 1974 og Bjarni Bjarnason,
f. 18.7. 1890, d. 15.4. 1945. Dóttir
Brynjólfs og Pálínu var Elín
Það er með sárum trega og um
leið þakklæti sem við bræðurnir
sendum afa okkar og félaga
hinstu kveðju. Samverustundirn-
ar hafa verið margar og dýrmæt-
ar í gegnum tíðina, bæði á heimili
afa og ömmu á Háaleitisbraut á
árum áður, á heimili foreldra okk-
ar og á heimilum okkar bræðr-
anna, þar sem afi var heimagang-
ur á síðari árum. Upp rifjast
fjölmörg ferðalög innanlands og
erlendis á bernskuárum okkar,
einnig dýrmætar kennslustundir
í bílaumönnun og ýmsu hand-
verki, sem stundum skiluðu ár-
angri. Við minnumst heimsókn-
anna með afa á slökkvistöðina og
ferðalaga um Reykjavík, sem ým-
ist fólust í aðstoð okkar við
kennslu á slökkvitæki, að kanna
nýjasta flugkost á Reykjavíkur-
flugvelli, þræða bílasölur bæjar-
ins eða kynna okkur bræðurna
fyrir nýjum stöðum og fólki. Í
fylgd með afa opnaðist okkur
mannlífið í borginni hans afa, því
einhvern veginn var eins og hann
þekkti allt og alla, hvar sem kom-
ið var. Ógleymdar eru líka ferð-
irnar á barnasýningar leikhús-
anna í bænum, þegar afi sinnti
þar eftirlitsstörfum. Og ekki
gleymum við hollráðum afa þegar
við komumst á unglingsárin,
hvort sem þau voru þess eðlis að
við vildum heyra þau eða ekki á
þeim tíma. Á seinni árum kom
handlagni hans að góðu gagni
þegar við bræðurnir fórum að
myndast við að halda heimili.
Jafnvel á níræðisaldri lét hann
ekki sitt eftir liggja þegar þurfti
að mála eða dytta að hlutum. Síð-
ustu árin fengu langafabörnin að
kynnast þeirri góðmildi, um-
hyggju og rausn sem við bræð-
urnir þekktum svo vel. Það leið
aldrei sá sunnudagsmorgunninn
að afi kæmi ekki á heimili okkar
með sætabrauð, bakkelsi og
glaðning handa langafabörnun-
um. Eftir fráfall foreldra okkar
fyrir tæpum áratug stóð afi vakt-
ina sem höfuð fjölskyldunnar og
það hefur verið börnum okkar
ómetanlegt að eiga hann að síð-
ustu árin. Afi naut þess að sjá
nýja kynslóð vaxa og þroskast,
hvatti langafabörnin áfram og
fylgdist með hverju skrefi þegar
þau tókust á við ný verkefni,
hvort sem var í skóla, tómstund-
um eða á öðrum vettvangi.
Það var undravert að fylgjast
með þrautseigjunni og æðru-
leysinu hjá afa hin síðustu ár,
þegar líkamlegt þrek tók að
þverra. Hann bjó í eigin húsnæði
fram á síðasta dag, fór sjálfur
sinna ferða um bæinn og sá um
nánast allt sem hann þurfti á að
halda. Ekki var síður undravert
að fylgjast með ódvínandi stað-
festunni síðustu ár, svo sem þeg-
ar hugsanleg vistaskipti komu til
tals en ekki var um það talandi að
flytjast til samvista við eintóm
gamalmenni. Þannig lifði afi eins
og hann sjálfur vildi allt fram í
andlátið og síðasta sjúkrahúsvist-
in varði stutt. Eftir standa ómet-
anlegar minningar.
Brynjólfur og Benedikt
Hjartarsynir.
Brynjólfur Karlsson hefur allt-
af verið hetja í mínum augum eða
alveg frá því að ég man fyrst eftir
mér. Í íbúðinni við Sigtún var
bjalla sem hringdi þegar hann
átti að fara í útkall og þótti mér
mikið til hennar koma. Ekki
minnkaði hetjuljóminn þegar við
systkinin heimsóttum hann á
slökkvistöðina í Tjarnargötu þar
sem hann tók á móti okkur í full-
um skrúða slökkviliðsmanns og
leyfði okkur að skoða bílana og
endaði á að setja sírenurnar af
stað með tilheyrandi hávaða.
Binni var myndarlegur, sjálfs-
öruggur og með hressilega fram-
komu. Hann gat hins vegar verið
nokkuð stríðinn og með beitta
tungu svo sveið undan. Okkur
systkinunum þótti hann þó alltaf
skemmtilegur.
Það var föst regla í mörg ár að
við heimsóttum Binna, Pöllu og
Ellu á páskadag en þau komu svo
til okkar í Skógargerðið á gaml-
árskvöld. Það var spenna í lofti á
gamlársdag þegar von var á
Binna og fjölskyldu. Fyrst
hringdi síminn til að kanna hvort
ekki væri búið að loka köttinn inni
í þvottahúsinu, því Ella var lítið
gefin fyrir ketti. Spennan hjá
okkur krökkunum óx þegar líða
tók á kvöldið og kannski ekki síst
hjá mér, sem var elstur, því Binni
átti til að luma á ýmsu áhuga-
verðu sem kom sér vel við að
hrella fólk við áramótabrennuna.
Lífið hjá Binna var ekki alltaf
auðvelt og hvert áfallið á fætur
öðru dundi yfir fjölskyldu hans.
Fyrst var það Palla, síðan einka-
dóttirin Ella og svo tengdasonur-
inn Hjörtur, en þau hurfu öll á
braut langt um aldur fram. Það
var því ekki skrítið að heilsan
skyldi gefa eftir en þrátt fyrir það
hélt Binni alltaf reisn sinni þó svo
að krafturinn minnkaði með ár-
unum. Eyrún minnist hans og
Pöllu með hlýhug og hvernig
þessi glæsilegu hjón tóku henni
þegar hún kom inn í stórfjöl-
skylduna.
Brynjólfur og Benedikt, við
Eyrún sendum ykkur og fjöl-
skyldum ykkar innilegar samúð-
arkveðjur. Missir ykkar er mikill.
Sturla Rafn Guðmundsson.
Fyrrverandi slökkviliðsmaður
og kær félagi, Brynjólfur Nielsen
Karlsson, eða Binni eins og hann
var ætíð kallaður, er látinn, 87 ára
að aldri.
Binni hóf störf hjá Slökkviliði
Reykjavíkur 15. mars 1952 og
starfaði hjá liðinu til ársins 1990,
þegar hann lét af störfum vegna
aldurs. Hann starfaði við slökkvi-
störf og sjúkraflutninga fyrstu
árin, þar til hann tók við starfi í
eldvarnareftirlitinu hinn 1. jan-
úar 1964. Í rúman aldarfjórðung
vann hann þar við eftirlitsstörf og
að uppbyggingu brunavarna í
Reykjavík.
Eftir að starfsævi Binna lauk
tók hann að sér umsjón með
birgðum almannavarnanefndar
Reykjavíkur og gjörbreytti því
umhverfi með hörkudugnaði og
sinni annáluðu snyrtimennsku.
Um þær sá hann til ársins 1994.
Allar götur frá því að Binni hætti
störfum hjá slökkviliðinu hefur
hann haldið tryggð við liðið, sem
síðar hefur sameinast Slökkviliði
Hafnarfjarðar og heitir nú
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.
Hann kom iðulega á verkstæðið
til skrafs og ráðagerða og bar
sterkar taugar til stofnunarinnar
og starfsstéttarinnar. Hann tók
þátt í félagsstörfum eldri slökkvi-
liðsmanna og hafði skoðun á öllu
sem snerti slökkviliðið.
Binni var ráðagóður og spjall-
fús og öðrum fremri í að kynnast
nýju starfsfólki, enda tíður gestur
hér í Skógarhlíðinni frá því hann
hætti störfum og allt fram á síð-
asta dag. Við fylgdumst með hon-
um standa keikur þegar hvert
áfallið af öðru dundi á honum.
Binni stóð af sér hrinur heilsu-
farslegra áfalla á síðustu árum, en
þurfti jafnframt að horfa á eftir
sínum nánustu yfir móðuna
miklu. Eftir átti hann drengina
sína, dóttursynina sem hann var
svo óendanlega stoltur af og
þreyttist ekki á að leyfa okkur að
fylgjast með. Binni var ófeiminn
við að leita til okkar eftir þeirri
aðstoð sem við gátum veitt hon-
um til að takast betur á við hvers-
daginn, þegar ýmsar athafnir
tóku að verða honum erfiðar
vegna heilsufars og aldurs. Við
erum þakklát fyrir að hafa getað
létt honum lífið og óhætt að segja
að Binni hafi, með kankvísri nær-
veru sinni og uppátækjum, létt
okkur lundina.
Fyrir nokkrum vikum safnað-
ist hópur starfsmanna saman á
verkstæðinu okkar til þess að
kveðja félaga sem var að láta af
störfum. Binni var með okkur þá
og lék á als oddi, sýndi sínar eft-
irminnilegustu hliðar. Þessi stund
var sú síðasta sem flestir í hópn-
um áttu með Binna og er hún öll-
um dýrmæt. Mikill sjónarsviptir
er að Binna fyrir okkur, félaga
hans í slökkviliðinu. Við minn-
umst hans með hlýju.
Fyrir hönd okkar allra þakka
ég honum góðar samvistir og ára-
tuga þjónustu í þágu samborgar-
anna og votta dóttursonum hans
og öðrum aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Jón Viðar Matthíasson,
slökkviliðsstjóri.
Léttur, ljúfur, kátur, vandaður
og ábyrgur eru orð sem lýsa vel
Brynjólfi. Binni var yndislegur
persónuleiki, glettinn og kankvís,
trúr og tryggur fjölskyldu og vin-
um. Hann var giftur Pöllu systur
eins og hún hét í tali okkar systk-
ina. Þær voru nánar systurnar,
mamma og Pálína kona Binna,
þær töluðu daglega saman í síma
og fjölskyldurnar hittust oft.
Binni er þannig samtvinnaður
bernskuárum okkar systkina,
hluti af uppeldi okkar og þroska-
sögu.
Ein af mínum fyrstu minning-
um tengist Binna og ánægju hans
af því að gleðja aðra. Ég hef lík-
lega verið um fimm ára, þegar
Binni kom í heimsókn og bað um
pott og smjörlíki. Potturinn var
settur á eldavélina og Binni hellti
einhverju í pottinn. Við börnin
störðum á pottinn, ekkert gerðist
en svo fóru að heyrast undarleg
hljóð frá pottinum, eins konar
trommuhljóð og síðan tók lokið að
lyftast og dularfullir hvítir litlir
hlutir að velta upp úr pottinum.
Þetta voru okkar fyrstu kynni af
poppkorni og eitt dæmi um það
hvernig Binni átti létt með að
auðga daglegt líf okkar.
Minnisstæðar eru heimsóknir
á Tjarnargötuna þar sem
Slökkvilið Reykjavíkur var til
húsa því Binni var slökkviliðs-
maður og átti flottan búning.
Andaktug skoðuðum við systkin-
in gljáandi eldrauðu bílana og
óhrædd leituðum við þar aðstoðar
þegar litla systir datt í Tjörnina.
Síðar meir var Binni með eftirlit
með brunavörnum og fékk ég þá
tækifæri að æfa mig á slökkvi-
tæki með hans aðstoð. Ófáar voru
líka ferðirnar þar sem stórum og
smáum var troðið inn í bílinn hans
Binna og ekið upp í sveit. Það var
ekki verið að hugsa um bílbelti
eða fjöldatakmarkanir í þá daga.
Frelsið sem fylgdi því að eiga bíl
var Binna alltaf mikils virði, án
bílsins hefði lífskrafturinn líklega
minnkað mikið síðustu árin.
Fjölskyldan var Binna mikils
virði og missti hann mikið þegar
Palla lést. Eftir það fór hann dag-
lega til einkadótturinnar Ellu og
Hjartar tengdasonar, hann fylgd-
ist þar stoltur með dóttursonum
vaxa úr grasi. Sár var söknuður-
inn þegar einkadóttirin hvarf
burt úr þessum heimi og síðan
Hjörtur sem var meira sem sonur
hans en tengdasonur. Stolt hans
og ánægja síðustu árin voru dótt-
ursynirnir og fjölskyldur þeirra.
Binni var félagslyndur og naut
þess að vera innan um fólk, hann
heimsótti t.d. systur mína og mág
reglulega í verslun þeirra. Ég
gleymi aldrei þegar þeir pabbi
hittust í síðasta sinn. Þeim þótti
greinilega báðum mjög vænt
hvorum um annan og þegar þeir
heilsuðust strauk Binni pabba svo
ljúflega um hárið og sagði með
væntumþykju í röddinni: „Villi
minn.“ Það þurfti ekki fleiri orð.
Við systkinin og fjölskyldur okk-
ar höfum alltaf fundið hlýju hjá
Binna, alúð og áhuga á vaxandi
kynslóð, margt er að þakka og
margs er að minnast við kveðju-
stund. Elsku Binni yngri, Benni
og fjölskyldur, mínar innilegustu
samúðarkveðjur, megi minningar
um góðan afa og langafa ylja ykk-
ur um ókomna tíð.
Elín Vilhelmsdóttir.
Brynjólfur
Karlsson
✝
Okkar ástkæri eiginmaður og faðir,
GUNNAR PETERSEN,
Mánatúni 6,
Reykjavík,
lést á heimili sínu föstudaginn 17. maí.
Dóra Scheving Petersen,
Jóna Rún Gunnarsdóttir,
Rut Petersen,
Hannes Petersen.
✝
Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir,
GUÐMUNDUR BJARNASON,
Álfheimum 32,
frá Hlemmiskeiði,
sem andaðist á Landspítalanum sunnu-
daginn 19. maí, verður jarðsunginn frá
Langholtskirkju föstudaginn 24. maí kl. 13.00.
Að ósk hins látna eru blóm og minningargreinar afþakkaðar.
Þeir sem vilja minnast hans láti líknarfélög njóta þess.
Guðrún Magnúsdóttir,
Halla Guðmundsdóttir, Svanur Guðmundsson,
Magnús Guðmundsson, Snjólaug Sigurbjörnsdóttir,
Elísabet Ruth Guðmundsdóttir, Gunnar Andersen,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
INGÓLFUR BJARNASON
frá Hlemmiskeiði,
lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði
sunnudaginn 19. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ómar Örn Ingólfsson, Rósa Guðný Bragadóttir,
Inga Birna Ingólfsdóttir, Árni Svavarsson,
afa- og langafabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
GUÐMUNDUR ÖRN GUÐMUNDSSON
lyfjafræðingur,
Kvistalandi 21,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
aðfaranótt laugardagsins 18. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Auður Inga Einarsdóttir,
Árni Kristján Guðmundsson,
Einar Örn Guðmundsson,
Lilja Björk Guðmundsdóttir, Brynjólfur Guðmundsson,
Viktoría Mörk Einarsdóttir, Auður Harpa Brynjólfsdóttir
og Guðmundur Ari Brynjólfsson.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sonur,
sambýlismaður og bróðir,
BERGUR JÚLÍUSSON,
lést af slysförum fimmtudaginn 16. maí.
Útförin fer fram frá Glerárkirkju á Akureyri
mánudaginn 27. maí kl. 13.30.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á Landsbjörg.
Júlíus Pétur Bergsson,
Gyða Ósk Bergsdóttir, Stefán Andri Stefánsson,
Helga Bergsdóttir, Rögnvaldur Björnsson,
Júlíus Bergsson, Anna Þorsteinsdóttir,
Halla Björk Ragnarsdóttir
og systkini hins látna.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN HALLFRÍÐUR MAACK,
Hraunbæ 61,
Reykjavík,
sem lést miðvikudaginn 15. maí, verður
jarðsungin frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn
23. maí kl. 13.00.
Sverrir Sveinsson,
Ingibjörg Sverrisdóttir, Sölvi Ólafsson,
Anna Svava Sverrisdóttir, Úlfar Örn Valdimarsson,
María Vigdís Sverrisdóttir, Ragnar Auðunn Birgisson,
Skúli Sverrisson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR
frá Nýjabæ,
Vestmannaeyjum,
Eyjabakka 2,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn
6. maí.
Útför hennar fór fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 16. maí.
Sigurður Jóhann Ólafs,
Arnar Theódórsson,
Sigríður Theódórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.