Morgunblaðið - 22.05.2013, Page 30

Morgunblaðið - 22.05.2013, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013 ✝ Ingibjörg ÓlöfAndrésdóttir fæddist í Neskaup- stað 5. ágúst 1955. Hún lést á líkn- ardeild Landsspít- alans í Kópavogi 9. maí 2013. Ingibjörg var dóttir hjónanna Andrésar Hafliða Guðmundssonar lyfjafræðings, f. 10. júlí 1922, d. 10. mars 2013 og Kristínar Magnúsdóttur, f. 16. maí 1925. Systkini Ingibjargar eru: Örn, f. 19.8. 1951, Guðbjörg Erla, f. 13.11. 1953, Magnús, f. 26.4. 1957. Ingibjörg giftist Loga Ólafs- syni f. 14.11. 1954, þau skildu. Saman eiga þau 1) Kristínu, f. 30.1. 1978, hennar maður er Hallgrímur Þór Sigurðsson, f. 1.6. 1978, börn þeirra eru: Hrafn, f. 16.6. 2003, Lóa, f. 14.4. 2007 og Már, f. 22.7. 2008. 2) Andrés Már, f. 21.1. 1986. Ingibjörg lauk námi við Hjúkr- unarskóla Íslands haustið 1977. Hún starfaði sem hjúkr- unarfræðingur á A3 á Borgarspítal- anum frá 1977- 1981. Árið 1981 fluttist fjölskyldan til Noregs og starf- aði Ingibjörg á Rikshospitalet í Osló á lýtalækningadeild um þriggja ára skeið. Árið 1985 hóf hún störf á Kvenlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss og starfaði þar til 1999, þegar hún hóf að starfa í Blóðbank- anum og í framhaldi af því á elli- heimilinu Holtsbúð í Garðabæ. Ingibjörg tók aftur til starfa á Kvenlækningadeild árið 2000 og starfaði þar til æviloka. Ingibjörg verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag, 22. maí 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Það er með miklum söknuði í hjarta að ég kveð tengdamóður mína, Ingu Lóu, löngu fyrir aldur fram. Eftir standa minningarnar um einstaklega hlýja móður, ömmu og tengdamóður, mikla stemmningsmanneskju og húm- orista, sem eiga eftir að fylgja mér og okkur fjölskyldunni alla ævi. Um 18 ár eru liðin frá því að ég kynntist Ingu Lóu, þegar ég og Kristín vorum að byrja tilhugalíf- ið. Samband okkar hefur ávallt verið gott og var hún einstaklega hlý og umhyggjusöm tengdamóð- ir. Við Kristín fluttum til Árósa til náms og sem veraldarvön og ferðaþyrst kona, heimsótti Inga Lóa okkur oft á þeim tíma. Fyrsta máltíð ferðanna var ætíð danskt smørrebrød með öllu tilheyrandi og þar eftir gat heimsóknin hafist. Ég minnist sérstaklega þeirra kvölda er við sátum og spjölluðum fram eftir kvöldi og ræddum stjórnmál, ferðalög og dönsku sjónvarpsdagskrána, sem henni fannst með eindæmum léleg. Heimsóknum hennar átti eftir að fjölga þar sem fjölskyldan okkar stækkaði jafnt og þétt og við flutt- um til Kaupmannahafnar. Það var alltaf mikil spenna hjá krökkunum að fá ömmu í heimsókn, enda ferðataskan alltaf full af íslensku góðgæti og öðrum gjöfum, hún var sérstaklega gjafmild og örlát. Mér er minnisstætt brúðkaup okkar Kristínar í Kaupmanna- höfn, þar sem fjölskyldur okkar og vinir voru saman komin. Það var einstaklega skemmtileg vika, sem endaði með frábærri veislu og skemmti Inga Lóa sér konung- lega. Það er ómetanlegt að hafa átt þessa stund. Við vorum dugleg að nýta okk- ur tæknina á síðastliðnum árum og með hinum klassísku upphafs- orðum „segir amma sín, segir amma sín, segir amma sín“ hófust daglegar „heimsóknir“ Ingu Lóu á Skype. Við eyddum mörgum stundum við tölvuna og gat hún þannig fylgst með krökkunum stækka og dafna. Síðasta sumar ákváðum við fjölskyldan að færa okkur um set til Oslóar, á gamlar heimaslóðir Ingu Lóu. Við áttum notalega daga saman, þar sem hún rifjaði upp gamla tíma með okkur og var svo ánægð fyrir okkar hönd að við værum flutt á þennan fallega stað. Það er ómetanlegt að hafa átt þessar stundir með henni í Osló og getum við nú yljað okkur við minningar um þessa daga. Inga Lóa hafði í gegnum tíðina sérstaklega mikinn áhuga á starfsferli mínum og var arkitekt- úr oft umræðuefni hjá okkur. Hún fylgdist með hverri einustu sam- keppni og verkefni, sem að ég var að vinna í. Þegar vinnan mín fór að færast inn á heilbrigðissviðið þá ræddum við oft lausnir, starfsum- hverfið og annað sem við kom vinnuferli sjúkrahússins svo ekki sé minnst á staðsetningu Land- spítalans. Ég er viss um að það hefur haft sín áhrif á lausn verk- efnanna. Það er þyngra en tárum taki að kveðja Ingu Lóu okkar og erfitt að átta sig á því að hún skuli vera far- in frá okkur, en við vitum að hún mun fylgjast með okkur og vaka yfir fuglunum sínum. Við kveðjum hana með þá trú og von að hún sé komin á góðan stað, með stuðbolt- ana tvo sér við hlið. Hvíl þú í friði, elsku Inga Lóa. Hallgrímur Þór Sigurðsson. Nú kveð ég elsku systur mína og það er svo sárt. Það er eins og hluti af mér hafi verið tekinn burt enda vorum við alla tíð góðar og nánar vinkonur. Samskipti okkar voru mjög virk og við ferðuðumst víða, bæði innanlands og utan, með fjölskyldum okkar og sameig- inlegum vinum. Inga Lóa var mik- ill fjörkálfur og munum við hana þannig. Hún skilur eftir stórt skarð hjá fjölskyldu og vinum sem syrgja hana sárt. Nýlega var mér gefin ljósmynd af okkur systrum, þriggja og fimm ára gömlum. Við vorum klæddar í eins kjóla og Inga Lóa var svo fín- leg og nett. Ég, stóra systir, leiddi litlu systur. Það var eins og ég væri að passa hana. Hún horfði upp í sólina, pírði augun og brosti. Á þessum tíma varð til þetta sterka traust sem fylgdi okkur systrum í gegnum ævina, bæði í gleði og sorg. Við litla systir héld- umst hönd í hönd allt til loka en þá varð ég að sleppa. Ég gat ekki lengur gætt hennar gagnvart þeim vágesti sem bankaði upp á. Inga Lóa sveif róleg og sársauka- laust inn í ógleymi tímans. Nú leiðir minningin um góða systur mig áfram. Elsku Kristín, Andrés, Halli, Hrafn, Lóa og Már, ykkar missir er mikill, megi Guð almáttugur leiða ykkur í gegnum þessa miklu sorg. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir) Þín systir, Guðbjörg Erla. Með hlýrri minningu kveðjum við frænku okkar Ingu Lóu sem nú hefur kvatt okkur eftir erfið veikindi. Við systkinin erum yngst barnabarna ömmu og afa, börn Hrafnhildar sem er yngst þeirra fjögurra systra, en Inga Lóa var þriðja í hópi fjögurra barna Kid- dýjar sem er elst. Inga Lóa var alltaf létt og munum við vel mörg skipti þar sem gist var í Hvassa- leitinu, svo í Grundarlandinu og seinna í Hlyngerðinu. Þá kynnt- umst við unglingunum sem við lit- um upp til. Við hlökkuðum alltaf til jólaboðanna heima hjá þeim. Þar var glatt á hjalla. Við systur munum líka frænkuboðin, sem voru samt ekki nógu mörg, en þar höfum við dætur systranna hist, borðað góðan mat og orðið skemmtilegri – að okkar mati – eftir því sem á kvöldið hefur liðið. Þá eru okkur sérstaklega minnis- stæð skemmtileg svipbrigði þegar Inga Lóa brosti út í annað og við- hafði sérstakan framburð á essi svo flautaði vel í, alveg ógleyman- legt. Inga Lóa var hrein og bein kona, skýr og jarðtengd. Þannig var hún ekki bara skemmtileg og sá alltaf það spaugilega við hlutina heldur var hún traust, hjálpsöm og hlý þegar á reyndi. Með þakklæti munum við góða konu, frænku sem við söknum. Þakklæti fyrir að hafa átt þetta skemmtilega saman og þá birtu sem henni fylgdi og við vorum svo lánsöm að fá að njóta. Elsku Kiddý, Kristín, Andrés og fjölskylda. Við biðjum fyrir ykkur á erfiðum tíma og flytjum góða kveðju frá mömmu. Auður, Guðbjörg og Guðmundur Pálsbörn. Mig langar að kveðja frænku mína og vinkonu með nokkrum orðum. Ég hef þekkt Ingu Lóu alla ævi enda erum við systradæt- ur og stutt á milli okkar í aldri. Ég minnist fyrst veru minnar á heim- ili fjölskyldu hennar í Eskihlíðinni en þar var ég talsvert þegar faðir minn var veikur. Þá eru ógleym- anlegar stundirnar í Hvassaleitinu þegar þær systur sendu mig gjarnan út í sjoppu til að kaupa sælgæti handa okkur, en dressuðu mig upp fyrir förina okkur öllum til skemmtunar. Þegar við full- orðnuðumst styrktist vinátta okk- ar enn frekar. Við heimsóttum hvor aðra þegar við bjuggum er- lendis og þegar við urðum ná- grannar í Garðabænum jukust tengslin enn frekar. Við höfum verið duglegar að heyrast, fara saman á tónleika, í göngutúra, hitta skemmtilegt fólk og höfum farið saman í nokkrar yndislegar utanlandsferðir. Inga Lóa var heilsteypt mann- eskja, ákveðin en einlæg og lét ekki segja sér hvað henni fannst. Hún átti fallegt heimili og fallega hluti sem báru smekkvísi hennar gott vitni. Allir sem hana heim- sóttu upplifðu að hún var höfðingi heim að sækja og nutu félagsskap- arins, ekki bara vegna þess hve vel hún tók á móti fólki heldur hve glaðlynd og skemmtileg hún var. Inga Lóa barðist við illvígan sjúkdóm af æðruleysi og mætti öllu sem að höndum bar með já- kvæðni. Hún kvartaði aldrei. Þannig minnist ég hennar með hlýju og þakklæti, vinkonu sem aldrei gleymist. Elsku Kristín, Andrés, Kiddý og systkini, ég bið Guð að styrkja ykkur og fjölskylduna á erfiðum tíma. Björg Theodórsdóttir. Þegar ég heyrði fréttirnar um elsku Ingu Lóu frænku mína, að hún væri fallin frá var eins og ég breyttist samstundis í litlu Krist- ínu Jórunni sem var svo oft heima hjá henni, Kristínu og Andrési Má. Það var alltaf mikið hlegið enda stutt í húmorinn. Stundum var lagið tekið og voru sixties-lög- in í miklu uppáhaldi, þá sérstak- lega lagið „Blue Moon“. Kristín var nú ekkert alltaf til í að taka þátt í söngnum og var frægt hjá okkur þremur þegar Kristín spurði mig hvort ég væri komin til að heimsækja sig eða mömmu hennar. Það var alltaf svo gaman að koma í Lyngmóana, þessar stundir eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Minningarnar eru svo ótal margar en Barcelona-ferðin okkar hefur alltaf verið ofarlega í minni mínu. Við Kristín vorum að stíga inn í unglingsárin, ég man hvað mér fannst ég hafa dottið í lukku- pottinn að fá að fara með ömmu, afa, Kristínu og Ingu Lóu í þessa ferð enda var hún yndisleg frá upphafi til enda. Þó að ég hafi ver- ið án minna foreldra í ferðinni, kom það ekki að sök því Inga Lóa sýndi mér svo mikla hlýju og um- hyggju og hafði einstakt lag á því að láta mér líða eins og ég væri ein af þeim. Það er einnig ógleymanlegt þegar Kristín og Halli giftu sig, yndislega fallegt brúðkaup í Kaupmannahöfn. Ég man hvað elsku Inga Lóa leit einstaklega vel út þegar hún tók á móti okkur í kirkjunni þó að veikindaferli hennar hafi verið byrjað. Við Inga Lóa gistum saman á hótelher- bergi í Kaupmannahöfn eftir brúðkaupið, það var svo skemmti- legt hjá okkur og það var sama sagan með hennar góðu nærveru, hún lét mér líða eins og það væri ekkert sjálfsagðara en að ég gisti uppi í hjá henni eins og þegar við Kristín vorum litlar og skriðum upp í til hennar á morgnana. Ég þakka elsku frænku minni fyrir öll fallegu fræin sem hún sáði í hjarta mitt og ógleymanlegar stundir sem ég mun ávallt varð- veita. Guð gefi Andrési Má, Kristínu og fjölskyldu styrk á þessum erf- iðu tímum. Kristín Jórunn. Að kveðja elsku Ingu Lóu var nokkuð sem við ætluðum ekki að gera í náinni framtíð, þrátt fyrir að vita af þeirri staðreynd að sá dagur kæmi fyrr en eðlilegt þykir. Kveðjustundin var því sárari en orð fá lýst en Inga Lóa yfirgaf þennan heim eftir hetjulega bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Það var alltaf frábær skemmt- un þegar fjölskyldur okkar komu saman enda þær systur mjög sam- rýndar og við öll góðir vinir. Þær eru ófáar bústaða- og utanlands- ferðirnar sem við fórum saman og var fátt skemmtilegra en að sitja með henni og fjölskyldunni þar sem var spjallað, hlegið og ein- stöku sinnum skálað í hvítu. Oftar en ekki var Inga Lóa hrókur alls fagnaðar enda einstaklega fyndin og orðheppin. Inga Lóa var glæsileg kona sem var með puttann á tískupúls- inum og þótt það læddust með ein- staka feil-kaup, eins og hún kallaði það, fengu aðrir í kringum hana að njóta góðs af því. Þær systur deildu skemmtilegum áhuga á varalitum og ilmvötnum og var það orðið ansi fyndið hversu oft þær keyptu sömu hlutina hvor í sínu lagi. Inga Lóa bjó yfir þeim frábæra eiginleika að hrósa fólki í kringum sig. Hún lét fólk alltaf vita ef það leit vel út, hafði búið fal- lega um heimilið sitt eða staðið sig vel á einhvern hátt. Þetta gerði hún á einlægan hátt og eflaust án þess að gera sér grein fyrir því. Það var sólríkur og fallegur dagur þegar Inga Lóa yfirgaf þennan heim og við verðum æv- inlega þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja hana með þeim hætti sem við gerðum. Á svona stundum veltir maður fyrir sér af hverju líf- ið getur verið svona ósanngjarnt. Við áttum eftir að gera svo margt saman. En það gerir minningarn- ar sem við eigum enn dýrmætari og það verða mörg tilefnin í fram- tíðinni þar sem við munum minn- ast Ingu Lóu með hlýju. Elsku Andrés, Kristín, Halli, Hrafn, Lóa og Már. Hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tím- um. Guðmundur og Hildur Björk. Nú er elsku Inga Lóa frænka farin frá okkur. Það er svo erfitt Ingibjörg Ólöf Andrésdóttir ✝ Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÚLÍUS ÞORKELSSON, sem lést á sjúkrahúsi Siglufjarðar laugar- daginn 11. maí, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 25. maí kl. 14.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahús Siglufjarðar. María Einarsdóttir, Hjördís Júlíusdóttir, Ævar Friðriksson, Brynhildur Júlíusdóttir, Guðmundur Lárus Helgason, Elísabet Júlíusdóttir, Magnús Jónsson, Hjörtur Egilsson, Rúnar Egilsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn, HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Birkigrund 40, Selfossi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 19. maí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtu- daginn 30. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarreikning 586-26-180392, kt. 030172-5669. Kristín Björk Jóhannsdóttir, Guðmundur Björgvin Gylfason, Jóhann Gylfi Guðmundsson, Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, Viktoría Kristín Guðmundsdóttir, Jóhann V. Helgason, Ragnheiður Jónsdóttir, Gylfi Sigurðsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir. ✝ Okkar ástkæri GISSUR Ó. ERLINGSSON fyrrverandi umdæmisstjóri Pósts og síma og þýðandi, lést laugardaginn 18. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna G. Erlingsson, Kristján Linnet Gissurarson,Bjarney Halldóra Bjarnadóttir, Erla Hilmarsdóttir, Pétur Gissurarson, Kristín Gissurardóttir, Páll Vilhjálmsson, Jón Örn Gissurarson, Brynhildur Guðmundsdóttir, Auður Harpa Gissurardóttir, barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn og barnabarnabarnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐJÓNÍNA SIGURÐARDÓTTIR, Höfða, Akranesi, lést sunnudaginn 19. maí. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 28. maí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi. Gunnar Elíasson, Sigríður V. Gunnarsdóttir, Reynir Gunnarsson, Sigþóra Gunnarsdóttir, Hallgrímur E. Árnason, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Helge K. Kleppe, Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, Magnús H. Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR PÁLSSON, Birkigrund 51, áður bóndi á Bergsstöðum, Svartárdal, lést á hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 17. maí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. maí kl. 13.00. Guðrún Halldóra Gestsdóttir, Sveinn Kjartansson, María Páley Gestsdóttir, Vignir Smári Maríasson, Aðalgeir Bjarki Gestsson, Brynja Guðnadóttir, Edda Skagfjörð, Tryggvi Harðarson, Bergljót Sigvaldadóttir, Þorleifur Jónatan Hallgrímsson, barnabörn og barnbarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.