Morgunblaðið - 22.05.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.05.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013 AF CANNES Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Hilmar Sigurðsson og fyrir-tækið hans Gunhil, voru aðlanda hér í Cannes sölu í 28 löndum með alþjóðlega sölufyrirtæk- inu ARRI Worldsales á teiknimynd sem er ekki farin í tökur og mun ekki verða frumsýnd fyrr en árið 2015, ef allt gengur upp. Hilmar var einn aðalmaðurinn á bakvið íslenska þrekvirkið Þór - Hetjur Valhallar sem var fyrsta ís- lenska teiknimyndin í fullri lengd og var seld út um allan heim. Sú mynd veitti mörgum íslenskum listamönn- um tækifæri til að sýna að þeir standa öðrum alþjóðlegum lista- mönnum ekki að baki. Handritið var afbragðsvel skrifað, leikstjórn og teikningar voru langt umfram með- almennskuna. Undirritaður hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að lesa handritið að nýju myndinni sem var verið að selja til 28 landa hér á Can- nes og getur vitnað um afbragðs- handverk. Friðrik Erlingsson sem skrifaði bæði handritin er búinn að sanna sig sem afburðahandritshöfundur og er sómi að því að Ísland hafi náð að rækta slíkan höfund. Þegar litið er til þess hvað Hilmar Sigurðsson og Gunnar Karlsson teiknari gerðu með síðasta handrit Friðriks má búast við því að glæsileg íslensk teiknimynd í fullri lengd muni von bráðar koma í bíóhúsin íslensku.    Þegar ég hitti Hilmar hér úti íCannes er hann sáttur með ár- angurinn. Aðspurður hver sé lykill- inn að árangrinum segir hann að þeir séu margir. „Gunnar Karlsson er náttúrlega töframaðurinn í þessu,“ segir Hilmar. „Hann hannar útlitið og skapar karakterana í myndinni. Friðrik er meistari sögunnar og svo höfum við fengið Árna Ólaf Ásgeirs- son til að leikstýra með Gunnari og þegar maður er með svona teymi að þá eru manni allir vegir færir. Hand- ritið er frábær þroskasaga lítillar lóu, litla fuglsins sem við þekkjum svo vel á Íslandi. Við segjum söguna af litlum undirmálsfugli á Íslandi sem er að reyna sig í lífinu. Lóan er lítil og ekki efnileg í stóra bardaga við stærri fugla en það er hægt að bjarga sér ef maður lærir að vera lítill og lifa af.“ Það sem er svo fallegt í handrit- Stórtíðindi frá Cannes Á flugi Lóuunginn sem verður stjarna væntanlegrar teiknimyndar Hilm- ars Sigurðssonar og félaga í Gunhil, teiknaður af Gunnari Karlssyni. inu er að maður kynnist flestum fugl- um Íslands og allir hafa þeir sína þroskasögu. Hver fugl, hver karakt- er sögunnar, er áhugaverður, allt frá versta klisjufugli til besta furðufugls. Sagan fer yfir þessa flóru fuglalífs en missir aldrei sjónar á lóunni litlu sem er aðalpersónan og þroskasaga henn- ar sem er saga okkar allra sem skilj- um ekki þennan valdaheim í kringum okkur og erum bara undirmáls og verðum það alltaf. Lóan fær óvænta hjálp alls staðar að og óvæntar árásir einnig. Þetta er hættulegt líf og við höldum með lóunni sem ákveður að vera ekki vorboði heldur þrauka vet- urinn og vera hér í skítakuldanum allan ársins hring einsog við hin; ætt- um við Íslendingarnir ekki að hafa flogið héðan burt fyrir löngu?    Aðspurður hvað myndin munikosta segir Hilmar að það verði ekki undir 1,3 milljörðum íslenskra króna. „Þetta verður á svipuðu róli og síðasta mynd. Þetta væri ekki hægt nema út af þátttöku annarra þjóða í verkefninu. Hún verður að hluta framleidd í Þýskalandi og að hluta heima á Íslandi. Það fer ekkert á flug nema maður komist í alþjóð- legt samstarf og sölur. Við höfum verið að vinna í verkefninu lengi en eftir að alþjóðlega samstarfið hófst þá fór þetta fyrst af stað fyrir alvöru. Eftir að við kynntum myndina á Cartoon Movies í mars er þetta farið að rúlla. Við munum vonandi ná að frumsýna árið 2015. Þetta var hálf- gerður uppboðsmarkaður núna um helgina og löndin komu í hrönnum til að kaupa myndina. Rússland, Pól- land, Belgía, Holland, S-Kórea, Kína og fleiri – þetta kom bara í „lange ba- ner“. Það var gaman að vera þarna og sjá hana seljast svona snemma í framleiðsluferlinum.“    Aðspurður hvort hann hafi góðareynslu af samstarfi við Þjóð- verjana segir hann að svo sé. „Þjóð- verjarnir eru traustir, standa við sitt og eru eiginlega aldrei í einhverjum skrítnum dílum. Þegar maður er að eiga við menn í anglósaxneska heim- inum þá er alltaf verið að reyna að skvísa einhverjum skrítnum atriðum inn í samningana, eitthvað sem ég hef aldrei upplifað með Þjóðverjun- um. Það er rosalega gott að vinna með þeim.“ Aðspurður hvort þetta sé í fyrsta skiptið sem íslenski fuglinn ló- an sé fluttur út, heldur hann að svo sé ekki. „Hún var grilluð á teini hérna áður fyrr. Og á hinn bóginn er hún alltaf að flytja út á hverju hausti þeg- ar hún bara stingur okkur Íslendinga af. En hún kemur alltaf aftur heim til okkar,“ segir Hilmar. » Þetta var hálf-gerður uppboðs- markaður núna um helgina og löndin komu í hrönnum til að kaupa myndina. Leikhópurinn Lotta frumsýnir nýj- an íslenskan söngleik um tröllskess- una Gilitrutt í Elliðaárdalnum í Reykjavík í dag kl. 18. Líkt og fyrri ár hyggst hópurinn ferðast um landið með sýninguna og sýna hana alls tæplega 70 sinnum undir berum himni á 50 stöðum. Þess má geta að þetta er sjöunda árið sem Lotta ferðast með sýningu um landið. Leikstjóri Gilitruttar er Ágústa Skúladóttir, sem fyrr á leikárinu leikstýrði Dýrunum í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu og Hjartaspöðum í Gaflaraleikhúsinu. Handritið skrif- aði Anna Bergljót Thorarensen, en þetta er þriðja leikritið sem hún skrifar fyrir hópinn. Þau fyrri voru Stígvélaði kötturinn og Mjallhvít. Í Gilitrutt blandar Anna Bergljót saman þremur velþekktum æv- intýrum. „Gilitrutt er tröllskessa og hún er sífellt að reyna að lifa drauminn, að vera ægilega góð í því að vera vond. En Bárður bróðir hennar er sífellt að skemma það fyrir henni með klaufaskapnum og óþolandi góða hjartanu sínu. Kýrin Búkolla og Þóra vinkona hennar búa saman á bænum Bakka þar sem Freyja, móðir Þóru og Þór bróðir hennar gera þeim lífið leitt með yfirgangi og skepnuskap. Geit- urnar þrjár leggja á ráðin um að fara yfir brúna sem Gilitrutt gætir því grasið er svo miklu grænna hin- um megin,“ segir m.a. í kynning- artexta um sýninguna, en þar er tekið fram að sýningin sé fyrir börn á öllum aldri. Í verkinu eru tólf frumsamin lög eftir fjóra höfunda, þ.e. Björn Thor- arensen, Gunnar Ben, Helgu og Baldur Ragnarsbörn. Búningahönn- uður er Kristín R. Berman. Um leikmynd sá Guðjón Þorsteinn Pálmarsson og leikhópurinn, en hann skipa Andrea Ösp Karlsdóttir, Anna Bergljót Thorarensen, Baldur Ragnarsson, Björn Thorarensen, Helga Ragnarsdóttir, Rósa Ásgeirs- dóttir, Sigsteinn Sigurbergsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson og Sumarliði V. Snæland Ingimarsson. Gilitrutt í Elliðaárdalnum Sprellfjörugt Í leikritinu er ævintýrunum um Búkollu, geiturnar þrjár og tröllskessuna Gilitrutt, blandað saman á skemmtilegan og frjóan hátt.  Leikhópurinn Lotta sýnir á 50 stöðum um landið Hljómborðsleikarinn Ray Manzarek, sem stofnaði hina þekktu hljómsveit The Doors ásamt söngvaranum og ljóðskáldinu Jim Morrison árið 1965, lést úr krabbameini í Þýskalandi á mánudag, 74 ára. Manzarek var einn áhrifamesti rokktónlistarmaður sjöunda áratug- arins og ábyrgur fyrir einkennis- hljómi The Doors; hvínandi Hamm- ondorgelinu sem hann notaði til að flúra í dramatískum leik á móti söng Morrisons. The Doors skaut hratt upp á stjörnuhimininn eftir að gítarleikar- inn Robbie Krieger og trymbillinn John Densmore gengu til liðs við Manzarek og Morrison. Á þeim sex árum sem hljómsveitin starfaði seldi hún yfir eitthundrað milljónir hljóm- platna og sló í gegn með lögum sem enn lifa, á borð við „L.A. Woman“, „Love Me Two Times“, „Hello, I Love You“ „Light My Fire“ þar sem Manzarek þykir fara á kostum. Þá hafa lengri ópusar sveitarinnar, „When the Music’s Over“ og „The End“ – lag sem notað var með eftirminnilegum hætti í hápunkti kvikmyndarinnar Apocalypse Now – notið hylli. Eftir dauða Morrison árið 1971 reyndu þre- menningarnir að halda sveitinni á lífi með Manzarek sem söngvara en það gekk ekki vel og héldu þeir fljótlega hver sína leið. Eftir langan sólóferil, þar sem Manz- arek gaf fyrst út hljómplötuna The Golden Scarab árið 1974 og samdi meðal annars tónlist fyrir kvik- myndir, hófu þeir Krieger að leika aftur saman árið 2002 og gerðu það af og til síðasta áratuginn. „Ég gleðst yfir að hafa getað leik- ið Doors-lög með honum síðasta ára- tuginn. Ég mun alltaf sakna hans,“ segir í yfirlýsingu Kriegers þar sem hann harmar andlát vinar síns og hljómsveitarfélaga. Manzarek, hljómborðs- leikari The Doors, látinn Ray Manzarek opnum á nýjum stað í júní H Ú S G Ö G N Verslun okkar er opin: Virka daga kl.9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Patti verslun I Dugguvogi 2 I Sími: 557 9510 I vefsíða www.patti.is Fjarstýringa vasar verð2.500áður 4.900 Sófaborð verð frá12.000áður 44.900 Hornsófi verð119.450áður 238.900 Heilsukoddar verð2.900 áður 6.000 Baststólar verð frá5.000 áður 25.000 Sjónvarpsskápar verð frá23.640áður 59.900 opnum kl.9 sýningareintök og útlitsgallaðar vörur með allt að 90% afslætti fystir koma fyrstir fá Leður sófasett 311 verð 149.000 áður 558.800 Tungusófi verð 50.000 áður 251.400 2 stk 1 stk 60%-20% -30%-90% -10% -50% 40% Allt verður að seljast vegna flutninga RýmingaRsala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.