Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/G. Rúnar Barátta Á strandhandboltamótinu í Nauthólsvík er oft tekist hart á. Haraldur segir andann á mótinu þó alltaf skemmtilegan og allt enda vel. in fyrir mjög falleg mörk. Það hef- ur verið góð blanda af hand- boltamönnum og dómurum úr efstu deildum handboltans sem hafa dæmt á mótinu þannig þetta fer allt vel fram,“ segir Haraldur. „Þetta er alltaf niðri í Naut- hólsvík, þau eru alltaf tilbúin til að leyfa okkur að vera þar með allt þetta brask. Þetta hlýtur að trekkja að, það er alltaf troðið þarna á meðan á mótinu stendur. Við höfum verið heppnir hingað til með veður, ég held að það hafi ver- ið sól öll árin. Það hlýtur að halda áfram,“ segir kappinn. Ekkert sumarfrí „Davíð vill láta hlutina gerast og er góður í því. Ég hafði alltaf verið að pæla í þessu og hann ýtti þessu af stað með mér. Ég sé um handboltaliðinn og hann sér um allt hitt. Það er náttúrlega mikil vinna í kringum þetta. Það þarf að ferja allt dótið niður í fjöru auk þess sem það er alltaf stór veisla um kvöldið. Það þarf líka að setja upp mörkin, völlinn og auglýs- ingaskiltin. Ölgerðin hefur verið þarna með okkur og séð um drykki. Síminn hefur síðan séð um verðlaunin,“ segir Halldór. Hann segir þá félagana ekki vera í þessu til að koma út í gróða enda sé eig- inlega allt gert í sjálfboðavinnu. „Þegar sumarið kemur fer fólk að hafa samband, athuga hvort það verði ekki alveg örugglega mót í ár. Þannig að við erum eiginlega svona fastir í þessu, við fáum eig- inlega ekkert sumarfrí,“ segir Har- aldur en hann kveðst mögulega taka sér frí frá mótshaldi á kom- andi árum. Reyndir kappar inn á milli „Það skemmtilega við þetta er að það eru bæði karla- og kvenna- lið auk þess sem það eru blönduð lið. Þetta er allt sett í pott og dreg- ið í riðla. Inni á milli er auðvitað handboltafólk og þar á meðal at- vinnumenn. Það er engu að síður öll flóran þarna, margir þarna hafa aldrei spilað handbolta. Mótið hef- ur þó oftast endað á úrslitaleik milli handboltamanna. Það fá þó allir að minnsta kosti fjóra leiki og flestir fimm eða sex,“ segir hann. Hann segir nokkur lið í keppninni í ár sigurstrangleg. „Það er til dæmis eitt lið sem kallar sig Elítan sem er búið að vinna núna tvö ár í röð. Í fyrra voru það handboltamennirnir Bjarki Már Elísson, Ólafur Gúst- afsson, Daníel Berg Grétarsson og fleiri góðir sem skipuðu það lið. Þeir eru búnir að skrá sig en ég vona að þeir vinni ekki í ár,“ segir Haraldur sposkur. „Svo veit maður aldrei hverjir poppa upp í liðunum. Ólafur Stef- ánsson hefur til að mynda verið með, hann er náttúrlega á landinu núna þannig að hann hlýtur að láta sjá sig. Ég bind miklar vonir við eitt lið í keppninni í ár en það eru strákar úr Fram sem eru að leggja skóna á hilluna með Sigurð Egg- ertsson, Jóhann Gunnar Einarsson og fleiri innanborðs,“ segir Har- aldur en hann spilaði einmitt með nýkrýndu Íslandsmeistaraliði Fram á síðasta tímabili. Stefnt á Evrópumót „Það er að sjálfsögðu mikið keppnisskap í mönnum. Þetta byrj- ar alltaf voða sakleysislega og allir sprækir og kátir. Þegar líða tekur á mótið er aftur á móti alveg ljóst að mönnum er ekkert sama. Ég tala nú ekki um úrslitaleikinn. Þetta er mikil barátta í lokin,“ seg- ir Haraldur. Hann segir tengsl sín við handboltann hjálpa mikið til við skipulagningu mótsins. „Ég þekki náttúrulega vel til í handboltaheiminum og HSÍ hefur hjálpað okkur mikið. Þeir redda okkur boltum, mörkum, búningum fyrir dómara og þess háttar. Við höfum fundað með HSÍ og þau eru spennt að taka yfir þetta. Þau vilja hinsvegar að við verðum þá í ein- hverri nefnd sem heldur utan um mótið en við erum að reyna að koma einhverjum öðrum inn í þetta svo við getum slakað aðeins á. Tíu ár í röð er ágætis tími þó þetta sé alltaf mjög skemmtilegt. Draum- urinn er náttúrlega að HSÍ komi inn í þetta að fullum krafti og velji svo lið til að fara út og keppa fyrir Íslands hönd á Evrópu- eða Norð- urlandamóti,“ segir Haraldur að lokum og ljóst að strandhandbolt- inn er kominn til að vera. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013 Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Sími: 564 4700 Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 VINSÆLASTA RJÓMATERTAN Í 45 ÁR fæst hjá Reyni bakara Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar verður haldin hátíðleg um næstu helgi en þetta er stærsta verkefni Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands á ári hverju. Sumarhá- tíðin er alhliða íþróttahátíð þar sem keppt er í ólíkum íþróttagreinum á milli ára. „Nettómótið í frjálsum er reyndar fastur liður hjá okkur. Þetta er héraðsmótið okkar. Eskjumótið í sundi er líka að festa sig í sessi og í ár verður líka keppt í strandblaki, botsía og borðtennis,“ segir Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA. Keppt er í öllum flokkum og sker þetta mót sig eflaust svolítið úr hvað varðar góða þátttöku fullorðinna. „Það ræður svolítið úrslitum hvaða íþrótt er vinsæl hverju sinni hvaða íþróttagreinum er keppt í. Það er mikil blakmenning á Austurlandi og spilað blak í hverju byggðarlagi. Þar af leiðandi hentar strandblakið mjög vel og eins líka af því að það eru bara tveir í hverju liði,“ segir Gunnar. Botsíamótið er opið og keppa allir saman en mikil ánægja hefur verið með það undanfarin ár. Rykið hefur verið dustað af borðtennisíþróttinni þar sem ekki hefur verið keppt í henni í þónokkur ár. Austfirðingar flykkjast alla jafna á þessa hátíð en í ár eru þegar skráðir um 200 keppendur í frjálsum. „Um nítíu prósent þátttakenda eru Aust- firðingar og svo eru einhverjir Norð- lendingar, Hornfirðingar og fólk sem á hér leið um að detta inn í þetta hjá okkur,“ segir Gunnar. Sumarhátíð á Egilsstöðum Þrístökk Helga Jóna Svansdóttir. Héraðsmót í frjálsum Heilsudrekinn er kínversk heilsu- lind í Skeifunni þar sem bæði er hægt að nálgast dekur og kín- versk æfingakerfi. Þar á meðal er boðið um á Qi gon sem er æva- fornt æfingakerfi frá Kína. Stór hópur Íslendinga hefur tileinkað sér þetta æfingaform og stundar það reglulega. Dagana 18.-21. júlí verður kynn- ingarnámskeið á Qi gong hjá Heilsudrekanum. Nafn æf- ingakerfisins segir að einhverju leyti fyrir hvað það stendur en Qi stendur fyrir lífskraft og gong ná- kvæmar æfingar. Þeir sem hafa stundað þetta vilja meina að vel- líðan og lífsþróttur aukist og að æfingarnar dragi úr þrálátum sársauka. Eins hefur verið sagt að með sérstökum öndunaræfingum megi ná fram betra blóðstreymi og draga úr spennu. Þeir sem eru forvitnir fá í það minnsta tækifæri núna til að svala forvitninni. Nán- ari upplýsingar má finna á heilsu- drekinn.is. Ævaforn hugmyndafræði hjá Heilsudrekanum Kynningarnámskeið á æfingakerfi Qi gong Fornt æfingakerfi Íslendingar heillast af þessari 5.000 ára gömlu íþrótt. Qi gong Qing sýnir listir sínar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.