Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Viðskiptabankar og sparisjóðir lán- uðu 2,232 milljarða í verðtryggð íbúðalán í maí borið saman við 2,027 milljarða í óverðtryggð íbúðalán í maí. Við þetta bætast verðtryggð íbúðalán Íbúðalánasjóðs og lífeyris- sjóðanna og eru verðtryggð lán því aftur orðin algengustu lánin á íbúða- markaði eftir tímabundið skeið í kjöl- far efnahagshrunsins þar sem óverð- tryggðu lánin voru algengari. Fyrstu fimm mánuði ársins lánuðu viðskiptabankarnir og sparisjóðirnir út 6,88 milljarða í verðtryggð íbúða- lán en 10,18 milljarða í óverðtryggð íbúðalán. Til samanburðar lánuðu líf- eyrissjóðirnir út 3,3 milljarða í verð- tryggðum íbúðalánum á fyrstu fimm mánuðum ársins. Til viðbótar lánaði Íbúðalánasjóður út 3,58 milljarða af verðtryggðum lánum á sama tímabili og eru samanlögð verðtryggð íbúða- lán því um 13,8 milljarðar á fyrstu fimm mánuðum ársins. Er veltan af verðtryggðum íbúðalánum því orðin meiri en af óverðtryggðum. Alls stóðu óverðtryggð íbúðalán hjá bönkum og sparisjóðum í 120,7 milljörðum í lok maí á þessu ári en verðtryggð íbúðalán í 256,2 millj- örðum. Höfðu óverðtryggðu lánin þá aukist um 22,3 milljarða síðan í maí 2012 en verðtryggðu lánin um 22 milljarða króna. Ný verðtryggð íbúðalán í fyrra voru 30,2 milljarðar en ný óverð- tryggð íbúðalán 35,9 milljarðar, sam- kvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands en ofangreindar tölur um lánaflokkana tvo eru fengnar frá sér- fræðingi bankans. Kjörin voru óvenju góð Að sögn Gústafs Steingrímssonar, sérfræðings hjá Landsbankanum, voru kjörin á nýjum óverðtryggðum húsnæðislánum í upphafi síðasta árs óvenju góð. Raunvextir á þeim hafi verið talsvert lægri en af sambæri- legum verðtryggðum lánum, miðað við verðbólguna á þeim tíma. „Svo virðist sem bankarnir hafi farið í ákveðið markaðsátak í þessum flokki lána og þess vegna verðlagt þau með þessum hætti. Einnig kunna bank- arnir að hafa viljað auka lánsfjáreftir- spurn á húsnæðislánum en þeir hafa upplifað almennt fremur litla lánsfjáreftirspurn á síðustu miss- erum,“ segir Gústaf. Ekki lengur afgerandi Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir veru- lega hafa dregið saman milli verð- tryggðra og óverðtryggðra íbúðalána á markaðnum. „Það sem hefur breyst er að óverð- tryggðu lánin eru ekki nær einu lánin sem eru lánuð út eins og var á tíma- bili eftir hrun. Á tímabili voru neyt- endur nær einvörðungu að taka óverðtryggð lán en nú taka menn líka verðtryggð lán. Ég held að það teng- ist ekki aðeins kjörunum sem slíkum. Þetta tengist líka umræðunni. Eftir hrunið var mjög neikvæð umræða um verðtryggð lán. Menn hafa áttað sig á að óverðtryggðu lánin fela líka í sér áhættu.“ Vextirnir haldist óbreyttir – Hver má ætla að þróun verð- bólgu og vaxta verði í bráð? „Við spáum því að vextir Seðla- bankans haldist óbreyttir út árið en hækki í tveim lotum um samtals 0,5 prósentur á næsta ári. Við erum held- ur svartsýnni á þróun verðbólgunnar en Seðlabankinn til lengri tíma. Við teljum að krónan muni veikjast í haust, þrátt fyrir yfirlýsta stefnu Seðlabankans um að halda krónunni þar sem hún er nú [innsk., þ.e. að gengi krónu haldist á sama bili]. Þá koma til kjarasamningar í haust en þar teljum við að séu miklar vænt- ingar um bæði launahækkanir og að- komu ríkisvaldsins, til dæmis með skattalækkunum. Við þetta bætast kröfur um eftirgjöf af skuldum heim- ilanna sem gætu orðið verðbólguvald- ur, jafnvel áður en að henni kemur í gegnum væntingar. Við spáum því að verðbólgan verði á milli 3-4% næstu tvö árin,“ segir Ingólfur um horfurnar í hagkerfinu á næstu misserum. Að sögn Hafsteins Gunnars Haukssonar, sérfræðings hjá grein- ingardeild Arion banka, hefur greiðslubyrði lána mikið að segja þegar neytendur ákveða hvort þeir velji verðtryggð eða óverðtryggð lán. „Það getur munað svo miklu á verð- tryggðum og óverðtryggðum lánum,“ segir Hafsteinn Gunnar. Má í þessu samhengi benda á að á vef Arion banka eru tekin dæmi af greiðslubyrði 20 milljóna króna láns af fasteign sem kostar 25 milljónir króna. Afborganir af óverðtryggðu 20 milljóna króna láni eru 127.864 krón- ur á mánuði en 86.425 af verðtryggðu láni fremst á lánstímanum. Í samningslok hefur verið greidd 61.374.601 króna af óverðtryggða lán- inu en 36.408.605 krónur af verð- tryggða láninu. Skal tekið fram að ekki er reiknað með verðbótum vegna verðtryggingar af verðtryggða láninu og telst það ekki raunhæft í ljósi reynslunnar. Bára Mjöll Þórðardóttir, sérfræð- ingur á samskiptasviði Arion banka, segir greiðslubyrðina vega þungt. Blanda saman lánakostum „Þegar bankinn hóf að bjóða óverð- tryggð íbúðalán í september 2011 tók mikill meirihluti lántaka slík lán. Hlutfallið milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána hefur hins vegar verið að breytast jafnt og þétt og nú er svo komið að um helmingur lán- takenda velur verðtryggð lán. Það er einnig mikið um það að fólk velji blönduð íbúðalán, en þá er hluti þeirra verðtryggður og hluti óverð- tryggður. Það er ekki hægt að alhæfa um af hverju þessi þróun á sér stað en líklegt er að hærri vextir hafi áhrif þar sem þeir hafa áhrif á greiðslu- byrði lánanna.“ Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði hjá Háskóla Íslands, segir verð- tryggð lán bjóða upp á þann hvata að gera lántakendum kleift að kaupa stærra húsnæði en hærri greiðslu- byrði óverðtryggðra lána leyfi. „Krafa verðtryggðra skuldabréfa hefur lækkað síðustu misserin. Skuldabréfaútboð bankanna hafa gengið mjög vel, þ.e. sértryggð útboð með veðum í fasteignum. Það hefur haft í för með sér að viðmiðunarvextir bankanna hafa lækkað,“ segir Ásgeir og bendir á að greiðslubyrði óverð- tryggðra lána sé mun þyngri en verð- tryggðra. „Það er meiri hvati fyrir fólk að taka verðtryggð lán, enda get- ur það m.a. keypt stærra húsnæði með þeim,“ segir Ásgeir sem bendir á að deyfð yfir hagkerfinu í fyrravetur og væntingar um að Seðlabankinn hækki ekki vexti í bráð eigi þátt í að langtímavextir fari lækkandi. „Það kæmi mér ekki á óvart að bankarnir myndu bæta kjör sín til fólks síðar á árinu. Vextir hafa sjald- an eða aldrei verið jafn lágir og núna. Verð á fasteignamarkaði veltur á ýmsum þáttum og skiptir lágt vaxta- stig þar miklu. Kjörin til að fjár- magna íbúðakaup eru virkilega góð. Það er hins vegar mikil skuldsetning í hagkerfinu og tekjur fólks hafa staðið í stað. Það heldur aftur af frekari bata á fasteignamarkaði.“ Verðtryggð íbúðalán aftur algengust  Eru komin fram úr óverðtryggðum lánum  Sérfræðingar segja minni greiðslubyrði eiga þátt í að neytendur velji verðtryggð lán  Margir kjósa blöndu af verðtryggðum og óverðtryggðum lánum Útlán banka og sparisjóða til heimila síðustu 18 mánuði 700.000 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 0 des.´11 maí.´13 Alls heimili Alls heimili – íbúðalán Óverðtryggð skuldabréf heimili Óverðtryggð skuldabréf heimili – íbúðalán Verðtryggð skuldabréf heimili Verðtryggð skuldabréf heimili – íbúðalán Heimild: Seðlabanki ÍslandsTölur eru í milljónum króna 535.928 302.687 287.141 218.257 140.066 79.548 616.887 378.607 327.507 256.208 187.917 120.732 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013 Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is tilbúnar í pottinn heima Fiskisúpur í Fylgifiskum Verð 1.790 kr/ltr Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér. Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram. Hvað þarftu mikið? Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann Háskóli Íslands og Kaliforn- íuháskóli í Santa Barbara (UCSB), hafa endurnýjað samstarfssamning sinn. Fram kemur í tilkynningu frá HÍ að skólarnir tveir hafi upphaflega gert með sér samstarfssamning ár- ið 2000 og sá samningur verið end- urnýjaður árið 2006. Samningurinn var sá fyrsti sem UCSB gerði við erlendan háskóla og kveður m.a. á um starfsmanna- og nemendaskipti auk rannsóknasamstarfs. Um 60 nemendur HÍ hafa tekið hluta af námi sínu við UCSB og sumir þeirra stundað framhaldsnám við skólann í kjölfarið. Þá hafa margir akademískir starfsmenn Háskóla Íslands dvalið við UCSB við rann- sóknastörf. Á móti hafa nemendur og kennarar frá UCSB dvalið við Háskóla Íslands, flestir við jarðvís- indadeild. Samningurinn nú er til 10 ára og við hann eru viðaukar sem snúa að samstarfi einstakra fræðasviða. Undirskrift Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, og Björn Birnir, prófessor við UCBS. Nýr samningur við Kaliforníuháskóla Ráðstefna Al- þjóðasambands esperantista verður í Hörpu í Reykjavík dag- ana 20.-27. júlí. Samkvæmt upplýsingum frá Hörpu koma rúmlega 1.000 manns á ráð- stefnuna og margir koma til Íslands ásamt fjölskyldum sínum og framlengja dvöl sína hér á landi. Tungumálið esperanto var fyrst kynnt fyrir 125 árum og er nú orðið eitt þeirra 100 tungu- mála sem mest eru notuð af þeim 6.800 tungumálum sem töl- uð eru í heiminum um þessar mundir. Esperantistar á ráðstefnu í Hörpu Ráðstefnan verður í Hörpu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér ályktun þar sem for- dæmd er sú ákvörðun sjávarútvegs- ráðherra, að minnka hvalaskoð- unarsvæðið í Faxaflóa. Er þess krafist, að svæðið verði nú þegar fært til fyrra horfs. Svæðið var stækkað með reglu- gerð nú í maí en með nýrri reglu- gerð í síðustu viku var svæðið minnkað að nýju. Bannsvæði hval- veiða verði stækkað STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.