Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013 Byggingav örur - byg gingatækn i I I Gylfaflöt 3 | 112 Reykjavík | Sími 533 1600 | aseta@aseta.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég leik nokkur öndvegisverk frá 20. öld fyrir óbó og enskt horn,“ segir Matthías Birgir Nar- deau. Hann kemur einn fram á fyrstu sum- artónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar að þessu sinni, en þeir hefjast klukkan 20.30 í kvöld, þriðjudag. Er þetta í 25. skipti sem boð- ið er upp á sumartónleikaröðina í safninu en alls eru níu tónleikar á dagskránni í sumar. Á efnisskrá Matthíasar eru meðal annars verkin Six metamorphoses after Ovid eftir Benjamin Britten og Cinq pièces pour le hautbois eftir Antal Dórati, og tvö verk eftir Eliot Carter. „Frá 20. öld er til nokkuð af tón- list fyrir óbóið eitt og sér,“ segir Matthías. „Á þessum tíma urðu til mun fjölbreytilegri verk fyrir hljóðfærið en áður, og þau voru ekki leng- ur bundin við fantasíu- eða sónötuform. Hljóð- færið tók út mikinn þroska á þessum tíma.“ Hann segir verkin vera fjölbreytileg og stíl- brigðin ólík; tvö verkanna eru rómantísk í sér en önnur „nútímalegri“. „Þetta er ekki nein hvunndagstónlist hér á landi, verkin heyrast ekki oft,“ segir Matthías. Hann sótti um að taka þátt í sumartónleika- röðinni eftir að hafa hugleitt um skeið að koma fram með einleiksverk. „Það er spennandi að upplifa það að koma einn fram. Píanóleikarar og margir fiðluleikarar þekkja þetta vel; það er spennandi að takast á við þetta. Ég vissi að verk Brittens og Dórati yrðu grindin en svo reyndi ég að finna önnur skemmtileg og spennandi verk sem stæðu vel með þeim.“ Elsta röðin af þessu tagi í Reykjavík „Þetta er elsta tónleikaröðin af þessu tagi í Reykjavík,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir fiðlu- leikari, sem er listrænn stjórnandi sumartón- leikanna í Listasafni Sigurjóns. „Þegar við byrjuðum með tónleikana var ekkert slíkt um að vera í Reykjavík yfir sumartímann. Við fór- um af stað með þá þegar safnið opnaði.“ Hún svarar játandi spurningunni hvort það hafi ekki krafist mikils tíma og orku að halda tónleikaröðinni gangandi í aldarfjórðung. „En þetta hefur jafnframt verið góð kynning fyrir safnastarfið, því með tónleikahaldi fáum við inn marga gesti sem ella hefðu ekki komið í safnið. Með því að koma á tónleika upplifir fólk staðinn, tónlist og myndlist, og einnig um- hverfið hér í Laugarnesinu,“ segir Hlíf. Hún er dóttir Sigurjóns myndhöggvara og hefur ann- ast val listamanna sem koma fram á tónleika- röðinni, ásamt móður sinni, Birgittu Spur, og eiginmanni sínum, Geirfinni Jónssyni. Rekstrarumhverfi safnsins hefur breyst, þar sem það er ekki lengur sjálfstæð stofnun heldur hluti af Listasafni Íslands. Hlíf segir að fjölskyldan hafi rætt um framhaldið og ákveð- ið að standa að minnsta kosti að sum- artónleikaröð nú í sumar, í 25. skipti. Ábyrgðarhlutverk að velja flytjendur „Vitaskuld þurfum við að spyrja okkur hvort það sé þörf fyrir tónleikaröð sem þessa og hvort hægt sé að afla styrkja til að standa fyrir þeim,“ segir Hlíf og segir að fjöldi umsókna sýni að þörfin sé til staðar en hins vegar reyn- ist erfitt að afla fjár – það hafi verið ákveðið áfall hve fáir tóku undir styrkbeiðnir. „Okkur er annt um þessa dagskrá. Þetta er fastur liður í starfsemi safnsins. Í fyrra bárust 52 umsóknir um tónleika en 51 að þessu sinni; þeim fækkar því ekki þrátt fyrir aukið fram- boð húsnæðis. Allt er þetta frambærilegt lista- fólk og því mikið ábyrgðarhlutverk að velja flytjendur,“ segir Hlíf og tekur fram að þau hafi góða yfirsýn yfir það hverjir hafa komið fram á liðnum árum og reyni að gefa sem flest- um tækifæri. „Tónleikarnir eru samstarfsverkefni safns- ins og flytjenda. Þetta er lítill salur og því er kammermúsík í fyrirrúmi. En þetta eiga að vera tónleikar fyrir alla. Við viljum halda verði aðgöngumiða niðri þannig að ekki sé meira mál að fara á tónleika en í bíó,“ segir Hlíf. Að viku liðinni verður Peter Máté píanóleik- ari með einleikstónleika, 23. júlí koma Sólveig Samúelsdóttir messósópran og Héctor Eliel Márquez Fornieles píanóleikari fram, viku síð- ar Hulda Jónsdóttir fiðluleikari og koll af kolli. 27, ágúst kemur Hlíf sjálf fram á loka- tónleikum raðarinnar í ár, ásamt píanóleik- aranum Joshua Pierce. Þau flytja fjórar són- ötur eftir Mozart og bæta um betur með aukatónleikum sunnudaginn 3. september og leika þrennar sónötur til. Þau munu síðan hljóðrita allar sónöturnar til útgáfu. Sumartónleikar í 25 ár Morgunblaðið/Rósa Braga Blásarinn „Það er spennandi að upplifa það að koma einn fram,“ segir Matthías Birgir Nardeau sem leikur einleiksverk frá 20. öld fyrir óbó og enskt horn á tónleikum í kvöld.  Matthías B. Nardeau með einleikstónleika í Listasafni Sigurjóns Sirkushátíðin Volcano virðist falla landanum vel í geð. Hátíðin var sem kunnugt er sett 4. júlí sl. og fyrstu sýningarhelgina lögðu um sjö þúsund gestir leið sína í sirk- usþorpið í Vatnsmýrinni og keyptu miða á sirkussýningarnar. Í dag eru sýndar alls níu sýn- ingar, sú fyrsta hefst kl. 12 og sú seinasta kl. 22. Sýningarnar í sirk- usþorpinu eru Circus curious, Bastard með Cirkus Xanti, S.I.R.K.U.S. með Sirkus Ísland, Animal Religion, Pluto Crazy með Cirkus Xanti og Sirkus Aikimoi- nen og Pain Solutin auk þess sem Cirkus Cirkör sýnir Wear it like a Crown í Borgarleikhúsinu. „Sýn- ingarnar eru mjög fjölbreyttar en henta allar stórfjölskyldunni,“ seg- ir m.a. í tilkynningu frá Norræna húsinu. Allar nánari upplýsingar um dagskrá og sýningar hátíðarinnar má nálgast á vef Norræna hússins (nordice.is), en miðasala er á midi- .is. Lokadagur hátíðarinnar er á sunnudaginn kemur. Uppistandssirkussýning Úr sýningu Tumble Circus sem sýnd er í Vatns- mýrinni. Um er að ræða nokkurs konar uppistandssirkussýningu. Sirkussýningar frá morgni til kvölds Hljómsveitin Grísa- lappalísa sendir á morgun frá sér sína fyrstu plötu og nefn- ist hún Ali. Sveitina skipa þeir Gunnar Ragnarsson og Bald- ur Baldursson. „Það má kalla Ali svokallaða þemaplötu (e. concept-album) þar sem textalegur þráður milli laganna er mjög sterkur; platan er nokkurs konar rússíban- aferð þar sem hlustandi fylgir örvænting- arfullum og svolítið hættulegum sögumönnum í dimm húsaskot borgarinnar í leit að tilgangi, ástinni og fyrst og fremst Lísu sem þeir ákalla í hvívetna á leið sinni,“ segir m.a. í tilkynningu. Grísalappalísa sendir frá sér Ali Þemaplata Besta tilboðið, ný kvikmynd Giuseppe Tornatore sem hlaut heimsfrægð fyrir Ci- nema Paradiso, hreppti sex Silfurborða og var þar á meðal valin besta myndin á 67. Nastri d’Argento- kvikmyndahátíðinni á Ítal- íu. Ítalskir blaðamenn kjósa verðlaunahafa í þessari elstu kvikmyndasamkeppni Evrópu. Ennio Morricone var verðlaunaður fyrir tónlistina við myndina. Geoffrey Rush fer með aðalhlutverkið en hlaut ekki verðlaun fyrir besta leik, heldur Aniello Arena fyrir Raunveruleikann. Kvikmynd Tornatores sigursæl Sex Silfurborðar Ennio Morricone Gegnum tíðina hafa hugsjónamenn af ýmsu tagi fengið útrás fyrir gremju sína á listaverk- um, eða hafa eyðilagt verk til að vekja athygli á einhverjum málstað. Verk hafa verið skorin, brennd og jafnvel sprengd. Í Tate-safninu í London opnar í haust sýning á slíkum verkum, þar sem skemmdirnar hafa ekki stafað að tilviljana- kenndri skemmdarfýsn heldur verið tæki til að þjóna markmiðum. Meðal verkanna eru Kriststytta sem var illa leikin af siðbótar- mönnum á 16. öld. Óvenjuleg sýning í Tate Skemmd listaverk Skemmd Illa leikin Kristsmynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.