Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013 ✝ Ragnar LúðvíkJónsson fædd- ist í Borgarnesi 20. desember 1920. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vesturlands, Akra- nesi, 28. júní 2013. Hann var sonur hjónanna Jóns Þor- steinssonar, f. 20. júní 1885, d. 24. júlí 1971 og Elínar Jónsdóttur, f. 31. mars 1890, d. 19. maí 1982. Systkini hans voru Ragnheiður, f. 21.3. 1919, d. 25.3. 1920, og Halldóra Jóna, f. 17.10. 1922, d. 12.3. 2010. Eftirlifandi eiginkona Ragn- ars er Anna Guðrún Georgsdótt- ir, f. 21. mars 1929. Þau gengu í hjónaband 22. júlí 1951. Börn: þeirra eru 1) Rúnar, kvæntur Dóru Axelsdóttur, þau eiga syn- ina; a) Ragnar Lúðvík, í sambúð með Ólöfu Jónu Sigurjóns- dóttur, þau eiga börnin Rúnar Loga og Margréti Dóru. Fyrir átti Ólöf dæturnar Ósk Sig- urrósu og Sóleyju Maríu Ágústs- börn eru Kolfinna og Gísli. b) Ól- ína Jóhanna, gift Jóhannesi Ás- björnssyni. Dætur þeirra eru Sóley og Elín Þóra. c) Rúrik. 4) Jón Georg, í sambúð með Helgu Ingibjörgu Kristjánsdóttur. Jón Georg var kvæntur Ásdísi Helgadóttur, synir þeirra eru Ragnar Lúðvík og Arnar Helgi. Dóttir Helgu Ingibjargar er Ell- en Geirsdóttir. 5) Ragnheiður Elín, í sambúð með Birni Yngva Sigurðssyni. Synir þeirra eru a) Björn Ólafur, b) Benedikt Árni og c) Ragnar Friðrik. Ragnar ólst upp í Borgarnesi, þar sem hann átti heima alla ævi. Hann var ungur sendur í sveit á sumrin og lærði snemma að vinna. Ragnar vann við vega- gerð og við bifreiðaakstur. Hann lærði bifvélavirkjun og stofnaði Bifreiða- og járn- smíðaverkstæði í Borgarnesi ásamt vini sínum Kjartani Magnússyni. Ragnar var félagi í Stangaveiðifélagi Borgarness. Hann var mikill og góður söng- maður. Söng m.a. í Hörpukv- artettinum og Kirkjukór Borg- arness. Ragnar var félagi í Hestamannafélögunum Faxa og Skugga. Útför Ragnars Lúðvíks fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 9. júlí 2013, og hefst athöfnin klukkan 14. dætur. b) Axel, í sambúð með Huldu Guðrúnu Karls- dóttur, þau eiga dótturina Emblu Móheiði. 2) Steinar, í sambúð með Jón- ínu Númadóttur. Steinar var kvænt- ur Jófríði Sigfús- dóttur, þau eiga börnin: a) Bylgju Dögg, gifta Finn- boga Jörgensyni, þeirra börn eru; Hanna Björg, Karen Ýr og Steinar Örn. b) Sigfús, í sambúð með Tinnu Marínu Jónsdóttur. c) Elínu Önnu, gifta Sólmundi Hólm Sólmundarsyni, þau eiga synina Matthías og Baldvin Tómas. d) Guðrúnu Selmu. Steinar og Júlíana Þorvalds- dóttir eiga soninn Þorvald Má, kvæntan Ragnhildi Ingunni Jónsdóttur, þau eiga börnin Anítu Fönn, Guðmund Víði og Guðbjörgu Júlíönu. 3) Þóra, gift Gísla Kristóferssyni. Börn þeirra eru; a) Georg, í sambúð með Júlíu Egilsdóttur, þeirra Í fyrsta skipti sem ég hitti tengdaföður minn verð ég að við- urkenna að ég var dálítið stress- uð. Ég var að sjálfsögðu búin að heyra mikið um ættarhöfðingj- ann, vissi að hann var kominn fast að níræðu og mikill persónu- leiki. Kannski var ég ekki alveg viss hvernig hann myndi taka mér svona nýrri í fjölskyldunni. Um leið og ég hitti Ragnar hurfu allar áhyggjur. Við hittumst fyrst á „Tottenham-mótinu“ og vorum bæði að fylgjast með fjölskyld- unni sprikla í fótbolta í íþrótta- húsinu í Borgarnesi. Hann bauð mér höndina, brosandi sínu glettna brosi, skutlaði svo myndavélinni sinni í höndina á mér og bað mig vinsamlegast að mynda atburðinn, vélin væri með einhverja stæla við sig. Þar með var þetta komið og mér þótti strax undur vænt um Ragnar. Hann var magnaður. Háaldraður var hann, en einhvern veginn gleymdist það oft þegar vísurnar og sögurnar ultu upp úr honum og þjóðmálin voru rædd í þaula. Hann var líka svo einstaklega unglegur og hnarreistur. Við urð- um stundum samferða milli Borgarness og Reykjavíkur. Það eru eftirminnilegar ferðir. Við ræddum mikið um bíla, þónokkuð um hross, örlítið um pólitík og svo bara um allt annað. Því miður náðum við Ragnar ekki að vera samferða nema í örfá ár, en þrátt fyrir það á hann stóran stað í hjarta mínu. Eftirlifandi eigin- kona hans, hún Gunna, börnin þeirra og allir afkomendur eru einstakt fólk, samheldin og ein- læg. Það er klárt að í fjölskylduna er stórt skarð höggvið þegar Ragnar nú hefur kvatt hópinn sinn. Minningin lifir um glæsileg- an og mikinn mann. Takk fyrir samveruna elsku tengdapabbi. Helga Ingibjörg Kristjánsdóttir. Elsku besti afi minn. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hversu mikil forrétt- indi og hversu þakklát ég er að hafa átt þig að. Það er alltaf erfitt að kveðja og söknuðurinn sár en góðar minn- ingar ylja manni og gleðja hjart- að. Minningarnar á Böðvarsgöt- unni eru ótal margar. Alltaf þótti mér jafn gaman að koma og horfa á gömul áramótaskaup, leikrit Davíðs Oddssonar og allskonar skemmtilegt sem amma og afi lumuðu á. Hlýjan og notalegheit- in hafa alltaf verið allsráðandi. Ég veit þú átt eftir að fylgjast vel með okkur öllum áfram. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á að vita hvað maður væri að bralla og hvernig gengi. Að lokum vil ég lofa þér einu sem ég veit að mun gleðja þig – næst þegar ég festi kaup á bíl, verður það Skoda, það þýðir ekk- ert annað. Ég elska þig afi minn og mun taka þig með mér hvert sem ég fer í hjarta mínu. Þín alltaf, Guðrún Selma Steinarsdóttir. Það kom að því að hann gaf sig þessi stórvinur minn og afi. Hann var úr stáli, gegnheill, með hjarta úr skíra gulli. Líklega herti hann sjálfur í sig stálið á Bifreiða- og járnsmíðaverkstæðinu en ekki veit ég nákvæmlega hvaðan hjartað kom. Mögulega að gjöf frá foreldrum hans, mögulega frá ömmu eða þeim öllum. Afi var gæfu- og vinnusamur og gerði sitt til þess að búa fjöl- skyldu sinni gott og öruggt heim- ili. Bæði að Borgarbraut og seinna að Böðvarsgötu, þangað sem við afkomendur hans höfum sótt í að koma í heimsókn og til dvalar í lengri eða skemmri tíma. Enda á fáa staði betra að koma en til ömmu og afa á Böðvarsgöt- una. Auk þess að stunda sína vinnu af dugnaði og alúð hafði afi sér- staka unun af hestamennsku og því sem henni fylgir og átti hann að mínu viti marga góða reið- hesta um dagana. Við barnabörn- in, a.m.k. þau eldri, höfum átt ómetanlegar stundir með afa og ömmu í hesthúsinu og í útreiða- túrum. Það er í raun stórmerki- legt og langt í frá sjálfsagt hvað afi nennti að hafa mann hangandi í sér öllum stundum. Það var al- veg sama hvort hann var að vinna á verkstæðinu, fór í útreiðartúr eða annað ferðalag, í heyskap, að renna fyrir lax eða silung, að vitja um netin, að gá að hrossunum, að brasa í bílskúrnum eða hvað ann- að sem hann tók sér fyrir hendur. Og alltaf lagði hann sig fram um að við sem vorum með honum, oft við frændur Ragnar Lúðvík, Axel og Sigfús, myndum njóta þess sem stundað var hverju sinni. Það má segja að afi hafi geng- ið, riðið og ekið lífsins götu með hæstu einkunn fyrir fegurð í reið. Glæsilegur og aðsópsmikill í framgöngu, háreistur, með hreyfingar léttar og fjaðurmagn- aðar, frábært fas og hærður eins og best verður á kosið. Líklega verður þó seint sagt að hann hafi verið þjáll í beisli. Ég vil þakka afa fyrir að hafa reynst mér mun betur en gott þykir í einu og öllu og fyrir ein- staka hjálpsemi og velvild í minn garð. Það hefur verið ómetanlegt að fá að fylgja afa síðustu 35 árin við leik og störf. Við Júlía, Kolfinna og Gísli vottum ömmu og öðrum aðstand- endum, okkar innilegustu samúð. Guð blessi ykkur öll. Guð blessi minningu afa. Georg Gíslason. Enn á ný fær tilveran okkur til að nema staðar um stund og hug- leiða hvað nú sé eiginlega að ger- ast í mannheimi, en okkur sýnist ekki ætíð auðvelt að átta okkur þegar staðreyndirnar ganga gegn óskum okkar. Einn vildar- vinurinn í viðbót horfinn okkur sýnum, síungur í anda og öllu dagfari. Árin þokuðu sér þó áfram taktfast og ögrandi og tí- undi áratugurinn hafði nú fyrir allnokkru boðið fram fylgd sína. Vissulega var vinnudagur Ragn- ars Jónssonar orðinn langur og úthaldið við ævistarfið fullkomn- að svo sem best mátti verða. Í því naut sín til hlítar hið óbilandi sterka skapgerðareinkenni Ragnars að vilja þjónusta hvern og einn sem á liðsinni þyrfti að halda, enda sótti ómældur fjöldi á verkstæðið til þess að notfæta sér reynslu hans og kunnáttu. Væri fróðlegt ef líta mætti í leiftursýn allan þann reginhóp sem komið hefur á staðinn í þeim tilgangi að njóta fulltingis Ragnars og manna hans allt það langa árabil sem verkstæðið starfaði. Þegar Ragnar varð sextugur barst hon- um gamanbragur af því tilefni, en í honum voru nokkrar línur svo- hljóðandi: Ég veit og skil að þetta brot af þjóð sem þekkjum við og leitar ásjár hér og færir til þín versta skammarskrjóð fær skilað vagni þeim sem bestur er. En það voru ekki einvörðungu bílar sem farið var höndum um, fjölhæfnin náði til allra hugsan- legra ökutækja, véla, verkfæra og vandasömustu smíða. Ungur að árum hafði Ragnar á tímabili gerst hópferðabílstjóri, en vart mun það hafa verið langvarandi ásetningur hans að leggja það fyrir sig til frambúðar. Og síst má gleyma að geta að nokkru áhuga- mála hans sem voru honum yndi og eftirlæti utan við eril dagsins. Þar held ég að hestamennskan og hestaferðir skipi einn æðsta sess- inn ásamt laxveiðinni sem snemma varð honum unaðsrík íþrótt. Að „slá í slag“ við spila- borðið gleymdist ekki heldur sem skemmtileg afþreying á góðri stund. En það var ekki síst söng- urinn sem aflaði Ragnari vin- sælda og viðurkenningar þegar áhugamálin koma fram í dags- ljósið. Mjúka hlýja bassaröddin hans myndaði ljúfan undirtón í hljómflutningi þeirra kóra sem hann starfaði með, og kvartettinn sem hann myndaði ásamt öðrum listfengum félögum sannaði hæfni sína á tímabili sem vissu- lega var allt of stutt. Og nú er tími Ragnars á enda, eins ágæt- asta manns sem ég hef þekkt, og þá fyrst fyrir hendi að óska hon- um fararheilla á eilífðarinnar braut og Guðrúnu konu hans og ástvinahópnum blessunar alla tíð. Og það álít ég hafið yfir allan vafa að í okkar umhverfi verði Ragn- ars Jónssonar lengi minnst. Bjarni Valtýr Guðjónsson. Ragnar Lúðvík Jónsson ✝ Guðrún HelgaÁsmundsdóttir fæddist á Horna- firði 19. apríl 1976. Guðrún varð bráð- kvödd á heimili sínu, Furugrund 56 í Kópavogi, 29. júní 2013. Fjölskylda Guð- rúnar fluttist til Hólmavíkur árið 1977 og ólst hún þar upp. Foreldrar hennar eru Ásmundur H. Vermundsson húsasmíðameistari, f. 15. júlí 1950 og Kristbjörg R. Magn- úsdóttir skrifstofukona, f. 23. mars 1953. Guðrún er önnur í röð fjögurra systkina, þau eru: Sunneva Árnadóttir, f. 1973, maki Birnir Reyr Vignisson, Anton Rafn Ásmundsson, f. 1979 og Grettir Örn Ásmundsson, f. 1984, maki Jóna Björg Guðmunds- dóttir. Guðrún eign- aðist tvö börn, Silju Dagrúnu, f. 10. júní 1995, með þáver- andi sambýlis- manni sínum Júlíusi Frey Jóns- syni og Tómas Andra, f. 13. nóvember 1998, með þáverandi sambýlismanni sínum Arnari Snæberg Jónssyni. Útför Guðrúnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 9. júlí 2013, kl. 15. Elsku litla systir mín. Eins óraunverulegt og þetta er, þá koma stundir þar sem raunveru- leikinn hellist yfir mig og sorgin verður óbærileg. Ég veit að tím- inn á eftir að lækna mestu sorg- ina en þú munt alltaf eiga stórt pláss í hjarta mér, elsku Guðrún mín. Ég er búin að hugsa mikið aftur til baka, hversu glöð og orkumikil þú varst sem barn og endalaust uppátækjasöm. Þú ró- aðist svo heilmikið með árunum, það var eins og þú tækir út allan „villinginn“ í þér fyrir 8 ára ald- ur, en þú hættir aldrei að vera skemmtileg. Það var alltaf stutt í brosið og þinn einkennandi dill- andi hlátur, líka þegar þér gekk ekki sem best í lífinu. Þú varst svo mikið krútt og þú varst krútt langt fram á unglingsárin. Litla sæta krúttlega stelpan, eins og Dóra vinkona komst að orði og þessi lýsing átti svo vel við þig. Ung varstu þegar þú fórst að tala um að þú hlakkaðir til þess að verða móðir. Silja kom í heim- inn þegar þú varst 19 ára, þrem- ur árum síðar kom Tómas. Ég man hvað mér fannst þú óend- anlega dugleg og þetta virtist þér svo auðvelt. Þú varst alla tíð flink í höndunum, það var allt frá því að sauma dúkkuföt yfir í að yfirdekkja sófasett. Það vafðist bara ekkert fyrir þér í þessum efnum. Heimilið ykkar var alltaf svo hlýlegt og fallegt og þú varst alltaf með mikið af myndum af okkur fjölskyldunni uppi. Mér þótti alltaf svo vænt um að sjá að þú vildir hafa okkur nærri, þó svo við værum það ekki land- fræðilega. Lífið lék ekki við þig síðustu árin þín en þú áttir samt svo mikið eftir og þú varst ekkert á því að gefast upp. En því miður þá ákveðum við ekki hvenær á enda er komið. Við áttum allt of lítinn tíma saman en við höfum minningarnar. Ég á eftir að sakna þín, elsku litla systir mín. Sunneva. Guðrún Helga Ásmundsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, Sóltúni 2, Reykjavík, lést laugardaginn 6. júlí á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útför verður auglýst síðar. Marta Guðríður Valdimarsdóttir, Anna Steinunn Valdimarsdóttir, Björn Valdimarsson, Sigríður Líba Ásgeirsdóttir, Guðmunda Valdimarsdóttir, Hafsteinn Árnason, Ásta Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkæra frænka okkar, ÁGÚSTA EINARSDÓTTIR Mörkinni, Reykjavík, áður Bragagötu 31, lést þriðjudaginn 30. júní á hjúkrunar- heimilinu Mörk. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. júlí kl. 13.00. Aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÓSKARSSON, Seljalandi 7, Reykjavík, lést á Landakotsspítala fimmtudaginn 4. júlí. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 15. júlí kl. 13.00. Þórgunnur Þorgrímsdóttir, Örn Berg Guðmundsson, Ragnhildur Gröndal, Margrét Guðmundsdóttir, Steinunn Ósk Guðmundsdóttir Guðrún Gríma Guðmundsdóttir, Sigmundur Guðmundsson, Guðmundur Ingi Guðmundsson, Danuta Mamczura, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR INGA HAUKSDÓTTIR, Brekkuhvarfi 11, Kópavogi, lést á krabbameinsdeildinni 11E á Landspítalanum föstudaginn 5. júlí. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 12. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á krabbameinsdeild Landspítalans, 11E. Guðjón H. Guðmundsson, Rúnar S. Guðjónsson, Kristín Kristjánsdóttir, Guðbjörg Rósa Guðjónsdóttir, Gunnar Þorsteinsson, Rakel Dögg Guðjónsdóttir, Gunnar Sigurðsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir, mágur og tengdasonur, EIRÍKUR RÚNAR GUÐMUNDSSON, Lækjamóti, Sandvíkurhrepp, lést þriðjudaginn 25. júní. Útförin fór fram í kyrrþey föstudaginn 5. júlí. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Björg Sighvatsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.