Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 190. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Lægðir til landsins á færibandi 2. Ríkissaksóknari skoðar handtöku 3. Hafði 43 flugtíma í Boeing 777 4. Lögreglumaðurinn sendur í leyfi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Velgengni stuttmyndarinnar Hval- fjarðar í leikstjórn Guðmundar Arn- ars Guðmundssonar heldur áfram. Myndin vann sem kunnugt er sérstök dómnefndarverðlaun á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes og var í framhaldinu sýnd á kvikmyndahátíðinni í Sydney. Í kjölfarið hefur myndin verið valin inn á fjölda annarra kvikmyndahátíðina, þeirra á meðal eru Giffoni Inter- national Film Festival sem haldin er á Ítalíu 19.-28. júlí, Melbourne Inter- national Film Festival sem haldin er 25. júlí til 11. ágúst, Odense Inter- national Film Festival sem haldin er 26.-31. ágúst, Dokufest, short and documentary film festival sem haldin er í Kosovo 17.-25. ágúst og The Hels- inki International Film Festival sem haldin er 19.-29. september. Morgunblaðið/Eggert Hvalfjörður flakkar milli hátíða heims  Kvartett franska saxófón- leikarans Daniels Beaussier kemur fram á djasskvöldi KEX í kvöld kl. 20.30. Með Beaussier leika þeir Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Þeir munu flytja eigin út- gáfur þekktra djasslaga og frum- samda tónlist. Daniel Beaussier býr og starfar í París og rekur þar meðal annars tónlistarskóla auk þess að starfa með ólíku tónlistarfólki í ýms- um geirum. Aðgangur er ókeypis. Kvartett Daniels Beaussier á KEX Á miðvikudag S 5-10 m/s. Dálítil rigning eða súld um landið sunn- an- og vestanlands og hiti 10 til 15 stig. Bjart með köflum um land- ið NA-vert og hiti 14 til 22 stig, en líkur á stöku síðdegisskúrum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Bjartviðri norðan- og austanlands, en skýjað eða skýjað með köflum sunnan- og vestanlands og líkur á þokulofti við sjóinn. Hiti 10 til 22 stig. VEÐUR Ari Freyr Skúlason, lands- liðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Sundsvall, er bú- inn að semja við danska úr- valsdeildarfélagið OB frá Óðinsvéum um að ganga til liðs við það að loknu þessu keppnistímabili í Svíþjóð, samkvæmt SportEx- pressen.se. Til stendur að Ari færi sig um set í nóv- ember en miðillinn telur þó ekki útilokað að hann fái að fara í sumar. »1 Ari fer frá Svíþjóð til Danmerkur Ekki verður annað sagt en Skotinn Andy Murray hafi sett breskt þjóð- félag á hliðina með sigri sínum á Wimbledon-mótinu í tennis á sunnu- daginn en hann varð þar með fyrsti Bretinn í 77 ár sem vinnur þetta stærsta og sögu- frægasta risamót íþróttarinnar. Von- leysið var orðið ansi mikið hjá Bretum enda virtist Andy Murray aldrei ætla komast í gegnum risana þrjá; Djokovic, Federer og Nadal. »4 Murray setti breska þjóðfélagið á hliðina Úrvalsdeildarliðin Fram, KR, Breiðablik og Stjarnan verða í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita Borg- unarbikars karla í knattspyrnu í dag. Fram sigraði í gærkvöldi 2. deildarlið Gróttu 2:1 eftir framlengdan leik. Sig- urmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu á 119. mínútu en úr henni skoraði Ste- ven Lennon fyrir Fram og tryggði lið- inu sæti í undanúrslitum. »2 Fram þurfti 120 mínútur til að slá Gróttu út ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is „Það er heilmikil vinna á bak við þetta, ekki síst hjá stelpunum sjálf- um,“ segir Úlfar Hinriksson, lands- liðsþjálfari U17 landsliðs kvenna, en um helgina kom æfingahópur leikmanna saman í annað skipti vegna úrslitakeppni EM U17 kvenna sem fer fram á Íslandi sum- arið 2015. Hópinn skipa efnilegar fótboltakonur fæddar 1998 og síðar og munu þær æfa reglulega saman fram að mótinu í von um að komast í landsliðshópinn. Áhersla lögð á tæknina „Við ákváðum að byrja snemma og nýta þetta einstaka tækifæri fyrir stelpurnar til að sjá jafnaldra sína spila í háum gæðaflokki,“ segir Úlfar, en um helgina fór Norð- urlandamót U17 kvenna fram hér á landi þar sem íslenska liðið atti kappi við mörg sterk landslið. Æfingahópurinn kom saman, horfði á leiki á mótinu og æfði síðan einnig sjálfur undir leiðsögn Úlfars. Að sögn hans gekk helgin vel og var megináherslan lögð á tækniæf- ingar. „Með því að horfa á leikina fengu stelpurnar hugmynd um hversu mikill hraðinn er orðinn, hversu nákvæmt þær þurfa að geta sent og einnig hversu fljótar þær þurfa að vera að hugsa,“ segir hann. Vanda þarf valið Úlfar leggur mikið upp úr því að finna efnilegar lands- liðskonur. Hann horfir meðal annars á marga leiki þar sem íslenskar fótboltastúlkur á þessum aldri leika með fé- lagsliðum sínum og ræðir við þjálfara sem tilnefna einnig leikmenn. „Þessar stelpur sem voru valdar í hópinn núna standa sig vel,“ segir Úlf- ar. Hópurinn stendur saman af 30 stúlkum og verða átján valdar í U17 liðið fyrir mótin. Enn eiga eftir að bætast stúlkur í hópinn og ein- hverjar munu detta út. „Það leyn- ast fleiri stelpur sem við eigum eft- ir að fylgjast betur með,“ segir Úlfar. „Liðið er ekki valið á fyrstu æfingunni, heldur þeirri síðustu.“ Æfingarnar hjá hópnum snúast ekki aðeins um að spila og horfa á leiki. „Við kennum þeim einnig að taka þátt í viðtölum,“ segir Úlfar. Þegar nær dregur að mótunum mun fólk úr landsliðsnefndinni koma á æfingar með litlar upptöku- vélar og taka óvænt viðtöl við stúlkurnar. „Þetta getum við til að undirbúa þær fyrir athyglina sem fylgir mótunum,“ segir hann.„Við reynum að snerta á sem flestu og undirbúa þær fyrir leiki með A- landsliðinu.“ Æfingin skapar meistarann  Tilvonandi landsliðskonur hittust um helgina Morgunblaðið/Golli Áfram að markinu Æfingahópur fyrir Evrópumót U17 kvenna í fótbolta ásamt þjálfara sínum, Úlfari Hinrikssyni. Næstu tvö ár hittast stúlkurnar reglulega og æfa í von um að komast í landsliðshópinn fyrir EM UA17 sumarið 2015. „Þetta er með stærstu verkefnum sem Knattspyrnusamband Íslands fer í,“ segir Klara Bjartmarz, skrif- stofustjóri KSÍ. Evrópumeist- aramót U17 kvenna verður hald- ið hér á landi í júní árið 2015 og er undirbúningur þegar hafinn. „Við fáum sjö lið til okkar og er Ísland áttunda liðið,“segir Klara. Liðunum fylgja meðal annars þjálfarar, læknar og sjúkraþjálfarar og þar að auki kemur fjöldi erlendra dómara, eftirlitsmenn og starfsmenn UEFA, Knattspyrnu- sambands Evrópu. Klara reiknar með að um fimm- tíu sjálfboðaliðar komi að mótinu að þessu sinni. Spilað verður á völlum á höf- uðborgarsvæðinu og dvelja liðin á hótelum. Þá verða nokkrir leikj- anna sýndir í beinni útsendingu. Ekki verður aðeins boðið upp á fótbolta þessa daga sem liðin dvelja hér á landi. „Við bjóðum alltaf upp á skoðunarferðir, meðal annars Gullna hringinn, Þingvelli og ferð í Bláa lónið,“ segir Klara. Umfangsmikið verkefni EVRÓPUMEISTARAMÓT Í FÓTBOLTA Á ÍSLANDI SUMARIÐ 2015 Klara Bjartmarz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.