Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 4
SVIÐSLJÓS Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is „Veðrið hefur klárlega áhrif og ef það væri bongóblíða hér heima þá væru líklegast laus fleiri sæti hjá okkur,“ segir Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóri Heimsferða en þessa vikuna eru aðeins sex laus sæti eftir og svipað er upp á ten- ingnum í næstu viku. Söluaukning fyrirtækisins er um 22% sé miðað við sama tíma í fyrra og hann segir veðrið hafi mikið um þetta að segja ásamt bættum efna- hag fólks. „Júlí hefur oft verið rólegur hjá okkur þar sem margir vilja vera heima á Íslandi yfir besta tímann en nú hefur verið mjög mikið að gera það sem af er mánuðinum.“ Fólk komið með nóg „Veðrið hefur mikið að segja og tölur í dag sýna fram á 12% aukn- ingu á sölu þetta sumarið miðað við sama tíma í fyrra,“ segir Steinunn Tryggvadóttir, sölustjóri hjá Ferða- skrifstofu Íslands, en undir henni starfa ferðaskrifstofurnar Úrval Út- sýn, Plúsferðir og Sumarferðir. Hún nefnir dæmi um fólk sem kemur inn á teppi til þeirra og seg- ist vera búið að fá alveg nóg af væ- tutíð hér heima við. Svipaðar tölur og 2006 „Markaðurinn er að rétta úr kútnum og núna erum við að upplifa svipaðar sölutölur eins og voru árið 2005-2006,“ segir Tómas. „Það varð svakaleg minnkun á ut- anlandsferðum Íslendinga í kjölfar hrunsins 2008-2009 en þá minnkaði sumarmarkaðurinn um heil 60%.“ Hann segir fyrirtækið hafa tvöfald- ast að stærð frá árinu 2009. „Síðustu ár hefur verið gríðarleg aukning í ferðum útlendinga til Ís- lands en nú hefur bæst við mikil aukning í ferðum Íslendinga til út- landa,“ segir Tómas. Hann bendir á að fólk leggur enn mikið á sig til að finna besta verðið þrátt fyrir að það sé komið með nóg af veðrinu hér heima. Einbeittur ferðavilji „Fólk bókar fyrr og virðist vera ákveðnara að fara út í ár heldur en í fyrra því salan hefur verið rykkjótt- ari síðustu sumur og meira tengd tilboðum,“ segir Steinunn. „Það sem er óvenjulegt núna er að fólk er líka farið að bóka strax inn á haustið en það er óvenju snemmt því vanalega koma slíkar pantanir ekki inn fyrr en eftir verslunarmannahelgi.“ Salan er ekki orðin jafngóð og hún var fyrir efnahagshrunið en ut- anlandsferðir Íslendinga eru að rétta úr kútnum eftir lægð síðustu ár að hennar mati. „Þetta var náttúrlega orðin algjör bilun þarna stuttu fyrir hrun og varla marktækt að bera sig saman við þann tíma, þá seldist bara gjör- samlega allt.“ Fjölskyldur ferðast á ný Steinunn bendir á að fjölskyldur eru farnar að ferðast aftur í aukn- um mæli og það geti verið vísbend- ing um að hagur heimilanna sé eitt- hvað að vænkast. Hún óskar ekki eftir áframhald- andi rigningu á Suðvesturlandi en viðurkennir þó að það sé ekki al- sæmt fyrir þennan bransa að veðrið sé vont hér heima. „Ég er búin að fá minn skammt af sól úti í Kaliforníu í Bandaríkj- unum og hef því fulla samúð með þeim sem eiga eftir að fá sinn skammt.“ Aukning í utanlandsferðum  Íslendingar flýja land vegna veðurs  Fjölskyldur ferðast á ný  Svipaðar tölur og árin 2005-2006  Markaðurinn að rétta úr kútnum  Aukning í sölutölum hjá Heimsferðum og Ferðaskrifstofu Íslands Morgunblaðið/Brynjar Gauti Benidorm Íslendingar sækja í auknum mæli í sumar og sól í öðrum löndum. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013 Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is „Maður fer undir sæng á kvöldin og biður til guðs að það verði kominn þurrkur hinn daginn,“segir Elías Víðisson, byggingafræðingur hjá Múr- og málning- arþjónustunni. Mikil vætutíð sem af er sumri hefur mikil áhrif á starfsemi fyrirtækisins. „Það er mjög þungt yfir mönnum, enda stjórnast allt okkar skipulag af veðrinu og þetta kemur niður á öllum öngum í okkar starfi. Við skipuleggjum okk- ur þannig að við erum á stöðum sem bjóða upp á skjól þegar rigningin er í gangi en við getum ekki látið önnur stór útiverk bíða endalaust.“ Elías segir skuldbindingar fyrirtækisins vera af svipaðri stærðargráðu og síðustu sumur en hann er í sífelldu stríði við tíma og veður. „Haldi veðrið áfram svona þá fara kannski einhver verk að læsast inni en það er enginn kúnni sem sættir sig við það. Við verðum að reyna að standa við gerða samninga. Ef ástandið lagast ekki núna á næstu tveimur vikum þá erum við bara komnir í ljót mál.“ Hann segir slíka vætutíð hafa komið á óvart og bendir á að flestir séu orðnir of góðu vanir eftir síð- ustu sumur. Málarar í vanda við að láta enda ná saman „Það eru miklar tafir vegna veðurs og allt tekur miklu lengri tíma.“ segir Arinbjörn Sigurðsson, fag- lærður málari. „Venjulega tekur eitt einbýlishús svona viku en núna tekur það um fjórar vikur því þurru dagarnir eru svo fáir.“ Arinbjörn hefur starfað við málarabransann frá árinu 1999 og man ekki eftir svona löngum sam- felldum vætutíma að sumarlagi. „Það hafa komið einn og einn þurr dagur á milli en svo kemur rign- ingin alltaf strax aftur og bleytir allt,“ segir Arin- björn en hann liggur mikið yfir veðurkortum þessa daganna og krossar putta. „Núna er gulls ígildi að vera með innivinnu því annars færi maður bara langleiðina á hausinn. Ég hef áhyggjur af þeim sem ætluðu eingöngu að treysta á útiverkin í sumar. Þetta hlýtur að breytast, maður verður að vera bjartsýnn.“ Morgunblaðið/Eggert Blautt Starfsfólk Múr- og málningarþjónustunnar er í stanslausu stríði við veðrið til að ná að standa við gerða samninga í sumar. Mikil vætutíð hefur slæm áhrif á allt skipulag fyrirtækisins. Biður guð um þurrk  Mikil vætutíð hefur slæm áhrif á iðnaðarmenn Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Veðrið hægir bara á öllu, þetta er slakasta sumar sem ég man eftir síðan ég byrjaði í þessum bransa,“ segir Andri Björnsson, eigandi veit- ingastaðarins Vegamóta. Útisvæð- um veitingahúsa í Reykjavík hefur fjölgað og þau stækkað með hverju sumrinu, en þar er heldur dauft um að litast í sólarleysinu. Síðustu fimmtán ár hafa aldrei verið færri sólarstundir í júní mán- uði í Reykjavík og í ár. Það sem af er júlímánuði hefur lítið ræst úr því, en þeim mun meira rignt og blásið. Þá er heldur ekki útlit fyrir að þetta breytist strax en eins og Morgunblaðið greindi frá í gær hafa lægðir verið boðaðar hér á landi á færibandi. „Fínt að gera þrátt fyrir allt“ Ein vinsælustu útisvæðin á veit- ingahúsum borgarinnar eru við Café París og Vegamót, en eigend- urnir segja veðrið þó ekki hafa úr- slitaáhrif á reksturinn. „Þessi veðr- átta er ekki alveg eins og best verður á kosið,“ segir Gylfi Pét- ursson, eigandi Café París. „En við leggjumst ekkert í þunglyndi. Það er fínt að gera þrátt fyrir allt og fólk situr þá bara meira inni í stað- inn.“ Úti við Café París var jafnan þröng á þingi hið sólríka sumar 2012 en fyrir vikið stundum hálf- tómt innan dyra. Nú hefur staðan snúist við. Morgunblaðið/Styrmir Kári Rigning í miðbænum Mikið hefur rignt í Reykjavík síðustu daga. Leggjumst ekki í þunglyndi  Fólk situr meira inni á veitingastöðum „Það verður hlýr suddi fram eftir vikunni og blíð- skaparveður fyr- ir norðan og austan, en svo undir og yfir helgina verður vætusamara og svalara,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið verði með svipuðu móti og hefur verið á Suður- og Vestur- landi en hlýtt verði fyrir norðan land og austan, og hiti fari yfir 20 gráður. „Á föstudaginn er svalt og skúraleiðingar. Hann er ekkert ósvipaður og laugardagurinn var, og verður mest allt landið undir,“ segir Teitur. Veðrið verður sval- ara þegar nær dregur helginni og kaldara loft kemur yfir. Á laug- ardaginn kemur úrkomuveður með nýrri lægð en síðar fer sú lægð yfir landið og dregur inn norðanátt seinni partinn á sunnu- dag, en þá kólnar í veðri og mun að öllum líkindum rigna. Teitur segir helgina verða skárri en þá síðustu, en ekki góða þrátt fyrir það. „Menn finna fyrir hvassviðrinu en það verður þó ekki vonlaust að vera í tjaldi líkt og um síðustu helgi,“ segir Teitur að lokum. Hiti fyrir norðan og austan en helgin vætusöm og svöl Sala áfengis í júní síðastliðnum er 11,9% minni en sama mánuð í fyrra. Að sögn ÁTVR munar mest um að í júní 2012 voru 5 föstudagar en einungis 4 í júní í ár. Sala á hefðbundnum föstudegi er um 9 til 10% af heildarsölu mán- aðarins. Engu að síður vekur athygli að sala á hvítvíni í júní dróst saman um 14,1% en aðeins 2,7% á rauðvíni. Þá dróst sala á lagerbjór saman um 14,5% milli ára. Þess er í engu getið á vef ÁTVR hvort tíðarfarið í sum- ar kunni að hafa haft áhrif á dvín- andi sölu bjórs og hvítvíns. Svokölluð ávaxtavín, öðru nafni „ciderar“ eru í stórsókn hjá ÁTVR. Sala á þessum drykkjum jókst um 127% milli ára. sisi@mbl.is Minna selt af bjór og hvítvíni í júní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.