Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013 ✝ Róbert Arn-finnsson fædd- ist í Leipzig í Þýskalandi 16. ágúst 1923. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 1. júlí 2013. Róbert var son- ur hjónanna Arn- finns Jónssonar, f. 7. maí 1896, d. 27. mars 1973, og Charlotte Jóns- son, f. Korber, f. 9. ágúst 1894, d. 30. júní 1971. Hálfbróðir hans, sammæðra, hét Harry og bjó í Þýskalandi. Hann er lát- inn. Eftirlifandi eiginkona Ró- þeirra eru Guðrún Jóhanna, Gunnar Már og Róbert Þór. 4) Agla Björk, f. 11. okt. 1961. Maki hennar er Stefán Krist- jánsson. Agla á tvær dætur frá fyrra hjónabandi, Erlu og And- reu Ingvarsdætur. 5) Jón Ró- bert, f. 9. mars 1965, d. 27. des- ember 2008. Barnabarnabörn eru 24 talsins og barnabarna- barnabörn eru þrjú. Á starfsferli sínum lék hann í yfir 200 leikritum í Þjóðleikhús- inu auk fjölmargra verkefna í útvarpi, sjónvarpi og kvikmynd- um. Einnig starfaði hann um tíma á leiksviði í Þýskalandi. Róbert var margverðlaunaður fyrir leiklistina og auk þess var hann sæmdur Riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu og orðu sem forseti Þýskalands veitti honum fyrir framlag sitt til leiklistar í Þýskalandi. Útför Róberts fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 9. júlí 2013, kl. 13. berts er Stella Guð- mundsdóttir, f. 29. júlí 1923. Þau eign- uðust fimm börn: 1) Sandra, f. 24. maí 1944, d. 4. maí 2011. Maki hennar var Einar Sigurðsson, hann lést 2010. Börn þeirra eru Arnfinnur Róbert, Sigrún Stella og Helena Hörn. 2) Alma Charlotte, f. 9. ágúst 1947. Maki hennar er Þorlákur Her- mannsson. Börn þeirra eru Agnes Ýr, Hermann og María Dröfn. 3) Linda Roberts, f. 12. febrúar 1954. Maki hennar er Ólafur Þór Gunnarsson. Börn Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að vera dóttir pabba míns. Fyrir það er ég afar þakklát. Þakklát fyrir allt það góða sem hann kenndi mér og þakklát fyrir það réttlæti sem hann kenndi mér. Þakklát fyrir þá bjartsýni, þann húmor, það glaðlyndi, þann söng sem hann kenndi mér. Ég gæti haldið áfram en samdi þess í stað eitt lítið ljóð í minningu hans. Með blíðri hendi þú strýkur vangann ég legg að bringu litla kollinn minn og finn svo góða pabba angan þar hjartslátt heyri enn um sinn. Nú ertu horfinn augum mínum og tárin streyma heit um kinn þú gafst mér straum frá höndum hlýjum ég kveð þig elsku pabbi minn. (Agla Björk Róberts) Agla Björk Róbertsdóttir. Hvers virði er allt heimsins prjál ef það er enginn hér sem stendur kyrr er aðrir hverfa á braut. Sem vill þér jafnan vel og deilir með þér gleði og sorg þá áttu minna en ekki neitt ef þú átt engan vin. Það er komin vetrartíð með veður köld og stríð. Ég stend við gluggann myrkrið streymir inní huga minn. Þá finn ég hlýja hönd sál mín lifnar við, eins og jurt sem stóð í skugga en hefur aftur litið ljós. Mín vetrarsól. (Ólafur Haukur Símonarson) Þennan boðskap kenndi pabbi mér, að eiga góðan vin og rækta garðinn sinn. Allt annað er einskis virði, eins og segir í þessu fallega ljóði, og ef ég var leið eða hrædd þá hélt hann alltaf í höndina á mér eins og ég hélt í hans þegar hann kvaddi. Pabbi var mín vetrarsól. Linda. Þegar ég var ungur drengur var ég staðinn að því að gefa þess- um röddum í útvarpinu rúsínur með því að troða þeim í viðtækið, bæði að framan og aftan. Þetta voru raddirnar m.a. í útvarpsleik- ritunum. Ég þekkti raddirnar en hafði aldrei séð andlitin. Ein af þessum röddum var rödd tengda- pabba. Í dag þekkir maður andlit- in á leikurunum, ekki alltaf nöfnin og enn síður raddirnar og viðtæk- in taka ekki lengur á móti rúsín- um. Fyrir 44 árum kynntist ég manninum með röddina. Viðkunn- anlegt var viðmótið, eins og það að hann kyssti alltaf á kollinn á Lindu minni þegar hann kvaddi og klappaði mér á bakið. Ég hafði einhvern tímann á orði að það liti út fyrir að hann væri að kveðja í síðasta sinn, hann svaraði, maður veit aldrei. Fyrir framlag sitt til leiklistar í Þýskalandi fékk hann orðu frá for- seta Þýskalands sem hann var mjög stoltur yfir. Þegar heim var komið var honum gert að greiða aftur skatt af þeim tekjum sem hann hafði aflað ytra, tvískattað- ur. Það varð honum þungbært. Róbert var líka verðlaunaður fyrir „fagran flutning íslenzkrar tungu í útvarpi“, hann var mikill íslensku- maður. Eitt orð skildi hann þó aldrei en það er orðið skattaskjól. Ég vil meina að tengdapabbi minn hafi átt Íslandsmet í akstri, óþarfa akstri. Þannig fór hann um helgar og á frídögum í ísbíltúr með Jóni Róberti og hundinum Lotusi. Stefnan var kannski á ís í Álfheim- um en endað í Borgarnesi. Suma dagana var það Selfoss og oftar en ekki Keflavík. Ef það var keypt pylsa og ís þá fékk Lotus líka. Það var líka alveg unun að horfa á hann versla í matinn. Ég hafði aldrei vitað áður að menn röðuðu í innkaupakerruna. Maturinn í kerrunni hjá honum var eins og Ikea-pakkning, ekkert pláss til spillis, jafnvel þó að hann hafi bara verslað rúmlega botnfylli. Fyrir nokkrum árum fór að bera á minnisleysi hjá honum sem síðan ágerðist. Það lagðist mjög illa í hann og hann dró sig með- vitað úr hringiðunni. Það var ekki hans stíll að vanta réttu orðin og að eiga erfitt með að tjá sig full- komlega. Það var ekki annað hægt en að elska þennan mann og hafi hann þökk fyrir það sem hann gaf mér. Blessuð sé minning snillingsins Róberts Arnfinnssonar. Ólafur Þór Gunnarsson. Þú liggur alveg kyrr en heyrnin lifir enn. Ég tjái þér minn hug, hversu mikið ég þér ann. Þú svarar mér á hátt sem ég bara að- eins skil. Þú miklar augabrúnir átt svo ég veit að orð mín komast til þín. Með tár á hvarmi og sorgin svarta ég kveð þig nú með brotið hjarta. Þín litla Súsíbús ég alltaf er og þú afi ástin mín munt ávallt vera með mér. (Andrea Ingvarsdóttir) Andrea Ingvarsdóttir. „Sól rís, sól sest, svífa dægrin hjá …“ Róbert var mikilhæfur lista- maður og einn af burðarásunum í starfi Þjóðleikhússins frá fyrstu tíð. Hann nam leiklist í Leikskóla Lárusar Pálssonar og leiklistar- skóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn, en hann debú- teraði sem leikari í Kaupmannin- um í Feneyjum hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1945 og lék þar fleiri hlutverk á næstu árum eða þar til hann réði sig til Þjóðleik- hússins, en Róbert var í hópi þeirra leikara sem voru ráðnir til leikhússins á fyrsta starfsári þess. Róbert lék Kára í Fjalla Eyvindi eftir Jóhann Sigurjónsson, sem var ein af þremur opnunarsýning- um Þjóðleikhússins í apríl árið 1950. Síðasta hlutverkið sem hann lék í þar var í Draumi á Jóns- messunótt, afmælissýningu Þjóð- leikhússins í apríl árið 2000, en þau tímamót mörkuðu jafnframt hálfrar aldar starfsafmæli Ró- berts Arnfinnssonar við Þjóðleik- húsið. Á langri starfsævi lék Róbert í yfir 200 leikritum í Þjóðleikhúsinu auk þess að leika í útvarpi, sjón- varpi og kvikmyndum og oftar en ekki var hann í burðarhlutverki. Hann vann hvern leiksigurinn á fætur öðrum hér heima og erlend- is, en hann var einstaklega fjöl- hæfur og bjó auk leiklistarhæfi- leika yfir góðri tónlistargáfu, sem nýttist honum vel á leiksviði. Róbert hlaut margskonar við- urkenningar fyrir list sína. Hann hlaut í þrígang Silfurlampann, við- urkenningu Félags íslenskra leik- dómara, hann var sæmdur Ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, gullmerki Félags ís- lenskra leikara og árið 2007 hlaut hann heiðursverðlaun Leiklistar- sambands Íslands fyrir framúr- skarandi framlag sitt til leiklistar. Meðal minnisstæðra hlutverka Róberts í Þjóðleikhúsinu má nefna titilhlutverkið í Góði dátinn Svæk, hlutverk Puntils í Puntila og Matti, Tevje í Fiðlaranum á þakinu og Grikkjann Zorba í sam- nefndu leikriti. Einnig má nefna minnisstæða túlkun hans á hlut- verkum sínum í Nashyrningun- um, Íslandsklukkunni, Amadeus, Tópas, Fást, Sólarferð, Túskild- ingsóperunni, Sjálfstæðu fólk og Mávinum. Róbert var mikilhæfur listamaður sem ávallt lagði eitt- hvað einstakt og sterkt í persónu- sköpun sína og ávallt heillaði hann. Sjálf sá ég Róbert fyrst á sviði í hlutverki Bastíans bæjar- fógeta í Kardimommubænum og þeir eru örugglega margir sem deila þeirri leikhúsreynslu bernskunnar, en Róbert lék hlut- verkið í fjórum mismunandi upp- færslum á tæplega fjörutíu ára tímabili. Ég minnist hans líka sér- staklega fyrir túlkun hans á Tevje í Fiðlaranum á þakinu, en ég sá þá sýningu bæði hér heima og með móður minni Herdísi í Þýskalandi en þau Róbert voru samstarfs- félagar og vinir, jafnaldrar og yngst í þeim hópi sem fyrst var ráðinn að Þjóleikhúsinu. Ég minnist Róberts sem lista- manns, en líka sem vinar og sam- starfsfélaga, en ekki síst fyrir það hvað hann var ætíð gjöfull, hóg- vær, hjartahlýr og gegnheill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ég þakka Róberti Arnfinnssyni ævistarfið fyrir hönd Þjóðleik- hússins og votta Stellu, eftirlifandi eiginkonu hans, börnum, barna- börnum og barnabarnabörnum innilega hluttekningu. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri. Hinn 23. mars 1945 stóðu á sviðinu í Iðnó þrír ungir leikarar, sem síðar áttu eftir að koma meira við íslenska leiklistarsögu en flest- ir aðrir. Þetta voru Gunnar Eyj- ólfsson, Baldvin Halldórsson og Róbert Arnfinnsson og leikritið Kaupmaðurinn í Feneyjum eftir Shakespeare. Leikstjóri var Lár- us Pálsson og ungu leikararnir all- ir nemendur hans. Þeir Gunnar og Baldvin fóru síðan til Englands í formlegt leiklistarnám, en Róbert hélt til Norðurlanda að mennta sig. Á jólum 1946 birtist svo af- raksturinn er hann lék aðalhlut- verkið í gamanleikriti O’Neills Ég man þá tíð hjá Leikfélagi Reykja- víkur og augljóst að á þennan unga mann mátti veðja. Næstu ár- in lék hann ýmis hlutverk hjá LR og Fjalakettinum og þótti sýna fjölhæfni. Þarna stormaði fram ung sterk kynslóð leikara sem gerði sér ljósa möguleikana, þegar Þjóðleikhúsið tæki loks til starfa. Úr hópnum voru svo fastráðin sem fulltrúar þessarar yngstu kynslóðar Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson sem nú hafa kvatt okkur með stuttu milli- bili eftir afar farsælt starf á leik- sviðinu. Má segja, að fyrsta ára- tuginn eftir að leikhúsið hóf starfið hafi það hvílt meira á þess- um tveimur en flestum öðrum. Róbert lék ótal hlutverk á þess- um árum, smá og stór, enda kom brátt í ljós að hann var með af- brigðum fjölhæfur, jafnvígur á gaman og alvöru, og stærstu hlut- verkin ekki endilega alltaf þau minnisverðustu, sem segir tals- vert um ágæti leikara. Við opn- unina var Róbert konungur ís- lenskra fjalla. Síðan komu lygnir ónytjungar, ístöðulitlir flysjungar, lítilla sanda, hjartaprúðir hjarð- menn, afbrýðisamir kvennabósar, smjaðurslegar og málliprar búð- arlokur og aulalegir biðlar; en líka nokkrir heiðarlegir manndóms- menn. Vörður á þessari leið voru barnakennarinn Tópaz sem var fljótur að læra klæki spillingarinn- ar, Góði dátinn Sveijk sem var fullkomlega hafinn yfir slíkt fram- ferði og kommúníski verkalýðs- foringinn Peppone á móti Don Ca- millo Vals Gíslasonar. Síðar verða aðeins nefndir nokkrir örfáir tind- ar í leiklistarsögunni: makalaus túlkun Róberts á áfengisgeðklof- anum Puntila hjá Brecht; hann var hinn ánægði píndi eiginmaður George í Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, Tevye í Fiðlaran- um á þakinu, Zorba, en bæði þau hlutverk báru hróður Róberts til Þýskalands, ísmeygilegur Mefisto í Fást Goethes, kvalinn Goya í Ef skynsemin blundar, brögðóttur Salieri í Amadeus og svo í íslensku verkunum: Bjartur í Sjálfstæðu fólki, Alexander páfi í Dansleik Odds Björnssonar, Stefán í Sólar- ferð Guðmundar Steinssonar og Haraldur í Klukkustrengjum Jök- uls, mikið ólíkir menn. Öllu glæst- ari lista getur vart. Róbert var hógvær að eðlisfari en bjó yfir þessum sérkennilegu hæfileikum, sem leiklistin krefst og aldrei hefur fyllilega tekist að lýsa né skýra, afar samviskusam- ur listamaður, nánast haldinn full- komnunaráráttu, kröfuharður á sig og sína meðleikendur, en einn- ig einstaklega heiðarlegur og rétt- sýnn. Hann var einnig tónelskur og bjó yfir auðugri kímnigáfu og því varð hlutverkafjöldinn svona stór, ríkur og skrautlegur. Ótalin eru verk hans í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Ekki verður fleira talið enda myndi sannferðug og verðug lýs- ing fylla margar síður í stórri bók. Hér er einungis möguleiki að kveðja þennan ástsæla leiklistar- jöfur með ómældu þakklæti fyrir samferðina og senda Stellu og fjöl- skyldunni samúðarkveðjur. Sveinn Einarsson. Róbert var stórleikari. Hann hafði gríðarlega sterka sviðsnær- veru og þennan eiginleika góðs leikara að geta dregið til sín alla þá athygli sem þurfti hverju sinni án þess að beita neinum brögðum. Hann gat spilað á alla strengi, allt frá mildi, hlýju og manngæsku yf- ir í grimmd, ofstopa og yfirgang þannig að hrollur hríslaðist um áhorfendur. Mér er ógleymanlegt þegar ég sem unglingur sá hann breytast í nashyrning á sviðinu í leikriti Ionescos Nashyrningun- um, án nokkurra ytri brellna en með látbragði, raddbeitingu og til- finningum. Snilldin tær. Allt frá barnsaldri fór ég varla svo í Þjóð- leikhúsið að Róbert væri ekki á sviðinu. Sem heillandi Óli lokbrá í Ferðinni til tunglsins, sá gegnum- góði dáti, Svæk, yndisleg túlkun; Bastían bæjarfógeti og Pickering ofursti. Seinna mikilúðlegur og óbilgjarn Kládíus kóngur í Ham- let; ísmeygilegur Mefistó í Fást. Og svo söng hann líka: bæði Zorba og Tevje mjólkurpóst í Fiðlaran- um. Bravó. Hann blés lífi í litríka karaktera Laxness: Jón Hregg- viðsson og Bjart í Sumarhúsum. Einna hæst reis hann sem hinn makalausi Púntila bóndi Brechts, sem skiptir um karakter eftir því hvort hann er draugfullur eða alls- gáður. Í minningunni er Róbert margfaldur og aldrei sá sami. Ég átti því láni að fagna að leik- stýra honum nokkrum sinnum á sviði og ótal sinnum í útvarpi. Allt- af jafn skemmtilegur í samvinnu. Persónurnar sem við glímdum við á sviðinu voru Sælokk í Kaup- manni í Feneyjum, rakarinn í Góðu sálinni, afinn í Brúðarmynd Guðmundar Steinssonar og ríki frændinn í Sumargestum. Þá var gaman. Þegar ég hóf störf sem þjóð- leikhússtjóri var Róbert að byrja að minnka við sig vinnu. Hann lék þó nokkur hlutverk, m.a. Joe Kell- er í Öllum sonum mínum og Stút í Draumi á Jónsmessunótt. Hann lék í sýningum Rimasar og Tsjé- kovs, Mávinum og Kirsuberja- garðinum, þar sem gamli þjónninn Firs varð hans síðasta hlutverk. Í báðum þessum verkum naut hann sín til fulls þótt vinnuaðferðir leik- stjórans væru honum framandi. Hann var alltaf að læra. Róbert var einstaklega hlýr maður og þægilegur í samvinnu. Hógvær, allt að því feiminn, en fastur fyrir og gríðarlega vand- virkur. Hann vann hlutverk sín hægt og bítandi og gat verið þung- ur og jafnvel þver meðan á ferlinu stóð en tók engu að síður vel leik- stjórn og var ekki sáttur fyrr en allt var komið á sinn stað í lögn viðkomandi persónu. Róbert var óvenjulega heilsteyptur listamað- ur, sem gerði sér grein fyrir mik- ilvægi þess að leikarinn gangi nærri sjálfum sér og gefi áhorf- endum allt sem hann á. Þess vegna var hann stórbrotinn í list sinni. Síðustu árin, eftir að hann hætti að leika, hittumst við aðallega á frumsýningum. Alltaf hlýr og elskulegur en einhvern veginn fannst manni að hann langaði að segja meira en hann gerði. Síðast hitti ég Róbert fyrir rúmu ári í Safnaðarheimili Kópavogs og drakk með þeim hjónum kaffi. Þá var honum farið að förlast minni og fann ekki alltaf réttu orðin en mikið lá honum samt á hjarta og mikið var hann einlæglega glaður. Þannig er gott að muna hann. Þökk sé Róbert Arnfinnssyni fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt framlag hans til íslenskrar leik- listar. Elsku Stella, innilegar samúð- arkveðjur okkar hjóna til þín og fjölskyldunnar. Stefán Baldursson. Kveðja frá Félagi íslenskra leikara Félagi okkar Róbert Arn- finnsson er fallinn frá. Saddur lífdaga eftir langa ævi og farsæl- an starfsferil. Einn af okkar fremstu leikurum. Hann var okk- ur yngri leikurum hvatning – alltaf ráðagóður og fús að verða að liði. Hann var stórbrotinn leikari en afar lítillátur og hóg- vær sem miðlaði stöðugt til okk- ar samstarfsmanna sinna. Ég ætla nú ekki að rekja æviferil Róberts, það eru aðrir betur til þess fallnir, en persónulega lang- ar mig að kveðja mann sem ég hef alla tíð litið mjög upp til, ég á eftir að sakna þess að hitta hann ekki oftar. Róbert var sæmdur gullmerki Félags íslenskra leik- ara árið 1971. Við í Félagi íslenskra leikara sendum fjölskyldu Róberts inni- legar samúðarkveðjur. Þökk sé þér, Róbert, fyrir öll þín góðu störf. Formaður Félags íslenskra leikara, Randver Þorláksson. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Í fyrsta sinni er ég sá Róbert Arnfinnsson augliti til auglitis þurfti þessi landsfrægi leikari ekki að kynna sig og hann vissi að ég var yfirmaður fé- lagsstarfsins. Við tókum tal sam- an á meðan hann beið þolinmóð- ur eftir Stellu, sínum betri helmingi, sem var að ganga frá eftir vinnu í glerlistahópnum í Gjábakka. Þá þegar fann ég hvað þessi maður var gefandi og hvernig gleðin og góðvildin streymdi frá honum. Í mörg ár var Róbert tíður gestur í Gjá- bakka og frá honum streymdi föðurleg hlýja. Hann var hæglát- ur og glæsilegur og brosið hans og tillitið kom öllum í gott skap. Hann bar virðingu fyrir því smáa sem stóra. Ræktaði afar fallegan garð af mikilli natni. Þar hafði hvert blóm sinn til- verurétt, einnig steinarnir og vatnsdroparnir. Hlynurinn sem þau hjón, Stella og Róbert, færðu okkur Hauki í Lækja- brekku vex hægt en sígandi. Það laðar fram minninguna um þess- ar einstöku manneskjur þegar ég renni fingrum eftir blöðum hans. Mér finnst það vera einn af stóru vinningunum í happdrætti lífsins að fá að kynnast slíku fólki. Ég kveð þennan einstaka samferðamann með þakklæti og virðingu. Þakklæti fyrir allar skemmtilegu samræðurnar og virðingu fyrir hversu mikill viskubrunnur hann var. Elsku Stella mín. Ég votta þér mína dýpstu samúð svo og fjöl- skyldu þinni og öðrum syrgjend- um. Elsku Róbert: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Sigurbjörg Björgvinsdóttir, fyrrv. yfirmaður félagsstarfsins. Róbert Arnfinnsson VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.