Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013
Styrmir Gunnarsson vekur at-hygli á frásögn Wall Street Jo-
urnal um að þrjú af þeim fjórum
aðildarríkjum ESB, sem hafa þurft
að leita eftir neyðaraðstoð í fjár-
málum sínum, þurfi enn meiri pen-
inga:
Á sama tíma birt-ast fréttir í
norskum blöðum
um að Skoti að
nafni Niall Fergu-
son, sem hefur orð-
ið heimsþekktur
fyrir bækur um
hagsögu hafi í er-
indi hjá norsku Nóbelsstofnuninni í
síðustu viku haldið því fram að
evrukreppan gæti enn dýpkað og
reyndar að ef ráðamenn í Evrópu
grípi ekki til róttækari aðgerða
verði Evrópa landsvæði í heim-
inum eftir nokkra áratugi, sem
litlu máli skipti.
Loks birtist grein í Daily Tele-graph í dag eftir þarlendan
sérfræðing sem heldur því sama
fram að því fari fjarri að evr-
ukreppan sé liðin undir lok. Allt
ber að sama brunni í þessum um-
ræðum. Evrusvæðið sem slíkt er
fen sem hættulegt er að fara út í.
Evrópusambandið sjálft er í póli-
tísku uppnámi vegna þess að þar
er engin samstaða um hvert skuli
stefna. Á að stefna í átt til Banda-
ríkja Evrópu eða ekki?
Núverandi ríkisstjórn hefurákveðið að setja upp vinnu-
hóp til að leggja mat á þróun Evr-
ópusambandsins. Það er stærra
verkefni en það, sem snýr að stöðu
viðræðna Íslands við Evrópusam-
bandið og ólíklegt að niðurstaða
þeirrar könnunar liggi fyrir í bráð.
En í raun og veru þarf enga
könnun heldur bara heilbrigða
skynsemi til að átta sig á, að við Ís-
lendingar eigum ekkert erindi inn
í þá óvissu, sem nú einkennir Evr-
ópu og er líkleg til að haldast um
ófyrirsjáanlega framtíð.“
Styrmir
Gunnarsson
Forað til að ana í
STAKSTEINAR
Meirapróf
Næsta námskeið hefst 10. júlí 2013
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737
Veður víða um heim 8.7., kl. 18.00
Reykjavík 12 þoka
Bolungarvík 12 léttskýjað
Akureyri 10 alskýjað
Nuuk 1 þoka
Þórshöfn 10 alskýjað
Ósló 17 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 léttskýjað
Stokkhólmur 21 heiðskírt
Helsinki 21 léttskýjað
Lúxemborg 23 léttskýjað
Brussel 17 heiðskírt
Dublin 17 léttskýjað
Glasgow 18 heiðskírt
London 13 skýjað
París 22 heiðskírt
Amsterdam 16 léttskýjað
Hamborg 17 léttskýjað
Berlín 22 skýjað
Vín 21 léttskýjað
Moskva 22 skýjað
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 17 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 26 léttskýjað
Aþena 26 léttskýjað
Winnipeg 11 léttskýjað
Montreal 12 súld
New York 14 skýjað
Chicago 10 léttskýjað
Orlando 23 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
9. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:26 23:42
ÍSAFJÖRÐUR 2:40 24:37
SIGLUFJÖRÐUR 2:21 24:22
DJÚPIVOGUR 2:45 23:22
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég er með hana inni á gólfi til að
reynslukeyra allan stjórnbúnaðinn.
Hún fer upp í næstu viku og ætti að
vera farin að snúast um aðra helgi,“
segir Haraldur Magnússon, bóndi í
Belgsholti í Melasveit, um vindmyllu
sem hann hefur verið að endurhanna
og endursmíða.
Vindrafstöðin var sett upp fyrir
tveimur árum og hóf framleiðslu inn
á landskerfið. Hagur bóndans
grundvallaðist þó meira á sparnaði á
rafmagnskaupum en sölu inn á kerf-
ið. Ekki gagnaðist vindmyllan lengi
því hún féll í lok nóvember, vegna
bilunar og ófullkomins búnaðar, að
sögn Haraldar.
Snúningsnemi til vandræða
Hann hefur síðan unnið að því
að endurhanna og endursmíða raf-
stöðina. Bátasmiðjan Seigla á Akur-
eyri smíðaði nýja spaða og þar eru
nú til mót af þeim ef fleiri vilja reyna
sig. Skipt hefur verið um ýmsan
búnað og settur upp nýr tölvubún-
aður. Haraldur segir að mesti tíminn
hafi farið í það að reyna að láta snún-
ingsnema virka rétt með nýju tölv-
unni. Hann og tölvumennirnir frá
Raftákni hafa notað loftpressu til að
búa til vindinn til að hægt væri að
prófa búnaðinn á verkstæðisgólfinu.
Mikilvægt er að mylluhausinn snúist
rétt undan vindi. Ekki tókst að láta
þetta vinna saman og því var keypt-
ur nýr nemi og nú er kerfið farið að
vinna rétt.
Haraldur hefur lagt í mikinn
kostnað við að þróa og endurbæta
vindrafstöðina og er kostnaðurinn að
nálgast þann kostnað sem hann lagði
upphaflega í vindrafstöðina sem féll.
„Ég er bjartsýnn á að þetta virki.
Við erum búnir að fara vel í gegn um
hlutina,“ segir Haraldur. Hann skoð-
aði vindmyllur Landsvirkjunar við
Búrfell fyrir nokkrum dögum og
þegar fréttist hver var á ferðinni
fékk hann einkaleiðsögn í gegnum
stöðina. Honum líst vel á en segir að
ýmis vandamál komi upp við rekstur
svona stöðva sem þurfi að leysa.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Vindrafstöð Nýir spaðar vindmyllunnar í Belgsholti verða settir upp á
næstunni og ekki líður á löngu þar til stöðin fer að framleiða rafmagn á ný.
Endurhönnuð
vindmylla sett
upp í Belgsholti
Framleiðsla fyrir býlið hefst á ný
Rangur dánar-
mánuður
Rangt var farið með dánarmánuð
Jens Sigurðssonar, rektors Lærða
skólans, í grein í tilefni af því að 200
ár eru liðin frá fæðingu hans, í
Morgunblaðinu á laugardag. Jens
fæddist 6. júlí 1813 og lést 2. nóv-
ember 1872. Beðist er velvirðingar á
þessu.
LEIÐRÉTT
Annar Lottóvinningshafi helg-
arinnar er kominn fram en tveir
skiptu á milli sín sexföldum potti.
Maðurinn sem er 25 ára var heldur
betur ánægður og í hálfgerðu
sjokki skv. Íslenskri getspá. Hann
keypti sér 10 raða miða og vann
rúmar 28 milljónir. Hefur hann hug
á kostnaðarsömu námi en ekki séð
sér fært að stunda það hingað til.
25 ára vinningshafi
vann 28 milljónir