Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 2
SVIÐSLJÓS
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra mun óska eftir til-
nefningum allra þeirra stjórnmála-
flokka sem eiga sæti á Alþingi í níu
manna stjórnarskrárnefnd sem taka
mun til starfa á næstu vikum. Nefnd-
in mun meðal annars hafa hliðsjón af
vinnu undanfarinna ára, þ.á m. til-
lögum stjórnlagaráðs og stjórnlaga-
nefndar, þjóðaratkvæðagreiðslunn-
ar í fyrra og starfi stjórnar-
skrárnefndar sem starfaði á árunum
2005-2007. Þetta kemur fram í minn-
isblaði frá 2. júlí síðastliðnum sem
gert var í kjölfar samkomulags for-
manna allra stjórnmálaflokkanna á
Alþingi. Morgunblaðið hefur umrætt
minnisblað undir höndum.
„Forsætisráðherra mun óska eftir
tilnefningum þeirra stjórnmála-
flokka, sem sæti eiga á Alþingi, í 9
manna stjórnarskrárnefnd sem tek-
ur til starfa á næstu vikum. Með
nefndinni munu starfa þrír sérfræð-
ingar,“ segir á minnisblaðinu. „Hlið-
sjón verður höfð af vinnu undanfar-
inna ára um efnið, m.a. tillögum
stjórnlagaráðs og stjórnlaganefnd-
ar, niðurstöðum þjóðaratkvæða-
greiðslu og starfi stjórnarskrár-
nefndar sem starfaði 2005-2007. Þá
verði nýlegar stjórnarskrárbreyt-
ingar í nágrannalöndum einnig hafð-
ar til hliðsjónar, sem og önnur þróun
í stjórnarskrármálum á alþjóðavett-
vangi. Nefndin gerir stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd Alþingis grein fyrir
framvindu nefndarstarfsins eftir því
sem eðlilegt er,“ segir þar ennfrem-
ur.
Þá kemur þar jafnframt fram að
óskað verði eftir því að nefndin ljúki
vinnu sinni tímanlega svo hægt verði
að samþykkja frumvarp á núverandi
kjörtímabili en unnt verði að áfanga-
skipta vinnunni eftir því sem henta
þykir. Að öðru leyti mun nefndin
ákveða sjálf verklag sitt.
Árni Páll Árnason, formaður Sam-
fylkingarinnar, hefur tjáð sig um
þetta samkomulag á fésbókarsíðu
sinni. Þar greindi hann frá því í síð-
ustu viku að samhliða því að sam-
þykktar voru breytingar á breyting-
arákvæði stjórnarskrárinnar hafi
samkomulag náðst um að vinna við
stjórnarskrá haldi áfram á kjörtíma-
bilinu.
„Sérstakt ánægjuefni“
„Sérstakt ánægjuefni er að þar er
vísað beint til tillagna stjórnlagaráðs
og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar síðasta haust. Við munum
leggja kapp á að freista þess að nýta
þennan glugga til stjórnarskrár-
breytinga. Nú er tryggt að vinna við
stjórnarskrá heldur áfram á nýju
kjörtímabili. Hvernig til tekst er
undir okkur öllum komið,“ sagði
Árni Páll á fésbókarsíðu sinni.
Skipuð verður níu manna nefnd samkvæmt samkomulagi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi
Hafa á hliðsjón af vinnu undanfarinna ára, stjórnarskrárnefndar 2005-07 og tillögum stjórnlagaráðs
Skipa nýja stjórnarskrárnefnd
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Samkomulag hefur náðst um að skipa nýja stjórnarskrárnefnd.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013
Ómissandi á pizzuna,
í ofn- og pastaréttina,
á tortillurnar og salatið.
Heimilis
RIFINN OSTUR
ÍSLENSKUR OSTUR
100%
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„Á föstudagskvöldið var kolvitlaust veður, mígandi rign-
ing og allt á floti. Við vorum bara að reyna að bjarga
fólki í hús og koma því í skjól um allt. Svo breyttist veðr-
ið strax á laugardag og skánaði. Þetta breytist mjög
hratt þarna upp frá,“ segir Hilmar Baldursson, hópstjóri
hjá hálendisvakt Landsbjargar. Hann er nýkominn af
vikuvakt á hálendisvaktinni á Fjallabaksleið. Þar stjórn-
aði hann hópi björgunarsveitarmanna frá
Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð og Skagfirð-
ingasveit frá Sauðárkróki. Hilmar giskar á að þeir hafi
bjargað um tuttugu bílum upp úr ám og sköflum á vakt-
inni.
Áfram er spáð vatnaveðri á næstu dögum og segir
Hilmar að talsverðir vatnavextir séu á svæðinu. Hita-
stigið sé reyndar búið að vera nokkuð lágt og því bráðni
minna af snjónum. Því séu vextirnir ef til vill minni en
þeir gætu verið. Þeir hafi engu að síður valdið þeim
fjölda bíla sem var á ferðinni vandræðum.
Hilmar segir það matsatriði hvort að óhætt sé fyrir
fólk að vera á ferðinni á hálendinu þegar aðstæður eru
sem þessar. „Fyrir vant fólk er kannski ekki mikið mál
að keyra þarna upp eftir en vandamálið er að útlending-
arnir hafa ekki reynslu af því að keyra í vatni og keyra of
hratt. Það er yfirleitt málið þó að auðvitað ráði bílarnir
stundum ekki við árnar. Það er samt í minnihluta-
tilfellum. Menn keyra þannig að þeir fá vatn inn á vél-
arnar og eyðileggja þær,“ segir hann.
Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna
ferðamanna hjá Landsbjörg, segir að frá því að hálend-
isvaktin hófst fyrir tíu dögum þetta sumarið hafi tugir
atvika átt sér stað á hálendinu, engin alvarleg þó.
Óvenjumörg hafi verið um helgina vegna veðurs, sér-
staklega sunnanlands. Vegna veðurspárinnar beinir Jón-
as því til þeirra sem starfa í ferðaþjónustunni að benda
ferðamönnum á að skoða vel aðstæður áður en lagt er af
stað í ferð. Þeir þurfi að vera duglegir við að vara ferða-
menn við að aðstæður geti verið erfiðar. Enn eru margir
fjallvegir lokaðir, t.d. hluti af Fjallabaki, Eyjafjarðarleið
á Sprengisandi og Gæsavatna- og Dyngjuleið.
Í heildina munu fleiri en þrjátíu hópar frá þrjátíu
björgunarsveitum sinna hálendisvaktinni á fjórum stöð-
um; að Fjallabaki, á Kili, á Sprengisandi og á svæðinu
norðan Vatnajökuls. Allt er það gert í sjálfboðavinnu og
nota björgunarsveitarmennirnir margir sumarfríið sitt í
það. „Það að björgunarsveitir séu í hálftíma-klukkutíma
fjarlægð í staðinn fyrir þriggja-fjögurra tíma getur
breytt heilmiklu. Það hefur sýnt sig á hverju sumri að
þessi nærvera þeirra leysir atvik sem hefðu getað orðið
mjög alvarleg,“ segir Jónas um hálendisvaktina.
„Þetta breytist mjög
hratt þarna upp frá“
Ferðaþjónustuaðilar vari ferðamenn við aðstæðum
Markarfljót Flestir þeir sem hálendisvaktin aðstoðaði á Fjallabaksleið um helgina festu sig í ám.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
Á fundi skólanefndar Verzlunar-
skóla Íslands nú í vor var samþykkt
að hefja vinnu við endurskipulagn-
ingu skólans með
það að markmiði
að stytta skólann
um eitt ár.
„Þessi vinna
fer á fullt í ágúst
og er miðað við að
Verzlunarskólinn
verði tilbúinn að
innrita fyrstu
nemendurna í
þriggja ára nám
vorið 2015,“ segir Ingi Ólafsson,
skólastjóri Verzlunarskóla Íslands
„Þetta hefur mikið verið rætt bæði
af Samtökum atvinnulífsins og Við-
skiptaráði, þar er kallað eftir að ár-
um til stúdentsprófs sé fækkað. Auð-
vitað eru skiptar skoðanir á þessu,
en við höfum mikið rætt þetta í
skólanefndinni, þar er fólk sem hefur
mikil tengsl við atvinnulífið. Niður-
staðan var sú að unnið verður að því
að Verzlunarskólinn verði þriggja
ára skóli,“ segir Ingi, en ekki hefur
þó verið útilokað hvort boðið verður
einnig uppá fjögurra ára nám í ein-
hvern tíma.
Stúdentsprófið endurhugsað
Vinnan sem hefst í haust felst í því
að stúdentsprófið verði endurhugsað
og mögulega verði námsefnið eitt-
hvað minna. „Það er ýmislegt utan-
aðkomandi sem þarf að ganga upp,
en við treystum því að það gangi eft-
ir og við förum í þessa vinnu strax í
haust,“ segir Ingi sem bætir við að
þau treysti því að lögum frá 2008
verði hrint í framkvæmd, sem kveða
á um að lengja skólaárið um fimm
virka daga. Einnig segir Ingi mik-
ilvægt að ná samningum við Kenn-
arasambandið um endurskipulagn-
ingu kennarastarfsins. „Nú er
skólaárið 175 dagar og þar af 145
kennsludagar og 30 prófdagar. Við
getum ekki fækkað prófdögum og
fjölgað kennsludögum nema það ná-
ist um það samningar,“ segir Ingi.
Kvennaskólinn í Reykjavík var
fyrstur til að bjóða uppá þriggja ára
nám. „Við munum klárlega reyna að
læra af þeim í þessum málum.“
Verzló verður
þriggja ára skóli
Stefnt að innritun í 3 ára nám 2015
Ingi
Ólafsson