Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
ODORITE
ÖRVERUHREINSIR
MILDEX-Q
MYGLUEYÐIR
WIPE OUT
OFNA OG GRILLHREINSIR
NOVADAN
KLÓRTÖFLUR
- Í POTTINN
SEPT-O-AID
ÖRVERUR FYRIR ROTÞRÆR
HÁÞRÝSTIDÆLUR
ERTU Á LEIÐ Í BÚSTAÐINN
ÚRVALS VÖRUR FYRIR VIÐHALDIÐ OG VERKIN Í BÚSTAÐNUM.
KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Íslenskar vísindaskáldsögur eru að
byrja að ryðja sér til rúms í bókahill-
um landsmanna en lítið hefur borið á
þeirri bókmenntagrein í nokkurn
tíma. Einhver ætti þó að kannast við
og þekkja bækur Kristmanns Guð-
mundssonar en hann skrifaði sög-
urnar Ferðin til stjarnanna, Æv-
intýri í himingeimnum og
Stjörnuskipið, sögur sem hafa gjarn-
an verið taldar fyrstu íslensku vís-
indaskáldsögurnar.
Nú eru að koma fram nýir höf-
undar sem takast á við viðfangsefni
og tækla hugarheim vísindaskáld-
skapar enda eru bókmenntir af þess-
ari tegund að verða sífellt vinsælli
meðal almennings.
Einar Leif Nielsen steig nýlega
fram á sviðið sem ungur og efnilegur
rithöfundur en Hvítir múrar borg-
arinnar er ný íslensk vísindaskáld-
saga eftir Einar og er jafnframt
frumraun hans á þessu sviði.
Úr stærðfræði í skáldskap
Einar varð stúdent af eðlis-
fræðibraut úr MR og lauk síðar
grunnnámi í iðnaðarverkfræði og
meistaranámi í hagnýtri stærðfræði.
Það kom því mörgum í kringum hann
á óvart þegar hann steig fram á rit-
völlinn. „Þetta hefur blundað í mér
lengi og mig hefur langað að skrifa
sögu sem þessa í mörg ár,“ segir Ein-
ar en hann segist þó hafa verið ódug-
legur við að lesa sem barn. „Áhugi
minn á lestri og þá helst á æv-
intýrabókum og vínsindaskáldskap
vaknaði þegar ég komst yfir bókina
Hobbitinn í íslenskri þýðingu Karls
Ágústs Úlfssonar og Úlfs Ragn-
arssonar. Eftir það varð ekki aftur
snúið og í Hagaskóla lifði ég mig al-
gjörlega inn í ævintýraheima á borð
við Star Trek, Star Wars og ýmsar
ævintýraveraldir borðspila, bóka og
sjónvarpsþátta.“
Einar segir að á menntaskólaárum
sínum hafi áhuginn á ævintýra-
heimum annarra dvínað en þá hafi
löngunin að skapa sinn eigin vaknað.
„Það er í menntaskóla sem ég fer að
hugleiða að skrifa mínar eigin bækur
en lét þó ekki verða af því strax.“
Saga tveggja ólíkra heima
Einar sækir efnivið í bók sína úr
stjórnmálum en þau hafa verið hon-
um hugleikin þó svo hann segist ekki
skipta sér af pólitísku starfi í dag.
„Upphaflega langaði mig að skrifa
tvær sögur og sem sýna öfgar sitt í
hvora áttina í pólitíska litrófinu.
Hugmyndin var að byrja á bókinni
um heim þar sem öfgar til vinstri
ráða ríkjum en hún varð nokkuð flók-
in og ég náði ekki almennilega utan
um hana,“segir Einar en hann ákvað
í kjölfarið að hefja skrif á bókinni
Hvítir múrar borgarinnar sem fjallar
um anarkískt framtíðarsamfélag.
„Anarkisminn er sá angi frjálshyggj-
unnar sem nær lengst og mig langaði
að sýna hvernig slíkt samfélag gæti
þróast og orðið. Grunnurinn er í raun
og veru að sýna að frjálshyggjan get-
ur líka farið út í öfgar en samt passa
ég mig á að reyna að sýna það sem er
gott í henni líka. Hvort mér hefur
tekist það eða ekki er alltaf á end-
anum mat lesandans.“
Á metsölulistann strax
Bók Einars kom út í janúar á
þessu ári í rafbókarformi og fór strax
á metsölulista. Einar segist fáar
skýringar hafa á því nema þá
kannski að eftirspurn sé eftir ís-
lenskum vísindaskáldskap og að fólki
líki við bókina. „Það er gaman að sjá
afrakstur vinnu sinnar fá góðar við-
tökur en þessi bók er búin að vera
lengi í fæðingu. Ég byrjað að skrifa
hana 2004 og lauk henni á rúmu ári.
Síðan fór hún ofan í skúffu og ég dró
söguna ekki fram fyrr en ég sá aug-
lýsingu á síðu sem heitir Rithring-
urinn frá Þorsteini Mar. Hann að-
stoðaði mig svo við að laga handritið
til og koma því í prentvæna útgáfu.
Núna er bókin komin út í kilju og ég
vona að hún fari jafn vel í fólk og raf-
bókin.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Rithöfundur Verkfræðingurinn Einar Leif Nielsen gaf nýleg út sýna fyrstu bók í rafbókarformi. Hún hefur fengið góðar viðtökur og fór strax á met-
sölulista þegar hún kom út í janúar. Bókin er nú nýlega komin út í kilju og vonar Einar að hún fái álíka viðtökur og rafbókin.
Vísindaheimur verkfræðingsins
Einar Leif Nielsen gaf nýlega út bókina Hvítir múrar borgarinnar Hann heillaðist af Star
Trek og Star Wars sem unglingur en féll fyrir bókum þegar hann las Hobbitann
Ofurhetjan Súpermann verður að
láta í minni pokann fyrir hetjunum í
vestranum The Lone Ranger þegar
bíóaðsókn nýliðinnar helgar er skoð-
uð. Johnny Depp og Armie Hammer
þykja fara á miklum kostum í vestr-
anum í viðleitni sinni til að ná fram
réttvísinni. Rúmlega sex þúsund
manns sáu myndina hérlendis um
nýliðna helgi. Frá frumsýningu fyrir
þremur vikum hafa tæplega 24 þús-
und manns fylgst með ævintýrum
Súpermanns. Töframennirnir í Now
You See Me virðast hafa fallið vel í
kramið hjá landanum, því frá frum-
sýningu hafa rúmlega 15 þúsund
manns séð myndina.
Bíóaðsókn helgarinnar
Bíólistinn 5.- 7. júlí 2013
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
The Lone Ranger
This is the End
Man Of Steel
White House Down
Epic
The Big Wedding
Internship, The
Now You See Me
The Purge
The Iceman
Ný
Ný
1
2
6
3
5
7
8
9
Ný
Ný
3
2
6
2
4
5
2
3
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Nýjar hetjur tróna á toppi
Eðaltöffari Johnny Depp fer með
hlutverk indíánans Tonto.