Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013
Eftir að hafa árang-
urslaust leitað svara hjá
Póst- og fjarskiptastofn-
un leyfi ég mér að skrifa
opið bréf til innanrík-
isráðherra, en undir
hann heyra málefni Ís-
landspósts.
Að gefnu tilefni beini
ég þeirri spurningu til
ráðherra hvort hann sé
tilbúinn til að beita sér
fyrir því að opinber rannsókn fari
fram á samkeppnisrekstri Íslands-
pósts svo sannreyna megi hvort fjár-
magn úr einkaleyfisrekstri Íslands-
pósts sé nýtt til að bera uppi tap á
samkeppnisrekstrinum, þeim rekstri
þar sem Íslandspóstur er í beinni sam-
keppni við önnur fyrirtæki? Er ráð-
herra reiðubúinn til að beita sér fyrir
slíkri rannsókn? Íslandspóstur hefur
sl. tæp tvö ár boðið þjónustu sem kall-
ast Mappan. Samkeppnisyfirvöld
kröfðust þess að rekstri þessarar
þjónustu, sem er í hreinni samkeppni
við fyrirtæki á markaðinum, yrði hald-
ið aðskildum í bókhaldi Íslandspósts.
Íslandspóstur ástundar samkeppni
við einkafyrirtæki á íslenskum mark-
aði, svo sem skeytamiðlanir, ljósrit-
unarstofur, vefverslanir o.fl. Svo ótrú-
legt sem það er þá hefur Íslandspósti
liðist að skauta á hundavaði yfir það í
ársreikningum sínum
hvernig rekstur þessara
fyrirtækja í rauninni
gengur. Hvort hann skil-
ar hagnaði eða er rekinn
með tapi.
Mér sýnist ýmislegt
benda til að Íslands-
póstur fjármagni þenn-
an rekstur sinn með
fjármunum sem koma
frá einkaleyfishluta
rekstursins. Það vita all-
ir sem komið hafa ná-
lægt fjármálum fyr-
irtækja að það er auðvelt að færa
verðmæti á milli, t.d. með því að út-
vega aðgang að starfsfólki á launum
hjá póstinum, kaupa þjónustu af þess-
um fyrirtækjum o.s.frv. Mér finnst
sömuleiðis afar líklegt að stjórnendur
Íslandspósts viti að þeir eru að brjóta
reglur. Þeir vita líka að eftirlitsstofn-
anir ríkisins eru svo máttlausar og
ónýtar til verka að þegar loksins kem-
ur að því að slegið verður á putta Ís-
landspósts eftir tvö, þrjú eða jafnvel
fimm ár þá verða lögbrotin þegar búin
að borga sig. Og hvað er það versta
sem getur gerst – Pósturinn verður
sektaður og sektin rennur í ríkissjóð.
„Ríkið þarf sumsé að flytja pening úr
vinstri vasa í þann hægri.“
Mig langar að lokum til að hvetja
innanríkisráðherra til að standa við yf-
irlýsingar sem gefnar voru í kosninga-
baráttunni og yfirlýsingar sem flokkur
ráðherra hefur á vefsíðu sinni, að hlú
að smærri fyrirtækjum. Það þarf ekki
að gefa okkur neitt forskot, ekki lækka
á okkur skatta eða fara í markaðs-
herferðir á kostnað ríkisins fyrir okk-
ur. Það þarf bara að skapa okkur heil-
brigt umhverfi, þar sem við þurfum
ekki að vera í samkeppni við rík-
isstyrktan rekstur eða horfa uppá rík-
istofnanir brjóta á okkur lög án þess
að nokkuð sé að hafst. Er ráðherra
tilbúinn til að láta könnum fara fram á
aðskilnaði einkaleyfisreksturs og sam-
keppnisreksturs hjá Íslandspósti?
Ef svo er ekki og ráðherra er sann-
færður um að þessi mál séu sann-
anlega vel aðskilin, er ráðherra þá
tilbúinn til að beita sér fyrir því að
samkeppnisrekstur Íslandspósts verði
settur í sér fyrirtæki – t.d. skeytamiðl-
un og ljósritunarstofu ríkisins þannig
að ekki sé í sama fyrirtæki sullað sam-
an samkeppnisrekstri og einkaleyf-
isrekstri?
Opið bréf til Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur innanríkisráðherra
Eftir Gunnar
Bjarnason »Mér sýnist ýmislegt
benda til að Íslands-
póstur fjármagni sam-
keppnisrekstur sinn
með fjármunum sem
koma frá einkaleyf-
ishluta rekstursins
Gunnar Bjarnason
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Nú fara fjandvinir
sjávarútvegsins með
himinskautum af
vandlætingu vegna
fyrirhugaðrar lækk-
unar á veiðigjöldum.
Um leið fáum að
heyra að fyrir vikið
fái börnin okkar ekki
tannlæknaþjónustu.
Hvar var þetta sama
fólk þegar ákveðið var
að halda áfram bygg-
ingu Hörpu? Er ein-
hver svo trúgjarn að
halda að þessi þriggja
milljarða lækkun muni
skipta sköpum í
rekstri þjóðarbúsins?
Hitt er annað mál
að þessir sömu þrír
milljarðar geta haft
úrslitaáhrif á framtíð-
armöguleika margra
minni sjávarútvegsfyr-
irtækja. Fiskverð hef-
ur lækkað um 30% frá áramótum
en þeir sem hæst hafa í um-
ræðunni tala eins og fiskverð sé
einhver föst, óbreytanleg stærð.
Ég minnist þess reyndar ekki að
þetta sama fólk hafi látið sér sér-
lega annt um sjávarútveginn þegar
illa áraði. Þá var sjávarútvegurinn
„ekki á vetur setjandi,“ eins og
einn álitsgjafinn orðaði það í Silfri
Egils eftir hrunið.
Er norska leiðin lausnin?
Ég er alveg viss um að útgerð-
armenn myndu glaðir borga hærra
auðlindagjald ef við tækjum Norð-
menn okkur til fyrirmyndar og
ríkissjóður tryggði ákveðið verð
fyrir fiskinn. Ég er bara ekki viss
um að ríkissjóður myndi þola það.
Þetta er hins vegar krafa, sem við
sem störfum í sjávarútvegi ættum
kannski að gera meira úr. Þá væri
tryggt að laun okkar lækkuðu ekki
eins og þau gerðu í „góðærinu“
hér um árið. Þá yrðum við í sama
örygginu og þeir sem fá sín föstu
mánaðarlaun um hver mánaðamót.
Það er furðulegt að sjá að fólki
skuli finnast það í lagi að þessi
skattlagning geti gert fyrirtæki
gjaldþrota, ég veit ekki betur en
að hér sé fullt af heimilum á helj-
arþröm vegna forsendubrests.
Myndi þetta sama fólk myndi
sætta sig við að verða gert gjald-
þrota vegna aðstæðna sem það sá
ekki fyrir?
Einn er sá „fræðingur“ sem
ruðst hefur fram á ritvöllinn og
brigslar ákveðnum þingmönnum
um að vera falir og þess vegna
hafi þeir lækkað veiðigjöldin. Hef-
ur ekki hvarflað að þessum sama
manni að kannski las fólk í núver-
andi ríkisstjórn skýrslu sérfræð-
inga fyrrverandi ríkisstjórnar?
Sýndarveruleiki
háskóladósents
Annar sérfræðingur sem tekinn
hefur verið í guðatölu hjá fjand-
vinum sjávarútvegsins er víst dós-
ent eða hvað þetta nú heitir við
háskóla í Bandaríkjunum og mér
skilst að hann hafi fleiri bókstafi í
sínu starfsheiti en ég hef í nafninu
mínu. Hann komst að þeirri nið-
urstöðu að útgerðarfyrirtæki gætu
borgað næstum því þrefaldan
hagnað sinn í veiðileyfagjöld á ári.
Mér datt nú í hug að hann ynni
frekar hjá CCP við að búa til
sýndarveruleika, í það minnsta
vildi ég gjarnan komast í excel-
skjalið hans sem liggur að baki
þessari niðurstöðu.
Þróun sjávarútvegs hér end-
urspeglar þá staðreynd að aðgang-
urinn að auðlindinni er takmark-
aður. Skipum og fiskvinnslum
hefur jafnt og þétt fækkað sam-
fara þeim mikla niðurskurði sem
hefur orðið á veiðiheimildum. Hátt
verð aflaheimilda hefur ýtt undir
betri nýtingu og vöruþróun og að
mínu mati er arðurinn af því fyrir
þjóðarbúið óumdeildur.
Það eina sem ekki verður talið
þjóðinni til heilla í þessum efnum
er umræðan. Hún hefur alið af sér
„sérfræðinga“ sem hafa séð sér
leik á borði. Í gagnrýni sinni á
kvótakerfið hafa þeir skipulega
spilað á alla verstu eiginleika
mannsins; öfund, illkvittni og
meinfýsi. Það sorglega er að þessi
ljóti leikur hefur fleytt sumum
umræddra „sérfræðinga“ alla leið
inn í sali Alþingis, þar sem þeir
hafa áfram talað til kjósenda sinna
með því að níða niður íslenskan
sjávarútveg. Á því er allra síst
þörf.
Lægra veiðigjald getur skipt sköpum
fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki
Eftir Pál
Steingrímsson
Páll Steingrímsson
» Þróun sjávarútvegs
hér endurspeglar þá
staðreynd að aðgang-
urinn að auðlindinni er
takmarkaður.
Höfundur er sjómaður.
Þönglabakka 4, sími 571-2288, www.gauja.is
Opnunartími í sumar:
Mánud - föstud 12-18. Lokað á laugardögum í sumar
Í tilefni af útgáfu
Lopa 33 frá Ístex
verður
aukaprjónakaffi
hjá okkur í dag frá
kl.18.00 - 20.30
Hulda frá Ístex
kemur og fræðir
okkur um flíkurnar í
nýja blaðinu.
Allir velkomnir!
NÝJAR SENDINGAR FRÁ
LANG YARNS OG
RASMILLA VORU AÐ
KOMA Í HÚS
HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR
Byltingarkenndar rannsóknir sýna að lífvirka efnið í brokkolí, sulforaphane, hindrar
hrörnun fruma og stuðlar að endurnýjun þeirra - bæði í heilanum og öllum líkamanum
Getur haft frábær áhrif á heilsu og útlit
• Hjálpar líkamanum að halda heilbrigði
Stuðlar bæði að fyrirbyggjandi heilsuvernd og uppbyggjandi áhrifum til bættrar heilsu
• Spornar gegn ótímabærri öldrun – á líkama og sál
Getur hægt á öldrunarferlinu og dregið úr sýnIlegum áhrifum öldrunar á útlitið
Einföld leið til að njóta þess áhrifaríkasta úr brokkolí
- sulforaphane ... náttúrulega yngri !
Verndaðu frumurnar þínar !
Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily
Cognicore byggir á sulforaphane úr
lífrænt ræktuðum brokkolí-spírum að
viðbættu túrmeric og selenium
Fást í heilsubúðum
og apótekum
brokkoli.is
Tvær á d
ag!