Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013
www.boconcept.is
X
E
IN
N
IX
13
07
001
Húsgögnin frá BoConcept sameina framúrskarandi
hönnun, gæði, góð verð og óteljandi möguleika.
Þú getur notað teikniforritið á www.boconcept.is
til að hanna þinn eigin sófa – og líka borðið,
stólana, skenkinn eða hvað sem hugurinn girnist.
Þú smellir einfaldlega á flipann
„Design in 3D Home Creator“ undir hverri mynd,
byrjar að hanna og reiknar verðið!
Skannaðu QR kóðann og sjáðu hvernig teikniforritið virkar
*Tilboðin gilda um allar útfærslur og öll áklæði á Milos og Carmo sófum til 15. ágúst.
Sófatilboð í sumar!!*
MILOS
25% Su
mar-
afsláttu
r CARMO25% Sumar-afsláttur
eins slæmt og í Sýrlandi þar sem
meira en 100.000 hafa látið lífið í
átökum sem hafa staðið í rúm tvö ár.
Leitað til harðlínumanna
Manndrápin í Kaíró í fyrrinótt
urðu til þess al-Nur, stærsti flokkur
salafista í Egyptalandi, tilkynnti að
hann hefði ákveðið að draga sig út úr
viðræðum um myndun bráðabirgða-
stjórnar. Áður hafði al-Nur lagst
gegn þeirri ákvörðun hersins og
bráðabirgðaforsetans að tilnefna
Mohamed ElBaradei, leiðtoga sam-
taka frjálslyndra stjórnmálahreyf-
inga, í embætti forsætisráðherra til
bráðabirgða. Andstaða salafistanna
við ElBaradei varð til þess að hætt
var við að skipa hann í embættið.
Fregnir hermdu í gær að bráða-
birgðaforsetinn vildi nú að ElBar-
adei yrði varaforseti og virtur hag-
fræðingur og lögfræðingur, Ziad
Bahaa Eldin, yrði forsætisráðherra.
Reyndar virðist það einkennilegt
að bráðabirgðaforsetinn og leiðtogar
hersins, sem ráða ferðinni í viðræð-
unum, skuli hafa leitað eftir stuðn-
ingi salafistaflokksins vegna þess að
hann hefur verið mun aftur-
haldssamari en Bræðralag múslíma,
samtökin sem herinn lagðist gegn.
Flokkar salafista fengu tæpan
fjórðung sætanna á þingi Egypta-
lands í kosningum á síðasta ári og
stærstur þeirra er al-Nur sem er
jafnframt næststærsti stjórnmála-
flokkur landsins á eftir flokki
Bræðralags múslíma. Al-Nur beitti
sér ákaft fyrir stjórnarskrárákvæð-
um um að landinu yrði stjórnað sam-
kvæmt íslömskum lögum. Salafist-
arnir kröfðust t.a.m. þess að
íslamskir fræðimenn fengju
stjórnarskrárbundið vald til að
ógilda lög sem þeir teldu stangast á
við sjaría, lögmál íslams. Bræðralag
múslíma snerist hins vegar á sveif
með frjálslyndu öflunum í því máli
og kom í veg fyrir að slíkt ákvæði
yrði sett í stjórnarskrána. Al-Nur
tókst aftur á móti að hindra sérstakt
stjórnarskrárákvæði um jafnrétti
kynjanna. Eitt af fyrstu verkum leið-
toga hersins eftir að Mohamed
Morsi var steypt af stóli var að af-
nema þessa umdeildu stjórnarskrá.
Al-Nur er eini íslamistaflokkurinn
sem studdi þá ákvörðun hersins að
steypa Morsi af stóli forseta. Talið er
að leiðtogar al-Nur hafi ákveðið að
snúast gegn Bræðralagi múslíma í
því skyni að styrkja stöðu salafista-
flokksins. „Þeir eiga möguleika á því
að verða helsti flokkur íslamista í
stjórnmálunum í Egyptalandi eftir
fall Morsi,“ hefur The New York
Times eftir Samer Shehata, stjórn-
málafræðingi sem er sérfróður um
íslamista í Egyptalandi.
Bræðralag múslíma sakar leiðtoga
al-Nur um svik við íslam. „Þeir hafa
verið notaðir til að fegra og hvítþvo
valdarán hersins,“ sagði talsmaður
Bræðralags múslíma.
Talið er að leiðtogar hersins leggi
mikla áherslu á að tryggja stuðning
al-Nur við borgaralega bráðabirgða-
stjórn til að minnka líkurnar á borg-
arastríði og sannfæra Egypta um að
valdaránið beinist ekki gegn íslam.
Eitt af meginverkefnum bráða-
birgðastjórnarinnar verður að semja
um nýja stjórnarskrá og fallist salaf-
istaflokkurinn á að eiga aðild að
stjórninni verður mjög erfitt að
sætta sjónarmið íslamistanna og
frjálslyndu aflanna sem krefjast
þess að stjórnmálunum og trúar-
brögðunum verði haldið aðskildum.
Reynt að afstýra blóðugu stríði
AFP
Blóðsúthellingar Hermenn beita táragasi til að dreifa stuðningsmönnum Bræðralags múslíma við bækistöðvar úr-
valssveita hersins í Kaíró í fyrrinótt. Tugir manna biðu bana í skotárás á stuðningsmenn íslömsku samtakanna.
Bræðralag múslíma hvetur til uppreisnar í Egyptalandi eftir að tugir stuðningsmanna samtakanna
voru skotnir til bana Flokkur róttækra íslamista slítur viðræðum um myndun bráðabirgðastjórnar
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Mikil óvissa ríkir um tilraunir leið-
toga hersins og nýskipaðs bráða-
birgðaforseta í Egyptalandi til að af-
stýra blóðugu borgarastríði og
mynda borgaralega bráðabirgða-
stjórn eftir að tugir manna biðu bana
í skotárás á stuðningsmenn Bræðra-
lags múslíma og Mohameds Morsi
sem herinn steypti af stóli forseta í
vikunni sem leið.
Leiðtogar Bræðralags múslíma
sökuðu herinn og lögregluna um
„fjöldamorð“ á stuðningsmönnum
íslömsku samtakanna í Kaíró og
hvöttu íslamista til að hefja uppreisn
gegn hernum og bráðabirgðaforset-
anum Adly Mansour. Þeir líktu yfir-
hershöfðingjanum Abdel Fattah al-
Sisi við forseta Sýrlands, Bashar al-
Assad, og vöruðu við því að aðgerðir
hans gætu leitt til borgarastríðs líkt
og í Sýrlandi.
Nokkrir fréttaskýrendur sögðu að
manndrápin í Kaíró og harðorð við-
brögð leiðtoga Bræðralags múslíma
við aðgerðum hersins ykju hættuna
á blóðugu stríði. „Leiðtogar Bræðra-
lags múslíma hafa tekið mjög hættu-
lega afstöðu. Þeir eru staðráðnir í því
að magna spennuna,“ hefur frétta-
veitan AFP eftir Hassan Nafaa, pró-
fessor í stjórnmálafræði við Kaíró-
háskóla. Nafaa lýsti leiðtogum
Bræðralags múslíma sem „öfga-
mönnum“ og hvatti hófsamari menn
í samtökunum til að knýja þá til að
reyna að lægja öldurnar í stað þess
að hvetja til uppreisnar.
Óttast glundroða á Sínaískaga
Egypski fréttaskýrandinn His-
ham Kassem segir að hætta sé á því
að íslamskir öfgamenn notfæri sér
ólguna í landinu til að hefja vopnaða
baráttu, þeirra á meðal liðsmenn ísl-
ömsku hreyfingarinnar Gamaa Isla-
miya og vopnaðir hópar íslamista á
Sínaí-skaga. Íslamistahóparnir hafa
gert árásir á hermenn, lögreglu-
menn og kristna Egypta á Sínaí-
skaga síðustu daga. Kopta-
prestur lét lífið í skotárás
á laugardaginn var og lög-
reglumaður skotinn til
bana í annarri árás um
helgina. Að sögn
breska ríkisútvarps-
ins hafa yfirmenn
hersins miklar
áhyggjur af vax-
andi glundroða
og ófriði á Sínaí-
skaga.
Hisham
Kassem telur
þó ólíklegt að
ástandið í
Egyptalandi verði
Nýskipaður bráðabirgðaforseti
Egyptalands, Adly Mansour, fyrir-
skipaði í gær dómurum að rann-
saka skotárás sem kostaði tugi
stuðningsmanna Bræðralags
múslíma lífið við bækistöðvar úr-
valssveita hersins í Kaíró í fyrri-
nótt.
Leiðtogar Bræðralags múslíma
sökuðu her- og lögreglumenn um
að hafa skotið á stuðningsmenn
samtakanna sem höfðu safnast
saman við bækistöðvarnar til að
mótmæla þeirri ákvörðun hersins
að steypa Mohamed Morsi af
stóli forseta á miðvikudaginn var.
„Stuðningsmenn Morsi voru á
bæn þegar her-
og lög-
reglumenn
skutu
byssukúlum
á þá og
beittu
táragasi,“ sagði talsmaður
Bræðralags múslíma.
Talsmaður hersins sagði hins
vegar að „vopnaðir hryðjuverka-
menn“ hefðu verið að verki, reynt
að ráðast inn í bækistöðvarnar
og orðið tveimur lögreglumönn-
um og hermanni að bana. Hann
bætti við að talið væri að leyni-
skyttur hefðu tekið þátt í árás-
inni á öryggissveitirnar.
Fréttaveitan AFP hefur eftir
sjónarvottum, þeirra á meðal
stuðningsmönnum Bræðralags
múslíma, að „óþokkar“ í borg-
aralegum klæðnaði hefðu skotið
á fólkið. Hermennirnir hefðu að-
eins skotið viðvörunarskotum
upp í loftið og beitt táragasi eftir
að stuðningsmenn Bræðralags
múslíma hefðu kastað grjóti á
þá.
Yfirvöld sögðu að minnsta
kosti 51 hefði beðið bana í skot-
árásinni. Hermt er að 435 manns
hafi særst í átökunum.
Talið er að Mohamed Morsi sé
haldið í bækistöðvum úrvals-
sveitanna.
Manndrápin rannsökuð
TUGIR MANNA LÁGU Í VALNUM EFTIR SKOTÁRÁS
Stuðningsmaður Mohameds
Morsi mótmælir valdaráninu.
Varar við borgarastríði
» Ahmed al-Tayeb, æðsti múfti
al-Azhar, helsta menntaseturs
súnníta í Egyptalandi, varaði í
gær við borgarastyrjöld í land-
inu. Hann kvaðst ætla að dvelja
á afskekktum stað þar til
blóðsúthellingunum lyki.
» Leiðtogar egypskra lýð-
ræðissinna neita því að herinn
hafi framið valdarán. Þeir
segja að 22 milljónir Egypta
hafi undirritað áskorun um að
forsetanum yrði vikið frá.