Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 15
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Afar góð veiði er áfram á Vestur-
landi og mikið af laxi að ganga. Í
fyrradag var 92 löxum landað í Norð-
urá en mikið vatn er í ánni og virðist
laxinn því ganga hægt upp á efstu
svæðin; 90 af löxunum veiddust fyrir
neðan Glanna og munu tvær stangir
hafa sett í fjörutíu laxa á morgun-
vaktinni í fyrradag og landað þrjátíu
þeirra. Er veiðin í Norðurá komin yf-
ir 1.000 laxa. Jafnframt tekur laxinn
vel í Straumunum, við ármót Norð-
urár og Hvítár, en samkvæmt vef
SVFR veiddust þrjátíu laxar þar á
stangirnar tvær á tveimur dögum.
Þar af veiddist 21 á morgunvaktinni í
fyrradag.
Það virðist vera sama hvar spurt
er fregna við ár á svæðinu; fjögurra
stanga holl í Hítará fékk tæplega 30
laxa á fjórum dögum. Og í Langá á
Mýrum hefur laxinn gengið af krafti
síðustu daga. Mikið og vaxandi vatn
hefur verið í ánni, og kalt í veðri, og
hefur laxinn því gengið hægt upp á
fjallið, en neðsta svæðið og miðsvæð-
ið verið að gefa vel.
„Veiðin hefur verið mjög fín hér í
Langá og í gær veiddust fjörutíu.
Síðustu sex daga hafa veiðst 206 lax-
ar og það er mjög gott svona
snemma í júlí,“ sagði Haraldur Ei-
ríksson sem var þar við leiðsögn í
gær. „Það vekur áfram athygli hvað
laxinn er gríðarvel haldinn og falleg-
ur. Það er í raun með ólíkindum.“
Stórar sjóbleikjur í Vatnsdal
Það hefur verið líflegt í Hnausa-
streng í Vatnsdalsá síðustu daga og
einnig virðist talsvert vera að ganga
af laxi þar norðan heiða. Í gær sagði
Pétur Pétursson leigutaki mikið hafa
rignt, áin væri vaxandi og að skolast
og við þær aðstæður hlyti laxinn að
ganga upp fyrir Flóð og dreifa sér á
efri svæðin, betur en verið hefði.
„Svo er sjóbleikjan mætt og marg-
ar stórar, 50 til 60 cm langar, og sjó-
birtingur í sama stærðarflokki. Við
fengum fimm laxa í Hnausastreng í
morgun og sex punda sjóbirtinga
með, þá fengust laxar í Hólakvörn og
efst upp frá, í Stekkjarfossi. En hvað
getur maður beðið um meira þegar
svona fallegir silungar eru að ganga í
bland við laxinn?“ sagði Pétur.
Hann bætti við að byrjunin væri
góð og full ástæða til bjartsýni, þótt
hún hefði einnig verið ágæt í fyrra
áður en botninn datt úr veiðinni.
Þeir eru líka að fá hann í Ísafjarð-
ardjúpinu því í Laugardalsá veidd-
ust 23 á tveimur vöktum um helgina.
Yfir 1.000 veiddir í Norðurá
Kröftugar laxagöngur í ár á Vesturlandi „Síðustu sex daga hafa veiðst 206 laxar,“ segir leiðsögu-
maður við Langá „Hvað getur maður beðið um meira þegar svona fallegir silungar eru að ganga?“
Drottningin Ásgeir Heiðar hampar 115 cm langri hrygnunni. Vitaðsgjafi og Hornflúð í Laxá í Aðaldal í baksýn.
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013
FRAMÚRSKARANDI
Þú veist það strax og þú sérð hann. Það er eitthvað sérstakt við Range Rover Evoque. Hönnunin togar í þig um leið.
Útlitið hvíslar að þér einhverju um ævintýri, þægindi og óbeislaða upplifun. Búnaðurinn er á heimsmælikvarða, hvort
sem um ræðir aksturseiginleika, fjöðrunarbúnað, drifkerfi eða afl.
Leyfðu honum að heilla þig. Komdu og reynsluaktu Evoque. Hafðu samband í síma 525 8000 eða komdu í heimsókn.
www.landrover.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
7
9
8
9
*M
ið
að
vi
ð
up
pg
ef
na
r
vi
ðm
ið
un
ar
tö
lu
r
fr
am
le
ið
an
da
um
el
ds
ne
yt
is
no
tk
un
íb
lö
nd
uð
um
ak
st
ri
.
NÝR RANGE ROVER EVOQUE – VERÐ FRÁ 8.770.000 KR.
4x4 - TD4 2,2 dísil, sjálfskiptur - Eyðsla 6,5 l/100 km.*
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Bílahúsið
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
421 8808
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
Margir hafa dáðst að myndum
sem birtust á Mbl.is af 30
punda laxinum sem Ásgeir
Heiðar veiddi við Hornflúð á
Nesveiðum í Aðaldal á laug-
ardaginn var. Hrygnan tók
kvarttommmu-langa svarta
Frances og var landað eftir um
25 mínútna viðureign. Var hún
færð til bókar sem 115 cm löng,
en hún var mjög þykk og afar
vel haldin. Viðmiðunarkvarði
Veiðimálastofnunar nær ein-
ungis upp í 114 cm og segir það
vera 29 punda lax. Fullvíst má
telja að þessi hafi verið 30
pund, eða 15 kíló, að lágmarki.
Er þetta stærsti lax sem hér
hefur verið skráður síðan jafn-
stór hængur veiddist í Vatns-
dalsá fyrir sjö árum.
„Miðað við það hvað laxarnir
eru gríðarvel haldnir núna tel ég
að þessi lax hafi verið vel yfir
30 pundin,“ segir Árni Pétur
Hilmarsson, staðarhaldari í
Nesi. Segir hann veiðina nú í
byrjun vera á pari við 2010, en
þá var besta veiði síðan 1979.
Gríðarþykk
hrygna
30-PUNDARINN Í NESI