Morgunblaðið - 26.08.2013, Page 7

Morgunblaðið - 26.08.2013, Page 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2013 Atli Ásmundsson, fv. aðalræð- ismaður Íslands í Winnipeg í Kan- ada, og Almar Grímsson, fyrrver- andi formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga, voru í gær gerðir að heiðursfélögum Þjóðræknisfélags Íslendinga. Svonefnt Þjóðrækn- isþing var haldið um helgina. Dagskrá Þjóðræknisþingsins var annars fjölbreytt. Þar var m.a. kynnt um skipan heiðursráðs fé- lagsins sem ætlað er m.a. að efla tengsl Íslendinga við afkomendur Íslendinga í Vesturheimi Í heiðursráðinu sitja fulltrúar fé- lagasamtaka, stofnana og fyr- irtækja sem styrkja Þjóðrækn- isfélagið og starfsemi þess og meðal þeirra er Vigdís Finn- bogadóttir, fv. forseti Íslands. Á Þjóðræknisþingi sagði Egill Helgason sjónvarpsmaður frá ferð sinni á slóðir Íslendinga í Norður- Ameríku fyrr á árinu. Egill vinnur um þessar mundir að gerð sjón- varpsþátta úr ferðinni, hvar sjónum er beint m.a. að íslenskum bók- menntaarfi vestra. sbs@mbl.is Atli og Almar gerðir að heiðursfélögum Morgunblaðið/Árni Sæberg Heiðursmenn Almar Grímsson og Anna Björk Guðbjörnsdóttir, eiginkona hans, og til hægri Atli Ásmundsson og Þrúður Helgadóttir, eiginkona hans, þegar þeir tóku við viðurkenningunni á Þjóðræknisþingi sem haldið var í gær. Um 52 þúsund undirskriftir höfðu safnast í gærkvöldi til stuðnings því að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýrinni. 53% þeirra sem skrifað hafa undir eru íbúar á höfuðborgarsvæðinu og 47% koma af landsbyggðinni. „Mér finnst mjög mikils virði að sjá þennan stuðning og þá sérstaklega frá höfuðborg- arbúum,“ segir Friðrik Pálsson, annar formanna átaksins. „Oft hefur verið látið að því liggja í um- ræðunni að flugvöllurinn þvælist fyrir íbúum Reykjavíkur. Fólk áttar sig hins vegar greinilega á mikilvægi þess að hafa samgöngumiðstöðina á þeim stað sem hún er á í dag,“ segir Friðrik. Hann telur flugvöllinn tryggja öryggi landsins í heild og bendir á að um 6-700 sjúkraflug koma árlega til Reykjavíkur með sjúklinga. Móttökurnar voru góðar að hans mati og undirskriftir hafa safnast hraðar saman en hann gerði ráð fyr- ir. Undirskriftasöfnunin hófst fyrir rúmri viku og fer fram á vefsíðunni Lending.is. Gert er ráð fyrir að und- irskriftirnar verði afhentar 20. sept- ember næstkomandi, en þá rennur út frestur til að gera athugasemdir við aðalskipulag Reykjavíkurborg- ar.„Við munum halda áfram að safna undirskriftum fram að þeim tíma.“ jonheidar@mbl.is 52 þúsund vilja halda flugvelli Morgunblaðið/Árni Sæberg Umdeildur Flugvöllurinn í Reykjavík  53% eru frá höfuð- borgarsvæðinu Friðrik Pálsson Einn heppinn lottóspilari vann rúmar 30 millj- ónir króna í Lott- óinu um helgina. Sá heppni keypti miðann á bens- ínstöð N1 við Gagnveg í Reykjavík. Vinn- ingshafinn hafði ekki gefið sig fram við Íslenska getspá í gær. Tveir hrepptu bónusvinninginn. Lottótölurnar voru 9-10-15-18-32 og bónustalan 20. Einn með 30 milljónir í lottóinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.