Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Chad R. Pike, aðalframkvæmda-
stjóri og varaformaður fjárfest-
ingasjóðs Blackstone í Evrópu, sem
stendur að fjárfestingum í Fljót-
unum ásamt Orra Vigfússyni, situr í
stjórn Verndarsjóðs villtra laxa-
stofna sem Orri setti á laggirnar en
þeir Orri hafa þekkst til fjölda ára.
„Hann er mikill áhugamaður um
náttúrvernd og uppbyggingu í
strjálbýlum héruðum og hann er
mikill útivistarmaður,“ segir Orri.
Pike, sem er rúmlega fertugur, er
einnig auðugur. Hann er háttsettur
yfirmaður hjá Blackstone, sem er
bandarískur fjárfestingasjóður og
einn sá stærsti í heimi. Pike er vara-
framkvæmdastjóri og formaður
Blackstone í Evrópu og situr í nefnd
sem sér um fjárfestingar Blackstone
í fasteignum.
Á vef Blackstone kemur fram að
frá því Pike gekk til liðs við fyrir-
tækið árið 1995 hafi hann stýrt fjár-
festingum upp á 20 milljarða banda-
ríkjadala (2.400 milljarða íslenskra
króna) í Bandaríkjunum, Evrópu og
Asíu.
Á Bahama-eyjum og Deplum
Fyrir nokkrum árum setti Pike á
laggirnar ferðaþjónustufyrirtækið
Eleven Experience sem býður upp á
lúxusgistingu í Ameríku og Evrópu.
Gistihús undir merkjum fyrirtækis-
ins er þegar að finna í skíðabænum
Crested Butte í Klettafjöllunum í
Bandaríkjunum, annað í Tarantaise í
frönsku Ölpunum og hið þriðja í Ed-
ington, skammt frá borginni Bath á
Englandi. Þá boðar fyrirtækið að
það muni opna gistihús á Deplum
sumarið 2014 og fljótlega verði opn-
að gistihús þeirra á Bahama-eyjum.
Í öllum tilfellum er um sannkallaða
lúxusgistingu að ræða.
Auk gistingar er alls kyns þjón-
usta í boði, eingöngu fyrir gesti Ele-
ven Experience og mikil áhersla er
lögð á að gestir geti notið næðis. Í
skálanum í Klettafjöllum er t.a.m.
boðið upp á einkaleiðsögn um fjöllin,
einkabílstjóra og einkakokk. Ljóst
er af vef fyrirtækisins að ekki er í
kot vísað í gistihúsum Eleven Ex-
perience.
Innisundlaug með saltvatni
Í skálanum í Ölpunum er t.d. inni-
sundlaug með saltvatni og í húsinu í
Klettafjöllunum eru herbergin með
búnaði sem gerir gestum kleift að
stilla súrefnismagnið í herbergj-
unum, eigi þeir í vandræðum með að
aðlagast hæðinni (2.700 metrar yfir
sjávarmáli). Í Crested Butte er þó
ekki hægt að fara í þyrluskíðaferðir
en slíkt verður hægt að gera frá
bænum Deplum.
Orri Vigfússon keypti jörðina
Depla fyrir um þremur árum í félagi
við Pike. Í fyrra bættist jörðin
Knappstaðir við og frá 2003 hefur
Orri leigt jörðina Bergland í
tengslum við veiðiréttindi í Fljótaá.
Orri segir að nú standi til að reisa
nýtt gistihús við Depla þar sem
verður gisting fyrir 10-20 manns.
Byggingin verði væntanlega fjár-
festing upp á nokkur hundruð millj-
ónir, þegar allt verði komið til alls.
„Það er verið að teikna hinar og
þessar útgáfur af húsum og það er
verið að skoða hitt og þetta. En við
ætlum að gera þetta glæsilega,“ seg-
ir Orri. Hann bendir á að Strengir
hafi nýlega byggt veiðihús við Selá í
Vopnafirði sem hafi kostað 300-400
milljónir.
Orri segir að enn sé ekki búið að
ganga endanlega frá því hvernig
þátttöku Chad R. Pikes í fjárfest-
ingum í Fljótunum verði háttað.
„En hann mun örugglega
spila lykilhlutverk,“ segir
hann.
Á Deplum hefur verið
stundaður sauðfjárbúskapur
og Orri segir að svo verði
áfram. Hjónin á Þrasastöð-
um muni sjá um það.
Leikur lykilhlutverk í fjárfestingum
Chad R. Pike, aðalframkvæmdastjóri hjá Blackstone, er mikill áhugamaður um laxveiði og útivist
Pike stofnaði Eleven Experience sem býður upp á lúxusgistingu Nokkuð hundruð milljónir
Ljósmynd/Eleven Experience
Þyrluskíðamennska Orri Vigfússon og félagar hófu í fyrravetur að bjóða upp á þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga. Það
þykir einstakt að geta skíðað frá fjallstoppum og niður að sjávarmáli. Orri segir pláss fyrir fleiri en eitt fyrirtæki.
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Tillaga Húsafriðunarnefndar, ef hún
verður samþykkt, kallar ekki á að
breyta þurfi núverandi deiliskipulagi,“
segir Hjálmar Sveinsson sem situr í um-
hverfis- og skipulagsráði borgarinnar.
Honum virðist tillagan lúta að því að
skerpa á orðalagi. Samkvæmt deili-
skipulagi stendur til að á Landsíma-
reitnum verði m.a. tónleikastaður með
svipuðu sniði og Nasa, segir Hjálmar.
„Við erum ánægð með þessa stuðn-
ingsyfirlýsingu Húsafriðunarnefndar,“
segir Björn B. Björnsson, fulltrúi BIN-
hópsins svokallaða sem stendur fyrir:
Björgum Ingólfstorgi og Nasa.
Umskipti nefndarinnar
Deilur hafa staðið um skemmtistað-
inn Nasa og salinn allt frá árinu 2008. Þá
samþykkti Húsafriðunarnefnd að friða
gamla Kvennaskólann við Austurvöll,
þar sem skemmtistaðurinn Nasa var til
húsa. Árið 2011 var ytra borð hússins,
þ.e.a.s. gamla Kvennaskólans, friðað.
Árið 2008 kynntu borgaryfirvöld til-
lögu að nýju deiliskipulagi á Landsíma-
reitnum þar sem gert var ráð fyrir að
endurbyggja Nasa-salinn í sömu mynd
inni í nýbyggingunni.
Í fundagerð Húsafriðunarnefndar frá
9. október 2008 er því fagnað að í skipu-
lagstillögu sé gert ráð fyrir að salurinn
skuli endurbyggður í sömu mynd. Því
lagði nefndin ekki til frekari friðun sal-
arins. Þessi skipulagstillaga, sem Húsa-
friðunarnefnd fagnaði, var hins vegar
ekki samþykkt.
Fjórum árum seinna, 10. júlí 2012,
kvað við annan tón hjá nefndinni. Þá
telst salurinn í núverandi mynd ekki til
þjóðminja. Þar af leiðandi var ekki farið
fram á friðun hans. Nú á síðasta fundi
var sama umræða komin upp og árið
2008. Vísað var til þess að ekki væru
skýr ákvæði um endurreisn salarins á
núverandi stað í nýlega samþykktu
deiliskipulagi. Auk þess stendur: „Hafa
fjölmargir orðið til þess að benda á sögu-
legt og tilfinningalegt gildi salarins.“
Tillaga um friðlýsingu var því sam-
þykkt.
Umskipti gagnvart Nasa-salnum
Morgunblaðið/Jim Smart
Nasa-salurinn Húsafriðunarnefnd hefur skipt nokkrum sinnum um skoðun á
menningarsögulegu gildi salarins. Árið 2012 taldist hann ekki til þjóðminja.
Tillagan um friðlýsingu mun ekki hafa áhrif á deiliskipulag
„Ánægð með stuðningsyfirlýsinguna,“ segir talsmaður BIN
„Ég hafna þessu. Rétt var staðið að boðun
fundarins,“ segir Magnús Skúlason, for-
maður Húsafriðunarnefndar, um ásakanir
Magnúsar Karels Hannessonar, varamanns
í nefndinni, um að ekki hafi verið rétt stað-
ið að boðun varamanns á fundinn. Magnús
segir að þar af leiðandi sé friðlýsing
NASA-salarins byggð á mjög veikum
grunni.
Magnús Karel er skipaður í nefndina af
Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hann
hefði átt að taka sæti Margrétar Leifsdóttur, sem er að-
almaður tilnefnd af sambandinu, þar sem hún átti ekki heim-
angengt. Magnús Karel hafði ekki tök á að sitja fundinn. Í
stað þeirra sat Snorri Freyr Hilmarsson, varamaður fyrir ráð-
herraskipaðan aðalmenn án tilnefningar í Húsafriðunarnefnd.
Magnús Karel segir Snorra ekki hafa umboð frá sveitar-
félögunum eða Sambandi íslenskra sveitarfélaga í þeirra
nafni. Fyrir fulltrúa sveitarfélaganna í Húsafriðunarnefnd er
skipaður sérstakur varamaður og hann einn getur setið fundi
í forföllum aðalmannsins, segir Magnús Karel. Formaður
Húsafriðunarnefndar, Magnús Skúlason, segir að hún sé ekki
pólitísk skipuð heldur sé hún ráðgefandi fagnefnd. Hann tel-
ur að rétt hafi verið að boða aðra menn sem eru skipaðir án
tilnefningar svo nefndin hafi getað verið starfhæf.
Formaðurinn segir rétt
staðið að boðun fundar
DEILT UM VARAMANN Á FUNDI HÚSAFRIÐUNARNEFNDAR
Magnús Karel
Hannesson
Í Morgunblaðinu í gær birtist
viðtal við Jökul Bergmann sem
hefur rekið þyrluskíðafyrirtæki
á Tröllaskaga frá 2008 þar sem
Jökull segir að þar sé aðeins
pláss fyrir eitt slíkt fyrirtæki.
Þessu er Orri ósammála. Það
sé ekki á margra færi að bjóða
upp á þyrluskíðaferðir og það
sé ósennilegt að þyrluumferð
um fjöllin verði slík að til vand-
ræða horfi. Þá hafi Jökull ekki
ríkari rétt til að bjóða upp á
þyrluskíðaferðir en aðrir og
þeir lögfræðingar sem hann
hafi rætt við telji að þeir samn-
ingar sem Jökull hafi gert um
einkarétt á tilteknum fjöllum
og brekkum muni ekki stand-
ast, verði gerður ágreiningur
um gildi þeirra. Hann segist
ekki geta sagt til um hvort til
standi að gera slíkan ágreining.
Jökull benti á að ósnertar
skíðabrekkur væru takmörkuð
auðlind. Spurður hvort hið
sama eigi ekki við um laxveiðar
og þyrluskíðamennsku, að of
mikil sókn eyðileggi auðlindina,
bendir Orri á að laxveiði sé háð
einkaeignarrétti en það eigi
ekki við um flugumferð.
Orri bendir á að hann hafi
byrjað að bjóða upp á þyrlu-
skíðaferðir í fyrravetur en í
Morgunblaðinu í gær kom fram
að hann hygðist bjóða upp á
þær frá og með næsta vetri.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
Annað fyrirtæki sem hygg-
ur á slíkar ferðir er Viking
Heliskiing. Í gær kom í ljós
að ósk þeirra um einkaaf-
notarétt um afnot af landi
Fjallabyggðar var hafnað,
að svo stöddu.
Efast um
samninga
EKKI MEÐ RÍKARI RÉTT
Orri
Vigfússon