Morgunblaðið - 05.09.2013, Side 8

Morgunblaðið - 05.09.2013, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 Sumarþing eftir kosningar ogseptemberþing í örfáa daga eru skrítin fyrirbæri. Það fyrra ætti eingöngu að vera til að skipa innri málum þingsins og halda eina umræðu um fyrstu tölu nýs for- sætisráðherra. Það seinna er verra en ekkert.    Fólk ætti ekki aðgera sér vænt- ingar vegna slíks þinghalds, en gerir það stundum. Styrmir Gunnars- son hugsar upphátt um stöðu ríkis- stjórnarinnar:    Fólk í öllum flokkum veltir fyrirsér stöðu nýrrar ríkisstjórnar, kannski fyrst og fremst vegna þess að hún gefur lítið sem ekkert upp um áform sín í efnahagsmálum al- mennt, ríkisfjármálum sérstaklega, að ekki sé talað um skuldavanda heimilanna.    Uppi eru tvær kenningar umþessa þögn.    Önnur er sú, að hún lýsi aðgerð-arleysi. Það sé lítið sem ekkert að gerast í ráðuneytum.    Hin er sú að í þögninni felistmikil stjórnvizka.    Ríkisstjórnin ætli að láta verkintala.    Bæði stefnuræða forsætisráð-herra og fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra eigi eftir að koma rækilega á óvart og botninn detti úr stjórnarandstöðunni.    Það skyldi þó aldrei vera!“ Styrmir Gunnarsson Eru væntingar varasamar? STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.9., kl. 18.00 Reykjavík 10 léttskýjað Bolungarvík 10 léttskýjað Akureyri 10 léttskýjað Nuuk 8 skýjað Þórshöfn 9 skúrir Ósló 18 léttskýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 17 léttskýjað Lúxemborg 27 heiðskírt Brussel 27 heiðskírt Dublin 21 léttskýjað Glasgow 20 léttskýjað London 25 heiðskírt París 30 heiðskírt Amsterdam 23 heiðskírt Hamborg 18 skýjað Berlín 20 léttskýjað Vín 23 skýjað Moskva 10 skúrir Algarve 27 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 30 léttskýjað Aþena 25 heiðskírt Winnipeg 12 skýjað Montreal 17 alskýjað New York 24 heiðskírt Chicago 23 heiðskírt Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:23 20:30 ÍSAFJÖRÐUR 6:22 20:41 SIGLUFJÖRÐUR 6:05 20:24 DJÚPIVOGUR 5:51 20:01 Árni Grétar Finnsson Gunnar Dofri Ólafsson „Þriggja vikna frestur til þess að áfrýja málinu er ekki útrunninn og fyrsta vikan er ekki einu sinni liðin. Og ef ákveðið verður að áfrýja munu réttarfarsleg áhrif héraðsdóms frestast á meðan. Menn verða að sýna biðlund,“ segir Guðrún Ragn- arsdóttir, framkvæmdastjóri Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. Á mbl.is hefur komið fram að kröfur sjóðsins vegna námslána eru óbreyttar: Stúdent þarf að ljúka 22 einingum á önn til þess að eiga rétt á námsláni. Í Héraðsdómi Reykjavík- ur á föstudaginn sl. féll dómur þess efnis að LÍN er óheimilt að krefjast þess að námsmaður ljúki fleiri en 18 einingum á önn. „Námsmaður reyndi að sækja um námslán í dag og fékk þau svör að lágmarksnámsframvindukrafa væri enn 22 einingar á önn, sem er þvert á niðurstöðu héraðsdóms síðan á föstudaginn,“ sagði Jórunn Pála Jónasdóttir, hagsmuna- og lána- sjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is. „Það er alveg klárt að á meðan LÍN og ríkið eru ekki búin að áfrýja dómnum þurfa þau að hlíta niðurstöðu hér- aðsdóms.“ Hún bætti við að það hljóti að vera alvarlegt mál þegar ríkisstofnun hlítir ekki niðurstöðu dómstóls. Mikil óánægja er meðal stúdenta við Háskóla Íslands vegna afstöðu lánasjóðsins og hefur stúd- entaráð kvartað til mennta- málaráðuneytisins vegna málsins. Guðrún Ragnarsdóttir segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að stúd- entar sæki um námslán jafnvel þótt þeir sjái ekki fram á að klára 22 ECTS-einingar. „Ef námsmenn gætu ekki sótt um lán væri allt önn- ur staða uppi,“ segir Guðrún. Málinu verður líklega áfrýjað Guðrún segir að meiri líkur en minni séu á því að LÍN muni áfrýja dómi héraðsdóms. „Við erum að taka þessa umræðu heildrænt og fara yfir alla málavexti. Mér finnst þetta mál ekki eingöngu snerta LÍN heldur alla stjórnsýsluna,“ segir Guðrún. Hún telur að deilan hafi ekki nei- kvæð áhrif á háskólann. „Við sáum fréttir nýlega af met- aðsókn í HÍ svo að þetta hefur ekki haft neikvæð áhrif á það, en örugg- lega eru einhverjir námsmenn sem þetta snertir. Það er eðlilegt að hver og einn hugsi út frá sínum þörfum, en stundum þurfa menn aðeins að standa upp og horfa yfir skóginn en ekki bara horfa yfir laufblöðin sem blasa við þeim,“ segir Guðrún að lok- um. Stúdentar sýni LÍN biðlund  Stúdentaráð Háskóla Íslands segir LÍN hundsa niðurstöðu héraðsdóms Morgunblaðið/Ómar Háskóli Stúdentar eru ósáttir. Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Dalvegi 10-14 • Kópavogi Margar gerðir af innihurðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.