Morgunblaðið - 05.09.2013, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013
Áætlunarflug Icelandair árið 2014 til
Edmonton í Kanada hefur vakið tals-
vert mikla athygli fjölmiðla þar í
landi. Borgarstjórinn í Edmonton,
Stephen Mandel, fagnaði þessari
nýju flugleið á blaðamannafundi ný-
verið.
„Hingað til hefur okkur skort al-
þjóðlega tengingu flugleiðis. Tals-
verðrar óánægju hefur gætt með það
meðal borgarbúa. Þeir hafa þurft að
sækja þá þjónustu til annarra borga.
Þetta flug er eitt púsl í því að gera
flugvöllinn fullkomnari,“ sagði Man-
del á fréttvef Alberta.
Þá segja forsvarsmenn flugvallar-
ins í Edmonton að með þessu flugi
hafi flugvöllurinn sterkari tengingu
við Evrópu. Einungis er boðið upp á
eitt annað beint flug til Evrópu, það
er til London.
Samkeppnisstaðan góð
„Við teljum samkeppnisstöðu okk-
ar í tengiflugi milli Evrópu og Ed-
monton mjög góða,“ segir Guðjón
Arngrímsson, upplýsingafulltrúi
Icelandair, spurður um ástæður fyr-
ir valinu á höfuðborg Albertafylkis.
Kaupmátturinn er góður og efna-
hagurinn sterkur á svæðinu, að sögn
Guðjóns. Það sé stór þáttur sem litið
er til þegar nýir áfangastaðir eru
skoðaðir.
Flugið tekur rúmar sex klukku-
stundir. Áætlað er að ferðir hefjist
26. mars 2014 og standi fram yfir
áramótin 2014/15. Flogið verður
fjórum sinnum í viku.
Vancouver í Kanada og Genf í
Sviss eru einnig nýir áfangastaðir
sem Icelandair mun fljúga til. Flug-
áætlun Icelandair fyrir árið 2014 er
sögð verða sú stærsta í sögu félags-
ins, um 18% umfangsmeiri en 2013.
thorunn@mbl.is
Flug til Kanada
vekur athygli
Borgarstjóri Edmonton ánægður
Morgunblaðið/Ernir
Flug Ánægja ríkir með Edmonton,
nýjan áfangastað Icelandair.
Uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði
ársins hjá Hafnarfjarðarbæ var
tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í
gær. Afkoma A-hluta bæjarsjóðs og
samstæðureiknings A- og B-hluta
er jákvæð. Rekstrarniðurstaða A
hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæð
um rúmar 407 milljónir króna og B-
hlutinn jákvæður um 722 milljónir
króna. Í tilkynningu segir að fjár-
magnsliðir séu mun lægri en áætl-
un gerði ráð fyrir, vegna hag-
stæðrar gengisþróunar á
tímabilinu. Rekstrartekjur og önn-
ur rekstrargjöld eru í samræmi við
áætlun ársins. Heildareignir A-
hluta námu í júnílok 37 milljörðum
króna, skuldir og skuldbindingar
um 33 milljörðum og eigið fé nam
nærri 4 milljörðum. Heildareignir
A- og B-hluta voru í lok júní sl. 47,6
milljarðar króna. Á tímabilinu
námu fjárfestingar um 120,2 millj-
ónum kr. og greiddar afborganir á
tímabilinu 848 milljónir króna.
Afkoma A-hluta bæjarsjóðs Hafnarfjarðar á
fyrri hluta ársins jákvæð um 407 milljónir
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hafnarfjörður Jákvæð afkoma bæjarsjóðs
á fyrri helmingi ársins í takt við áætlanir.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Upphaflegur kostnaður vegna fram-
kvæmda Reykjavíkurborgar við
Hofsvallagötu nam alls 17,7 millj-
ónum króna. Þar af nam heildar-
kostnaður vegna uppsetningar á
flöggum og fuglahúsum 3,5 millj-
ónum króna og kostnaður vegna
gróðurkassa kostar borgarbúa rúma
2,7 milljónir króna. Bjarni Brynjólfs-
son, upplýsingastjóri Reykjavík-
urborgar, segir tölurnar ekki sýna
rétta mynd af kostnaðarliðum.
„Hvert fuglahús kostar t.d. 15.000
krónur, málunin á þau kostar 1.200
krónur og númerin á þau 1.000 krón-
ur þannig að þau kosta hvert og eitt
alls 17.200 krónur. Þetta er heildar-
kostnaður upp á rúmar 155 þúsund
krónur fyrir fuglahúsin,“ segir
Bjarni.
Járnrörin kostnaðarsöm
Það að kostnaður við þessa ein-
stöku liði, þ.e. fuglahús og gróður-
kassa, er svona hár segir Bjarni
stafa af öðrum þáttum. „Inn í t.d.
liðnum um flögg og fuglahús eru
hulsur fyrir járnrör en þau kosta
17.500 krónur hvert og þarna voru
sett niður 57 járnrör svo kostnaður
við hulsurnar er rúm milljón krón-
ur.“ Kostnaður við járnrörin sjálf var
um 733 þúsund krónur og heild-
arkostnaður þeirra því um 1,7 millj-
ónir króna. „Þau eru umferðarör-
yggismálið í framkvæmdinni. Þau
voru sett þarna til að hindra umferð
og síðan eru sett á þau flögg sem
kosta 144 þúsund til þess að varna
því að fólk keyri á þau og eins end-
urskinsmálun.“
Tilboð við verkið hljóðaði upp á
rúmar 16 milljónir að sögn Bjarna en
ofan á þau bætist síðan eftirlits-
kostnaður borgarinnar.
Málningarkostnaður við fram-
kvæmdina er töluverður og undir
liðnum ýmsar merkingar í ítarlegri
kostnaðaráætlun kemur fram að
hjólamerki og strætómerki kostuðu
hátt í 7,5 milljónir króna. Þá var
kostnaður við málaða fleti 553 þús-
und krónur. Starfsmenn hverfa-
stöðvar Reykjavíkurborgar þrifu á
mánudaginn hluta þeirrar málningar
af Hofsvallagötu fyrir mistök.
Mótmæli Vesturbæinga
Framkvæmdir borgarinnar við
Hofsvallagötu hafa verið harðlega
gagnrýndar af íbúum hverfisins, sem
funduðu um málið með borginni í
Hagaskóla í síðustu viku. Töluverður
hiti var í íbúum Vesturbæjar vegna
málsins og tóku margir til máls á
fundinum. Kristinn Fannar Pálsson,
íbúi við Hagamel, lagði fram undir-
skriftir 661 íbúa sem safnað var í
Melabúðinni til að mótmæla fram-
kvæmdunum. Megintónninn hjá íbú-
um var sá að tilraunin væri illa
heppnuð. Einstaka voru þó ánægðir
með framkvæmdina.
Breytingar á Hofsvallagötu dýrar
Heildarkostnaður borgarinnar 17,7 milljónir Hjólreiða- og strætisvagnamerkingar kostuðu um
7,5 milljónir Fuglahús, fánar og tengdur búnaður kostuðu 3,5 milljónir Ætlað að hindra umferð
Morgunblaðið/Rósa Braga
Óánægja Íbúar við Hofsvallagötu voru ekki á eitt sáttir við framkvæmdir
borgarinnar á götunni og var litadýrðin, fánaborgir og fuglahús gagnrýnd.
Kostnaður við
breytingar á
Hofsvallagötu
Heimild: Reykjavíkurborg
Hönnuðir 680 Þkr.
Arkitektar 1.515 Þkr.
Eftirlit skv. samningi 1.300 Þkr.
Framkvæmd
Vinnustaðamerkingar 1.080 Þkr.
Sérfræðivinna verktaka 200 Þkr.
Strætó biðstöð 2.018 Þkr.
Gróðurkassar 2.737 Þkr.
Flögg og fuglahús 3.513 Þkr.
Bekkir 180 Þkr.
Umferðarmerki 114 Þkr.
Yfirborðsmerkingar
Gatnalínur 1.550 Þkr.
Málaðir fletir 662 Þkr.
Hjólamerki 2.222 Þkr.
Alls 17.771 Þkr.
Skemmtilegt námskeið með Guðríði
Helgadóttur verður haldið á Heilsustofnun NLFÍ
laugadaginn 7. september kl. 13:00 - 16:00.
Gurrý kennir okkur ýmsar ræktunaraðferðir og girnilegar
uppskriftir með íslenskt grænmeti og jurtir í forgrunni, kryddað
með fróðleik og gleði. Geir Gunnar Markússon, næringar-
fræðingur HNLFÍ, verður með innslag um næringu.
Verð er 6.000 kr. Frír aðgangur fyrir þátttakendur í baðhús HNLFÍ frá kl. 10:00 -17:30.
Athugið að það er takmarkaður fjöldi.
Skráning á nlfi@nlfi.is og í síma 552 8191 frá kl. 10:00 -12:00.
Grænt og gómsætt
– matreiðslu- og fræðslunámskeið NLFR
SMELLT
EÐA SKRÚFAÐ,
VIÐ EIGUM BÆÐI
Þú getur verið afslappaður og öruggur
við grillið með AGA gas. Öruggur um
að þú ert að nota gæðavöru og að
þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft
áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú
nýtir þér heimsendingarþjónustu á
höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú
heimsækir söluaðila AGA.
Farðu á www.gas.is og finndu
nálægan sölustað eða sæktu
öryggisleiðbeiningar og fáðu
upplýsingar um AGA gas.
www.GAS.is